Dagblaðið - 12.11.1980, Page 16
16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980.
Eyrarbakki:
Að heilsast og
kveðjast, það er
lífsins saga ”
Fráfarandi prestshjón kvödd
,,Það er ekki langt úr Breið-
holtinu á Bakkann. Við eigum
því vonandi eftir að sjá ykkur
oft á komandi árum," sagði
einn ræðumanna þegar prests-
hjónin Aðalheiður Hjartar-
dóttir og séra Valgeir Ástráðs-
son voru kvödd eftir nærri átta
ára búsetu og þjónustu á
Eyrarbakka.
Séra Valgeir hefur tekið við
starfi sóknarprests í hinni nýju
Seljasókn í Breiðholti. Opið
hús, félagsstarf eldri borgara á
Eyrarbakka, stóð fyrir kveðju-
samkomunni. Þeim hjónum
varfærð gjöf frá Opnu húsi en
séra Valgeir var einn af hvata-
mönnum þess að félagsstarj
fyrir eldri borgara var hafð á
Eyrarbakka.
Sigurjón Bjarnason for-
maður Félagsmálanefndar
öryrkja og eldri borgara hafði
orð fyrir samkomugestum og
þakkaði þeim prestshjónunum
fyrir þeirra þátt í því ágæta
starf sem fram fer í Opnu húsi.
Þá talaði Svanborg Oddsdóttir
sóknarnefndarmaður og flutti
þeim hjónum kveðjur og þakk-
ir safnaðarins. Einnig töluðu
Ólafur Guðjónsson ogKjartan
Guðjónsson oddviti.
Yflr rjúkandi kaffi og góm-
sætum kökum var svo spjallað
um heima og geima. Aðal-
heiður og Valgeir gengu á milli
borða og ræddu við fólkið.
Nutu menn vel samverunnar
með þeim hjónum og óhœtt er
að fullyrða að Eyrbekkingar
kveðja þau með mikilli eftirsjá.
- MKH, Eyrarbakka.
Stabba Magnúsar, Magga Ótafs, Guðmann og Svanborg fytgjast með
atnhvarju tkammtUegu.
Hrassar ogkétarað vanda, Vfgfústna i Qarðbm og Geiriaug í Akbrmut
DB-myndír: Magnús Karel Hannesson.
Svanborg Oddsdóttir færir prestshjónunum þakkir safneðarins. HJÖrtur sonurþebrm fyigist með.
DB-myndir: Magnús Karel.
Frú Aðaiheiður og Guðín á Hieyri rabba samen yftr tiu dropum.
Merei Þórarinsson, Ingvar i Hliði,
Óbrfur i Mundakoti og Kjartan
oddvfti i Sandprýði ræða málin.
«c
Jafnréttismáiin eru í góðu legi á
Bakkanum. Óskar Magnússon
skóiastjóri stóð kófsveittur
frammi í eidhúsi ogþvoði upp.