Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. ð Erlent Erlent Erlent Erlent I Sigurður Sverrisson ar, Anytime, anyplace, anywhere, sem kom út í fyrrahaust. Hljómsveitin er nú sem óðast að vinna aftur það fylgi er Lynyrd Skynyrd hafði undir lok ferilsins, en hljómsveitin var þá talin ein af 3 vin- sælustu þar vestra. Tónlistarstefnan ætti ekki að hindra framgang Rossing- ton Collins Band því hljómsveitin tekur upp þráðinn þar sem Lynyrd Skynyrd skildi við. - SSv. Taka upp þráöinn þar sem Skynyrd hætti —flestir helztu risar þunga- og „báni jámsrokksins” taka sig til og leggjast á eitt Utkoman er saf ngripur í sérf lokki Plata vikunnar: AXE ATTACK EKKERT VÖGGUVÍSU- VÆL Á ÞESSU PLASTI hafa séð sóma sinn í að sleppa glass- úrbandinu Kiss, sem siglir undir fölsku flaggi, sem bárujárnsband. Það eru engir aukvisar sem láta til sín taka á plötunni. Þar er t.d. að finna öll þrjú afkvæmi Deep Purple og það er einmitt Ritchie Blackmore og félagar hans í Rainbow sem eiga fyrsta lagið, All night long. Ég hefði þarna gjarnan vilja heyra „live” út- gáfu þessa lags frá útitónleikunum í Castle Donnington í sumar, sem er mun kröftugri en sú sem hér er um að ræða. Síðan rekur hvert toppbandið annað; Gillan, Judas Priest, Ted Nugent, Scorpions, Girlschool og UFO lokar fyrri hliðinni með frá- bærri „live” útgáfu af laginu Doctor, doctor, sem upphaflega kom út 1974. Michael Schenker, einn bezti rokkgítarleikarinn á siðari árum, er þarna enn með hljómsveitinni og fer á kostum. Hann hefur nú stofnað Michael Schenker Group og m.a. meðlima þar má nefna Cozy Powell trymbil, sem síðast barði húðir hjá Rainbow. Eitthvert bezta ef ekki albezta þungarokksbandið í dag, AC/DC, á fyrsta lag seinni hliðar og er þar á ferðinni Highway to hell. Bon heitinn Scott fer þarna á kostum og radd- bönd hans eru engu lík. Annars merkilegt hversu helvíti virðist hug- leikið þeim kengúrubræðrum í AC/DC. Ég minnist a.m.k. tveggja annarra laga í svipuðum dúr; Hells bells og Hell ain’t a bad place to be. Og áfram er djöflazt. Whitsnake kemur næst, þá Iron Maiden, Aero- smith, Frank Marino & Mahogany rush, Black Sabbath og loks Motor- head. Það er eiginlega synd að þrjú síðustu lögin á plötunni skuli vera þau slökustu því það þykir aldrei gott að vera með slakan endasprett. Ég hefði viljað fjögur lög af þess- ari plötu burt. Tvö þeirra, Paranoid með Sabbath og You got living með Frank Marino og Co. Þau eru bæði slök og væru betur geymd annars staðar. Hin tvö eru með Gillan og Whitesnake. Lagið Runnig, white face, city boy með Gillan gefur al- ranga mynd af stefnu hljómsveitar- innar auk þess sem þetta er lélegasta lagið af nýjustu plötu þeirra, Glory Road. Ready and willing af sam- nefndri plötu Whitesnake á heldur ekki heima þarna. Báðar þessar hljómsveitir leika mun fágaðra rokk en það, sem almennt er flokkað undir bárujárnsrokk. í stað þessara fjögurra hefði ég viljað heyra lög með t.d. Saxon (já, hvar eru þeir?), Def Leppard, Riot, April Wine, Michael Schenker Group, svissnesku hljómsveitinni Krokus, sem er meiriháttar band og þá síðast en ekki sízt bandarísku ris- unum Van Halen. Þessar koma e.t.v. næst. Platan Axe Attack er prýðisgóð safnplata þótt hún fari e.t.v. verulega út af ætluðu spori. Þarna eru saman komin mörg frábær lög og að mínu mati eru framlög Scorpions, UFO, AC/DC og Aerosmith þyngst á met- unum. Til gamans má geta þess fyrir þá sem e.t.v. ekki vita, að aðal- maðurinn í ensk/þýzku hljómsveit- inni Scorpions er Rudolf Schenker ... já, einmitt, bróðir Michael. Hér er á ferðinni safngripur í sérflokki. - SSv. — Rossington Collins Band nýtur sívaxandi fylgis í Bandaríkjunum leikara og Billy Powell hljómborðsleik- ara sem báðir voru í Lynyrd Skynyrd. Þeir fengu til liðs við sig þá Barry Har- wood gítarleikara og Derek Hess trymbil. Þá vantaði bara söngvara og nú voru góð ráð dýr. Fyrir slembilukku eina rákust þeir á Dale Krantz og reyndu hana. Hún sló i gegn og fer á kostum á fyrstu plötu hljómsveitarinn- Um mitt árið 1979 stofnuðu þeir Collins og Rossington svo nýja hljóm- sveit ásamt þeim Leon Wilkeson bassa- Frá vinstri: Rossington, þá Powell, Coilins, Krantz, Harwood og Wilke- son. Trymbillinn Hess sést ekki. Safnplötur K-Tel hafa löngum hitt í mark hér heima sem erlendis og ég er ekki í nokkrum vafa um að sú nýj- asta þeirra, Axe Attack, á eftir að gera það líka. Jafnvel þósvo tónlistin á henni sé alger andstæða við hið sykursæta / mónótón / samigrauturí- sömuskál / heilaþvottarjukk, sem til þessa hefur verið á safnplötum K- Tel. Nú er það rokkið og það ekki neitt vögguvísuvæl. Á plötunni Axe Att- ack er að finna 14 lög með jafnmörg- um hljómsveitum og heildarmyndin er mjög sterk, að maður tali nú ekki um kröftug. Á plötuumslaginu segir m.a.: ,,A solid collection of the best heavy metal — play very loud”. Ég er sammála því að spila skuli plötuna á góðum styrk en að mínu mati flokk- ast ekki nema hluti laganna undir heitið bárujárnsrokk (metal-rock). Það er í sjálfu sér enginn löstur þar sem á plötunni er að finna sannköll- uð gullkorn úr unaðsheimi þunga- rokkaranna, en ég hef það á tilfinn- ingunni að K-Tel hafi ætlað sér að gefa eins konar heildarmynd af því sem verið hefur að gerast í bárujáms- rokkinu sl. 2—3 ár. Mér finnst það því dálítill útúrdúr að dengja inn á plötuna 11 ára gam- alli útgáfu Paranoid með Black Sabbath. Lagið er bæði hræðilega dapurt og kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þrjú lög til viðbótar eru frá árunum 1974 og ’5 en þau sóma sér öll mun betur á plötunni en Paranoid. Hins vegar vegur það á móti þessum galla að útgefendurnir Rossington Collins Band heitir ein frískasta rokkhljómsveitin í Bandaríkj- unum í dag. Nafnið þykir e.t.v. ein- hverjum kunnugiegt og er ekki að undra. Þeir Gary Rossington og Allen Collins voru nefnilega báðir gítarleik- arar i hljómsveitinni Lynyrd Skynyrd sem hætti haustið 1977 eftir flugslys, þar sem tveir meðlimanna, Ronnie Van Zant söngvari og Steve Gaines gítar- leikari, létust. Var flugvélin að hefja sig á loft eftir vel heppnaða tónleika í einni af stórborgum Bandaríkjanna er hún hrapaði skyndilega til jarðar með fyrr- greindum afleiðingum. Angus Young, íklædd- ur skólabúningi að vanda, hamast hér af djöfulmóð á gitarinn á einum af fjölmörgum tónleikum AC/DC á sl. ári. Til öryggis hefur Angus alltaf viski- flösku i skólatöskunni, sem hangir á baki hans á þessari mynd. Judas Priest hafa þótt manna harðastir í bárujárns- rokkinu i Englandi undanfarin 3 ár. Engan bilbug er á hljómsveitinni að finna og 6 LP plötur hafa nú litið dagsins ljós — hver annarri kraftmeiri. Hér er það Glenn Tipton sem þenur verkfærið með ósviknum til- þrifum. - Skynyrd var að hefja tónleikaferða- lag um Bandaríkin þver og endilöng og hafði aðeins lokið við ferna tónleika af rúmlega 50 fyrirhuguðum. Eðlilega varð ekki framhald á ferðalaginu og ekkert heyrðist frá þeim i hljómsveit- inni er komust lífs af úr slysinu í langan tíma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.