Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANUAR 1981. --------------------------------- R ei\ ABI IH INl r ITAR IA ff' IA FNI K ETl nsÁ Rl” Þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslands á liðnu sumri fögnuðu þvi margir m.a. vegna þess, að það var talið stórt spor i jafnréttisátt kynjanna í milli. Það sjónarmið var síðan ítrekað af mörg- um er litið var yfír liðið ár um síðustu áramót. Því miður er þó ástæða til að ætla, að jafnréttissigurinn mikli hafi verið meiri í orði en á borði. Það kom glöggt fram i kosningum á tveim mikilvægustu þingum þjóðarinnar, sem fram fóru í nóvember og desem- berá síðasta ári. Að vera jafnréttismaður ( orði en ekki á borði Þau tvö þing, sem hér um ræðir eru Alþýðusambandsþing og Alþingi. Fyrir forgöngu Alþýðubandalagsins lét hið fyrrnefnda sig ekki muna um að fækka kvenmönnum í miðstjórn ASÍ um þriðjung með því að flæma þaðan burt einu alþýðubandalags- konuna, sem þar sat. Þessu mót- mælti stjórn Kvenréttindafélags íslands, sem von var til, þar sem u.þ.b. helmingur alls félagsbundins fólks í verkalýðshreyfingunni eru konur. Hins vegar hafa hvorki Jafn- réttissíðan í Þjóðviljanum né Rauð- sokkahreyfingin æmt né skræmt vegna þessa. Baráttumönnum um jafnréttismál þarf að fara að skiljast, að ekki er nóg að vera jafnréttismenn í orði og prédika jafnrétti yfir öðrum, þeir verða líka að vera jafnréttismenn á borði, þ.á m. á eigin heimili og í eigin húsakynnum. Jafnréttishugsjón Alþingis í framkvœmd: 72 kariar, 3 konur Hinn 19. desember sl. gerði Alþingi alvöru úr því, sem lengi hafði dregizt, að kjósa í 75 trúnaðar- og virðingarstöður í sumum af mikil- vægustu stofnunum þjóðfélagsins. Kosnir voru m.a. 55 aðalmenn og varamenn í bankaráð ríkisbankanna, í stjórnir tveggja fjárfestingarlána- sjóða, endurskoðendur ríkisreikn- inga og Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, nokkrir menn í Norðurlandaráð og síðast en ekki sizt í Landsdóm. Ekkert vantaði á það, að mikill fjöldi dándismanna væri leiddur til sætis í þessi störf er kosningin fór fram. Hins vegar voru þingmenn greinilega alls ekki sammála því viðhorfi stórs hluta þjóðarinnar á síðasta ári, að jafnrétti skuli ríkja kynjanna í milli. í þær 75 trúnaðarstöður, sem þingið kaus, voru kjörnir 72 karlmenn og 3 konur. Af þessum 3 konum voru 2 kjörnar varamenn, þar af er önnur búsett austur á landi, svo að það ætti ekki að koma „að sök” (snyrtilegri afgreiðsla hjá Alþýðubandalaginu en aftakan á Alþýðusambandsþinginu). Þriðja konan og sú eina, sem kosin var aðalmaður að þessu sinni, náði kosningu í Landsdóm. Þingmenn eiga til marga strengi á hörpu sinni. Margir eru gamansamir og sumir jafnvel meinfyndnir. Það er greini- lega síðastnefndi hópurinn sem ráðið hefur kjöri konunnar í Landsdöm, dómstól, sem fæstir landsmenn hafa nokkru sinni heyrt nefndan og ekki hefur þurft að koma saman um margra áratuga skeið. Djúp gjá milli þings og þjóðar Hafi kjör frú Vigdísar Finnboga- dóttur í forsetaembætti á síðasta sumri verið staðfesting á vilja þjóðar- innar um jafnrétti kynjanna í milli (sem er skoðun greinarhöfundar i öllu falli) er viðhorf Alþingis greini- lega allt annað. í því efni er þá djúp og breið gjá milli þings og þjóðar. Annað mál er, að ýmsir geta verið þeirrar skoðunar, að þótt jafnrétti geti verið gott og blessað, þar sem það á við, sé nú kannski fullmikið af því góða að fara að hleypa konunum inn í stjórnir helztu peningastofnana þjóðarinnar! Þær geti verið í stjórn- Kjallarinn SigurðurE. Guðmundsson um dagheimila og jafnvel menningar- stofnana, en peningastofnana, „nei heyrðu nú”! Þingmenn mættu samt minnast þess, að varla verður forsjá karlmannanna í fjármálum og efna- hagsmálum landsmanna um áratuga- skeið talin svo framúrskarandi, að konur geti gert illt verra þótt þær kæmust þar til einhverra áhrifa. Og það ber líka að hafa í huga, að fyrir hendi er mikill fjöldi glæsilegra kvenna, margar hverjar með mikla og góða menntun að baki, sem með prýðisgóðu móti gætu skipað hvaða sæti sem væri í bankaráðum, stjórn- um fjárfestingarlánasjóða, í Norður- landaráði og víðar. En sennilega er, langt í land með það, að 57 þingmenn af 60 fáist til að trúa því. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri. Rádsmennska, fréttamennska Nú hefur eina ferðina enn orðið ágreiningur vegna stöðuveitinga á fréttastofu útvarps. Það í sjálfu sér er ánægjulegt og sýnir, að fólk lætur sig varða málefni útvarpsins. Nú eru það ráðsmenn i útvarpsráði, sem hafa haft uppi skoðanir um, hvernig þrjár stöður voru veittar. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú deila, sem hefur risið. Hún hefur aðallega snúizt um, hver fari með valdið. Hitt er ;miklu forvitnilegra og tímabærara umræðuefni, hvaða kröfur eigi að gera til þeirra, sem sækjast eftir störfum fréttamanna og blaða- manna. Hvaða kröfur á sá sem valdið hefur (útvarpsstjóri) og hvaða kröfur á sá sem á tillögurétt (útvarps- ráð) að gera til fréttamanna. Hvaða reglur eiga að gilda, þegar fréttamenn eru ráðnir til rikisfjöl- miðlanna, eða blaðamenn til annarra fjölmiðla? Vinnufélagi minn á fréttastofu út- varps, Helgi H. Jónsson, gerði nokkur atriði af þessu tagi að umtals- efni í Dagblaðsgrein síðastliðinn mánudag. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að kylfa ráði kastí, þegar valið er úr stórum hópi umsækjenda um starf hjá útvarpinu. Þetta er að nokkru levti rétt. Vitaskuld á að kalla umsækjendur i viðtal, hæfnisprófa þá o.s.frv. Hins vegar er rétt, að fram komi, að undanfarin ár hefur leiðar- ljósið á fréttastofu útvarps við val úr hópi umsækjenda verið undantekn- ingarlaust háskólapróf. Reynsla hefur einnig verið þung á metunum. Þetta tvennt eru grundvallaratriði. Útvarpsráð fylgir ekki þessari grund- vallarreglu. Nú er það svo, að enginn einn mælikvarði er einhlítur, þegar frétta- menn eða blaðamenn eru valdir tíl starfa. Þetta á við um menntun og þetta á við um reynslu. En þegar þetta tvennt fer saman má segja, að umsækjandi fullnægi grundvallar- skilyrði. Ég held, að við Helgi séum sam- mála um, að í raun verði aldrei settar á blað reglur um val fólks í starf fréttamanna og skrá um nauðsynlega hæfileika, svo tæmandi sé. En viðmið eru nauðsynleg. Umsækjandi þarf t.d. að kunna íslenzku vel. Kjarni málsins er þessi: f flestum starfsgreinum er krafizt ákveðinnar menntunar. Tiltekin skólaganga er gerð að skilyrði. Tiltekin mennta- gráða er gerð að skilyrði. Bifvélavirki verður að hafa lokið iðnnámi í grein- inni, lögfræðingur lögfræðiprófi, bókasafnsfræðingur prófi í bóka- safnsfræði o.s.frv. En í frétta- og blaðamennsku eru ekki sett nein skil- yrði af þessu tagi. Þessu þarf að breyta. Sérmenntaðir fréttamenn Saga íslenzkrar blaðamennsku hefur verið með þeim hætti, að til fjölmiðla hafa ráðizt einstaklingar af ýmsu sauðahúsi, og hefur það á margan hátt orðið til góðs. En sá böggull hefur fylgt skammrifi, að blaðamennska hefur verið viðkomu- staður manna, sem ekki hafa hugsað sér að ílendast í starfinu, t.d. manna sem hafa verið að feta sig eftir póli- tískri framabraut. Blaðamennska hefur til þessa ekki verið fullgild starfsgrein eða „prófessjón”, eins og þetta heitir á útlenzku. Á þessu er að verða breyting. í fréttamannastétt eru margir, sem hafa hugsað sér starfið sem ævistarf. Nokkrir hafa beinlínis sótt sér sérmenntun í starf- inu. Þeir eru fáir, enn sem komið er. En þeim fjölgar. Þetta fólk ætti allajafna að ganga fyrir um störf, standist 'það íslenzkt hæfnispróf. Sérmenntað og sér- þjálfað fólk I greininni ætti að eiga betri möguleika á starfi í eigin starfs- grein en aðrir. Með þessu er ég ekki að segja að fjölmiðlamenntun sé og eigi að vera einhlítur mælikvarði. Reynsla getur verið mikils virði. En ég held, að það sé þarft að minna á þá breytingu, sem er að verða í íslenzkri fréttamannastétt. Frétta- mennska er að verða að „prófes- sjón”, og af þeim sökum þarf að um. Hér er átt við menntunarmál blaðamanna, starfandi og væntan- legra. Það er mál, sem þarf að taka föstum tökum. Brýna nauðsyn ber til þess að hefja kennslu í blaðamennsku á íslandi, í Háskólanum eða sérskóla. í fjölmiðlanámi er víða komið við. Ein grein er t.d. það sem er kallað „precision journalism”. Þar er lögð áherzla á nákvæma úrvinnslu gagna og aðferðir agaðra fræðigreina hafðar til viðmiðunar. Á þennan hátt er reynt að fjalla á hlutlægan hátt um mennogmálefni. Ég held, að því verði seint neitað, að öll mannanna verk beri keim af af- stöðu þeirra til hvers, sem vera skal. En hlutlægni er markmið, sem kleift er að nálgast. Góð skólun í frétta- taka afstöðu til þess, hver staða þessa fólks er. Ríkisfjölmiðlarnir eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja áherzlu á að fá til starfa fjöl- miðlamenntað fólk. Og ef það er ekki fyrir hendi, þá á að leggja aðra menntun og reynslu til grundvallar. Þetta tengist raunar öðru máli, sem á sér langa sögu sem umræðuefni, þótt ekki hafi orðið úr framkvæmd- mennsku, á fjölmiðli eða í mennta- stofnun, eru vænlegustu kostirnir til að færa mann nær þessu marki. Þess vegna á að leggja sérmenntun og reynslu til grundvallar við val á fréttamönnum. Það er ekki fyrr en jœtta tvennt hefur verið grandskoðað að líta ber á þá skrá um æskilega hæfileika, sem fréttamaður þyrfti að búa yfir og Halldór Halldórsson Helgi taldi upp. M.ö.o.: Forsendur fyrir faglegu hæfnismati eiga að vera skýrar og klárar: 1. sérmenntun og/eða önnur menntun og 2. reynsla. Þegar til lengdar lætur, er starfið bezti skólinn, en það sem ég legg áherzlu á er þetta: í fyrsta lagi hvernig meta skuli þá, sem koma inn í stéttina, I öðru lagi hvernig sér- menntað fólk á að geta keppt við þá, sem fyrir eru, um störf (þ.e. þá sem hafa reynslu) og í þriðja lagi nauðsyn þess að örva ungt fólk til þess að sækja sér menntun í faginu. Án þess að tryggt sé, að þetta unga fólk eigi allgóða möguleika á starfi með blaðamennsku- og/eða fjölmiðla- menntun að baki sér, er hætt við, að við verðum ein fárra þjóða í heimin- um, sem kærir sig ekki um sérmennt- aða fréttamenn. Ofangreindar hugleiðingar hníga lika að því að koma í veg fyrir, að það sjónarmið, sem haft hefur verið uppi, ríki, að hlutverk umsagnaraðil- ans, útvarpsráðs, svo dæmi sé tekið, sé að gæta þess, að á fréttastofu út- varps séu fulltrúar sem flestra lífs- skoðana! Hæfasti umsækjandinn getur aldrei orðið sá, sem er múhameðstrú- ar, af þeirri ástæðu einni, að hann er múhameðstrúar. Halldór Halldórsson fréttamaður P.S. Auk þess legg ég til, að frétta- menn, sem eru félagar i stjórnmála- flokki og taka þátt i starfi hans, segi sig úr honum hið fyrsta. Þetta gerir hlutaðeigandi fréttamenn tortryggi- lega og um leið alla aðra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.