Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. 17' I Iþröttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Valssigur í raf magnaðri spennu —Valur hleypti aukinni spennu í úrvalsdeildina í körfu með 73-72 sigri í Njarðvík Körfuknattleikur, úrvalsdeild, UMFN—Valur, 71-72 (44-36) Njarðvikingum ætlar seint að takast að festa báðar hendur á íslands- meistarabikarnum. Undanfarin ár hefur oft legið nærri, en á lokasprett- inum hafa þelr misstigið sig og misst af lestinni. Hvort sama verður uppi á teningnum í ár er ekki alveg vist en i leiknum við Val suður i Njarðvik á föstudagskvöldið gátu Njarðvikingar svo til alveg tryggt sér titillnn með þvi að sigra Valsmenn. Sú von varð að engu þvi Valsmenn stóðu uppi sem sigurvegarar að leikslokum með 73 skoruð stig gegn 72. Liðsmenn UMFN tóku ósigrinum karlmannlega og ósk- uðu mótherjunum til hamingju með unninn leik. Þrátt fyrir tapið hafa Njarðvíkingar ennþá fjögurra stiga for- skot í deildinni. „Vissulega hefði verið þægilegt að fá átta stiga forskot með þvi að sigra Val,” sagði Bjarni Valtýs- son, stjórnarmaður UMFN, ,,en ósigurinn skapar spennu að nýju og færir okkur meiri tekjur,” og klappaði um leið á streituskjóðuna. Einnig tjáði hann okkur að áhorfendur hefðu verið á sjöunda hundrað og komust færri að en vildu. Það leit út fyrir að Njarðvíkingar Staðan í úrvalsdeildinni Staðan í úrvalsdeildinni er nú þannig eftir tvo síðustu leiki: ÍR-ÍS Njarðvík-Valur Njarðvík Valur KR ÍR ÍS Ármann 14 12 14 10 13 8 15 7 14 4 83—63 72—73 2 1382—1151 24 4 1232—1154 20 5 1133—1043 16 8 1238—1255 14 10 1135—1226 8 14 1 13 1044—1335 2 Jón bjargaði æfingunni Frá Halli Simonarsyni i Lundi i gær: Þegar vitað var að Víkingar kæmust ekki til Lundar fyrr en kl. 20 á laugar- dagskvöld hafði Eysteinn Helgason, formaður handknattleiksdeildar Vík- ings, sem staddur var í Kaupmanna- höfn, samband við formann Lugi og óskaði eftir að æfingatíminn sem Víkingur átti um daginn yrði færður aftur. Formaður Lugi taldi það úti- lokað — húsinu lokað kl. 18 og engu hægt að breyta. Eysteinn hafði þá sam- band við Jón Hjaltalín, sem hefur dvalið hér siðan á fimmtudag og var hann fljótur að kippa málinu í lag. Fór í íþróttahúsið — talaði við forstöðu- manninn og rétti honum viskíflösku og fékk æfingatíma kl. 21. Strákarnir fóru þangað fljótt eftir komuna og æfðu í tæpar 2 klukkustundir. ætluðu að ganga með sigur af hólmi. Þeir höfðu átta stiga forustu í hléi. Danny Shouse var í miklum ham framan af leiknum, skoraði átta af fyrstu tólf stigunum — seinustu körf- una fyrir hlé — þá „tróð” hann með miklum tilþrifum, við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. En hann var ávallt í strangri gæzlu Brad Miley og. varð því oft að hafa mikið fyrir þvi að skora, enda kom að því að hann tók að þreytast í byrjun seinni hálfleiks. Skot- fimin brást og það virtist hafa 'smit- andi áhrif á samherjana sem brást illa bogalistin hvað eftir annað. Skoruðu aðeins fjögur stig á fyrstu 9 mínútum seinni hálfleiks á meðan að Valsmenn hittu í hverju skoti, sérstaklega Rík- harður Hrafnkelsson, sem var bezti maður Valstiðsins. Áður en heima- menn höfðu áttað sig voru gestirnir búnir að jafna metin, 48-48, og náðu svo yfirtökunum um sinn. Með harð- fylgi Guðsteins Ingimarssonar og seinna Danny Shouse, sem kom inn á eftir stutta hvild, náðu Njarðvíkingar aftur yfirhöndinni, 68-64, en Pétur Guðmundsson sýndi hvers virði hann er Valsliðinu, átti stærstan þátt í sigrin- um. Þegar 17 sek. voru eftir var staðan 73-72 Valsmönnum í vil. Danny Shouse reyndi i örvæntingu að brjótast í gegn en Valsvömin var vel skipulögð — hvergi smugu að finna. Langskot hans á seinustu sek. geigaði og Valsmenn fögnuðu sigri með miklum stríðsdansi. Þar með var lokið einhverjum bezta og skemmtilegasta leik í Njarðvík — leik mikils hraða, skemmtilegs spils, hörku varnarleiks, en hittnin mátti vera betri. Þess ber þó að gæta að varnar- Ieikurinn var það sterkur að tinrii til að stilla sigtin var ekki rúmur, sérstaklega kom það heimamönnum úr jafnvægi. „Ég held að við hðfum leitað heldur mikið að Pétri Guðmundssyni áður en við skutum,” sagði Gunnar Þorvarðar- son, fyrirliði UMFN,” af ótta við að honum tækist að hremma knöttinn í allri sinni lengd, þótt Jónas gætti hans vel.” Og víst er um það að Pétur náði mörgum fráköstum og það gerði Jónas reyndar líka, en til að gera Pétur óvirk- an hefði varla dugað annað en helzt einhver á „stultum” í UMFN-liðinu, svo hátt gnæfðu hendur hans yfir aðra leikmenn. Hreggviður Ágústsson, unglingalandsliðsmarkvörður úr Eyjum, hefur nú ákveðið að ganga til liðs við FH. Á myndinni með honum eru fyrir miðju Magnús Jónsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og til vinstri Þórir Jónsson, sem bæði hefur þjálf- að og leikið með FH undanfarin sumur. Blikamir missa nú enn eina fjöður úr hattinum — Ingólf ur Ingólfsson ætlar að ganga til liðs við Eyjamenn. Heimir orðaður við ísf irðinga Eftir því sem vifl komumst næst I sækni framherji þeirra Breiðabliks- mun það vera næsta vist afl hinn mark- | manna, Ingólfur Ingólfsson, gengur til Stórgóður árangur Guðmundar í Svíþjóð stökk 2,06 m í hástökki innanhúss á móti í Finspáng Guðmundur R. Guflmundsson, há- stökkvarinn úr FH, sem nú er vifl nám i Sviþjóð gerfli sér litið fyrir og stökk 2,06 metra á innanhússmóti, sem fram fór i Finspáng fyrir réttri viku. Þess má geta að þetta er næstbezti árangur íslendings i hástökki innan- húss — aðeins Jón Þ. Ólafsson hefur stokkið hærra. Guðmundur var vel upplagður er keppnin í Finspáng fór fram og fór hann yfir allar hæðirnar í 1. tilraun. Það má því búast við bættum árangri Guðmundar i hástökkinu i sumar og er ekki fjarri lagi að ætla að hann höggvi nærri íslandsmeti Jóns, 2.11 m, áður en langt um iíður. Met jóns er nú með þeim elztu i frjálsum íþróttum hérlendis. -SSv. liðs við Eyjamenn fyrir keppnistimabil- ið. Er þvi útlitið hjá Blikunum ekki allt of bjart. Þeir hafa misst Sigurfl Grétarsson út til Þýzkalands og farí svo að hann snúi heim verður hann ekki löglegur fyrr en i ágústbyrjun. Þá þykir það næsta öruggt að Blik- arnir missi báða miðverði sína út til Svíþjóðar, Einar Þórhailsson hyggur á frekara nám í Svíþjóð og þá mun Bene- dikt Guðmundsson einnig hafa Sví- þjóðarför í huga. f einu dagblaðanna var greint frá því fyrir helgi að svo kynni e.t.v. að fara að Heimir Bergsson frá Selfossi gengi til liðs við Eyjamenn. Áður hefur Heimir verið orðaður við FH en við höfum fyrir víst að Magnús Jónatansson, sem þjálfa mun fsfirðinga i sumar, hafi rætt við Heimi um að leika með ísfirðingum í sumar. -SSv. f jafnspennandi leik og þessum, þar sem fast er sótt og hart varizt, hljóta að koma upp atvik þar sem mikið reynir á hæfni dómaranna og menn ekki á eitt sáttir um úrskurð þeirra. Þeir Jón Otti og Erlendur Eysteinsson dæmdu svo sannarlega erfiöan leik en skiluðu hlut- verki sínu meistaralega. Stigin: UMFN, Danny Shouse 29, Guðsteinn Ingimarsson 12, Jónas Jóhannesson 11, Gunnar Þorvarðarson 9 Valur. Pétur Guðmundsson 22, Rík- harður Hrafnkelsson 20 Brad Miley 12. Torfi Magnússon 10. -emm. Tilboös- verð á kinda- bjúgum KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHUD - SiMI 35645 ANTIK HRINGSTIGAR cAii aH >i*A Hæð að vild Þvermál 122 cm Uppl. gefur Jón, sími 11630 BORGARTUN118 REYKJAVÍK SfMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN QgGfíKvI® o <N 7800 7410 22" 8550 8120 26" 9925 9430 Verð Staðgr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.