Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1981. Kjallarinn EggertAsgeirsson svipaðrar vöru í sama heimshluta. Með því að gera fólk háð gjafakorni gætum við eins vel brotið niður sjálfsbjargarviðleitni og gert fólk háð vöru sem það getur ekki framfeitt eða keypt. Dæmi um sóun og jafnvel tjón eru alltof mörg til. Með því að setja okkur i spor annarra getum við öðlast skilning á vandamálinu. Hvað gætum við gert við lyfjasendingar með japanskri eða arabískri áletrun, hvað getum við gert við óröðuð eða óhrein föt frá fja.rlægum löndum á neyðartíma. Upptalningin skal ekki lengd. Hér skal staðar numið að sinni. Þau vandamál sem ég hef rætt eru ekki bundin við hjálparstarf Rauða krossins. Hér hefur verið tekið almennt á málum þróunar- hjálparinnar eins og þau snúa við mér á þessu nýbyrjaða ári. I siðari kjallaragrein mun ég gera grein fyrir því hvernig Rauða kross félög 126 landa hafa komið sér saman um að vinna að neyðar- og þróunarhjálp. Eggert Ásgeirsson , framkvstj. Rauða kross íslands. Kjallarinn Athyglisverðar rannsóknir bandansks vísindamanns: Lffslíkur hinna feitu betrí en þeirra grönnu — Kjörþyngdin kann að hækka um 7-10 kíló ef fallizt verður á niðurstöður rannsóknanna Því er nú haldið fram af vísinda- mönnum vestan hafs, að menn þurfi ekki Iengur að hafa áhyggjur af þvi þó þeir séu tíu til tuttugu prósent feitari en læknar hafa áður ráðlagt. í nýjum bandarískum skýrslum um þetta efni er þvi haldið fram, að það sé heilsusamlegast að vera 5—7 kílóum þyngri en áður hefur verið talið og raunar halda aðrir sérfræð- ingar því fram, að þessar nýju tölur séu of Iágar. Samkvæmt áliti þeirra síðarnefndu þarf maður ekki að hafa áhyggjur af þvi þó hann sé 85 kíló á þyngd þó áður hafi því verið haldið fram, að heppilegasta þyngd hans væri 70 kiló. Þessi nýju sjónarmið stangast að sjálfsögðu algjörlega á við það sem fólki hefur áður verið ráðlagt. Fram að þ>essu hefur verið bent á, að fita auki hættuna á gikt og of háum blóð- þrýstingi, sem siðan sé orsökin fyrir. æðakölkun, hjartalömun og öðrum hjartasjúkdómum. Eftir sem áður er því haldið fram, að óeölileg fita sé heilsunni hættuleg. Víðast hvar á Vesturlöndum er sjöundi hver fullorðinn maður svo feitur, aö útlit hans stingur i augun. Slíkum mönnum er áfram ráðlagt að grenna sig. Þriðja hver kona og fjórði hver karl yfir fimmtíu ára aldri eru sver. Þessum hópi fólks er nú sagt, að það þurfi ekki að hafa eins miklar áhyggjur af kilóum sínum og það hefur haft. Margir þeirra eiga meira að segja í vændum lengra lif en hinir þvengmjóu. Dánartíðnin er mest meðal þeirra akfeitu og hinum þvengmjóu. Það eru þeir, sem mynda hina breiðu fylkingu milliviktarinnar, sem eiga lengst líf í vændum. Prófessor Reubin Andres við John Hopkins háskólann hefur rannsakað samhengið á milli líkams- þyngdar og lifsiengdar. Rannsóknir hans hafa snert fjörutíu mismunandi þætti og náð til sex milljóna manna i öllum heimshlutum. Alls staðar urðu niðurstöðurnar á sama veg. Hvort sem það voru lögregluþjónar í Helsinki, ítalskt sveitafólk eða Bandaríkjamenn, sem rannsakaðir Sofus Berthelsen öðrum illum nöfnum, vera per- sónugervingar þeirra sem hrópuðu fyrir tvö þúsund árum: Krossfestið hann, krossfestið hann. Mér finnst þetta fólk vera af sama toga spunnið og sagt var við: Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Var það ekki fólk með þannig geð, sem hópaðist í kringum Adolf sálaða Hitler og léði honum liðveizlu? Er það ekki svona fólk sem kallar alla kommúnista og skríl sem er ekki sama sinnis og þaö sjálft. Ég geri ráð fyrir að ég verði kallaður kommúnisti eftir þessi skrif mín. Það mundi ekki skipta neinu þó ég væri innsti koppur í búri, lengst til hægri í Sjálfstæðisflokknum, ég gæti samt verið kallaður kommúnisti.En með fullri virðingu fyrir Sjálfstæðis- flokknum þá hef ég reyndar aldrei fylgt honum að málum. Ég hef heldur ekki fylgt kommúnistum eða sósíalistum, eða hvað hver og einn vill kalla þá. Ég er bara verkalýðs- sinni og ég þoli illa ranglæti. Ég hef oft upplifað þær stundir að vera stoltur af þjóð minni. Ég hef líka upplifað þá stund að tárfella á erlendri grund þegar ég sá islenzka fánann óvænt eftir nokkra fjarveru frá föðurlandinu, — en í dag skammast ég min fyrir hönd þess fólks í mínu þjóðfélagi sem dæmir náungann án þess aö þekkja hann þó þaö sé landfiótta auðnuleysingi eða kannski einmitt þess vegna. Sofus Berthelsen Eftir sem áður stendur það að óeðlilegt holdafar, þ.e. holdafarsem beinlinis stingur i augun, er hættulegt heilsu manna. Þvi er nú haldið fram, að það sé heilsusamlegast að vera a.m.k. 5—7 kflóum þyngri en áður var talið. Þessi frfsklegi piltur ætti samkvæmt því ekki að þurfa að hafa veruiegar áhyggjur af heilsufari sinu vegna holdafarsins. Kræsingum eins og þessum ættu menn nú að geta sporðrennt án þess að fá veru- legt samvizkubit. Dr. Andres segir, að skýringin á þessum niðurstöðum kunni meðal annars að vera fólgin í því, að þungt fólk þoli frekar lyfjameðferð við krabbameini og þyngd þeirra geri þeim kleift að berjast gegn sjúkdóm- um, sem hina grennri skorti mót- stöðu við. Talið er að niðurstöður þessar muni hækka kjörþyngd fólks að minnast kosti um 7,5 kíló og dr. Andres er raunar á þeirri skoðun, að munurinn sé í raun enn meiri ef til vill 10—20 próse nt af lfkamsþyngdinni. Þeir sem hingað til hafa verið taldir i þybbnara lagi geta því huggað sig við þessar niðurstöður dr. Andres og þaö eru því fyrst og fremst hinir horuðu sem eru í lífshættu. Hvort þessar niðurstöður eiga eftir að breyta skoðunum fólks á því hver kjörþyngdin er frá fegurðarsjónar- miði er aftur allt annaö mál. (Politikcn og Hcrald Tribunc). voru í tengslum við krabbameins- rannsóknir þá var niöurstaöan ætíð sú, að hinir meðalfeitu lifðu lengst. Prófessor Reubin Andres sagði í viðtali við Herald Tribune: „Allar tölurnar benda í sömu átt. Við höfum fram að þessu vanmetið þyngdina sem æskilegust er frá heilbrigðis- sjónarmiði. Við höfum fram að þessu haldiö okkur við þá þyngd sem þykir gefa okkur fallegast útlit og það er ekki það sama og það sem er heppilegast fyrir heilsuna. ” í fyrirtæki einu i Chicago kom í ljós, að lengstan lífsaldur höfð þeir sem voru 25 til 32 prósentum þyngri en áður var talin kjörþyngd. í hópi 70 ára Kaliforníubúa var dánartiðnin minnst meðal þeirra sem voru 10—20 prósent yfir kjörþyngd og dánartiðnin var lægst meðal þeirra hafnarverkamanna í San Francisco sem voru 30 prósent yfir kjörþyngd.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.