Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. Afstaða sjálf stæðismanna til ríkisstjómarinnar samkvæmt skoðanakönnunum DB: Stjómarsinnar komnir yf ir Stjórnarsinnar eru nú orðnir fleiri en stjórnarandstaeðingar í þeim hópi landsmanna, sem styður Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta sýna skoðana- kannanir Dagblaðsins nú í janúar. Talsverð breyting hefur orðið á þessum hlutföllum síðustu mánuði, því að samkvæmt sams konar skoðanakönnunum Dagblaðsins í september síðastliðnum voru and- stæðingar stjórnarinnar þá fleiri en. stuðningsmenn hennar meðal fylgjenda Sjálfstæðisflokksins. Dagblaöið spurði sama 600 manna úrtakið í skoðanakönnunum nú í janúar bæði að því, hvort menn væru fylgjandi eða andvígir ríkis- stjórninni, og jafnframt, hvaða flokki menn teldu sig standa næst um þessar mundir. Niðurstöður þessara spurninga hafa þegar verið birtar. Sú spurning varð þá efst á baugi, hvernig hinn mikii fjöldi, sem kvaðst standa næst Sjálfstæðisflokknum, • skiptist milli „sjálfstæðismanna í ríkisstjórn” og „sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu”. Með frekari úr- vinnslu úr gögnum skoðana- kannananna mátti sjá nákvæmlega, hvernig þeir, sem kváðust standa Sjálfstæðisflokknum næst, höfðu svarað spurningunni um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. í ljós hefur komið, að 49 af hundraði þessa fólks segist fylgjandi rikisstjórninni, 36,2 v___ af hundraði segjast andvigir rikis- stjórninni, og 14,8 af hundraði af þessum „sjálfstæðismönnum” segj- ast vera óákveðnir í afstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar. Dæmið hefur snúizt við síðan í september. Þá sögðust 43,8 af hundraði stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins vera andvígir ríkis- stjórninni, 36,9 af hundraði kváðust fylgjandi rikisstjórninni, en 19,4 af hundraði „sjálfstæðismanna” sögðust vera óákveðnir í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu til ríkisstjómarinnar, með eða móti, kemur út, að nú fylgja 57,5 af hundraði stjórninni en 42,5 af hundraði eru andvigir henni. i september voru 54,3 af hundraði sjálfstæðismanna andvígir ríkis- stjórninni en 45,7 af hundraði fylgj- andi henni, af þeim, sem tóku af- stöðu. Þessi hlutföll meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins eru að sjálfsögðu sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir, að yfirgnæfandi meirihluti þingflokks sjálfstæðis- manna eru stjórnarandstæðingar. Dagblaðið spurði í skoðana- könnunum á síðasta ári einnig, hvort menn styddu frekar Geir Hall- grímsson eða Gunnar Thoroddsen. Fylgi Gunnars reyndist jafnan miklu meira en Geirs, þegar stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins voru beðnir að gera upp á milli þeirra tveggja. Þá kom í Ijós, að margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem kváðust andstæðir ríkisstjórninni, tóku samt Gunnar fram yfir Geir. Enda stóðu leikar svo í september, sem fyrr greinir, að stuðningsmenn rikis- stjórnarinnar voru færri en and- stæðingar hennar i röðum sjálf- stæðismanna. -HH. Ríkisstjórn (iunnars ’l'horoddsen nieð fv. forseta Íslands. Kristjáni Kldjárn. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast þannig í afstöðu til ríkisstjórnarinnar samkvæmt skoðanakönnuninni (til samanburðar eru prósentutölur sambærilegrar DB-könnunar í september síðast- liðnum): Nú í sept. Fylgjandi ríkisstjórninni 73 eða 49,0% (36,9%) Andvigir ríkisstjórninni 54 eða 36,2% (43,8%) Óákveðnir 22 eða 14,8% (19,4%) Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Nú í sept. Fylgjandi ríkisstjórninni 57,5% 45,7% Andvtgir ríkisstjórninni 42,5% 54,3% Falsaður 50 kr. seðill fannst í Breiðholtinu —framhliðin Ijósrituð oglituð en bakhliðin teiknuð „Fólk er ennþá ekki orðið vant þessum nýju seðlum að vel gæti einhver tekið við þessu,” sagði Guðbjörn Magnússon er hann sýndi DB 50 kr. seðil sem við athugun var greinilega falsaður. Hann var borinn saman við ekta 50 kr. seðil og stærðin er sú sama, en liturinn grábrúnn, talsvert dekkri en raunverulegir 50 kr. seðlar. Sérð þú < það sem ég sé? Börn skynja hraða og fjarlægðir á annan hátt én fullorðnir. V uar“ / Þá var pappírinn í seðlinum líkt og i seðli sem hefur þvælzt í vasa og jafnvel lent i þvottavél.Hins vegar fór ekki milli mála að seðillinn var falsaður ef bakhliðin var skoðuð. Hún hafði verið teiknuð með litblýanti. Framhliðin hafði hins vegar verið ljósrituð og síðan lituðeftirá. „Sonur minn fann þennan seðil á víðavangi í Breiðholtinu,” sagði Guðbjörn. „Strákurinn er 10 ára gamall og hann áttaöi sig á því að eitt- hvað var undarlegt við seðilinn. Sá, sem falsað hefur seðilinn er þokkalegur í teikningu, þannig að varla er hér um neina óvita að ræða sem þetta gera.” Eftir að Guðbjörn hafði litið inn á Dagblaöið með seðilinn fór hann með hann til lögreglu. -JH. Falsaði seðillinn (að ofan) og annar ófalsaður. DB-myndir: S. i- jf í ■**#***#»>» -|1' \$?**'**>Í | - if WISJ-W Vái’.tA' j.'fctn; (• 01000305 SEDLABANKl tSlANDS BYGGUNG REYKJAVÍK Róleg helgi í Reykjavík: TurinTPi/iun Framkvæmdir við 4. áfanga félagsins eru að hefjast að Eiðsgranda. Þeir félagsmenn er greitt hafa í stofnsjóð hafa forgangsrétt tii úthlutunar samkv. lögum um byggingar- samvinnufélög. Byggung Reykjavík Boflagranda 1 TVEIRTEKNIR — grunaðir um ölvun við akstur Helgin var óvenjuróleg hjá Yartatjóri hjá lögreglunni taldi Reykjavikurlögreglunni. Ölvun var skýringuna þá að helgin er sú síðasta í með minnsta móti og aðeins tveir mánuðinum og margir því blankir. voru teknir grunaðir um ölvun við Einnig taldi hann að frostið hefði akstur. haft áhrif til að halda fólki heima.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.