Dagblaðið - 10.01.1981, Page 4

Dagblaðið - 10.01.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10.JANÚAR 1981 DB á ne ytendamarkaði Allrameinabót? RISASKAMMTAR AF VÍTAMÍNI —20 milljónir Bandaríkjamanna telja svo vera Leikarinn Georg Hamillon er einn af fylgismönnum Passwaters. Hér drekkur hann Ijósmyndaranum til. t glasinu er dagskammtur hans af vitaminum og annað eins á diskinum. Hamilton hefur tekið vitamin i þessum maeli i 10 ár og segist vera allur annar maður. Myndin er tekin þegar hann var að leika i myndinni um Zorró og sverðið hýra. NOTFÆRA KAUP- MENN SÉR GJALD- MIÐILSSKIPTIN? Því hefur oft verið haldið fram að Bandaríkjamenn væru upp til hópa öfgamenn á alla skapaða hluti. Og víst er um það að oft eiga ýmis tízku- fyrirbrigði rót sina að rekja til Bandaríkjanna. Þar taka menn upp á ýmsum hlutum af svo mikilli ástríðu að fyrr en varir er það hið sama orðið að alþjóðlegum sið eða ósið, hvort heldur menn vilja kalla það. Hið nýjasta er það sem margur myndi kalla ofát á vítamíntöflum. Talið er að um það bil 20 milljónir Banda- rikjamanna taki á degi hverjum miklu stærri skammta af vítamínum en fram að þessu hefur verið talið ráðlegt. Lifefnafræðingurinn dr. Richard Passwater á að nokkru leyti heiður eða sök á þessu. Hann hefur ritað bók um það hversu gott menn hafa af vítamínáti og hefur bókin sú selzt í milljónum eintaka. Hún er núna fimmta í röðinni af metsölubókum um næringarfræði. í bókinni er því haldið fram að rétt vitamínneyzla geti ekki aðeins lengt líf manna um 15 ár, heldur geti hún einnig minnkað að mun þann fjölda sjúkdóma sem menn eiga á hættu að fá. Eru það sjúkdómar allt frá kvefi til krabbameins. Til dæmis er sérstaklega tekið fram að enginn undir áttræðu ætti með réttri notkun Richard Passwater re.vndi upphaflega v vitaminkenningu sina á músum. Þarna heldur hann á einum af sínum gamla kunningja sem enn fær risaskammta af vítamini. vítamíns að þjást af hjarta- sjúkdómum. Margir af læknum og lífefna- fræðingunum vestur í Bandaríkjun- um eru alls ekki sammála Passwater í því efni. Þeir halda því fram að vissu- Iega þurfi maðurinn á vítamínum að halda, en þó að lítill skammtur af þeim geri gagn er ekki þar með sagt að stór skammtur geri enn meira gagn. Meira að segja Passwater varar fólk með magakrankleika við að taka svona mikið af vítamínum og segir, að eigi þau að gera fullt gagn verði menn líka að sofa að minnsta kosti 8 klukkustundir á sóiarhring, hreyfa sig mikið, hætta að reykja og minnka áfengisdrykku niður í nær ekki neitt. Rétt samsett fæða sé einnig áríðandi. Þau næringarefni sem menn fá í fæðunni og þau sem þeir taka svo til viðbótar í töfluformi mega alls ekki fara upp fyrir ákveðið hámark, þá er hætta á eitrun. Sér- lega á þetta við um A og D vítamín. 50—60 vítamín eru i þeim hópi sem Passwater telur að neyta eigi stöðugt. Þau mikilvæguslur eru: A vitamín. Upp að 25 þúsund alþjóðaeiningum á dag. Fram að þessu hefur ekki verið mælt með meira en 5 þúsund einingum á dag í Bandaríkjunum. Skammtur yfir 100 þúsund einingum getur orsakað eitrun. B vitamin. Um það bil 50 milligrömm af hverju hinna 11 B vítamína nema B15 (50 míkrógrömm). Þetta er um það bil 25 sinnum sá skammtur sem mælt hefur verið með áður. C vitamín. 2 þúsund milligrömm. Fram að þessu hafa 60 milligrömm verið taliri nægjanleg. É vitamín. 400 alþjóðaeiningar. Venjuiegurskammturer 10. Ýmis steinefni eins og t.d. sink í stórum skömmtum. Passwater hefur mikla trú á víta- míninu Bts (pabgamic acid) sem allsherjar læknislyfi. Þetta er í raun- inni ekki vítamín heldur blanda kemískra efna og steinefna og framleitt í verksmiðjum. Innihald þess er mjög misjafnt og lyfjafyrir- tæki eitt i Bandarikjunum hefur nýlega verið dæmt til að taka það út af markaði þar eð í það var notað efni sem talið er að kunni að valda krabbameini. Þetta fyrirtæki framleiddieinmitt meginhluta þessBts sem seít var. Sækjandinn í málinu segir það tóma vitleysu úr Passwater að þetta vítamín geri eitthvað gott. Það sé gabb eitt. Passwater viðurkennir það auvðitað ekki og segir réttinn hafa fengið rangar upplýsingar. Því hyggst hann áfrýja málinu og finna til ný og fleiri vitni. Passwater stendur ekki einn í bar- áttu fyrir aukinni neyzlu vítamína. Til liðs við hann hefur m.a. gengið dr. Linus Paulipg, sem er íslending- um að góðu kunnur. Pauling hefur tvisvar fengið Nóbels-verðlaún fyrir kenningu sína um gildi C-vítamíns. Passwater segir Pauling vera helzta spámann sinn í fræðunum. Passwater hefur stundað rannsóknir á vítamínum síðan 1959 og þykist vera orðinn nokkuð viss um það sem hann er að segja. Hann er með daglegan útvarpsþátt hjá tveim útvarpsstöðvum í New York og skrifar auk þess um vítamín. Sjálfur fer hann dyggilega að eigin kenningu og lætur alla fjölskyldu sína einnig gera það. Hann segir að auðvitað finni menn ekki strax á sér breytingu til batnaðar þegar þeir byrji að taka vítamín í þessum mikla mæli. En smám saman finni menn hvað þeim aukist kraftur og eftir 20 ára inntöku uppgötvi menn að þeir eru mun hraustari en meðbræður þeirra. Andleg og líkamleg vellíðan sé mun betri en hjá þeim, sem ekki taka víta- mín. Hér skal ekki lagður dómur á þessa kenningu en hitt veit ég að margir læknar eru á móti því að fólk taki vítamín nema í litlum mæli. Ýmislegt um vítamin er mönnum enn of ókunnugt til þess að þeir þori að mæla með þeim í risaskömmtum, sem fylgismenn Passwaters taka. En um það bil 20 milljónir Bandaríkja- manna hafa þessi orð þeirra að engu og enn er reynslan of stutt til þess að .hægt sé að dæma um árangurinn. Hér skal engum ráðlagt að taka svona mikið vítamín án samráðs við lækni. -DS. Kona úr Kópavogi skrifar: Þann 5.1. ’81 keypti ég eitt stykki heilhveitibrauð (vísitölu) í bakarii. Það kostaði 4,45 kr. Mér fannst það hátt verð og ítrekaði hvort ekki væri um „vísitölubrauð” að ræða. Mærin sem afgreiddi kvað svo vera. Ég hafði samband við verðlagsstjóra og spurði um verð á vísitölubrauðum. Verð á heilhveitibrauði samkvæmt vísitölu var 3,22 kr. Var mér jafnframt tjáð að bakaríseigendur hefðu auglýst ólöglegt verð og væru. brauðin, seld samkvæmt því. Verðið sem þeir auglýstu var 3,70 kr. Athugum þá mismuninn. Á sölu- verði og leyfilegu verði er hann 4,45—3,22 eða 1,23 kr. (123 gamlar krónur). Mismunur á söluverði og auglýstu verði er 4,45—3,70 eða 0,75 (75 gamlar krónur). Dálaglegur mis- munur þetta. Fyrirgefðu rausið í mér en mér sýnist ýmsir ætla að notfæra sér gjaldmiðilsbreytinguna sér til framdráttar. SVAR: Því miður neyðumst við til að taka undir orð konu úr Kópa- voginum. Við höfum fengið fjölda fregna af því að verð á vöru í búðum hafi verið allt of hátt. í fyrstu reyndum við að afsaka afgreiðslufólk með því að það væri óvant hinum nýja gjaldmiðli og því væri ekki við öðru að búast. En eftir því sem dagarnir líða kemur hinn bitri sannleikur betur í ljós. Sumir kaup- menn ætla sér greinilega að græða á gjaldmiðilsbreytingunni. Þegar verðskyn neytenda er orðið eins brenglað og það er og þar á ofan bætist nýr gjaldmiðill er þetta því miður auðveldur leikur. í þeim upplýsingum sem Seðla- bankinn sendi frá sér er kveðið á um að hækka skuli eða lækka aura, þannig að standi slétt á hálfum eða heilum tug aura. Þetta á þó aðeins að gera í lokaupphæð þess sem greitt er. Annað á að reiknast í einstökum aurum og svo segir að minnasta kosti bankafólk, sem fengið hefur þessar upplýsingar. í heildina munar þetta kannski litlu ef þess ergættaðlækka niður jafnt og hækkað er upp. En þeir sem gruna kaupmenn um græsku halda því fram að þeir hækki alltaf upp og lækki aldrei niður. Og þá getur farið að muna um þetta. Auðvitað eru ekki allir kaupthenn undir sömu sökina seldir. En það er alltaf svo að þeir fáu sem koma illa fram setja blett á allan hópinn. Því er neytendum bent á að vera vel á verði. -DS. Herniilisbákhald. vikuna: ta Mat- og drjðdgarvörur, hreinlætisvörur ogþ.h.: Sunnud Mánud Þridjud Midvikud Funmtud Föstud Laugard Sarat Sanxt Samt Samt Samt Samt fiamt Önnur útgjöld: Sunnud Mánud Þriðjjud Miðviknd FLmmtud Föstud Laugard -i Sunt Bamt Samt Samt Samt Samt San*. i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.