Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR IO.JANUAR 1981. MMBIAÐIÐ frjálst, óháð daghlað Útgofandi: DagblaöKJ hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar. Jóhannes Reykdal. íþcóttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrfmur Pólsson. Hönnurv Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, EHn Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld rfákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bja* ileifu Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Pormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. DreHingarstjórl: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeHd.-auQtýsingar og skrifstofur Þverholtl 11. Aðalsimi blaðsins er 77022 (10 Hnur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasöki kr. 4,00. Vegiö í bróðerni Við borð lá, að upp úr stjórnarsam- starfinu siitnaði, þegar efnahagsráð- stafanirnar um áramótin voru til meðferðar. Snemma dagsins fyrir gamlársdag skildu samningamenn ósáttir. Þá var talin mikil hætta á, að ekki tækist sam- komulag um aðgerðir. Á öðrum fundi þann sama dag tókst að bræða sjónarmiðin saman. Þannig fengum við þær efnahagsaðgerðir, sem félagasamtök gera ályktanir um þessa dagana. Augljóst er að ráðstafanirnar eru sambræðsla ólíkra skoðana. Alþýðubandalagsmenn tala i norður, fram- sóknarmenn í suður, þegar efnahagsaðgerðirnar ber á góma. Engar sættir hafa tekizt í stjórnarliðinu við það, að efnahagsaðgerðir hafa verið settar á blað. Rétt lýsing á sambúð í stjórninni er, að sundrungin í afstöðu til efnahagsmála er engu minni en var í hinni lánlausu vinstri stjórn, sem sprakk haustið 1979. Mönnum virðist í fljótu bragði mikill munur á sam- komulagi í þessum tveimur ríkisstjórnum, en munur- inn er í reynd aðeins sá, að nú tala stjórnarliðar ekki jafnilla hver um annan og þeir gerðu þá. Nú er minna en þá var um opinbert „skítkast” miili fulltrúa hinna andstæðu sjónarmiða, en bak við tjöldin er sundrungin greinileg. Hún kristallaðist í umræðum stjórnarliða um efnahagsmálin nú um jólin. í vinstri stjórninni sálugu var það Alþýðu- flokkurinn, sem heimtaði harðari efnahagsaðgerðir, sem kynnu að geta dregið verulega úr verðbólgu. Þá var það Alþýðubandalagið, sem ekki vildi viðurkenna þann verðbólguvanda, sem kratar fjölyrtu um, og ekki samþykkja róttækar efnahagsaðgerðir. Framsóknar- menn með Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra í farar- broddi hölluðu sér á ýmsar hliðar og höfðu umfram annað áhuga á að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Þegar alþýðuflokksmenn höfðu sprengt ríkisstjórn- ina og gengið var til kosninga, reyndust kjósendur leggja mest upp úr þakklæti til Framsóknar fyrir þetta einingarhlutverk. Jafnframt höfðu framsóknarmenn vit á að bera fram talsvert athyglisverða kosninga- stefnuskrá um aðgerðir í efnahagsmálum. Nú hafa framsóknarmenn tekið við hlutverki al- þýðuflokksmanna og gerzt sá aðili í stjórninni, sem stöðugt hvetur til harðra aðgerða í efnahagsmálum. Alþýðubandalagið heldur sínu striki og er sem fyrr sá aðili, sem þvælist fyrir öllum róttækum efnahags- ráðstöfunum. Stjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið við fyrra hlutverki Framsóknar, fara bil beggja en leggja mesta áherzlu á, að stjórnarsamstarfið haldist. Þetta er því í grundvallaratriðum sams konar staða og var í vinstri stjórninni. Ágreiningurinn er ekkert minni, þegar kemur að efnahagsmálunum. Menn hafa bara ekki jafnhátt. Framsóknar- og alþýðubandalagsmenn hafa eftir jólaþrefið tekið sér stöðu, sem hvorum um sig finnst heppileg, ef stjórnin springur á næstunni. Meginatriði efnahagsaðgerða eru enn óafgreidd, og þar er mikið stríð innan stjórnarinnar í uppsiglingu. Kannski verður ,,séntílmennskan” áfram á yfirborðinu og menn vega hver annan ,,í bróðerni”. ÞARFIR RÁÐA v. í haust efndu samtökin Líf og land og Rauði kross íslands til merkrar ráðstefnu þar sem hungrið i heiminum var tekið til umræðu á- samt gildi þróunar og neyðarhjálpar. En ekki síst var rætt um hlutverk okkar þjóðar á því sviði. Erindin 17 sem flutt voru á ráðstefnunni voru jafnframt gefin út. (Maður og hungur. Líf og land og Rauði Kross fsiands, 1980. Ritið fæst í skrifstofu Lífs og lands). Þegar ég las hina ágætu kjallara- grein Gunnars Bjarnasonar í þessu blaði 2. þ.m. þótti mér miður að hann skyldi ekki hafa verið viðstaddur ráðstefnuna. Bæði er að ýmsum spurningum hans var þar óbeinlinis svarað og gott ef sjónar- miö Gunnars hefðu komið þar fram. Skilningur manna á því hver hafi verið niðurstaða ráöstefnunnar getur verið mismunandi, enda mikiö efni þar rætt. Sjálfum þykir mér iiafa komiö greinilega fram i erindunum og umræðunum sem á eftir fylgdu að: — Vandamál þróunarlandanna eru ekki lengúr fjarlæg okkur og þau nálgast óöum. — Hlutverk okkar fslendinga í þróunarhjálp getur reynst mikilsvert ef við leitumst við að skilja hver vandi heimsins er á þessu sviði. í samræmi við það þurfum við að leggja okkur fram i hlutfalli við þekkingu okkar og reynslu sem nýfrjálsrar þjóðar. Við vitum hvernig berjast mátti til sjálfstæöis i anda og verki. — Við getum lagt okkar aðstoð fram í umræðum á alþjóðavettvangi, með þjálfuðum mannafla ekki síður en meðbeinni fjárhagsaðstoð. — Upplýsingastefna á sviði neyðar — og þróunarhjálpar og rækileg umræða okkar á meðal er undirstaða þess að vel sé á spöðum okkar haldið. — Hlutverkokkarerlíklegtaðverða til góðs, þar sem við höfum ekki beinna efnahagsmuna að gæta í þróunarhjálp svo neinu nemi og er þar ólíkt farið ýmsum þeim sem meiraeraflátið. Sjálfshjálpin Rauði kross íslands hefur ásamt öðrum Rauða kross félögum og Alþjóða-Rauða krossinum mótað sina stefnu i Ijósi reynslunnar og breyttrar heimsmyndar. Lengst af hefur grundvallarreglan verið að þarfir skuli ráfla, þ.e. nauðþarfir fremur óskum gefenda. Með þessu er átt við að þeir sem betur mega aðlagi sig þörfum þeirra sem aðstoðarþurfi eru. Þetta er erfitt verk, sem þó verður að vinna, því skammsýn hjálp getur orðið mjög til ills og eru þess alltof mörg dæmi í veraldarsögunni. Þó er skilningur á nauðsyn „hjálpar til sjálfshjálpar” vaxandi þótt fram- kvæmdin sé flóknari en sýnist í fljótu bragði. Það ætti okkar þjóð að vera kunnugt þar sem við höfum, jafnvel á æviskeiði núlifandi manna, sdgið flest skref þróunar. Við kölluðum hana þó sjálfstæðisbaráttu því sjálf- stæðið kom við lok þróunartíma- bilsins en ekki við upphaf þess eins og bræður okkar hinir nýfrjálsu hafa orðiðaðreyna. Við höfum þó áreiðanlega, eins og flestallar aðrar þjóðir, hugann við okkursjálf, þegarrætt erumþróun. Ég nefndi hér hugtökin þarfir skuli ráða og hjálp til sjálfshjálpar. Hvort tveggja krefst mikils starfs af hálfu viðtakendanna. Til að þeir ged hjálpað sér sjálfír þarf mikla aðstoð og hún getur tekið langan tíma. Á þessu þróunartímabili getur verið að aðrir þurfi að vinna tals- verðan hluta verksins. Með okkar starfi megum við þó aldrei brjóta niður með yfirgangi. Við þurfum að setja okkur í spor þeirra sem við vinnum með og skilja að þróunin tekur langan tíma. En við lok tíma- bilsins kemur sjálfshjálpin og þá eru það móttakendurnir sjálfir sem verða að ákveða í hvaða formi hjálpin sé veitt. Sumstaðar i veröldinni er þessu þróunartímabili lokið eða því að ljúka. Því eru aðferðirnar til hjálpar- þjónustu óöum að breytast. Með því að senda mikið af hjálpargögnum inn á tiltekið svæði er hægt að grafa undan framleiðslu ^ „Meö því að senda mikiö af hjálpargögn- um inn á tiltekið svæði er hægt að grafa undan framleiðslu svipaðrar vöru í sama heimshluta.” LÖGUM FULLNÆGT? Þetta er skrifað þann sama dag og hinn auðnulausi maður Patrick Gervasoni var fluttur á vit danskra, reyndar las ég í fréttablaði ,,á eigin vegum” hvað sem það nú þýðir, þar sem tveir menn voru látnir fylgja honum úr landi, og annar þeirra var lögregluþjónn. Gert er ráð fyrir, að okkar gömlu nýlenduherrar veiti honum vegabréf af rausn sinni og þá mun hann vera velkominn til okkar aftur. Mín greindarvísitala hefur aldrei verið mæld. Ég gæti vel trúað því og skal fúslega viðurkenna að hún hlýtur að standa mjög neðarlega þvi sú málsmeðferð og afgreiðsla sem þessi lánlausi maður hefur fengið er Iangt fyrir ofan minn skilning. Rétt- lætiskennd mín hefur orðið fyrir stóru áfalli: Hvað táknar orðið mannúð? Ekki er sama Jón og séra Jón. Hversu margir flóttamenn hafa rekið tærnar í íslenzka grund og umsvifa- laust fengið fyrirgreiðslu einkum ef þeir hafa verið frægir, ríkir eða austantjaldsmenn, jafnvel helst þaðan. Sumum af þessum flótta- mönnum hefur snarlega verið veitt ríkisfang. í góðri trú um góðar mót- tökur í danaveldi sendi dómsmála- ráðherra þennan ógæfumann í hendur danskra, ekki var hann fyrr stiginn út úr flugvélinni en hópur lög- regluþjóna svipti hann umsvifalaust ferðafrelsi og færði í fangelsi. Svona er lánið stundum fallvalt. Þótt mín greindarvísitala standi kannski lágt þá er ég ekki alveg svo skyni skroppinn að skilja ei, að ef sett eru lög þá er skylt að fara eftir þeim og dómsmálaráðherra skal sjá um að það sé gert. Einhver sagði einhvern tíma: ,,Sjá, ég þvæ hendur mínar.” Ég hef orðið þess vis um æv- ina, að lögum má hagræða og lærðir menn hafa oft verið fundvísir á smugur og ekki alltaf til góðs. Víst er svo að Gervasoni reyndi að komast ólöglega inn í landið. Hvernig gat hann farið öðruvísi að, þar sem hans eigin þjóðfélagi haföi láðst að láta hann hafa skilríki? Enginn getur um frjálst höfuð strokið nema hafa skilríki, meira að segja hér I okkar lýðfrjálsa þjóðfélagi fær maður ekki afgreiðslu í banka eða pósthúsi nema að hafa skilríki. Gervasoni var alinn upp á munaðarleysingjahæli og munaðar- leysingjar hafa ekki verið hátt skrifaðir hjá þjóðfélögum. Það vill kannski gleymast að láta þá fá þjóðfélagslegan rétt. Það ættum við að muna með alla okkar niður- setninga fyrr á tímum. Voru þeir teknir inn í okkar þjóðfélag sem fullgildir borgarar? Þeir tímar eru reyndar liðnir og kannski erum við þetta framar í mannúðarmálum en franskir. Móttökurnar Gervasoni geröi þau stóru mistök að misreikna móttökurnar hjá þeirri þjóð sem hefur enga herskyldu. Franskir þurfa á öllum að halda sem haldið geta á byssu og ef sá hinn sami hefur ekki atgervi eða hugrekki til að taka í gikkinn og drepa náungann þá er alltaf hægt að nota hann fyrir fallbyssufóður. Gervasoni var ekki sáttur við lög sins þjóðfélags, vildi hvorki drepa né vera drepinn, það var hans glæpur, í fangelsi með hann fyrir það. Þess vegna reyndi hann og varð með einhverjum ráðum að smygla sér inn í það þjóðfélag, þar sem dráp eru ekki viðurkennd dyggð þar sem menn eru ekki heiðraðir fyrir að drepa sem flesta. Hvernig væri heimurinn í dag, ef allir neituð að bera vopn, væri þá ekki eilífur friður? En þessi spurning er út í bláinn meðan valdasjúkir og auðgráðugir menn stjórna heiminum. Þessar vangaveltur mínar eru ekki skrifaðar til að veita Gervasoni stuðning, enda er ég lítils megnugur i þá áttina. Þessar línur eru skrifaðar í reiði og hneykslan á þvi fólki sem hefur verið að dæma þennan ólán- sama mann með óþurftar blaða- skrifum. Ég er næstum í vafa að ég búi í kristnu þjóðfélagi því ég hef ekkert heyrt til þeirra, sem eiga að boða kristinn kærleika i þessu landi um þetta mál. Þeir hafa þagað þunnu hljóði en kannski það hafi farið framhjá mér og þá bið ég af- sökunar. En mér finnst það fólk.sem hefur verið að dæma þennan pilt og kallað hann glæpamann og mörgum ^ „Þessar línur eru skrifaöar í reiði og hneykslan á því fólki sem hefur verið að dæma þennan ólánsama mann með óþurftar blaðaskrifum.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.