Dagblaðið - 10.01.1981, Side 24

Dagblaðið - 10.01.1981, Side 24
Hagdeild Vinnuveitendasambandsins reiknar áhrif efnahagsráðstafananna: 53 prósent verð- bólga á þessu ári —gengi dollarans komið Í8,55nýkrónureftirár Verðbólgan verður 53 prósent i ár eftir efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar, segir hagdeild Vinnuveitendasambandsins og miðar þá við meðaltalshækkun milli áranna 1980 og 1981. Hraði verðbólgunnar mun samkvæmt útreikningum hag- deildarinnar fara minnkandi, þegar á líður árið, en vaxa aftur undir lok ársins. Staðan verður þannig í nóvember næstkomandi, að þá hafi verðlag hækkað um 56 prósent, miðað við sama mánuð árið áður. Gengi Bandaríkjadollars er nú 6,23 nýkrónur, en verður orðið 7,20 nýkrónur í júlí 7,80 krónur í október og 8,55 krónur í janúar eftir ár, segir hagdeildin. Hagdeildin minnir á, að hún fékk út 77% verbólgu í ár í fyrri út- reikningum, áður en efnahags- ráðstafanirnar komu til. Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins samþykkti í gær ályktun, þar sem segir, að sambandið líti á efnahagsáætlanir ríkis- stjórnarinnar og bráðabirgðalögin sem „tilraun til heildarstefnu- mörkunar í efnahags- og atvinnu- málum”. „Hér er um að ræða augljós bráðabirgðaúrræði, sem koma eiga i veg fyrir þá auknu verðbólgu, er fyrirsjáanleg var í kjölfar síðustu kjarasamninga. Ráðstafanirnar duga á hinn bóginn ekki til þess að lækka ríkjandi verðbólgustig,” segir Vinnuveitenda- sambandið. „Með bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar hefur mest- um hluta almennra kauphækkana verið kippt til baka...........” „Megingalii efnahagsáætlunarinnar er sá, að hún gerir ekki ráð fyrir því, að tekizt verði á við þá efnahagslegu meinsemd, sem núverandi verðbólgu- stiger.” ' Vinnuveitendasambandið mót- mælir millifærslu- og uppbóta- leiðum, endurútgáfu verðstöðvunar- laga og hættulegu stefnuleysi i vaxtamálum. -HH. „Og svona á að slökkva á því,” Þór Þorbjörnsson afgreiðslumaður 1 Radióbúðinni kennir Áslaugu að slökkva á tækinu hennar. Foreldrarnir Þorvaldur og Sigríður fvlgjast með. DB-mvnd Sig. Þorri.) NU GET EG HORFT A TOMMA 0G JENNA Á FIMMTUDÖGUM —sagði Áslaug Anna Þorvaldsdóttir 8 ára vimingshafi íjólagetraui DB „Ég varð mjög hissa þegar ég frétti þetta og vinkonur mínar lika,” sagði Áslaug Anna Þorvaldsdóttir, 8 ára vinningshafi í jólagetraun DB, er hún var spurð hvernig henni hefði fundizt að vinna getraunina. „Hún sagði við okkur að hún hefði ekkert skilið hvað maðurinn í símanum var að segja er henni var tilkynnt þetta,” sagði móðir Áslaugar, Sigríður Jónsdóttir. Áslaug kom ásamt móður sinni og föður, Þor- valdi Þorsteinssyni, í Radíóbúðina i gær til að taka á móti vinningnum. „Eldri systir hennar, Steinunn, sem er 16 ára, hjálpaði henni að fylla út seðlana, en vildi ekki að sitt nafn væri skrifað á þá. Hún vildi heldur ekki koma með okkur til að taka við tækinu,” sagði Sigríður. Fjölskyldan var að vonum mjög ánægð með þetta glæsilega mynd- segulbandstæki. Það er af Nordmende gerð og verð þess er rúmar 16 þús. nýkrónur. „Við keyptum okkur lit- sjónvarpstæki fyrir ári, en höfðum ekki einu sinni látið okkur dreyma um að eignast svona myndsegulband. Áslaug var fljót að átta sig á notagildi 'tækisins og sagði við okkur í gærkvöldi að nú gæti hún horft á Tomma og Jenna á fimmtudagskvöldum,” sagði Sigríður Jónsdóttir. -ELA. Sáttafundurum bátakjarasamningana boðaður ídageftir þriggja vikna hlé: Sjómenn búast til verkfalls —17 aðildarfélSg Sjómannasambandsins hafa aflað sér verkfallsheimildar Oddvitar útvegsmanna og sjó- mannasamtakanna koma í dag á fund til ríkissáttasemjara vegna endurnýjunar bátakjarasamning- anna. Síðast komu þeir á fund sátta- semjara 19. desember. Þann dag komu útvegsmenn reyndar aðeins til að segjast vera hættir viðræðum og slitnaði upp úr þeim þar með. Útvegsmenn kváðust ekki setjast að samningaborði að nýju nema „stað- festing fáist á því frá ríkisstjórninni að samningagerðin verði án afskipta hennar”. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Landssambands ísl. útvegmanna vildi þó ekkert um það segja í gær hvort slík staðfesting væri fengin frá ríkisstjórninni. Benti hann aðeins á að samkvæmt lögum væri samningsaðilum skylt að mæta til ríkissáttasemjara ef hann færi fram á það. „Við erum ekkert til frásagnar fyrr en að fundi loknum á morgun,” sagði Kristján. Óskar Vigfússon forseti Sjó- mannasambandsins sagðist vona að fundarboðið táknaði að „útgerðar- menn hafi látið af stífninni”. Þeir bæru ábyrgð á því hvernig komið væri í samningamálunum. 17 félög innan Sjómannasam- bandsins hafa þegar aflað sér heim- ildar til boðunar verkfalls. Alls- herjaratkvæðagreiðsla stendur yfir í sumum félögum um heimild til verk- fallsboðunar og enn önnur ætla að afgreiða málið á félagsfundum. Búizt er við að alveg á næstu dögum verði samtök sjómanna búin að afla sér formlegrar heimildar til að beita verkfallsvopninu. „Sjómönnum finnst hagsmunum sínum misboðið. Á sama tíma og búið er að semja við langflest verka- fólk í landinu eru þeir settir út í kuld- ann,” sagði Óskar Vigfússon. -ARH. frfálst, óháð dagblað LAÚGARDAGUR 10. JAN. 1981. Bráöabirgðalögá Kjaradóminn? Ragnarfær ekkifylgi Vilmundar Þeir stjórnarliðar' sem vilja ógilda með bráðabirgðalögum úrskurð Kjara- dóms um laun þingmanna, háskóla- manna og embættismanna, vonuðu, að slík bráðabirgðalög kynnu að fá stuðning Vilmundar Gylfasonar (A). Hann mundi, einn alþýðuflokksþing- manna, styðja það. Slíkur stuðningur gæti orðið mikilvægur, þar sem sumir þingmenn stjórnarliðsins mundu greiða atkvæði gegn þess konar lögum. Þessar vonir bregðast. Vilmundur Gylfason tjáði DB í gær- , kvöld, að hann væri andvígur setningu jslíkra bráðabirgðalaga. Hann hefði verið einn frumkvöðull þess, sem ' gagnrýnandi sjálfdæmis þingmanna um eigin kjör, að málið færi i hendur kjaradóms. Þingmenn yrðu að sitja uppi með það. Ákvæðið um aftur- virkni hefði verið umdeilanlegt, en valdamiklir þingmenn hefðu sótt fast, að launahækkun þingmanna yrði afturvirk. Vilmundur kvaðst hafa gert sínar athugasemdir við það ákvæði. -HH. Deila Amarflugs og FlugviiRjafélagsins leyst: Flugvélstjór- inn ráðinn aðnýju „Þetta leystist á farsælan hátt, fiug- vélstjórinn verður ráðinn aftur,” sagði Geir Hauksson formaður Flugvirkja- félags íslands síðdegis í gær. Éins og Dagblaðið greindi frá samþykkti Flug- virkjafélag íslands heimild til stjórnar og trúnaðarmannaráðs um boðun verk- falls hjá Arnarflugi vegna uppsagnar eins reyndasta fiugvélstjóra félagsins. Viðræður milli Flugvirkjafélagsins og Arnarfiugs hafa staðið síðan í desember, með hléi yfir hátíðarnar. Magnús Gunnarsson framkvæmda- stjóri Arnarflugs var erlendis, en eftir aö hann kom heim áttu þeir með sér fund, hann og Geir Hauksson, for- maður Flugvirkjafélagsins. Þar fannst lausn á málinu, m.a. vegna þess að Arnarflug hefur fengið aukin verkefni. Að sögn Geirs er flugvélstjórinn nú i fríi en ráðningartími hans verður hinn sami og annarra fiugvélstjóra Arnar- flugs. ,JH- Þjónamir lausir Þjónarnir sem Hótel Esja kærði fyrir bókhaldssvik og þynningu vins eru nú lausir úr gæzluvarðhaldi. Annar þjónn- inn viðurkenndi verknað sinn og fékk hann þvi að sleppa fyrr. Hinn þjónninn losnaði úr varðhaldi í gær er varðhalds- úrskurður hans rann út. Ekki liggur fyrir játning hans. Áfram verður haldið með rannsókn málsins. -ELA. Kappaksturs- mynd íDag- blaðsbíói I í Dagblaðsbíói í dag, laugardag, | verður sýnd spennandi kappaksturs- og !söngvamynd sem heitir Á fullri ferð. I Sýningin hefst i Borgarbíói í Kópavogi klukkan þrjú í dag.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.