Dagblaðið - 11.12.1980, Page 10

Dagblaðið - 11.12.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 Erlent Erlent Erlent Erlent JJ Dularfuflt hvarf bandarísks hermanns fVietnamstrfðinu tilefni réttarhalda íBandaríkjunum: Hann gekk í lið með hersveitum N-Vietnam 25. september 1964. Nítján ára gamall óbreyttur hermaður í banda- ríska sjóhernum, Robect Garwood, keyrir í jeppabifreið sinni frá aðal- bækistöð bandariska hersins í Da Nang í Víetnam. Hann stefnir í norður í þeim tilgangi að sækja liðs- foringja, sem verið hefur á eftirlits- ferð í nágrenninu. Garwood hefur farið þessa leið mörgum.sinnum áður. Aðeins vika er eftir af þeim tíma sem hann á að eyða í Víetnam. Hann hafði skrifað bréf heim þar sem hann sagðist hlakka til að koma aftur til Bandaríkjanna. En hann kom aldrei til baka úr ökuferðinni. Fjórtán og hálfu ári síðar er hópur Norðurlandabúa staddur á hálftómu veitingahúsi í Hanoi þar sem fólkið var í viðskiptaerindum. Stríðið er búið fyrir löngu. Næstum fjögur ár eru liðin frá því að síðustu Banda- ríkjamennirnir yfirgáfu Víetnam. Skyndilega kemur órakaður og heldur illa útlítandi maður inn á veit- ingahúsið. Hann setur krumpaðan miða á borðið hjá undrandi Norður- landabúunum. Síðan gengur hann út án þess aðsegja orð. Á miðanum stendur: „Ég er Bandaríkjamaður. Hafið þið áhuga?” Miðinn er undirritaður af Robert Garwood, hermanni í banda- ríska sjóhernum. Bandarískum stjórnvöldum er til- kynnt um þennan atburð og þau óska eftir því að Garwood fái leyfi til að snúa heim. 25. marz 1979 kemur hann til Bangkok og þaðan er hann sendur til Bandaríkjanna. Núna hefur Garwood verið leiddur fyrir rétt í Bandaríkjunum, sakaður um að hafa hvatt bandaríska her- menn til að gerast liðhlaupar, hafa klæðzt herbúningi óvinarins, hafa yfirheyrt bandaríska stríðsfanga, hafa verið með andbandarískan áróður og loks er hann sakaður um að hafa verið vörður i víetnömskum fangabúðum. M Benz 309 rútubíll árg. 71. Hvítur og rauöur meö sœtum fyrir 21 mann. Vökvastýri, ekinn 114þús. km á vél. Möguieiki á góöu verði. Tilsýnis á staönum. SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 Jólagjöf barnsins Þetta er 5. áriö sem víð bjóðum þessi vönduðu úr. Verð 19.500 Skífa blá- brun- græn Skífa rauð- græn V'l' Kaupin eru beztjþar sem ' þjónustan er mest 15 steina skólaúr fyrir stelpur og stráka. Vatnsvarin, höggvarin og óslítanleg fjöður. ■ 1 árs ábyrgð. Indíáni ■ Merkið tryggir gæðin. . Póstsendum skautam. M Fótboltam. Úr og skartgripir Jón og Óskar Svissnesk gæði Laugavegi 70, simi 24910 hennar í hátalara út úr skóginum. Það var ekki óvenjulegt að slíkt gerðist í því sálfræðilega striði sem háð var í skógum Víetnam en það var í hæsta máta óvenjulegt að heyra bandaríska rödd kalla: „Leggið niður vopn. Þið heyið óréttlátt strið.” Foringi hersveitar- innar þóttist þar greina rödd Gar- woods. Aðrir þóttust hafa séð Gar- wood berjast með víetnömskum her- sveitum. Þeim sem því hafa haldið fram ber þó ekki vel saman og fram- Robert Garwood (með sólgleraugun). Var hann liðhlaupi eða sætti hann pynting- um í fangabúðum N-Víetnam? Garwood á það á hættu að verða dæmdur í Iífstíðarfangelsi. Fram til. þessa hefur lítið komið fram af óyggjandi upplýsingum um hvað hafi drifið á daga Garwood. Sjálfur stendur hann á því fastar en fótunum að hann sé saklaus og segist hafa verið tekinn til fanga eftir að hafa skotið tvo skæruliða Viet Cong. Mörg vitni í málinu hafa hins vegar aðra sögu að segja. Þau hafa sagt ýmsar merkilegar sögur af honum eftir að hann hvarf á svo dularfullan háttárið 1964. Ekki löngu eftir að Garwoods var saknað hafði bandarísk hersveit þá sögu að segja að kallað hefði verið til burður þeirra þvi ekki talinn mjög marktækur. Meira sannfærandi þykir fram- . burður bandarískra hermanna sem teknir voru til fanga af Víetnömum og settir í fangabúðir. Þar hittu þeir sér til mikillar undrunar Garwood i víetnömskum herbúningi vopnaðan rússneskri vélbyssu og brosandi út.að eyrum. Þeir segja að hann hafi talað við Vietnamana sem vini sína og þeir hafi kallað hann Win Chin Dow eða hugaða frelsishermann. Þvi er haldið frarn að Garwood hafi búið í búðunum með víetnömsk- um túlkum í eigin kofa. Hlutverk hans var að túlka, gæta fanganna er -segjafjölmörg vitni í málinu. Hinnákærði, Robert Garwood,segist hinsvegarhafa veriðtekinn tilfangaog verið pyntaður af hermönnum Norður- Vietnam þeir voru fluttir og innræta þeim ný pólitísk viðhorf. Maturinn sem fang- arnir fengu var mjög naumt skammt- aður. Sumir sultu í hel. Garwood leit hins vegar út fyrir að vera vel nærður og vel á sig kominn. Garwood er einnig sakaður um að hafa slegið bandariska fanga og að hafa reynt að fá þá til að ganga í lið með fjandmanninum. Eitt vitnið, Gustav Mehrer, fyrr- um stríðsfangi í Víetnam, segir að Garwood hafi verið liðsforingi í her Norður-Víetnams, hann hafi gengið vopnaður og hafi skrifað hvatningar- bréf til bandariskra hermanna þess efnis að þeir gengju í lið með her- sveitum Norður-Víetnama. Mehrer bar það einnig fyrir réttin- um að Garwood hefði slegið tvo fanga og yfirleitt hagað sér alveg á sama hátt og víetnömsku hermenn- irnir. Eina vitnið sem lagt hefur Gar- wood eitthvað til málsbóta sagði að hann hefði gefið löndum sínum auka- matarskammt og hafi leyft þeim að hlusta á bandarískar útvarpssend- ingar og nefndi „Bob Hope Show” sérstaklega í því sambandi. Verjandi Garwoods heldur því fram að hann hafi verð „alvarlega sálsjúkur” á þessu timabili og geti því ekki talizt ábyrgur gerða sinna. Ákærurnar á hendur honum ná yfir tímabilið 1964 til 1969. Eftir þann tíma hafði enginn séð hann fyrr en hann kom skyndilega fram á sjónar- sviðið í Hanoi á síðastliðnu ári. Við því hvað gerðist í millitíðinni fæst ekkert svar og Garwood neitar að tala um það þrátt fyrir mörg freistandi tilboð frá sjónvarpsstöðv- um og bókaútgefendum. Hins vegar hefur hann greint frá því hvað gerðist eftir að hann hvarf árið I964 og stangast saga hans gjör- samlega á við það sem vitni hafa borið við réttarhöldin. Hann segist hafa verið handtekinn og hafa sætt pyntingum. Hann segist hafa verið færður úr öllum fötum og þannig hafi hann verið dreginn í gegnum skóginn í þrjá daga. Tvívegis reyndi hann að strjúka en var gripinn og honum refsað harðlega með höggum og spörkum. Hann segist einnig hafa verið settur inn í bambusbúr og hengdur upp i tré. Sérstaka athygli hefur eftirfar- andi saga hans vakið: Hann segist hafa séð suður-víet- namska hermenn þvingaða til að spila rússneska rúllettu án þess að fá möguleika til að lifa. Þeir voru þving- aðir til að skjóta sjálfa sig. Þeir sem lifðu leikinn af voru samstundis teknir af lífi. Garwood segist einnig hafa verið settur ofan í holu í jörð- inni sem fangaverðirnir notuðu síðan semkamar. Þessi saga hefur þótt furðuleg vegna þess að mönnum finnst sem þeir hafi heyrt hana áður. Þarna fannst mönnum vera komið skáldað atriði úr kvikmyndinni Hjartarban- anum. Framleiðandi kvikmyndarinn- ar, Michael Cimino, hefur lýst því yfir að atriðið með hinni rússnesku rúllettu sé hreinn skáldskapur og hafi ekki stuðzt við neinar heimildir. Þetta sagði hann mánuði áður en Garwood slapp frá Víetnam. Hvað þá með sögu Garwoods? Er hún líka skáldskapur eða var þarna um tilviljun að ræða? Ótvíræð svör hafa ekki fengizt við þeirri spurningu enn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.