Dagblaðið - 10.01.1981, Page 7

Dagblaðið - 10.01.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR ÍO.JANÚAR 1981. Kjaradómur er sjórnvaldsstofnun en ekki eiginlegur dómstóll: Breyting löggjafans á Kjaradómi er lögleg —að mati löf róðs manns. — En spyrja má jafnhliða hvort annar málsaðili geti breytt kjarasamningi einhliða „Það má ekki rugla Kjaradómi saman við hefðbundna dómstóla, bæjarþing, Hæstarétt og fleira,” sagði lögfróður maður sem DB leitaði til vegna hugmynda Ragnars Arnalds fjármálaráðherra um að setja bráðabirgðalög á úrskurð Kjara- dóms um laun þingmanna, BHM og nokkurra embættismanna. „Kjaradómur er stjórnvalds- stofnun, ekki eiginlegur dómur. Ekki er hægt að áfrýja úrskurði hans til Hæstaréttar. Þessari stjórnvalds- stofnun er falið að skera úr um kaup og kjör aðila. Úrskurður Kjaradóms er því jafngildur kjarasamningi. Nú eru mörg fordæmi þess að lög- gjafinn hafi blandað sér 1 gerða kjarasamninga og breytt þeim. Það má þvi með sömu rökum segja að ríkisstjórnin geti með bráða- birgðalögum breytt úrskurði Kjara- dóms og mér er nær að halda að svo sé. Hins vegar má varpa fram annarri spurningu um þetta mál. í þessum samningi er rikið annar málsaðilinn. Það mætti auðvitað lita þannig á að annar málsaðili geti ekki breytt kjarasamningi einhliða. Það liggur hins vegar fyrir að lög- gjafinn hefur breytt gerðum kjara- samningum og þvi skyldi hann ekki geta gert það í þessu tilfelli eins og öðrum. Stjórnskipan landsins er í þvílikum molum að erfitt er að segja nákvæmlega um það lagalega hvað sé rétt og hvað ekki. Löggjafinn getur hins vegar ekki breytt dómum dómstóla. Hann hefur hins vegar aðrar leiðir ef hann er óánægður með dómsúrskurð. Hann getur breytt lögum, sem eru t'orsendur dóma. Það breytir þó ekki því að fyrri dómur stendur. ” -JH. Benedikt Blöndal formaður Kjaradóms: SKRÍTID EF FJÁRMALARAÐ- HERRA LÆTUR FLYTJA MÁLFYRIR KJARADÓMIEN BREYT- IR ÚRSKURDI SfDAN MED LÖGUM „Við skulum leyfa ríkisstjórninni að hugsa það sem hún vill,” sagði Benedikt Blöndal, formaður Kjara- dóms, þegar Dagblaðið bar undir hann tillögu fjármálaráðherra á rikis- stjórnarfundi um að setja bráða- birgðalög á úrskurð Kjaradóms um laun BHM.þingmanna og helztu emb- ættismanna. „Það má þó geta þess að á fimmtudag var flutt fyrir Kjaradómi mál Læknafélagsins gegn fjármála- ráðherra. Ráðherra lét mann mæta þar fyrir sig. Þessi talsmaður ráðherra vissi ekki um tillögu ráðherrans að setja bráðabirgðalög á úrskurð Kjaradóms. Það er skrítin afstaða ef ráðherrann lætur flytja mál sín fyrir dómnum en breytir síðan úrskurði hans með lögum. En ég blanda mér ekki í stjórnar- athafnir fjármálaráðherra. Hann hefur leyfi til þess að fá samþykki forseta íslands fyrir bráða- birgðalögum. Við verðum að sjá hvort þessi bráðabirgðalög verða sett á og taka þá afstöðu til þeirra,” sagði Benedikt Blöndal. -JH. Benedikt Blöndal: Við skulum leyfa ríkisstjórninni að hugsa það sem hún vill. Bæja- keppnií billiard — milli Akureyrarog Reykjavíkur Hin árlega bæjakeppni milli Akur- eyrar og Reykjavikur i billiard verður i dag A knattborðsstofunni Júnó í Skipholti. Hefst keppnin klukkan 13 og lýkur væntanlega milli kl. 20 og 21 i kvöld. Átta leikmenn verða i hvoru liði, allir beztu billiardspilarar landsins. Bæjakeppnin þykir með skemmti- legri billiardkeppnum, sem háðar eru hárlendis og er venjuleg margt áhorfenda. -ÓV. Beðiö eftir strætó Hvenær kemur strætisvagninn minn? Skelfing getur nú verið þreytandi að bíða svona — jafnvel þótt það só ekki mjög langur tími. Og svo má nú reyndar stytta sér stundir við að horfa á fjölbreytilegt mannlif miðborgarinnar. Liklega er bara gaman að bíða eftir strætó, þegar á öllu er á botninn hvolft DB-mynd: Gunnar örn. Dartsnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefjast mánudaginn 12. janúar 1981 íFáksheim- ilinu við Bústaðaveg. Barnadansar frá kl. 5-8. Gömlu dansarnir: fullorðnir kl. 8-11. Þjóðdansar kl. 8-10 á fimmtudögum í leik- fimisal Vörðuskóla. Innritun og upplýsingar í síma 75770 og í síma 33679 eftir kl. 5 á mánudag. Þjóðdansafólagið. EYÐMÖRÐ M/LAXVEIÐIHLUNIMINDUM Jörðin Ós í Skagahreppi A-Hún. er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Jörðinni tilheyra 29% veiðiréttar 1 veiðifélagi um Laxá i Nesjum. Undan- farið hefur hver þeirra 3ja jarða sem veiðirétt eiga átt forgangsrétt að sínum dögum. Að áliti sérfróðra manna eru góð skilyrði til aukinnar fiski- ræktar I ánni og laxaræktar með hafbeit í huga. Önnur hlunnindi: nokkur reki og vottur að æðarvarpi. Upplýsingar veita Friðgeir síma 61282 Dalvík, Kristinn, síma 4668 Skagaströnd, Jósef síma 2271 Keflavik, Valdimar, sima 37757 Reykjavik. Tilboð skal senda til Friðgeirs Jóhannssonar. Mímisvegi 15 Dalvík, fyrir l.apríl 1981. ESKIFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast á Eskifjörð. Vin- samlegast hafið samband í síma 97—6300 eða 91—27022. ^BIAÐIÐ Bárugata GÍæsileg rishæð, 110 ferm, til sölu. Upplýsingar aðeinsá skrifstofunni. Einnig höfum viðgóðan kaupanda að 4 til 5 herbergja íbúð í Hafnarfirði. má vera í blokk. Hugsanlegstaðgreiðsla. EignanaustLaugavegi96 Sími 29555. EFLIÐ ORKUNA í ORKUBÓT Fullkominn æfingaað- staða til líkamsræktar með lóðum og öðrum áhökkim fyrir karla og konur. Veitum leiðsögn í: * Uppbyggingu þreks * Uppbyggingu krafts * Skynsamlegu mataræði Tilvalið fyrir þá sem þurfa að laga líkamslínur Upplýsingar í síma 20950 föstudag, laugardag og sunnudag, frá kl. 10-21. Gufubað á staðnum ORKUBÓT LÍKAMSRÆKT Brautarholti 22.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.