Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 11
II DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. r „Fjöldaf ramleidd handavinna fyllir allar búðir: Gefur ekki svig- rúm fyrir neitt nema eftiröpun” —segja útgef endur tímarítsins Hugur og hönd „Að verða fyrir áhrifura af okkar gömlu menningu, en notfæra hana á nýjan hátt, það finnst okkur skemmtilegast,” sagði Gerður Hjör- leifsdóttir verzlunarstjóri íslenzks heimilisiðnaðar, en ársrit Heimilis- iðnaðarfélagsins Hugur og hönd er nýkomið út í 15. sinn. Það verður fegurra með hverju ári. hann sér sjálfur eina slíka — eftir minni. Á öðrum stað er mynd af hnefatafli úr tré, en við slik töfl styttu víkingar sér stundir. Leikreglur fylgja. Að vanda eru margar prjónaupp- skriftir með myndum. Sumar gamal- dags, eins og barnaklukka úr eingirni eins og allar litlar stúlkur gengu í á Við hnefatöfl sem þessi er álitið að vík- ingar hafi skemmt sér þegar ekki gaf byr til ránsferða. Veggmynd eftir Sunnevu Hafsteinsdóttur út frá nokkrum Ijóðlinum eftir Hannes Sigfússon. Segir þar frá þvi hvernig nóttin kemur i sigurkufli með gullhnappa og hvolfist yfir borgina. Húsin eru bótasaumur úr lituðu lérefti, gluggar þrykktir á, en neðst sýnir dökk tjullslæða borgarmengun og umferðarfnyk. Þýzkalandi og fyllir hér allar búðir. Þess konar dót veitir ekki svigrúm fyrir neina sköpunargáfu og býður ekki upp á annað en eftiröpun,” sagði Vigdís Pálsdóttir handavinnu- kennari sem ásamt Gerði og þrem öðrum er í ritnefnd blaðsins Hugur og hönd. Þjóðleg munstur byggð á fornum hefðum fást hjá Heimilisiðnaðar- félagi íslands. Má til dæmis nefna gömul útsaums- og vefnaðarinunst- ur, sem Halldóra Bjarnadóttir hefur safnað. Voru þau endurútgefin skömmu eftir 100 ára afmæli hennar og eru orðin mjög vinsæl af ungu stúlkunum, sem nota þau i vesti, peysurogannaðútprjón. -IHH Virðingin fyrir fyrsta flokks hand- verki einkennir alla umfjöllun, og það kemur vel fram hvernig hefja má ótrúlegasta efni í æðra veldi, þegar hugvitssemin er nóg. Þannig skyldi maður ekki hafa haldið að úr nælongarni, sem notað er til að vélbinda hey, mætti gera að- dáunarverða nytjamuni. En í blaðinu er frásögn af Ástu Ásgeirsdóttur, sem notar garnið sem uppistöðu í finustu gólfmottur. Og forsíðumyndin sýnir myndverkið Ljósaskilti við jökul- röndina eftir Hólmfríði Árnadóttur — gert úr striga og silkigarni. Smíðisgripir og prjónavörur Fyrsta greinin i ritinu segir frá blindum smið í Mosfellssveit, sem fékk að þreifa á vélsög í Reykjavík og þegar hann kom heim til sín smíðaði striðsárunum. Aðrar alveg í nýjustu tískunni eins og dömuvesti með óreglulegu munstri í sjö litum. Og enn aðrar sameina nýtt og gamalt eins og taska hekluð í beinum linum nútímans — skreytt drekamunstri úr fornöld. Ófrumleg fjöldafram- leiðsla f tonnatali Það nýstárlegasta í blaðinu eru kannski litmyndir af veggmyndum sem unnar eru af miklu hugmynda- flugi af ungum kennslukonum. Þar er meðal annars notaður bóta- saumur, en um þann saum hefur verið sagt að hann sé listgrein sem sprottin sé af sárri fátækt. „Okkur langaði til að örva fólk til að gera eitthvað annað heldur en kaupa sér tilbúna handavinnu, sem er fram- leidd i tonnatali af stórfyrirtækjum i Sólsetur eftir Friðu Kristinsdóttur. Ullareinskefta meó refilsaumi, en það er ein elzta útsaumstegund sem varðveitt er i Evrópu og finnst á teppi sem gert er um innrás Normanna I England árið 1066. Refilsaumur er einnig notaður í elztu ís- lenzku altarisklæðunum. CASIO BYLTING í ÚRA-FRAMLEiÐSLU i Svona eða svona SAMA ÚRIÐ MEÐ TVÖ ANDLIT AA81 býður upp á: Klukkutíma, mín., sek., mánaðardag, vikudag. Sjátfvirka dagatalsleiðróttíngu um mánaðamót. Að hægt só að hafa tvo tíma samtímis. Niðurteljara frá 1. mín. tílklst Vekjara. Hljóðmerki á háffum og heilum tíma. Rafhlöðu sem endist í ca. 18 mánuði. Árs ábyrgð og viðgerðarþjónustu. Er högghett og vatnshett Gkr. 99.950.- Nýkr. 999,50.- CASIOUMBOÐIÐ BANKASTRÆTI8 SÍMI27510 CASIO verð á úrum er frá gkr. 39.950 til 99.950 CASIO vasatölvur frá gkr. 18.900. TitlB M—1200 býður upp á: • Klukkutima, min., sek. • Mánuð, mánaðardag, vikudag. • Vekjara með nýju lagi alla daga vikunnar. • Sjálfvirka dagatalsleiðróttingu um mánaðamót • Bœði 12 og 24 tíma kerfið. • Hljóðmerki á klukkutima fresti með „Big Ben " tón. • Dagatalsminni með afmælislagi. • Dagatalsminni með jólalagi. • Niöurteljara frá 1 min. til klst. og hringir þegar hún endar á núlli. • Skeiðklukku með millitima. • Rafhlöðu sem endist i ca. 2 ár. • Árs ábyrgð og viðgerðarþjón- ustu. • Er högghelt og vatnshelt. Gkr. 99.950.- Nýkr. 999,50.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.