Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. 12 Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. AðstoðarrítstjóH: Haukur Helgason. Fróttastjón: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir. Hallur Simonarson. Menning: Aöaisteinn IngóHsson. Aðstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnún: Hilmar Karlsson. ^ Blaðamenn: Anna Bjamason, Atll Rúnar Halldórsson, Adi Stelnarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stef&nsdóttlr, EHn Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Kristjón Mór Unoarsson, Siguröur Svorrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur ÓjamleHsson, Einar Ótason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjórí: ólafur EyjóKsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞorleHsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs- son. DreHingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttlr. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, ósltríf tadelkf/ifuöfýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (ÍÓ Hnur). Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugeið: Hilmir hf., Stðumúla 12. Prentun; Árvakur hf., SkeHunni 10. Einn ósigur erkiklerka Bandarísku gíslarnir í íran eru lausir úr prísundinni eftir rúmlega fjórtán mánaða þjáningar. Allur hinn siðmenntaði heimur fagnar frelsi þeirra og metur þá mikils fyrir einurð og þolgæði hina löngu daga í kvalastað erkiklerksins. Lokið er hörmulegum kafla í samskiptum þjóða. Ofsatrúarmenn erkiklerksins rufu hefð, sem öldum og árþúsundum saman hefur ríkt á ófriðartímum sem öðrum tímum. Fram að þessu máli höfðu jafnvel ó- friðarríki talið sendimenn óvinarins friðhelga. Sem betur fer hefur villimennska erkiklerksins ekki enn orðið öðrum fordæmi. Manngangurinn í alþjóða- skákinni er aftur orðinn hefðbundinn. Riddarinn er hættur hróksgangi og biskupinn drottningargangi. Við öndum því léttar. Eftir situr þó svívirða írans, sem mun lengi standa. Þar hefur heil þjóð velt sér upp úr sorpinu til dýrðar kröfuhörðum guði og frumstæðum erkiklerki hans. Bletturinn verður ekki þveginn, en máist kannski á löngum tíma. í kjölfar lausnar gíslanna geta siðaðar þjóðir fagnað því, að fjárpynd erkiklerksmanna fór að verulegu leyti út um þúfur. Bandaríkjamenn komust hjá að beygja sig alla leið í duftið til að heimta menn sína úr helju. Samningurinn um lausn gíslanna er sigur Carters Bandaríkjaforseta og samningamanna hans. Samt er rétt og skylt, að Reagan, hinn nýi forseti, afneiti þessum samningi með öllu, úr því að gíslarnir eru úr hættu erkiklerksins. Samningur af þessu tagi er hliðstæður nauðungar- samningum við mannræningja, fjárkúgara og aðra ótínda glæpamenn. Hann hefur ekki hið minnsta gildi um leið og sverð Damoklesar er hrokkið úr höndum erkiklerksins. Hins vegar er nauðsynlegt að menn læri af reynslu þessa hörmulega máls. Til dæmis þarf Reagan að reyna að skilja, hvernig stendur á, að þjóð skáldsins Ómars Khayjam getur ummyndazt svo gersamlega í höndum erkiklerksins. Þáttur skýringarinnar felst í hinu ofboðslega hatri, sem Bandaríkjamenn höfðu bakað sér með eindregnum stuðningi við harðstjóra og glæpamann. Með hollustu við keisarann ræktuðu Bandaríkin jarðveginn, sem fóstraði erkiklerksmenn. Þetta er ósköp svipað og gerðist, þegar Bandaríkin ræktuðu erkiklerkinn Castro á Kúbu með því að hampa og hossa illmenninu Batista. Við öll slík tækifæri hafa Bandaríkin bakað sér eldheitt hatur al- þýðunnar í hrjáðum löndum. Því miður er hætta á, að Reagan og menn hans skilji þetta ekki og byrji að gæla við hægri sinnaða villimenn, einkum í rómönsku Ameríku. Þar með væri sáð til nýrra og nýrra erkiklerka til að veita farveg hinu niðurbælda hatri. Þetta skildi Carter, enda var hann meiri forseti en þeir halda, sem ímynda sér, að þeir séu harðir raunsæismenn. Fyrir bragðið var siðræn reisn Banda- ríkjanna gegn erkiklerkum heimsins með mesta móti á valdaskeiði hans. Nú er kafla gíslanna lokið, með þeim heilum á húfi. Siðmenningin hefur unnið einn bardaga í viðureigninni við myrkrið, ofsann og hjátrúna. Samt munu erki- klerkar rísa og hníga hér eftir sem hingað til og án þess að gera boð á undan sér. Fleiri bardagar mundu vinnast, ef leiðtogar vest- rænna ríkja byggj-u væntanlegum erkiklerkum grýtta jörð með því að leggja stóraukna áherzlu á mann- réttindi, þar á meðal rétt alþýðu gegn harðstjórum þriðja heimsins. Svavar og Guðrún vildu skerða kjör mæðra, segir greinarhöfundur. ÚR ÝMSUM Margt hefur til tíðinda borið á undanförnum vikum, sem athygli hefur vakið í þjóðfélaginu. Skal að- eins drepið á örfáa þessara atburða, enaf nóguer að taka. Fæðingarorlofið, Svavar og Guðrún Eins og menn rekur minni til, var eitt þeirra atriða sem samið var um í tíu mánaða samningalotunni á sl. ári aukin réttindi til fæðingarorlofs. Loforð þetta var gefið af ríkisstjórn- inni og skyldi breytingin taka gildi frá og með sl. áramótum. Þegar málið kom til umræðu á Alþingi í desember sl. kom í Ijós að heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, sem er sami maðurinn og Svavar heitir Gestsson, hugðist og lagði til að þetta gefna fyrirheit yrði sniðgengið og verðandi mæðrum sem þessa áttu að njóta mismunað á hinn herflleg- asta hátt. Fjögur til fimm hundruð þúsund kr. mismunur j Sú mismunun, sem hér var um að ræða og Svavar lagði til var i því fólgin, svo dæmi sé tekið, að kona, sem ól barn sitt fimm mínútum fyrir kl. 12.00 á gamlárskvöld, skyldi fá ca 400—500 þúsund kr. lægri greiðslu í fæðingarorlof en sú kona sem ól barn sitt fimm mínútum yfir tólf þetta sama kvöld. Þetta var sú réttlætistilfinning, sem bærðist í brjósti núverandi for- manns Alþýðubandalagsins, ráðherr- ans Svavars Gestssonar. Fleiri brjóst eins En þessi tilfinning bærðist i brjóst- um fleiri. Kona nokkur, sem Guðrún heitir Helgadóttir og kunnust er hina siðustu mánuöi fyrir að hugsa fyrst og fremst og umfram þjóðarhag um Frakkann sinn, ól í sínu göfuga brjósti þessa sömu réttlætistilfinn- ingu, eins og Svavar, og barðist fyrir henni með kjafti og klóm, og fékk til liðs við sig hina ólíklegustu menn. Hvað sem því hefur valdið? Alþýöuflokkurinn kom í veg fyrir þetta Sem betur fór tókst á síðustu stundu fyrir atbeina Alþýðuflokksins að koma í veg fyrir að þetta ranglæti þeirra Svavars og Guðrúnar næði fram að ganga. En söm er þeirra gerð og sýnir svo ekki verður um villst, hvers réttlætis er að vænta fái kommúnistar undir forystu þessa öfgafólks ráðið ferðinni. í þessu á við spakmælið, að vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti! ATTUM Kjallarinn Karvel Pálmason Konur á tslandi ættu að muna að- för Alþýðubandalagsins að verðandi mæðrum. Efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar Á gamlárskvöld kom núverandi forsætisráðherra á skjáinn og kunn- gjörði efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar. Eins og vænta mátti sýnist sitt hverjum um ágæti þessara ráðstafana og hugsanlegan árangur- þeirra. Þó munu flestir sammála um, að einungis er hér um, að ræða skammtímaráðstafanir og þurfi meira til að koma eigi að ná árangri i baráttunni við verðbólguna. Enginn vafi er á því að yfirgnæf- andi meirihluti landsmanna gerir sér ljóst að róttækra aðgerða er þörf. Al- menningur er löngu orðinn leiður á þessu sífellda hjali stjórnmálamanna um nauðsyn raunhæfra aðgerða, sem alltaf endar í skammtíma krukki sem lítinn, jafnvel engan árangur ber. Hver þorir? Það er timi til kominn fyrir stjórn- málamenn og flokka að gera sér grein fyrir því að kjósendur eru hættir að láta sér nægja þetta sífellda orða- gjálfur um aðgerðir, sem engin méining virðist fylgja. Almenningur er reiðubúinn til að taka á sig byrðar sem nauðsynlegar eru til að komast út úr þeim vitahring verðbólgu sem við höfum búið við. A „Átti kona, sem ól barn sitt fímm mínút- um fyrir kl. 12.00 á gamlárskvöld aö fá 400—500 þúsund kr. lægri greiðslu í fæö- ingarorlof en sú kona, sem ól barn sitt fimm mínútum yfír tólf?” Auðvitað verður til þess ætlast að þeim byrðum verði réttlátlega skipt. Ég er sannfærður um það að hver sú ríkisstjórn, sem þyrði að stjórna og gera þær ráðstafanir sem gera þarf, myndi njóta stuðnings og vel- vilja mikils meirihluta landsmanna og breytti þar um ertgu hvert pólitiskt viðhorf manna væri. Spurningin er því um það, hver þorir að gera það, sem gera þarf? Ekki skal á þessu stigi fullyrt um efnisinnihald boðaðra ráðstafana, þar sem svo margt í þeim er óljóst og ekki séð hvernig fara á með marga efnisþætti þeirra í framkvæmd. Áður en slík útfærsla liggur fyrir er erfitt að átta sig á raunhæfni ráðstafan- anna. Kaup þingmanna, Ragnar Arnalds og Guðmurtdur J. Mikil umræða hefur átt sér stað um úrskurð kjaradóms á kaupi og kjörum þingmanna, og er þetta eðli- lega vinsælt umræðuefni. Auðvitað eru um það skiptar skoðanir hvert kaup þingmanna eigi að vera, og liklega verða menn seint á eitt sáttir þar um. En það, sem sérstaka athygli hefur vakið í þeirri umræðu, sem nú hefur farið fram, er sá vesaldómur, hræsni og smjaðursháttur, sem þeir fiokks- bræður Ragnar Arnalds og Guð- mundur J. hafa viðhaft. Hræsni og smjaðursháttur þeirra félaga er með eindæmum en þó sér í lagi þáttur Guðmundar J. Lagði til afturvirkni Guðmundur segist undrast að kjaradómur skuli leyfa sér að úr- skurða kauphækkun til þingmanna aftur í timann eða til 1. maí sl. Þessi sami Guðmundur J. lagði til á Alþingi og samþykkti að kjara- dómur skyldi úrskurða aftur í tímann eða til I. mai sl. Er nú hægt að hugsa sér meiri hræsni og vesaldóm en þessi að mörgu leyti ágæti einstakl- ingur sýnir. Að menn í ábyrgðarstöð- um skuli leyfa sér svona tvöfeldni og yfirdrepsskap er alveg með ólikind- um. En við þessum krankleika virðist lítið hægt að gera, sumir eru fæddir með þessum ósköpum. Og hvað sem líkamlega góðu at- gervi sumra einstaklinga liður, er engu líkara en þeir hinir sömu ætli seint að kunna að fyrirverða sig fyrir lítilmennskuna og hræsnina. Á kjarngóðri íslensku sagt: Að kunna að skammast sín. Karvel Pálmason alþingismaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.