Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.01.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 10.01.1981, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1981. „Viljieralltsemþarf”: Stjómvöld kosin til að stjórna —hefjið strax nauðsynlegar aðgerðir Garflar Björgvlnsson útgerðarmaflur, Raufarhöfn skrifar: Nú er fyrsti þáttur hafinn hjá þessum svokölluðu „starfsmönnum” ríkis og bæja. Kristján Thorlacius er lagður af stað 1 grátferð. t síðasta stórverkfalli BSRB unnu 4 menn í stofnun einni hjá Reykjavikurborg, verk sem 33 menn annast á friðartím- um, þessir menn bættu við sig 2 aukavinnutímum á dag til að geta haldið þessari stofnun í fullkomnu lagi. Ef BSRB menn þurfa hærra kaup þá er ekkert auðveldara en grisja hópinn og bæta við einni vinnustund ádag. Það var ekki nema sanngjarnt að þingmenn fengju góöa kauphækkun fyrir hin glæsilegu bráöabirgðalög Raddir lesenda sem kynnt voru þjóðinni svo hæversklega á gamlárskvöld, það er hér um bil öruggt að verðbólgan verður hjöönuð eftir svona 350 ár. Svona 1 alvöru talað, það er nú sennilega bezt að lofa þessari stjórn- leysu að lafa svona fram á vorið svo að kommar geti séð úrræðaleysi sitt svart á hvitu. Þeim ágætu mönnum, sem síðast héldu um stjórnvölinn hefur tæplega vaxið svo fiskur um hrygg að þeir séu neitt líklegri til stórræða nú, þegar bókstaflega allt er komið í vaskinn. Þessi fríði hópur þarna 1 Alþingis- húsinu líkist helzt hræddum börnum, sem halda hvert 1 annað. Á stuttum tíma er búið að gera þrjú nokkuð dýr og tímafrek heimskupör. Fyrst voru það desember kosningarnar frægu, síðan forsetakosningar með tilheyr- andi sýndarmennsku og umstangi, siðan tökum við okkur til og skiptum um gjaldmiðil líkt og við værum Svisslendingar. Til að koma efnahag vorum 1 jafn- vægi, þarf snör og ákveðin handtök. 1. Setja á öflug innflutningshöft. 2. Bæta tafarlaust hag undirstöðunnar, útgerðarinnar. 3. Hætta tafariaust að flytja inn þær vörur sem hægt er að framlciða i iandinu. 4. Banna með iögum öll verkföll og alla þrýstihópastarfsemi. 5. Se.ja skatt- greiðslur inn í vöruverð og hækka barnabætur, elli- og örorkulifeyri. 6. Loka rikisbákninu svo sem mögu- legt er. 7. Lengja vinnutíma um eina klst. á dag og vinna til hádegis á laugardögum, en iækka kaup og vinna sem mest í ákvæðisvinnu. Þessi atriði eru þau sem eru mest aðkallandi strax áður en verkföll fara að geisa. VILJI ER ALLT SEM ÞARF. Stjórnvöld eru kjörin tii að framkvæma það sem nauðsynlegt er fyrir þjóðarheill. Stjórnendur eiga að hafa bein í nefinu og þeir eiga að framkvæma það sem þeir telja samkvæmt eigin sannfæringu rétt, ekki hringsóla eins og járnsmiðir í hlandkoppi eftir því sem Jón Jónsson á götunni vill, af ótta við að missa stólana sína. Togarasjómenn afl „splæsa” saman vir. Bréfritari segir afl taka þurfi á efnahagsmálum af einurð. Þafl hefur viljað lofla við nokkra einstaklinga meflal „hestamanna” að þeir hafa reynt afl láta hesta sina ganga sjálfala. Skiljið skepn- uraar ekki eft ir f hirðuleysi Vegfarandi hringdi: Mér blöskrar að sjá hvernig komið er fyrir vesalings skepnunum. Núna um hátíðarnar hafa fimm hestar verið að berjast á Útvarpstúninu uppi á Vatnsendahæð. Þeir eru búnir að vera þarna í stórhríðinni, sem verið hefur undanfarið, aigjörlega hirðulausir. Það er alveg sárgrætilegt að horfa uppá vesalings skepnurnar, þær híma undir möstrunum enda hafa þær Raddir lesenda ekkert annað skjól og engin beit er fyrir þær. Þetta eru fjórir hestar og folald sem á að vera í húsi eins og lömbin. Fyrst og fremst á engin skepna að vera þarna en svo er líka smánarlegt að hafa hestana svona eftirlitslausa i hagleysi og án nokkurs skjóls. Sendum þeim tómstundagögn þakkir til lögreglu Self oss Lesandi skrifar: í lesandabréfi í Vísi 7. jan. var lögreglunni í Reykjavik þakkað fyrir frábæra lipurð og hjálpsemi í ófærðinni undanfarna daga. Það sama er ekki hægt að segja um koiiega þeirra á Selfossi. Að þeir hjálpi tii „nei, ekki aldeilis, að þeir sjáist gangandi um bæinn, þessir fitu- hlúnkar,” ekki aldeilis. Að þeir hafi hjálpað bílunum 25— 30 á jóladag um hádegið fyrir neðan Arnberg. Nei. Um leið og þeir sáu að fólk var í erfiðleikum flýttuþeir sér. í burtu. Lögreglumenn á Selfossi, þið ættuð ekki að gera of mikið, annars léttist þið. Það eru mörg vitni. Að þið hafið hjálpað, ekki aldeilis. Ég hvet alla þá er kannast við þessi vinnubrögð á Selfossi að sýna þeim þakklætisvott fyrir léleg vinnubrögð, þvi ég held að þá vanti ný spil, töfl, bækur o. fl. Lögreglan i Reykjavík hefur verifl' lofufl fyrir hjálpsemi. Bréfritari segir, að ekki sé hægt að segja það sama um lögregluna á Selfossi. DB-mynd: SVÞ. “WV" tutt og skýr bréf Enn einu sinni minna lesendaiiálkar DB alla þá. er hyggjast senda þœttinum linu. at) láta lýlyia /'ullt na/'n. Iieimilisfan/’. símanúmer lef um þaö er að rtvða) oy 4 nafnnúmer. Þetta er Ittil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar oy til mikilla þœftindafyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bríf eiya að rera stutt oy skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta hréfofi umorða til að spara rúm <>f> koma efni hetur til skila. Bréf cettu helzt ekki að vera lenpri en 200—300 orð. Simatimi lesendadálka DB er milli kl. 13 of> 15 frá mánudöyum tdfostuduya.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.