Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 13
 13 Iþröttir Iþróttir Iþróttir 9 „Velkominn aftur, kunningi” —sagði Skúli Óskarsson er hann fékk Mnn glæsilega verðlaunagrip, er fylgir kjðri íþráttamamsársins, íhendumaráný „Þetta er helvfti fallegur gripur,” gæti Bjarni Friðriksson. sem varð i 2. sæti, verið að segja við Skúla sem horfir hugfanginn á stvttuna. Skúli Óskarsson var i gærdag kjör- inn „íþróttamaður ársins” i annað sinn á þremur árum af Samtökum iþrótta- fréttamanna. Skúli hafði nokkra yfir- burði í kjörinu og hlaut alls 65 atkvæði af 70 mögulegum. Óþarfi ætti að vera að kynna Skúla frekar fyrir lesendum, en við látum fylgja hér með ummæli formanns Samtaka íþróttafrétta- manna, Ingólfs Hannessonar íþrótta- fréttamanns á Þjóðviljanum, er hann afhenti Skúla verðlaunagripinn glæsi- lega. „Og þá er það fyrsta sætið i kjöri þessu. íþróttamaður ársins 1980 er Skúli Óskarsson, lyftingamaður. Hann er 32 ára gamall Fáskrúðsfirðingur og keppir undir merki UÍA. Hann hlaut 65' stig af 70 mögulegum og er því vel að sæmdarheitinu kominn. Skúli hóf að iðka lyftingar fyrir 12 árum, þá orðinn tvitugur og að margra áliti orðinn of gamall til þess að ná góðum árangri í iþrótt sinni. En strákur tók stórstigum framförum, enda stund- aði hann lyftingarnar af mikUli elju, oft við erfiðar aðstæður. Hann fékkst við ólympfskar-lyftingar fyrstu árin, en sneri sér sfðan alfarið að kraftlyfting- um með ótrúlega góðum árangri. Vart verður tölu komið á öll þau íslandsmet, sem Skúli hefur sett á ferli sfnum, og Norðurlandamet hans fylla nú tvo tugi. Sinn fyrsta stórsigur vann Skúli á heimsmeistaramótinu áríð 1974 þegar hann krækti f bronsverðlaun. Sfðan hefur hann unnið silfurverðlaun á heimsmeistaramóti og tvenn silfurverð- laun á Evrópumeistaramótum. Þá hefur Skúli verið nær ósigrandi i sfnum þyngdarflokki á Norðurlandamótum undanfarin ár. í byrjun nóvember sl. vann Skúli Óskarsson það frækilega afrek að setja heimsmet i réttstöðulyftu þegar hann beinlfnis reif upp 315,5 kg við mikinn fögnuð áhorfenda f Laugardalshöll- inni. Skúli Óskarsson hefur lagt mikla rækt við fþrótt sfna og uppskorið rfku- lega. Hann er sannur fþróttamaður, skemmtilegur keppnismaður, kapps- fullur, ákafur og fylginn sér. Þá hefur Skúli áunnið sér mikla hylli áhorfenda, jafnt innan lands sem utan, fyrír prúð- mannlega framkomu samhliða keppnisgleði. Sigriður Sigurðardóttir er eina konan sem hlotið hefur sæmdarheitið „fþróttamaður ársins”. Hún er hér f hófinu ásamt þeim Geir Hallsteinssyni og Hjalta Einarss.vni. Við erum stolt af afrekum þfnum, Skúli Óskarsson, og þú hefur veríð landi og þjóð tll sóma. Til hamingju með sæmdarheitið fþróttamaður ársins 1980 og njóttu vel. Ég vil biðja þig, Skúli Oskarsson, að ganga fram og taka við hinum veglega farandgrip, sem fylgt hefur kjöri fþróttamanns ársins allar götur frá 1956. Fyrir hönd Samtaka fþróttafréttamanna vil ég árna þér allra heilla f framtfðinni, bæði í leik og starfi.” í öðru sæti varð júdómaðurinn snjalli Bjarni Friðriksson, Ármanni. Hiaut hann 53,5 stig í kosningunni og er vel að öðru sætinu kominn. Næstur að baki honum kom Óskar Jakobsson, ÍR með 44 stig og þá Ásgeir Sigurvins- son. Listinn yfir 10 efstu menn lítur annars þannig út: atkv. l.SkúliÓskarsson.lyft. 65 2. Bjarni Friðriksson, júdó 53,5 3. Óskar Jakobsson, frjálsar 44 4. Ásgeir Sigurvinsson, knattsp. 32,5 5. Hreinn Halldórsson, frjálsar 29,5 6. Ingi Þór Jónsson, sund 26 7. Atli Eðvaldsson, knattsp. 18 8. Marteinn Geirsson, knattsp. 16 9. Pétur Pétursson, knattsp. 13,5 10. Matthías Haligrímsson, knattsp. 12 Aðrir er hlutu atkvæði voru: Páll Björgvinsson, handknattleikur, Oddur Sigurðsson, frjálsar íþróttir, Stefán Gunnarsson, handknattleikur, Ólafur Benediktsson, handknattleikur, Torfi Magnússon, körfuknattleikur, Helga Halldórsdóttir, frjálsar íþróttir, Hannes Eyvindsson, gólf, Sigurður Sveinsson handknattleikur, Bjarni Guðmundsson, handknattieikur, Jón Sigurðsson, körfuknattleikur, Steinunn Sæmundsdóttir, golf, Sigurður T. Sig- urðsson, frjálsar íþróttir, Þorbergur Aðalsteinsson, handknattleikur, Bjöm Þór Ólafsson, skíði og Kristján Ágústs- son, körfuknattleikur. -SSv. „Velkominn aftur, kunningi,” sagði Skúli Óskarsson er hann tók við verð- launastyttunni glæsilegu úr hendi Sigurðar Sigurðssonar útvarpsmannsins kunna hér á árum áður. Sigurður afhenti einmitt gripinn fyrir 25 árum, er hann var fyrst notaður. DB-myndir S. Þeir er urðu i 10 efstu sætunum. Á m.vndinni eru reyndar aðeins 6 þar sem fjórir voru erlendis og gátu ekki komizt til hófsins. F.v. Marteinn Geirsson, Óskar Jakobsson, Skúli Óskarsson, Bjarni Friðriksson, Matthias Hallgrimsson og Hreinn Halldórs- Sigurður Sverrisson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.