Dagblaðið - 10.01.1981, Page 5

Dagblaðið - 10.01.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR ÍO.JANUAR 1981. 5 Óskar Vigf ússon Sjómannasambandsf orseti dvaldi hjá Færeyingum um jól og áramót: Tekjuaukning sjómanna þar meiri en annaira — smjörið frá ísa köldu landi kostar helming þess sem við borgum fyrirþað! „Mér varð hugsað til kjaramála sjó- manna á íslandi þegar ég heyrði ára- mótaræðu Atla Dam lögmanns. Þar sagði hann að liðið ár hafi einkennzt af erfiðu efnahagsástandi en þó gætu allir fagnað því að tekjuaukning sjómanna var meiri en annarra landsmanna á árinu,” sagði Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambands íslands, en hann dvaldi um jól og áramót í góðu yfirlæti hjáFæreyingum. „Ég reyndi að nota tímann til að kynna mér ýmsar hliðar á þjóðlífi í Færeyjum, meðal annars lauslegan samanburð á verðlagi og kaupi þar og hér. Satt að segja botna ég ekkert í þeim samanburði þegar tillit er tekið til að einna hæstu meðaltekjur heims eru sagðar vera á íslandi.” Óskar sagði að verkamannakaupið væri tvöfalt hærra í Færeyjum en á íslandi og þar ynnu menn yfirvinnu aðeins í brýnni neyð — nema fslend- ingar sem eru þar við störf. Hann nefndi dæmi um verðlagið í Færeyjum, í öllum tilvikum íslandi í óhag við samanburð milli landa: ýmsa mat- Vaxandi annríki í borgardómi: Á SJÖUNDA ÞÚSUND MÁL VORU AFGREIDD Borgardómur Reykjavíkur af- greiddi á siðasta ári alls 6678 mál og er það 869 málum fleira en árið áður. Af þessum voru 6236 skriflega flutt en 5312 árið áður. Er því greinilegt að annríki í borgardómi fer stöðugt vax- andi. Dæmt var í nokkuð færri skriflega fluttum dómsmálum á síðasta ári en árið áður, eða 1312 á móti 1447 árið 1979, Mun fleiri áskorunarmálum var lokið, eða 3822 á móti 2994 árið áður. Sættir tókust í 458 málum í fyrra en 401 árið áður. 644 ný skriflega flutt mál voru hafín og er það talsvert fleiri en árið áður, þegar þau voru 470. Af munnlega fluttum málum var dæmt í samtals 203 en 175 árið áður. Sættir tókust í 93 munnlega fluttum málum og er það tveimur fleiri en ’79. 92 ný munnlega flutt mál voru tekin fyrir, einu fleira en árið áður. Afgreidd voru þrjú vitnamál á móti tveimur árið áður og tvö eiðsmál, en ekkert slíkt 1979. Kjörskrármál á síðasta ári voru 49 en 138 árið áður og voru þá svo mörg fyrst og fremst vegna alþingis- kosninganna í desember 1979. Álíka fjöldi gekk í hjónaband fyrir borgardómi í fyrra og fékk þar leyfi til skilnaðar að borði og sæng, eða 192 hjónavígslur og 187 skilnaðir að borði og sæng. Hvort tveggja er mjög svipað árið áður. Alls voru afgreidd 507 skilnaðarmál hjá borgardómi í fyrra, þremur fleiri en árið áður. Til hæstaréttar var áfrýjað 59 málum, sem dæmt var í i Borgardómi, aðeins einu færra en árið áður, skv. upplýsingum, sem Björn Ingvarsson yfirborgardómari hefur látið frá sér fara. -ÓV. Fara Boeingþotumar til Nígeríu: Málin enn á viðræðustigi vöru, bensín,olíur,rafmagn til heimilis- nota og margt fleira. Skattbyrði Færeyinga er léttari en sú sem lögð er á bökin okkar, til dæmis greiða nágrann- ar okkar ekki fasteignaskatta. Og óneitanlega þótti forseta Sjómanna- sambandsins einkennilegt að rekast á íslenzkt smjör í búð sem kostaði helm- ing þess sem vesælir neytendur á ísa köldu landi borga fyrir eigin fram- leiðslu. Og danska smjörið var enn ódýrara í verzlunum 1 Færeyjum. ARH. Vestmanna i Fære.vjum: F.nginn vinnur eftirvinnu að nauðsynjalausu — nema islenzkir farandverkamenn. Til sölu einbýlishús á Stöðvaif irði Húsið er 140 ferm • 5 herbergja og byggt á árunum 1976-1980. Allar nánari upplýsingar gefa Sigurður Sigurðsson í sima 91-66110. — segir Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða „Þessi mál eru enn á viðræðustigi,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða er DB grennslaðist fyrir um hvað liði hugsanlegum kaupleigusamningi á báðum Boeing 727—100 þotum Flugleiða til Nígeríu. Svo sem Dagblaðið greindi frá i vikunni kom Nígeríumaður, að nafni Adamo hingað til lands og falaðist eftir vélunum. Hann hefur hins vegar enn ekki fengið flugrekstrarleyfi og ræðst málið af því hvernig það gengur. Sveinn sagði að Flugleiðir byggjust við svari frá Adamo eftir miðjan mánuð, en þá ætti að vera Ijóst hvort hann fær flugrekstrar- leyfið. Að sögn Sveins hefur einnig komið til tals, að Nígeríumaðurinn tæki á leigu eina af EX3-8 þotum Flugleiða. Sveinn var að því spurður, hvort Flugleiðir myndu kaupa eða leigja nýja Boeing 727—200 þotu, ef af kaupleigusamningnum yrði. Hann sagði að ekki yrðu gerðar neinar ráðstafanir fyrr en i ljós kæmi hvort Nígeríumaðurinn fengi flugrekstrar- leyfið. -JH. Seinni Fokkerinn farinn til Líbýu — Flugleiðir taka á leigu Fokkervél f rá Banda- ríkjunum sem kemur nú um helgina. — Twin Otter í innanlandsflugið vegna breyt- inga á Flugleiðavélunum Seinni Fokkerflugvél Flugleiða, sem leigð var til Líbýu, fór þangað i fyrradag. Leiga beggja vélanna stendur í eitt ár. Að sögn Sveins Sæmundssonar fylgja vélunum fjórir íslenzkir flugstjórar og jafnmargir vélamenn. íslenzkir flugmenn og flugvirkjar munu skiptast á að fljúga vélunum í Líbýu og er hver maður þar þrjátíu daga minnst og sumir lengur. Þá verða vélarnar sendar heim til skoðunar og aðrar út í staðinn, þannig að ekki verða alltáf sömu Fokkervélarnar í Líbýu, meðan á leigunni stendur. Svo sem kunnugt er, keyptu Flugleiðir eldri Fokkervél Land- helgisgæzlunnar — TF-Sýr og er hún nú notuð á áætlunarleiðum félagsins innanlands. Þá hafa Flugleiðir einnig tekið á leigu Fokkervél í Banda- ríkjunum og er hún væntanleg til íslands nú um helgina. Hér er um að ræða Fokker, sem Flugleiðir seldu til Bandaríkjanna í fyrra, TF-FLP. Að sögn Sveins hefur flug fyrri Fokkersins, sem fór til Líbýu, gengið vel. Fyrirhugað er á næstunni að gera endurbætur á mælaborði Fokker- vélanna tveggja, sem keyptar voru frá Kóreu. Sams konar breyting og skoðun fer fram á TF-Sýr. Vegna þessara breytinga á vélunum, hafa Flugleiðir tekið á leigu Twin-Otter flugvél frá Flugfélagi Norðurlands. Þeirri vél verður flogið af flug- mönnum Flugleiða, en margir þeirra hafa reynslu af slíkum vélum, hafa starfað á þeim áður en þeir komu til Flugleiða. -JH. j Þak hf. auglýsir Þak sumarhús Hefjið tímanlega undirbúning fyrir næsta sumar og kaupið ÞAK sumarhús nú til uppsetningar næsta vor. Athugið okkar hagkvæmu skilmála. Hringið strax í dag og fáið nánari upplýsingar. Heimasímar. Heiðar 72019, Gunnar 53931. ÞAKHF Sími 53473

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.