Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1981. — 8. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022. * ' .. " —..... .... .. ' Skotmaöurinn var vel vopnum búinn: MED DÍNA MÍTHVELLHETT- UR OGINDVERSKA SVEÐJU —auk fuilhlaðins ríffílsins sem hann beitti í leigubílnum Skotmaður sá sem var tekinn fyrir rúmri viku, eftir að hafa hleypt af skoti í leigubifreið svo bílstjórinn slapp naumlega, virðist hafa haft eitthvað mikið í huga. Þegar skot- maðurinn var færður á lögreglustöð var hann með tösku meðferðis. Þegar hún var rannsökuð kom í ljós að í henni voru tvær dinamíthvellhnettur og einnig var maðurinn vopnaður indverskri ghurka-sveðju. Dagblaðið greindi frá þvi að maðurinn hefði rekið riffUhlaupið að höfði leigubílstjórans er ók honum. Bílstjórinn beið mannsins fyrir utan hús er hann birtist með fuUhlaðinn riffil. Hann beindi honum að bílstjóranum og skipaði honum að aka áfram. Bílstjórinn neitaði og maðurinn hleypti af. Bílstjóranum tókst að beygja sig frá og skotið hljóp i bílinn. Njörður Snæhólm hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sagði í gær að þrátt fyrir yfirheyrslur gæti skotmaðurinn illa gert grein fyrir því hvað hann hefði ætlað sér með allan þennan útbúnað. Sveðjan var í slíðri og ekki með mikilli egg en hægt að meiða með henni og hræða að sögn Njarðar. Njörður sagði að maðurinn sætti nú geðrannsókn en hann var úr- skurðaður i gæzluvarðhald eftir at- burðinn. .jh. Undirfoúningur Stjörnu- messu ’81 ífulium gangi: Takiðþáttí vinsæklavali DBog Vikunnar —atkvæðaseðill ábls.16 Sjómenn búast til verkfalls — sjá baksíðu -sjáWs.6 Athygí isveröar rann- söknir í Bandaríkjunum: Lffslíkur hinnafeitu betrienþeirra grönnu —sjáMs.10 Skák ogbridge —sjáNs.8-9 Skúli „íþróttamaður ársins” í annað sinn Skúli Óskarsson var í gærdag kjör- inn , .iþróttamaður ársins” 1980 af Samtökum íþróttafréttamanna. Kjör Skúla kom ekki á óvart þar sem hann hefur staðið sig frábærlega í sinni grein, kraftlyftingum, á sl. ári. Flestir minnast heimsmets hans í Laugardals- höllinni og var það tvimælalaust hápunktur ársins hjá honum. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Skúli hlýtur sæmdarheitið — vann titilinn einnig 1978. í glæsilegu afmmælishófi sem Sam- tök íþróttafréttamanna og Veltir stóðu að í tilefni 25 ára afmælis kjörsins afhenti Sigurður Sigurðsson, útvarps- maðurinn kunni hér á árum áður, Skúla verðlaunagripinn glæsilega. Sig- urður afhenti einmitt gripinn árið 1956, er hann var fyrst notaður, og féll hann þá í skaut Vilhjálmi Einarssyni. Fleiri myndir úr hófinu eru einnig á bls. 13 í blaðinu í dag. -SSv/DB-mynd S. — sjánánaráWs. 13 Tekjuaukning færeyskra sjómanna meiri en annarra þar ílandi — sjábls.5 Helgar- krossgátan — sjáWs.8 Risaskammt- arafvítamíni allramema bót? — sjáDBáneytenda- markaðiWs.4 Hiibner gafst upp —fyrir Kortsnoj íeinvígiþeirra Þýski stórmeistarinn Robert Híibner gafst í gær upp fyrir rússneska skák- manninum Viktor Kortsnoj í einvígi þeirra sem háð hefur verið að undan- förnu í Merano á Italíu. Þýðir þetta að Kortsnoj keppir enn á ný við Anatoli Karpov um heims- meistaratitilinn í skák síðar á þessu ári. Tvær skákir voru eftir í einvíginu og var staðan, þegar Húbner tilkynnti um ákvörðun sína, 4 1/2 gegn 3 1/2 Kort- snoj í vil. Mótshaldararnir sögðu fréttamanni Reuters í gærkvöld að HUbner hefði ekki átt möguleika á að vinnaeinvígið. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.