Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 2
[(rtþGg.f'/fl.huVV Vani þu 3! S5S63SV170 I tfl-lflWM ZO-» >m ■purnlnyi 11». Ilt ( ur.n,S' GÍSLI SVAN EINARSSON 2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. Þorvaldur Örn Árnason, ísafirði, skrifar: Ríkisstjórnin hefur gefið sér tíma til að gefa út bráðabirgðalög með umtalsverðum kjaraskerðingum og innantómum loforðum, þar sem ný- gerðir kjarasamningar eru að engu gerðir. Hins vegar virðist ríkisstjórn- in ekki geta gefið sér tima til að fara ofan í saumana á skýrslu, sem af- hjúpar svindlið, sem Alusuisse hefur haft í frammi til að hagnast enn meir á íslendingum en hinn aumi álsamn- ingur heimilar. Hér er um of gróft svindl að ræða til að hægt sé að láta máiið lognast út af og gefa svindlar- anum góðan tíma til að hugsa upp ráð með aðstoð sérfróðra manna sinna til að „útskýra” málið, þ.e. að fela ósómann með bókhaldsbrellum. íslenzkir valdhafar hafa oft verið öllu hallari undir erlent vald en mál- stað íslenzks almennings, sem þeir eiga að þjóna, samkvæmt stjórn- skipun íslenzka ríkisins. Ég treysti þeim ekki öllum í þessu máli. Þeir, sem láta talsmenn erlends auðhrings telja sér trú um það, að hvarf 30 milljarða gkr. á leiðinni milli Ástralíu og Straumsvíkur sé með eðlilegum og löglegum hætti, leggjast lágt. Það var auvirðilegt að sjá Ragnar Halldórsson, forstjóra „íslenzka” álfélagsins, „útskýra” þennan fjárdrátt auðhringsins frá ís- lenzkum skattgreiðendum og jafnvel áströlskum líka. Það kemur fram í skýrslu iðnaðar- ráðuneytisins, að meðeigandi Alu- suisse að ástralska bauxítfyrirtækinu hefur skilað góðri afkomu undan- farin ár. Ég trúi því ekki, að Alu- suisse hafi þurft að draga sér fé af bauxítinu á siglingaleiðinni til að greiða skuldir af þeirri verksmiðju, sem meðeigandinn græðir á innan Ástraliu. Fólk á íslandi, sem hefur borgað með raforku til þessa erlenda auö- hrings á annan áratug, á heimtingu á þvi að islenzk stjórnvöld bregðist hart við og láti ekki blekkja sig með háþróuðum bókhaldsbrellum. Segj- um upp álsamningnum og krefj- umst þess, að samið verði upp á nýtt frá grunni, ella munum við taka verk- smiðjuna eignarnámi. Það ætti að svo komnu máli að vera sjálfsagt að láta núverandi raf- orkuskort bitna þyngst á Álverinu. Við greiðum nógu mjkið með rafork- unni til þeirra, þó svo að við förum ekki að selja þeim fokdýrt dísilraf- magn á sama útsöluverðinu. Vfstþarfað: Breyta almenningsálitinu Elsa Stefánsdóttir, Arnartanga 12 Mosfellssveit, skrifar: í útvarpsþættinum f vikulokin laugard. 17. jan. sl. voru m.a. til um- ræðu málefni hamlaðra. Var rætt við Páí Svavarsson á Akureyri. Ekki veit ég hvar Páll hefur haldið sig fram að þessu þegar hann getur sagt að „almenningsáiiti þurfi ekki að breyta". Þarna hlýtur Páll að tala aðeins fyrir sjálfan sig, þvi að við sem erum hömluð og sinnum málum hamlaðra erum flest, ef ekki öll, á þeirri skoðun að það er nú einmitt það sem þarf að gera, að breyta al- menningsálitinu, við þurfum að fá al- menning í liö með okkur til að skilja og virða rétt okkar, en því miður er þaö nú oftast þannig að það er ekki fyrr en óhapp sem veldur hömlun kemur upp i fjölskyldunni að fólk skilur hve miklar hindranir eru í veg- inum. Við breytum ekki almennings- áliti á einu ári. En smátt og smátt hljóta allir að átta sig á þvi að við eigum öll sama réttinn og þann rétt ber að virða, i hvaða formi sem hann er. Ég vek athygii á þvi aö i þessari' grein nota ég orðið hamlaður i stað orðanna fatlaður eða öryrki. R PENINGA- SKÁPAR fyrir heimili og fyrirtæki Vorum að fá eldtrausta peninga- skápa á hagstæðu verði. Skáparnir eru bandarískir með talnalás og laglegir útHts. Margar stærðir og gerðir. Sími 15155 ÖRVGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR !1> Manntalið 31. janúar 1981 —fulllangtgengid Kári Jón skrifar: Mig langar til að biðja Dagblaðið að upplýsa eftirfarandi, ef mögulegt er: Er það lagaleg skylda að svara öllum spurningunum sem á mann- talseyðublaðinu eru, eða eru ein- hverjar spurninganna undanþegnar lagalegu skyldunni? T.d. I) spurning nr. 4 sem beint er til kvenna: Hve mörg lifandi börn hefur þú eignazt? 2) Sp. nr. 9: Hversu margar klukku- stundir varst þú við heimilisstörf vikuna 24. jan.—31. jan.? 3) Sp. 13: Hve lengi varst þú venjulega á leið- inni í vinnuna? Hvernig fórst þú þessa leið venjulega? í öðru lagi langar mig að vita, ef fólk neitar að svara einni eða fleiri af ofanskráðum spurningum, er það þá refsivert og hver eru viðurlögin ef svo er? í leiðbeiningabæklingi Hagstof- unnar stendur varðandi spurningu 4: „Hversvegna eiga konur eingöngu að svara þessu? Það er vegna þess að barnsfæðing er liffræðilega tengd konum en ekki körlum, og það er ekki heldur reyndar áhugavert til manntalsnota að upplýsa hve mörg börn karlar hafa getið. Fullnægjandi upplýsingar um það fást reyndar af samanburði við tölur kvennanna.” Þetta þýðri með öðrum orðum að körlum er gefinn kostur á að leyna t.d. utanhjónabandsbörnum, en kon- um ekki. Spurning 9 felur í sér m.a. umönn- un barna. Við hvaða aldursár setur Hagstofan mörkin? Varðandi fullyrðingar Hagstof- unnar um að allt sem skráð sé um einkahagi manna skuli fara með sem trúnaðarmál langar mig til aö fá •upplýst eftirfarandi: Hvað er gert ráð EINSTAKLINGSSKÝRSLA . M.nnlal 31. |,núar 1M1 ^ ^ n.a.wr, in.nat Sr^.xnj,. wnw«i. fyrir að margir teljarar starfi við manntalið og hver er samanlagður fjðldi starfsmanna þeirra tiu stofn- ana (skv. upplýsingum Hagstofu), sem aðgang hafa að þessum skýrsl- um? Hvaða tryggingu hefur almenn- ingur fyrir því, að ekkert af þessu fólki rjúfi þagnarskylduna? Og hvaða trygging er fyrir því að upplýs- ingar þær sem fást við manntal þetta verði ekki samkeyrðar við aðrar skýrslur eða skrár sem ti! eru i tölvu- formi eða gerðar kynnu að verða í framtiðinni? Með fyrirfram þökk fyrir skjóta úriausn. DB hafði samband við Klemens Tryggvason hagstofustjóra. Sagði Klemens að samkvæmt lögum nr. 76 ’80 um manntal væri hver maður skyldur til að sjá svo um að hann sé skráður á manntal og til að láta í té allar þær upplýsingar um sig sem skýrslueyðublöð segja til um. Spurn- ingu um viðurlög ef neitað er að svara verður að svara með að vísa til laga um refsingu vegna brots á lögum þessum, þar sem segir að brot varði 500 kr. sekt nema þyngri refsing liggi við brotinu. Engar tíu stofnanir fá aðgang að þessum upplýsingum. Þessir aðilar eru samráðsaðilar við undirbúning manntalsins og enginn fær aðgang að þessum upplýsingum utan Hagstof- unnar, nema viðurkenndir rann- sóknaraðilar en þá skal vera búið að nema burt nafn manna og númer. Teljararnir eru á milli 3500 og 4000 og verður að reikna með að þeir hafi í öðru að snúast en leggja upplýsing- arnar á minnið. Aðaltrygging hins al- menna borgara verður sú að hægt sé að treysta Hagstofunni. L. _________| Lvouniooin sem einstaKlmgum er xtlaö aö utt.vlla. SEG» UPP SAMNINGN- Raddir lesenda UM VH> ALUSUISSE —ogsemjiðalveg uppánýtt Bréfritari skorar á rikisstjórnina að segja upp samningnum við Alusuisse strax. Myndin er af Straumsvík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.