Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR ÍO.JANÚAR 1981. 3- FLYTJUM EKKIINN DÝR Spurning dagsins —ef vid getum ekki búið vel að þeim Sólveig Sigurjónsdóttic, Karfavogi 31, hringdi: Ég fór í Sædýrasafnið fyrir mán- uði og sá m.a. ljónin og apana. Vesa- lings dýrin hírðust þarna í smáklefa, ljónin lágu í móki á gólfinu og aparnir héngu sljóir í rimlunum. Mig hryllti við, síðan sá ég þessi sömu dýr, þ.e.a.s. ljónin í sínu náttúrlega umhverfi í sjónvarpsþættinum Lífíð á jörðinni sl. þriðjudag, ég ætlaði' ekki að þekkja þau fyrir sömu dýr. Við eigum ekki að vera að flytja inn þessi dýr ef við erum ekki menn til að búa betur að þeim. Manni blöskrar að heyra hjalað um það hve gott allt sé á íslandi meðan slík misþyrming á sér stað hér á landi. DB hafði samband við Sædýra- safnið, þar var til svara Jón Diðrik Jónsson. ,,Það var ekki einkennandi fyrir hegðun Ijóna að sjá þau í veiði- hug eins og þau voru sýnd í sjónvarpsmyndinni. Ljón liggja fyrir meirihluta dags. En ég er sammála því að búrin sem þau eru í núna eru ekki nægilega stór, það hefur verið ætlunin að búa betur um þau síðan þau komu. Ég get aftur á móti ekki tekið undir það sem Sólveig segir um apana. Þeir eru ekki sljóir. Ef þeir hafa ekki verið eins og þeir eiga að sér að vera hlýtur það að hafa verið vegna þess að þeir hafa verið nýbúnir aðéta. Það hlýtur alltaf að vera nokkrum vandkvæðum bundið að taka dýrin úr sínu náttúrlega umhverfi, það eina sem við getum gert, er að gera þeim vistina eins bærilega og við getum. Því það er full þörf á að hafa dýra- garð í nálægð þéttbýlis, eins og Reykjavíkursvæðið er. Hér er eitt Ijónið i Sædvrasafninu. Ekki er gott að ráða af svip þess hvort það er áiuegt með vistina þar. Hverjir skipa kjara- dóm? Guðrún hringdi: Getur DB komizt að því hverjir það eru sem skipa kjaradóm, sem út- hlutaði alþingismönnum 23.4% hækkun. Mér þætti fróðlegt að vita það og veit ég að svo er um fleiri. SVAR: Kjaradóm skipa þeir: Benedikt Blöndal, Jón Finnsson, Ólafur Nils- son, Jón Rögnvaldsson og Jón G. Tómasson. Þörf á neytenda- þjónustu f heilbrigðismálum AiþiagÍMKH okkar hafa nýlega fengið riflega hækkun ásamt BHM mönnum. DB-mynd: Einar Ólason. Hope Knútsson iðjuþjálfi skrifar: Ég vil þakka Dagblaðinu fyrir grein Geirs Viðars Vilhjálmssonar Þörf neytendaþjónustu í heilbrigðis- málum, sem birtist i blaðinu sl. mánudag 5. jan.Það var kominntími til að fslendingar hættu að tala undir rós um heilbrigðismál sín. Ég vil leggja til, að í tilefni alþjóðaárs fatlaðra 1981 verði hverjum vistmanni á sjúkrahúsi eða hjúkrunarstofnun kynnt réttindi sín. Skrifuð hefur verið mjög góð bók um þessi efni, heitir hún „How to Choose and Use Your Doctor” eftir f Marvin Belsky, M.D. Bók þessi sviptir hulunni af læknamafíunni og kennir okkur hvernig við eigum að fá sem mest út úr þeim lækni sem við höfum samskipti við. Ég er með tvær aðrar tillögur í sambandi viðalþjóða ár fatlaðra: Sú fyrri er að öllum tollum verði aflétt af hjálpartækjum til fatlaðra. En þetta er eitt mesta hneykslið í annars góðri heilbrigðisþjónustu hér á íslandi. Hin síðari er að gangstéttir verði hreinsaðar á götum borgarinnar. Það er algjörlega vonlaust fyrir fatlaða að reyna að komast leiðar sinnar eins og ástandið hefur verið á gangstéttum borgarinnar að undanförnu. Hvernig leggst árið 1981 íþig? Krlstiaa Páksoa MfvéiavirU: Ágæt- lega. Þó veit maöur ekkert hvað fyrir- hugaðar efnahagsaögeröir hafa I för með sér. HaMs Hjsitsdóltlr hásaóðlr: Bara á- gætlega. Ég vona bara að verðbólgan minnki. Sigurðar Gestasoa, vlaaur vlð már- verk: Það leggst vel i mig. Ég vona að þetta verði sæmilegt ár, þó hef ég litla trú á þvi aö verðbólgan minnki. Hörður Smári Hákonarsou, vlaaur við múrverk: Mér iizt svona sæmilega á árið. Ég er hræddur um að litið verði hægt að draga úr verðbólgunni, kröfurnar eru svo miklar. Þjóöin gæti vel minnkað viðsig. Aðalheiður Þorsteiasdóttir húsmóðir: Það leggst bara vel i mig, svipaö og önnur ár. Vona að manni vegni vel og það verði friður milli fólks. Súsanna Poulsen, vinnur I Hagkaupl: Ágætiega, eða bara eins og önnur ár. Ég finn ekki svo mikið fyrir áramótum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.