Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 11

Dagblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. Deilurnar í Grunnskóla Gríndavíkur: „MUN VÍSA MÁLINU TIL STÉTTARFÉLAGS KENNARA” — segir Ragnar Ágústsson kennari „Staða min i þessu niáli er bæði lagalega og siðferðislega eins sterk og staða nokkurs kennara getur verið,” sagði Ragnar Ágústsson, kennari í Grindavík, er blaðamaður DB innti hann álits á því að nýr kennari hefur nú verið ráðinn til að taka við kennslu hans í 4. bekk A i Grunnskóla Grindavíkur í kjölfar mótmaela foreldra barnanna við kennslu Ragnars. Samkvæmt á- kvörðun Gunnlaugs Dan Ólafssonar skólastjóra mun Ragnar nú alfarið snúa sér að svokallaðri stuðnings- kennslu sem hann hafði áður stundað að hluta til. ,,Ég vil þó ekki standa í vegi fyrir þvi,” sagði Ragnar, „að skólastjóri geti framfylgt þeirri skyldu sinni að sjá börnununt fyrir fræðslu og að þau mæti í skólann. Hins vegar harma ég að þetta skuli þurfa að ger- ast með þessum hætti. Ég mun nú visa málinu formlega til stéttarfélags kennara til frekari athugunar og umsagnar,” sagði Ragnar að lokum. -í;aj. Nokkrir félagar hinnar þjóðlegu kinversku hljómsveitar á Þingvöllum. Með þeim á myndinni er Arnþór Helgason. DB-mynd Magnús Karcl. Þjóðlega kínverska hljómsveitin á Selfossi: „VORKENNIÞEIM SEM SITJA HEIMA” „Ég vorkenni þeim sem sitja heima,” sagði einn tónleikagesta á tónleikum hinnar þjóðlegu, kinversku hljómsveitar, sem haldnir voru á Selfossi sl. sunnudagskvöld, en 12 manna hópur kínverskra tónlistar- manna eru þessa dagana í heimsókn hér á landi í boði Kinversk-íslenzka ntenningarfélagsins og Karlakórs Reykjavíkur. Fyrr um daginn heim- sóttu Kínverjarnir Þingvelli og kynnt- ust þar íslenzkri náttúru, veðri og sögu. Þá skoðuðu þeir raforkuverið við íra- foss og sátu þar boð framkvæmda- stjóra Landsvirkjunar. Á Selfossi tók stjórn Tónlistarfélags Árnessýslu á móti listafólkinu og sýndi því lista- og dýrasafn Árnessýslu. Á tónleikunum flutti hljómsveitin gott sýnishorn af kinverskri nútíma- og þjóðlagatónlist ásaml nokkrum íslenzkum tónverkum. Voru tónleikagestir, sem fylltu Selfoss- bíó, hinir ánægðustu og áttu vart orð til þess að lýsa ánægju sinni. Hin þjóðlega kínverska hljómsveit mun halda tónleika i Austurbæjarbiói klukkan 7 í Ijvöld og í Bústaðakirkju kl. hálf níu á fimmtudagskvöld og er óhætt að spá því að enginn sem þar kemur mun vonsvikinn út ganga. -MKH, Eyrarhakku. BOB MAGNUSSON MISSTIAF FLUGVÉUNNITIL ÍSLANDS — tónleikar hans í Glæsibæ í kvöld falla því niður Jazztónleikar Bobs Magnusson og félaga hans, sem áttu að vera i veitinga- húsinu í Glæsibæ i kvöld, falla niður. Ástæðan er sú að Bob er tepptur i New York og kemst ekki til landsins fyrr en á morgun. Bob hafði komið með þotu frá Los Angeles og ællaði að ná Flugleiðavél á Kennedyflugvelli. Hann varaði sig ekki á tímamismuninum og rétt missli af flugvélinni. Að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Jazzvakningu verða tónleikarnir haldnir sem eru á dagskrá á Hótel Loft- leiðum annað kvöld og sömuleiðis tónleikarnir á fimmtudagskvöld. „Okkur langar til að bæta við einum síðdegiskonsert á Loftleiðum næsta sunnudag, „en það er ekki búið að ganga frá þvi ennþá,” sagði Jónatan. Bob Magnusson bassaleikari kemur hingað til lands i tilefni fimm ára af- mælis Jazzvakningar. Auk þess að leika á þrennum tónleikum verða gerðir nteð honunt og félögum hans útvarps- og sjónvarpsþættir. Einnig leika þeir inn á hljómplötu. -ÁT- Handtaka blaðamannsins: „Saksóknara að ákveða” —- segir William Th. Möller, aðalfulltrúi lögreglustjóra Rannsókn á máli. Guðlaugs Bergmundssonar, blaðamanns Helg- arpóstsins, sem hefur staðið að und- anförnu innan lögregluembættisins, er nú lokið. Að sögn Williams Th. Möller, aðalfulltrúa lögreglustjóra, hefur málið nú verið sent til sak- sóknara. „Nú er það mat saksóknara, hvað gera skuli,” sagði William. Sagðist hann telja óeðlilegt að lögreglan ræddi þetla mál opinberlega fyrr en það hefði fengið eðlilega afgreiðslu hjá saksóknara. Eins og koinið hefur fram i fjöl- miðlum fór rannsókn þessi fram i kjölfar handtöku Guðlaugs Bergmundssonar blaðamanns í miðbæ Reykjavíkur fyrir rúmum hálfum mánuði. Gaf lögreglan Guðlaugi að sök að hafa hvatt til óeirða meðal unglinga, sem lögreglan hafði afskipti af. Guðlaugur hefur sagt það staðlausa stafi. Hann hafi einungis verið að fylgjast með störfum lögreglunnar sem blaða- maður og handtakan hafi verið með öllu tilefnislaus. -GAJ. ú^jTSPÖfflOgL- ———“ ” auglýsir: Tilbúinn sængurfatnaður fyrir alla fjölskylduna. Náttsloppar og nátt- kjólar I settum — mjög gott verð. Einnig náttkjólar á alla aldurshópa. — Náttföt og náttsloppar á 0—12 ára. — Baðhandklaeði, eldhúshand- klæði, dökk handklæði, mjög ódýr. — Hettuhandklæði fyrir börn. — Diskaþurrkur, gott verð. — Rennilásar, tvinni, garn, lopi, hannyrða- vörur, smávörur alls konar. — Sokkar á alla fjölskylduna. — Galla- buxur á 0—14 ára. — Peysur á 0—14 ára o.fl. o.fl. Sparíð sporín - Verzlið í SPORINU, Grímsbæ ÍBÚÐ á Egilsstöðum til sölu 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi. Bílskúr og gott geymsluhúsnæði fylgir. Ca 215 ferm. Uppl. í síma 97-1318. Tæki til leirmunagerðar Rennibekkir, leirbrennsluofnar, leirpressa, kúlu- mylla, innréttingar, hráefni og ýmis önnur verk- færi til leirmunagerðar til sölu. Uppl. í síma 13071 í kvöld og næstu kvöld milli kl. 8 og 10. Kennara vantar að barnaskólanum í Reykjahlíð við Mý- vatn nú þegar til kennslu sjö til átta ára barna. Húsnæði í boði, góðir atvinnu- möguleikar fyrir maka. Talið við skóla- stjóra, sími 96-44183. Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar ||U^1FERÐAR Möguleikar í kæli- skápum, frysti skápum og frysti- ^DÖNfSkKtaGÆSl VaLe'CrRAU*T WÖNUSTAklS,Um VAREFAKTA ,akta' VOtt°rðl d°nsku| Vneytendastofnunarinnarl DVN um orkunotkun og| aðra eiginleika. /rOniX GLÆSILEIKI - STYRKUR - HAGKVÆMNI ^CORKUSPARNAÐUR HÁTÚNI 6A • SIMI 24420

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.