Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1981. Krossgáta Evrópumeistaramót unglinga íGroningen: Akesson sigraói með yfirburðum Unglingaskákmót, og þá einkum heimsmeistaramót unglinga og Evrópumeistaramót unglinga, vekja ávallt töluverða athygli. Margir keppendur fá þar sína eldskírn á alþjóðavettvangi og skákheimurinn uppgötvar áður óþekkt efni. Fjöl- margir stórmeistarar hafa einmitt stigið sín fyrstu frægðarspor á unglingamótum og þeir sem skipu- leggja slík mót eru stoltir af og þykj- ast eiga a.m.k. hluta úr viðkomandi skákmanni. í bænum Groningen i Norður- Hollandi, sem er á stærð við Reykja- vík, hefur árlega verið haldið unglingamót um langt skeið og Evrópumeistaramót unglinga síðan 1972. Þeir sem að þessum mótum standa minnast þess nú með stolti að 1965 varð efstur ungur Vestur-Þjóð- verji að nafni Hllbner og þremur árum síðar heyrði skákheimurinn nafnið Karpov í fyrsta sinn. Fjöl- margir aðrir stórmeistarar hafa einn- ig fengið sitt uppeldi í Groningen. Af Evrópumeisturum unglinga má nefna Ungverjann Sax, Romanishin frá Spaðaáttan er lykilspilið Við byrjum árið með því að líta á spil frá Board a Match keppninni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Spilið sýnir okkur að bæði sókn og vörn er spiluð af mikilli hörku. Hér koma hendur norðurs og suðurs: Nordur * D1085 <? ekkert 0 KDG10982 *Á3 SuoyR * ÁG973 <?Á62 0 Á7 * G54 Á báðum borðum var farið í sjö spaða. Á öðru borðinu voru þeir doblaðir og ekki var lengi verið að redobla þá. í svona keppni skiptir ekki öllu máli þó að stór tala tapist því þá fær maður aðeins 0. 1 sveitakeppni gæti svona spil hreinlega ráðið úr- slitum. Þar sem spaðakóngur lá þá vannst slemman. Þá tökum við tvö skemmtileg spil fyrir. Þú færð að sjá hendur norðurs og suðurs fyrst: Norður 4G1093 ^Á852 0 72 *964 SuduR * ÁK852 V K73 0 ÁKDG *Á Þú ert að spila sex spaða og færð út laufdrottningu. Þetta virðist ekki vera erfitt, en einhver ástæða er fyrir því að spilið er birt. Getur þú unnið spilið hvernig sem spaðinn liggur? Hér kemur næsta spil og aftur verða sýndar hendur norðurs og suðurs: Norðuk ♦ D643 <7G852 0K10 *ÁD8 SUÐUR *Á 'v’ekkert 0 ÁD8643 *KG10964 Þú ert að spila sex lauf og færð út hjartaþrist. Þetta virðist, eins og spilið á undan, alveg öruggt en einhver á- stæða er fyrir því að það er hér á ferðin.ú. Ef þú tekur tvisvar tromp, þá á vestur þrjú og austur eitt. Hvernig spilar þú spilið? Hér koma allar hendurnar í fyrra spilinu: VtSTIK * D764 V G4 0 1083 + DG107 Nordur + G1092 <?Á852 072 +964 Austuk A enginn <? D1096 O %54 + K8532 SUÐUR + ÁK852 VK73 O ÁKDG + Á Þegar spilið kom fyrir sá suður að ef spaðinn lá tveir og tveir þá ynni hann sjö. Hann lagði því niður spaðaás og þegar vestur átti fjóra spaða, var allt um seinan. Það sem hann gerði sér ekki grein fyrir var að hann var að spila sex spaða ekki sjö. Hægt er að vinna sex spaða hvernig sem spaðinn liggur, það er að segja sama er hvort það er vestur eða austur sem á spaðana fjóra. En það verður að spila spilið vel því spila verður spaðaáttu í öðrum slag ef það skyldi vera austur sem ætti fjóra spaða. Það sem þú þarft að gera i spilinu er að skapa tvær innkomur i blindan á spaða til þess að trompa tvisvar lauf með ás og kóng í spaða. Þá færð þú fimm slagi á spaða, tvo á hjarta, fjóra á tígul og einn á lauf sem gerir tólf slagi. Þegar suður hafði tekið spaðaás, eins og hann spilaði spilið, þá spilaði hann litlum spaða.vestur stakk upp drottningu og spilaði aftur spaða og þá var allt um seinan. Þá koma allar hendurnar í seinna spilinu: Norour + D643 <?G852 0 KIO + ÁD8 Vestur + G952 V ÁK9743 0 enginn + 752 Austuh + K1087 <í> D106 0 G9752 + 3 SuOUH *Á <?ekkert OÁD8643 + KG10964 Þegar þetta spil kom fyrir tók suður þrisvar tromp og spilaði tígli og þegar austur átti alla tíglana, var spilið tapað. Ef suður athugar sinn gang eftir að hafa tekið tvisvar tromp getur hann unnið spilið. Hann er inni á hendinni og spilar tígli að kóng og tíu. Ef vestur trompar er spilið unnið því hægt er að trompa einn tigul í blindum. Ef vestur trompar ekki, er drepið á kóng og tigultíu spilað, austur lætur gosann og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.