Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 11

Dagblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. 1 Erleni Erlent Erlent Erlent Erlent I Liv Ullmann ferðast í Afiiku — á vegum Barnahjálpar SÞ Liv Ullmann leikkona er nú komin tii Afríku á vegum Alþjóðabarnahjálpar- sjóðs Sameinuðu þjóðanna. Hún ei orðin eins konar sendiherra hjá sjóðn- um og á að auka honum brautargengi. Þetta er ný staða, sem hún gegnir fyrsi allra. Þessa dagana er hún sem sagt i Eþíópíu, en fer síðan til Djibouti og Sómalíu. Ferðinni lýkur í Nairobi þann 18. desember. Það er höfuðborg Kenya og þar eru aðalstöðvar SÞ á þessu svæði. Er fyrirhugað að Liv Ullmann muni segja frá því, sem hún hefur séð og heyrt í ferðinni, á blaðamannafundi þarna i Nairobi, en síðan flýgur hún trúlega heim að halda jólmeð dóttursinni. * Liv Ullmann hefur látið sér annt um sina eigin dóttur, en nú lætur hún ekki þar við sitja, heldur vill reyna að hjálpa hungruðum börnum Afrfku. Gauragangur út afsólbruna Sólbruni getur verið hættulegur, það vita húðlæknar. Núna hefur það sannazt enn frekar. Fyrir stuttu fóru fram réttarhöld í Englandi vegna gests af kvenkyni sem heimsótti krá eina í Brighton í sumar og vildi sýna barþjóni litinn sem hún hafði fengið. Gauragangur mikill varð á kránni með þeim afleiðingum að einn bar- þjónninn lemstraðist mikið og annar fékk minni háttar skrámur auk þess sem innbú skemmdist mikið. Upphaf málsins var það að 33 ára kona, Susan Morse, kom inn á krána ásamt eiginmanni sínum, Barry. Þau ætluðu aðeins að fá sér drykk eftir að hafa verið daglangt á ströndinni. Frúin var að sjálfsögðu ánægð með þann rauða lit sem hún hafði fengið á kroppinn og fannst sjálfsagt að lyfta upp skyrtunni sinni til að sýna kunn- ingja þeirra hjóna, Michael Kemp, sem starfaði sem barþjónn á um- ræddri krá, að brjóstín væru einnig með þennan fallega lit. Þegar bar- þjónninn spurði frúna hvort neðri hlutinn hefði einnig fengið þennan fallega lit gerði hún sér lítíð fyrir og renndi niður buxunum og sannaði að svo var. Nokkuð æstum gesti, kvenkyns að sjálfsögðu, varð illilega brugðið yfir þessum dónaskap Susan og til að sýna henni fyrirlitningu sína á þessu strípi skvetti hún 'framan I Susan fullu glasi af ísköldum drykk. Aðrir gestir á kránni skiptust nú í þrjá hópa, með eða á móti huggulegheit- um Susan og þriðji hópurinn ákvað að vera aðeins áhorfendur í leiknum. Nokkrir af þeim eiga að mæta fyrir rétt aftur annaðhvort til að krefjast skaðabóta eða til að afsanna hvort það sé virkilega hættulegt eða gróft siðferðisbrot að sýna það 1 rökkrinu sem allir geta séð í sólarljósinu. Upp- blásinn súper- maður Hvar átti Superman frekar að svífa á þakkargjörðardaginn en einmitt í New York? Þar er athafnasvæði hans, þar sem hann snýr upp á hendurnar á mis- indismönnum. — Á þakkargjörðadag- inn sveif uppblásin útgáfa af Superman yfir götum New York. Ekki er okkur kunnugt um stærð eftirmyndarinnar, en miðað við smæð mannfjöldans fyrir neðan má draga þá ályktun að Super- man þessi sé með hærri mönnum. Enn deilt um erfða- skrá Peter Sellers — börn hans vilja að ekkjan gefi arf sinn til Hjartaverndar Þegar leikarinn Peter Sellers lézt úr hjartaáfalli 24. júlí síðastliðinn skildi hann eftir sig erfðaskrá. Samkvæmt henni átti ekkja hans, Lynne Frederick, að fá 9 milljónir dollara. Þau höfðu aðeins verið gift skamman tíma og voru barnlaus. En Peter Sellers átti þrjú börn frá fyrri hjónaböndum sínum og sam- kvæmt erfðaskránni munu þau hafa átt aðfáum 1770dollara hvert. Börnin, Micael (26 ára), Sarah (23ja ára) og Victoria (15 ára) hafa mótmælt erfðaskránni harðlega. En nú hafa þau lýst því yfir að þau skuli ekki gera neinar athugasemdir við hana ef ekkjan, Lynne Fredrick, vilji gefa sinn hluta til Brezka hjarta- verndarfélagsins. Lynne er stödd í Sviss umþessar mundir og hefur ekki náðst til hennar, svo ekki er vitað um svör hennar við þessum tilmælum. En talsmaður barnanna segir: „Þeim er full alvara með yfirlýsing- unni. Þau vilja sýna að það sé ekki af fégræðgi sem þau mótmæla erfða- skránni. En þeim finnst ekki að allt þetta fé eigi að renna til ekkjunnar.” ► Sellers i einu hlutverka sinna. Á sein- ustu árum breytti hann erfðaskrá sinni sitt á hvað, eftir þvi hvernig hugur hans var til barna sinna. Fer út með ungum mönnum — því jajhaldrarnir eru komnir undir græna torfu Diana Vreeland, fyrrverandi ritstjóri hinna frægu tízkublaða Vogue og Harper’s Bazaar lætur ekki háan aldur hindra sig í starfi né skemmtunum. Hún er nú 78 ára gömul en nýbúin að gefa út bók, setja upp tilkomumiklar búningasýningar við Metropolitansafn- ið í New York og svo er hún mætt á mannfundum, ' þar sem eitthvað er um að vera, og þá venjulega í fylgd yngra fólks, oft með yngri karlmönnum. En eins og hún lét hafa eftir sér í tímaritinu People fyrir skemmstu: ,,Ég get ekki farið út með jafnöldrum min- um. Þeireruallirdauðir.” Þess/ glæsilega stereósamstæða með tveimur stórum hétö/urum kostaraðeins Verð kr. 525.530 Nýkr. 5255,30 HiNATDNEljþ SCOTT HIGH FIDEUTY /4UDIOÞOX ■ racDton® Allt tU hljómflutnings fyrir: HEIMILID - BÍUNN OG DISKÓTEKIÐ ■BEs'imsga i r ARMULA 38 iSelmúla megin) 105 REYKJAVlK SIM.AR: 31133 83177 POSTHOLF 1366

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.