Dagblaðið - 12.11.1980, Síða 8

Dagblaðið - 12.11.1980, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. I G Erlent Erlent Erlent Erlent Svíþjóð: r HUNDRAÐ NYJAR FOSTRUR Á SEX ÁRA VISTUNARTÍMA „nýju andlitin” ílífi sænsks dagheimilisbams reyndust ótrúlega mörg. Niðurstöður könnunar á sex ára ferli dagheimilisbarna valda áhyggjum Barn sem dvelst á dagvistar- stofnun frá eins til sex ára aldurs skiptir um fóstru eða annan umsjónaraðila a.m.k. 243 sinnum. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í Gautaborg i Svíþjóð og greint er frá í sænska blaðinu Dagens Nyheter fyrir skömmu. Ekki er þó í öllum tilfellum um nýjan umsjónarmann að ræða því sumir koma aftur eftir að hafa tekið sér frí o.s.frv. En það eru a.m.k. hundrað ný andlit sem barnið þarf að venja sig við á þessum árum. Þykja niðurstöður þessar nokkur álitshnekkir fyrir dagvistunar- stofnanirnar þvi vitað er, að börn þurfa á að halda djúpum og langvar- andi tengslum við fullorðna til að þroskast vel og eðlilega. Á mörgum dagheimilum og leik- skólum í Sviþjóð eru mjög ör skipti á starfsfólki að verða að meiriháttar vandamáli. í Stokkhólmi hætta um 24% starfsfólksins á dagheimilum á hverju ári og þessi tala er enn hærri á leikskólunum, eða 36%. Könnunin var framkvæmd í nýju byggðahverfi í Gautaborg að frumkvæði Kristinu Ekblads for- stöðumanns forskólaiina á Gauta- borgarsvæðinu. Sjálf býr hún í eldra og rótgrónara hverfi. „Það er sama vandamálið þar,” sagði Kristina. „Fjögurra ára sonur minn hefur dvalið á dagheimili i þrjú ár og nú þegar hafa fímmtíu mis- munandi aðilar annazt um hann.” Hvaða áhrif skyldu svona ör skipti á starfsfólki hafa á börnin? Sú spurning var lögð fyrir Kristinu Humble prófessor í sálfræði? „Þau verða vonsvikin og í verstu tilvikum alvarlega rugluð,” segir hún. „Börn urfa á að halda stöðugri mynd af þeim sem annast þau. Þegar stöðugt eiga sér stað skipti á starfsfólki dag- heimilanna fá þau ekki þessa stöðugu mynd sem þau þarfnast. Þeim lærist að ekki er treystandi á hina fullorðnu. Börn sem finnst þau vera svilan bæði heima fyrir og á dag- heimilunum snúa sér að lokum til jafnaldra sinna og verða sjálfum sér nóg. Þau verða fyrir alvarlegum á- föllum á viðkvæmu þroskaskeiði vegna þess að börn þurfa að hafa fullorðna sem fyrirmynd til að finna sjálft sig. Þegar stöðug fyrirmynd er ekki fyrir hendi, virka afskipti hinna fullorðnu eingöngu sem boð og bönn. Á forskólaaldri þjálfa börn upp tilfinningar sínar. Þau verða þá að geta fundið öryggi í skjóli hinna fullorðnu. Þau verða að finna það að þau megi verða reið, glöð og döpur án þess að hinir fullorðnu yfirgefi þau fyrir bragðið.” Kristina Humble telur að hægt sé að sjá þess merki á börnum í skólum nútimans að samband þeirra við fullorðna hafi verið mjög yfir- borðskennt. „í fyrsta bekk áttum við áður í erfiðleikum með óþroskuð og árásar- gjöm böm í sambandi við aðlögun þeirra að bekknum. Nú eigum við auk þess í erfiðleikum með börn sem eru rugluð, börn sem eiga í erfiðleik- um með að sjá raunveruleikann eins og hann er. Þau eru vön þvi að gefa raunveruleikanum nýja mynd á hverjum degi. Þau sem eru verst farin þekkja hvorki kennarann né bekkjar- systkinin frádegi til dags.” Kristina Ekblad, sem fram- kvæmdi þessa könnun í Gautaborg, heyrði oft starfsfólk dagvistar- stofnananna ræða um hversu erfitt væri að koma á sambandi milli barnanna og nýrra starfsmanna heimilanna og hve óróleg börnin á deildunum urðu þegar skiptin áttu sér stað. Hún tók þvi þá ákvörðun að kanna hversu margir fullorðnir önnuðust börnin ásex ára tímabili. í Gautaborg er mörgum barna- heimilanna ennþá skipt niður í deildir. eftir aldri barnsins, en fiestum dag- heimilum í Svíþjóð er skipt í smá- barnadeild og systkinadeild. Aðeins þessi aldurs-deildaskipting leiðir það beint af sér að það eru fimmtán mis- munandi fullorðnar manneskjur sem annast um barnið, samkvæmt könn- un Ekblads. Næst verður fyrir sú staðreynd að mjög ör skipti eru á starfsfólki dag- heimilanna. Þriðjungur þeirra hættir að jafnaði á ári. Þar bætast því við fimm aðilar í viðbót á sex ára vistunartima barnsins. Starfsfólk sem vinnur undirbúningsstörf leysir hvert annað af hólmi sjötta hvern mánuð, og þar eru því 24 ný andlit í viðbót. Sérhæft aukastarfslið s.s. móður- málskennarar, talkennarar og sál- fræðingar þýðir 19 ný andlit. Kennaranemar, fóstrunemar, nemar í starfskynningu, þeir sem neyta að gegna herþjónustu og fleiri verða 36 aðilariviðbót. Vegna veikinda hjá starfsfólki er ráðið afleysingafólk. Samkvæmt könnun Ekblads er gengið út frá því að Um 76 aðilar gegni þeim starfa á sex árum. Samkvæmt könnun sem framkvæmd hefur verið varðandi það atriði er starfsfólk barna- heimilanna frá vinnu að meðaltali 21 dag á ári. Afleysingafólkið kemur einnig til kastanna þegar starfsfólk fer á námskeið, sumarfri, bameigna- frí, læknismeðferð. Þar er um að ræða 72 skipti samkvæmt könnun Ekblads. f dæminu er ekki tekið tillit til þess að hluti starfsfólksins vinnur hálfan daginn eða hefur sex klukkustunda vinnudag eða er heima með veik börn og er af þeim sökum leyst af hólmi. Þegar þessar tölur eru lagðar saman kemur í ljós að það eru 243 nýir aðilar sem annast barnið á sex ára dvöl þess á dagheimilinu. Ekki er sú fullyrðing þó alls kostar rétt. Þetta eru í raun og veru ekki 243 mis- munandi aðilar þó fyrir barninu vÍFÖist þetta 243 ný andlit. Oft eru hin „nýju andlit” sama fólkið, sem kemur aftur eftir nokkurt hlé, sama afleysingafólkið kemur kannski aftur og aftur. Einn eða tveir aðilar eru fastráðnir í afleysingastörfum við hvert barnaheimili en hundrað aðilar eru við afieysingastörf á hverju svæði. Eftir stendur þó það alvarlega i þessu dæmi að skipt er um fóstrur eða annað starfsfólk a.m.k. 243 sinnum á sex árum. Hvernig eiga bömin að þora að tengjast hinum fullorðnu þegar þeir hverfa alltaf? . Gerð hefur verið tilraun til að finna út hve mörg af þessum 243 nýju andlitum séu ný í raun og veru. Niðurstaðan varð sú að þau væru i kringum hundrað. Kristina Ekblad telur þá tölu þó of lága og miðar þar við reynslu sína. „Að finna út hárrétta tölu í þessu sambandi er ekki það sem máli skiptir,” segir hún. „Ég vil bara benda á hversu mikil endumýjun er í hópi starfsfólksins sem annast barnið. Hvaða áhrif hefur það á barnið?” Könnun sem gerð var í Stokkhólmi 1978 sýndi að 24% af fastráðnu starfsfólki á dag- heimilunum og meira en 36% á leik- skólunum hættu störfum að ári liðnu. Auk þess fengu 25% af fast- ráðnu starfsfólki í hverju sveitar- félagi langvarandi leyfi frá störfum vegna náms, foreldrafrís eða her- þjónustu. Á hverju misseri taka barna- heimili í Stokkhólmi á móti 3000 nemum eða fólki í starfskynningu. Þetta fólk er mismunandi langan tima á hverri deild. Þessi tala þarf að skoðast I því samhengi að um það bil 12000 manns eru fastráðnir á þessum stofnunum. 10% af því fastráðna fólki sem hætti störfum 1978 voru spurð um ástæðuna til þess að það hætti. Algengustu svörin voru þessi: ör skipti á starfsfólki, framhalds- menntun. Úr samtali við forstöðumann dag- heimilis: „Aðalástæðan til þess að starfsfólk hættir eru árekstrar sem verða á milli þess. Þegar svona örar breytingar eru á starfsliðinu nær starfsfólkið ekki neinni samvinnu. Það er mjög erfitt að vera með afieysingafólk sem starfsfólkið sem fyrir er þekkir ekki. Það þarf að vera fast afleysingafólk sem vinnur aðeins viðviss dagheimili.” „Við álítum að það sé ekki verjandi að halda áfram svo örum breytingum á starfsliði barna- heimilanna,” segir Christina Fabo Jonsson, stjórnandi Stokkhólms- rannsóknarinnar. „Við erum að vinna að tillögum núna, sem eiga að minnsta kosti að draga úr hreyfingunni.” GAJ. Börn þurfa á aö halda djúpum og langvarandi tengslum viö fullorðna til aö þroskast vel og eðlilega. f Ijðsi þeirrar staðreyndar þykja niðurstöður sænsku könnunarinnar nokkur álitshnekkir fyrir sænskar dagvistunarstofnanir. 1 m 11 ■ 111111 < 11111111 ( 111111111 ■ i: ■ i ■ ■ 111 hij j 11 u a.#'# 11 • 11 i.j i jjjiiii.ijiiiibijjiiií iii.ii i aai ■ i iu jibisjiiiiiiiij j-iiijj iijiiii jiiiiii.iii Jiiiimiiri

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.