Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. Eru allir vandræðaböm sem ekki látast berast með straumnum? Gervasoni vildi heldur þrengingar og útskúfun en skipa sér á bekk með hræsnurum Nanna Heiðarsdóttir, Melgerði 27, R, skrifar: Hinn 5. desember sl. hóf friðardúf- an Sigurunn Konráðsdóttir sig til flugs yfir ritvöllinn. Uppljómaður af vizku himinsins kurraði fuglinn: „Ég er friðarvinur en ekki þannig að ég geti hugsað mér ísland sem land fyrir liðhlaupa og lögbrjóta.” . . . Og enn var kurrað: „Við höfum sjálf nóg af vandræðabörnum úr okkar eigin framleiðslu þó svo við séum ekki að flytja þau inn.” íslendingar hafa kosið að bera ekki vopn á menn. íslenzkir karlmenn eru ekki hnepptir í fjötra hermennsku. Þess vegna er býsna kaldhæðnis- legt að ata auri mann eins og Gerva- soni sem er sama sinnis og íslend- ingar um mannvíg og herþján. Hvern veg getur þessari Sigurunni þótt ámælisvert að Gervasoni leitist við að lifa samkvæmt sannfæringu sinni? Er hann „vandræðabarn” af því að hann vill lifa þvi lífi sem á íslandi telst sjálfsögð mannréttindi? Þessi maður einsetti sér að þola heldur þrengingar og útskúfun en að skipa sér á bekk með hræsnurum og ljúga upp einhverri trúarlegri eða heimspekilegri ástæðu til að komast hjá þátttöku í skrípaleik hernaðar- gróðabrallsins, afkvæmi mannfyrir- litningar. Aðkalla Gervasoni lögbrjót fyrir þessa ákvörðun hans er í hæsta máta vafasamt og má þá hafa i huga að frönsk herlög eru algerlega aðskil- in öllu almennu dómsmálakerfi en gagnvart því hefur Gervasoni hreinan skjöld. Vegna þessa máls er líka vert að benda á að styrjaldir sem hafa kostað um 200 milljónir einstaklinga lífið á síðastliðnum 160 árum eru ekki slys eða náttúrulögmál heldur afleiðing af pukri og skipulagningu afla (her- gagnaframleiðenda o.fl.) sem hinn almenni borgari skilur ekki og hefur ekki tök á að fá nokkra heildarmynd af. Það eru þessi öfl sem Gervasoni gerir sig sekan um að neita um full- tingi. Eru allir vandræðabörn sem láta ekki berast með straumnum? 0F MIKIÐ AF FIMLEIKUM — fleiri skíðamyndir í íþróttaþáttinn Hrannar Már Sveinsson hringdi: Það er allt of lítið sýnt af skíða- myndum í íþróttaþætti sjónvarpsins. Það þarf að gera öllum jafnt til hæfis. Mér finnst hafa verið sýnt of mikið af fimleikamyndum. Það eru fáir sem stunda fimleika hér á landi og því ekki réttlætanlegt að sýna svo mikið af slíkum myndum. Það væri gott að fá einhverjar skíðamyndir núna á meðan allir eru að bíða eftir snjónum. Lesandi vill fá fleiri skíðamyndir i íþróttaþáttinn. íslendingur skrifar: Áreiðanlega finnst mörgum mann- inum undarlegt að nokkrir menn sem hafa frían síma á kostnað almennings skuli ráða því að íslendingar séu bók- staflega sviptir notkun á þeirri upp- finningu sem siminn er með okur- gjaldi sem beita á með nýjum skrefa- talningartækjum. Þessi skrefataln- ingartæki virðast sem sé ætla að færa okkur íslendinga nokkur skref aftur i tímann, til þess tíma sem við vorum undir Danakonungi og fengum maðkað mjöl. Allur almenningur mun eiga um sárt að binda eftir afturförina, ekki sízt aldraðir og öryrkjar en einnig aðrir meira og minna, einstæðir for- eldrar, fólk sem býr eitt sér og svo mætti lengi telja. Það yrðu sem sagt allir nema þeir sem hafa frían sima. íslenzka þjóðin er orðin leið á af- sökunum og innihaldslausum undan- brögðum. Þess vegna eru lokaorðin þessi: Framför og lækkun á síma- kostnaði, ekkert skref aftur á bak. HOOVER ekki bara ryksuga... Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins ryksugar teppið, hann hreinsar að-auki úr því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær ekki eins og t.d. • Klístur «Þráðarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteríumyndandi sveppa- og gerlagróður Jafnframt ýfir hann flosið svo að teppið er ætið sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER ég banka.bursta og sýg... FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 fiekking Eru til hljómplötur með lögum Johns Lennons á þínu heimili? Jóhann Steinsson sölumaður: Jú, ég á nokkrar Bitlaplötur, Help, Abbey Road, Sergeant’s Peppers, hvita albúmið og fleiri. Svo á ég nokkrar plötur með John Lennon einum, s.s. Imagine. Rúnar Daðason, vinnur i byggingar- vinnu: Já, nokkrar Bitlaplötur og ein með honum sér. Pétur Jónsson húsasmiður: Já, ég á eina með Bitlunum. Ingi Þórðarson afgreiðslumaður: Það held ég ekki. Jú, ég á Imagine og safn- plötu með Bítlunum. Jenný Jónsdóttir, vinnur i Trygginga- stofnun: Já, það er til ein Bitlaplata: Magdalena Björgvinsdóttir, vinnur i Tryggingastofnun: Nei, en ég á kassett- ur með Bítlunum. *’« ”# ♦'♦'♦' ri'ftv*»* a t. i attaáaaai a m. m 4 * *

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.