Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir Manchester United og Liver- pool eru ú r leik í bikamum! —töpuðu bæði leikjum sínum í 4. umferð bikarsins þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ipswich íbasli með Shrewsbury og Leicester náði ekki nema jöfnu á heimavelli gegn Exeter Everton var það lið, sem mesta athyglin beindist að I ensku knatt- spyrnunni á laugardag. Goodison liðið lagði þá Liverpool að velli, 2—1, f bikarkeppninni og var sá sigur mjög sanngjarn þó svo Liverpool hafl gert harða hrið að marki Everton undir lokin. Enginn var þó ánægðari en Mick Lyons, fyrirliði Everton. Þetta var fyrsti sigurleikur hans gegn Liverpool og þó hefur hann mætt Englands- meisturunum 20 sinnum — aldrei sigrað fyrr en nú. Everton hóf leikinn með óskaplegum látum og náði strax tökum á miðjunni og á 16. minútu kom fyrra markið. Eftir mikinn darraðardans i vítateig Liverpool sendi Peter Eastoe knöttinn i átt að marldnu. Áhöld eru um hvort hann hafl skorað eða hvort Avi Cohen hafi potað knettinum innfyrir marklínuna i örvæntingarfullri tilraun sinni til að forða frá marki. Eftir þetta hafði Everton tögl og hagldir i leiknum og ekki bætti úr skák hjá Liverpool er Kenny Dalglish varð að fara af Eeikvelli vegna meiðsla. Jimmy Case kom i hans stað og hleypti miklum krafti í leik Liverpool. En það var samt Everton sem skor- aði aftur. Imre Varadi sendi knöttinn í netið á 60. mín. Liverpool sótti mjög í sig veðrið eftir markið og á 78. mínútu tókst Case að minnka muninn. Loka- kaflann sótti Liverpool nær látlaust. Hver sóknarlotan á fætur annarri buldi á vörn Everton, sem var ekki allt of örugg á köflum. Sóknarákafi Liver- pool gerði það að verkum að vörnin var galopin og Varadi var mikill klaufi er hann komst einn í gegn á 87. mínútu. Hann lék á Clemence í markinu og autt markið biasti við honum. Skotið geigaði illilega og boltinn sigldi yfir þverslána. Það kom þó ekki að sök og Everton hélt fengnum hlut þar til flauta dómarans gall. Mikill fögnuður greip um sig á meðal áhangenda liðsins og mörg hundruð þeirra hlupu inn á leik- vanginn og föðmuðu leikmenn Everton. E.t.v skiljanlegt þar sem yfir- H Trevor Francis skoraði sigurmark Forest gegn United. burðir Liverpool í innbyrðis viðureign- um liðanna sl. áratug hafa verið ótrúlegir. En kíkjum á úrslitin í Englandi áður en við höldum lengra: Enski bikarinn 4. umferð Barnsley-Enfield 1 — 1 Carlisle-Bristol City 1 — 1 Coventry-Birmingham 3-2 Everton-Liverpool 2—1 Fulham-Charlton 1—2 Leicester-Exeter 1 — 1 Manchester C.-Norwich 6—0 Middlesbrough-WBA 1—0 Newcastle-Luton 2—1 Nottingham F.-Manchester U. 1—0 Notts. County-Peterbrough 0—1 Shrewsbury-Ipswich 0—0 Southampton-Bristol R. 3—1 Tottenham-Hull 2—0 Watford-Wolves 1 — 1 Wrexham-Wimbledon 2—1 2. deild Bolton-Derby 3—1 Cambridge-Sheffield Wed. 0—2 3. deild Brentford-Walsall 4—0 Chester-Millwall 0—1 Gillingham-Chesterfield 1—0 Huddersfield-Rotherham 1—0 Plymouth-Oxford 3—0 Portsmouth-Blackpool 3—3 Swindon-Reading 3—1 4. deild Southend-Northampton 0—0 Aldershot-Wigan 0—1 Bournemouth-Torquay 1 — 1 Darlington-Bury 2—1 Doncaster-Hartlepool 1—2 Halifax-Stockport 2—0 Lincoln-Crewe 2—1 Mansfield-Port Vale 5—0 Rochdale-T ranmere 3—1 York-Hereford 1—2 Nottingham Forest mátti teljast heppið með að halda forskoti sínu gegn Manchester United. Forest skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu er Trevor Francis hafði betur í baráttu við Gary Bailey og skallaði í netið eftir horn- spyrnu John Robertson. Forest réð’ algerlega gangi leiksins í fyrri hálfleik en í þeim síðari snerist dæmið við. United fékk þó engin verulega opin færi. Sorg og gleði Eiginkona John Bond, fram- kvæmdastjóra Manchester City, og móðir Kevin Bond, bakvarðar hjá Norwich, komst í klípu á laugardag. Eiginmaðurinn kom kampakátur heim eftir 6—0 sigur sinna manna á liði sonarins, sem var að vonum niður- brotinn. Ekki fer frekari sögum af viðbrögðum eiginkonunnar/móður- innar en City tók Norwich í karphúsið svo um munaði og framfarir liðsins undir stjórn John Bond eru ótrúlegar. Norwich tókst að halda í við heimaliðið fram að 20. mínútu en þá skoraði Kevin Reeves fyrsta markið. Hann var sem kunnugt er áður miðherji Norwich. Gerry Gow bætti öðru við á 25. mínútu og á lokamínútu fyrri hálf- leiksins skoraði fýrirliðinn, Paul Power. Og markaregnið hélt áfram. Steve McKenzie skoraði á 74. minútu. Paul Bennett á 77. mín. og bak- vörðurinn Bobby McDonald setti punktinn yfir i-ið með sjötta markinu á 90. mínútu. Ipswich íbasli Ipswich lenti í verulegum vand- ræðum með 2. deildarlið Shrewsbury, sem erfitt hefur átt uppdráttar í vetur. Litið var um marktækifæri í leiknum en engu að síður mikill hraði og hama- gangur. Það næsta sem menn komust því að skora var á 78. mín. er Paul Cooper, markvörður Ipswich, varði glæsilega þrumufleyg frá Biggins. Ipswich ætti að sigra örugglega er liðin mætast aftur á Portman Road á morgun. Tottenham lenti einnig í miklum vandræðum með Hull, sem situr á botni 3. deildarinnar. Þó leikið væri á heimavelli Spurs, White Hart Lane, virtist það ekki breyta neinu. Hull lék stífan varnarleik og í markinu varði Tony Norman eins og berserkur. Það var ekki fyrr en á 83. mínútu að Tottenham skoraði fyrra mark sitt. Garry Brooke var þá nýkominn inn á fyrir Osvaldo Ardiles og lét sig ekki muna um að skora með sinni fyrstu spyrnu á markið. Liltu síðar bætti Steve Archibald öðru marki við — hans 20. í vetur. Úlfarnir áttu einnig erfitt uppdrátt- ar á útivelli gegn Watford. Þó Úlfarnir væru mun sterkari aðilinn á vellinum virtist það ætla að duga þeim skammt því Gerry Armstrong kom Watford yfir á 45. mínútu. Það tók Úlfana hins veg- ar ekki nema 6 mínútur að svara fyrir sig og var þar að verki John Richards eftir góðan undirbúning Mel Eves. Andy Gray lék með Úlfunum eftir langa fjarveru og gerði mikinn usla í vörn Watford, án þess þó að skora mark. Spenna á Highfield Road Mikil spenna var í Coventry, þar í sem heimaliðið og Birmingham mættust. Coventry komst í 2—0 með mörkum Gerry Daly og Andy Blair en á upphafsmínútum síðari hálfleiksins jafnði Birmingham. Fyrst skoraði Worthington úr vítaspyrnu og síðan Alan Ainscow. Leikmenn Birmingham voru ekki búnir að jafna sig er dæmd var vítaspyrna á þá. Mótmæltu þeir henni mjög kröftuglega en allt kom fyrir ekki. Gerry Daly skoraði af öryggi úr henni og þannig lauk leiknum. West Bromwich Albion, sem veðmangarar töldu líklegasta liðið til sigurs í bikarnum í ár, féll út á Ayrsome Park í Middlesborough. Það var Bailey sem skoraði fyrir Boro í fyrri hálfleiknum — hans fyrsta mark fyrir Boro. Albion sótti látlaust í síðari hálf- leiknum en tókst ekki að skora hvað sem reynt var. I ákafanum gleymdu þeir hins vegar vörninni og á 83. mínútu komst Bosco Jankovic einn upp allan völl og var að lokum brugðið innan vítateigs. Vítaspyrna dæmd en Tony Godden varði spyrnu David Armstrong með tilþrifum. Það kom þó Albion ekki til góða, því tapið varð staðreynd, er blásið var til leiksloka. Aðrir leikir Eina utandeildaliðið, sem eftir er i bikarnum, Enfteld, á enn möguleika eftir hetjulega baráttu við eitt af efstu liðum 3. deildarinnar, Barnsley. Barnsley leiddi 1—0 þar til langt var liðið á leikinn. Áhugamannaliðið lét þó sinn hlut ekki átakalaust og tókst að jafna fyrir leikslok. Leicester gengur alls staðar jafnilla. Náði aðeins jafntefli gegn Exeter á Filbert Street. Martin Henderson kom Leicester yfir en Fuller jafnaði fyrir smáliðið. Leicester gæti hæglega lent í vandræðum með Exeter á útivelli er liðin mætast á miðvikudagskvöld. Charlton hafði betur i viðureign sinni við nágrannaliðið Fulham. Shaw og Hales skoruðu fyrir Charlton en Gordon Davies minnkaði muninn fyrir Fulham. Coaty kom Carlisle yfir gegn Bristol City en Mabbutt jafnaði áður en yfir lauk. Mick Martin og Ingham skoruðu mörk Newcastle gegn Luton og þetta var annar sigur Newcastle á Luton á einni viku. Robbie Cooke kom Peterbrorough áfram i 5. umferðina er hann skoraði sigurmarkið á Meadow Lane í Nottingham. Steve Moran virðist vera gersamlega óstöðvandi og þessi ungi piltur hefur nú skorað hátt í 20 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir Southampton. Hann skoraði tvö gegn Bristol Rovers og Williams gerði hið þriðja. Williams svaraði fyrir Bristol Rovers og botnliðið í 2. deildinni getur vel við unað. Þeir Steve Fox og gamla kempan Dixie McNeil skoruðu mörk Wrexhamgegn Wimbledon. -SSv. STAÐA HAMBURGER STYRKIST —Bayem og Dortmund gerðu jafntef li á meðan Hamburger vann Niirnberg Frá Hilmari Oddsyni, fréttaritara DB i Múnchen: Hamborg styrkti stöflu sina verulega á toppi Bundesligunnar um helgina með naumum sigri gegn Núrnberg á sama tima og Bayern stóðu i ströngu gegn Borussia Dortmund. Hamborg hefur nú stigi meira á toppnum og á leik til góða og baráttan stendur enn nær eingöngu á milli þessara tveggja liða. Litum nú á úrslitin: Leverkusen — Köln 1-1 Dússeldorf — Uerdingen 4-2 Dortmund — Bayern 2-2 Karlsruher — Bochum 0-0 Stuttgart — Kaiserslautern 1-0 1860 MUnchen — Duisburg 1-3 Schalke 04 — Gladbach 2-2 Hamborg — Nörnberg 1 -0 Bielefeld — Frankfurt frestað_ Það var Felix Magath sem skoraði eina mark Hamborgar af vítateig gegn Miiller steinlá 50 m f rá marki Ekkert virtist geta komið i veg fyrir sigur Peter Múller frá Svlss er hann geystist áfram siðustu metrana i hinni erfiðu braut í Wengen fyrir neðan tind Eiger-fjallsins um helgina. Múller átti aðeins um 50 metra ófarna i markið er hann steinlá eftir 30 metra stökk. Hægra skiðið skrikaði undan honum og sigurinn fór fyrir bi. Toni Búrgler, landi hans, hirti efsta sætið fyrir vikið. Weirather frá Austurriki varð annar og Steve Podborski varð þriðji — nánar á morgun. Nilrnberg en í heildina þótti leikurinn leiksins á 60. minútu hinum 35.000 Hamborg 18 14 2 2 46-19 30 slakur. öðru máli gegndi um leik Dort- áhorfendum til óblandinnar ánægju. Bayern 19 12 5 2 45-24 29 mund og Bayern. Þar var uppselt, Förster-bræðurnir og Möller voru frá- Stuttgart 19 10 5 4 39-25 25 54.000 áhorfendur, og kuldahrollur fór bærir hjá Stuttgart en hjá Kaiserslaut- Kaisersl. 18 10 3 5 35-21 23 um þá í nepjunni er Breitner skoraði ern var það sem oft áður Briegel sem Dortmund 18 8 4 6 38-30 20 strax á 4. mínútu fyrir Bayern eftir að mest bará. Frankfurt 17 8 3 6 31-32 19 Höness hafði „blokkerað” varnar- Bittcher skoraði bæði mörk Schalke Köln 18 6 6 6 32-30 18 mann af. Siðan jafnaði Wagner á 25. 04 gegn Gladbach en þeir Hannes og Leverkusen 18 4 9 '5 27-24 17 mínútu eftir að Burgsmilller hafði átt Mathuas svöruðu fyrir gestina. Hans Duisburg 18 5 7 6 26-29 17 þrumuskot að marki. í síðari hálfleikn- Engels skoraði mark Kölnar gegn ■ Karlsruher 19 4 9 6 25-35 17 um skoraði Huber úr vítaspyrnu fyrir Leverkusen, sem náði forystu með Nörnberg 19 6 4 9 31-32 16 Dortmund eftir að Augenthaler hafði marki Norðmannsins Lars Arne Ök- Bochum 18 3 10 5 24-27 16 brugðið Abramczik illa. Fjórum min. land. DUsseldorf komst í 4-0 gegn Gladbach 18 6 4 8 26-36 16 fyrir leikslok tókst svo Kraus að jafna Uerdingen með mörkum Seel, Weikl, Dösseldorf 18 5 5 8 31-38 15 fyrir Bayern og þar við sat. sjálfsmark Held og Wenzel en loka- 1860Mönchen 18 5 4 9 27-35 14 Stuttgart sigraði Kaiserslautern í kaflann svöruðu þeir Kanders og Uerdingen 18 4 5 9 27-36 13 hörkuleik og komst við það í 3. sætið. Hahn. Schalke 04 18 4 4 10 26-49 12 Það var Kelsch sem skoraði eina mark Staðan er nú þannig í Bundesligunni: Bielefeld 17 2 5 10 23-37 9 L0KEREN SK0RAÐI10IMORK — Standard vann góðan sigur á útivelli og sækir á Það gekk ekkert lítið á í belgísku 1. deildinni í gær. Lokeren sigraði Berchem 10-1 og FC Liege, semvarog er reyndar enn næstneðst i deildinni sigraði Winterslag 5-0. Arnór Guðjohnsen lék ekki með Lokeren gegn Berchem sem hóf keppnistíma- bilið afar vel. Hlaut 8 stig úr fyrstu 5 leikjunum en hefur síðan aðeins hlotið 6 stig úr 13 leikjum. Úrslitin urðu þessi í gær: Anderlecht—Gent 2—0 Courtrai—Molenbeek 0—3 Beerschot—Lierse 1—1 FC Liege—Winterslag 5—0 Beringen—CS Brugge 2—1 Lokeren—Berchem 10—1 FC Brugge—Beveren 3—0 Waterschei—Standard 1—2 Antwerpen—Waregem 0—0 Standard Liege vann góðan sigur á Waterschei og þar sem Beveren steinlá fyrir FC Brugge munar nú aðeins einu stigi á Beveren og Standard. Ander- lecht virðist vera óstöðvandi með öllu. Staðan í deildinni er nú þessi: Anderlecht Beveren 19 15 19 12 2 38—12 32 3 33—15 28 Standard Lokeren Molenbeek FC Brugge Lierse Waregem Gent Winterslag Courtrai Antwerpen CS Brugge Berchem Beringen Watershcei FC Liege Beerschot 19 11 19 10 19 10 18 18 19 19 19 8 19 18 19 18 19 18 18 19 3 11 2 11 3 11 3 13 39—23 27 38—20 23 29—28 22 37—26 20 29— 24 20 23 —24 19 33—28 18 23 —29 18 24—31 17 24—31 30— 38 18—38 14 27—42 13 33—46 12 26—31 11 16—32 9 17 16

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.