Dagblaðið - 11.12.1980, Page 8

Dagblaðið - 11.12.1980, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. ■BORGAR^ DíOið Ný mynd frá Warner Bros. REFSKÁK Ný spennandi amerísk leynilögreglumynd með kempunni Gene Hackman í aðalhlutverki (úr French Connection 1 og 2). Harry Mostby (Gene Hackman) fær það hlutverk að finna týnda unga stúlku en áður en varir er hann kominn í kast við eiturlyfjasmyglara og stórglæpamenn. Þessi mynd hlaut tvenn verðlaun á tveimur kvik- myndahátíðum. Gene Hackman aldrei betri. Leikarar: Gene Hackman, Susan Clark. Leikstjóri: Arthur Penn ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9og11. OKK4R STYRKUR YKK4R ÖRYGGI Árleg jólatréssala er ein helsta fjár- öflunarleið björgunarsveitar Slysa- varnarfélags íslands, Stefnirs Kópavogi. Með því að skipta við okkur eykurðu öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Kauptu jólatréð tímanlega - Kauptu það hjá okkur. Hamraborg 6-8 - Kaupgarður við Engjahjalla. BjörgunarsKeitin Stefnir KópaKogi I Erlent Erlent Erlent I Norðmaður sá bandaríska fanga í Víetnam: „Segið heimiib um frá okkur” — hrópuðu fangarnir áður en þeir voru f jarlægðir af lögreglunni. Bandarísk stjómvöld kanna málið Norskur byggingaverkfræðingur, sem vinnur við verksmiðjubyggingu í Vietnam segir að skandinavískir sam- starfsmenn hans hafi séð bandaríska striðsfanga rétt fyrir utan Hanoi. Gudding sagði þetta í símaviðtali frá Bangkok við útvarpsstöð í Seattle í Bandaríkjunum. Gudding sagði að hann hefði verið á ferð ásamt samstarfsmönnum sínum skammt fyrir utan Hanoi er skyndilega var hrópað til þeirra á ensku af hópi vegavinnumanna: „Segið heiminum frá okkur.” Lögreglumenn komu þegar í stað á vettvang og fjarlægðu hina banda- rísku vegavinnumenn og skipuðu Norðurlandabúunum einnig að koma sér í burtu. Talsmenn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins sögðu í tilefni þessarar fréttar að þeim væri ekki kunnugt um að bandarískir stríðsfangar væru í Vietnam. Hins vegar kváðust þeir mundu taka framburð Norðmanns- ins alvarlega. Jerry Tuttle, sem stjórnar rann- sóknum á afdrifum bandarískra her- manna sem saknað er í Vietnam, sagði að frétt þessi yrði könnuð nán- ar. Friðsæí götumynd frá Krakow I Póllandi. Viða um heim hafa menn að undanförnu óttazt að hið friðsæla lif pólsku þjóð- arinnar verði eyðilagt af sovézkum innrásarherjum. Sovétmenn segja nú að sá ótti beri vott um móðursýki. Móöursýkislegur ótti Vesturvelda —segja Sovétmenn um f réttir af hugsanlegri innrás þeirraíPólland Sovétmenn virtust i gær gera sér sér- staklega far um að stilla ótta manna á Vesturlöndum við að til innrásar sovézkra herja kæmi í Pólland. Á sama tíma og ráðamenn Atlants- hafsbandalagsins þinguðu um hvernig bandalagið ætti að bregðast við innrás Sovétmanna í Pólland ítrekuðu Kreml- verjar þá skoðun sina að pólska stjórn- in muni ráða sjálf við ástandið í land- inu. Sovétmenn sögðu að vangaveltur Bandaríkjamanna um innrás Varsjár- bandalagsherja í Pólland bæru vott um móðursýki. Framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Joseph Luns, sagði í gær að meðal forystumanna bandalagsins væru í gangi umræður um hvernig skyldi bregðast við innrás Sovétmanna. Bandarískir eftirlitsmenn heimsóttu í gær landamæri Póllands og A-Þýzka- lands og sögðust ekki hafa orðið varir við óeðlilega herflutninga. Þeir sögðu hins vegar að það gæti einfaldlega þýtt að undirbúningi innrásar væri lokið. Réttarhöldin í Beijing: Ekkja Maös í orðasennu Jiang Qing, ekkja Maós formanns, lenti i orðasennu við eitt vitnið í réttarhöldunum yfir fjórmenninga- klíkunni í Beijing í gær. Það var ekkja kvikmyndaframleiðandans Zheng Junli sem bar vitni í gær vegna þeirrar ákæru á hendur Jiang Qing að hún hafi gefið fyrirskipanir um að Zheng Junli yrði myrtur. Ekkja kvikmyndaframleiðandans, leikkonan Huang Chen, grét er hún las upp vitnisburð sinn þar sem Jiang Qing var sökuð um að hafa látið fangelsa eiginmann hennar sem síðan hafi leitt til dauða hans. Jiang Qing tók fram í fyrir henni og sagði: „Huang, ég vissi ekkert um þetta.” Frú Huang hrópaði þá að ekkju Maós: ,,Ég vil ekki tala við þig. Hvers konar vera ertu eiginlega?” ,,Ég vissi alls ekki neitt um þetta,” svaraði Jiang Qing þá. „Þú hefur alls engan rétt til að tala við mig,” ítrekaði þá ekkja kvikmynda- framleiðandans, sem var áður góð vinkona Maós formanns og Jiang Qing. Dómararnir tóku undir með henni. Ekkja Maós, Jiang Qing svarar dóm- urum fulium hálsi við réttarhöldin í Beijing. Erlendar fréttir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.