Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 28
frjálst, nháð dagblað íslendingur í Kaupmannahöfn: FANGELSAÐUR FYRIR ÁRÁS Á LÖGREGUJÞJÓN — grýtti f lösku í andlit lögreglumannsins, sem hlaut I jótt sár af Ungur sjómaður frá SA-horni landsins situr nú í fangelsi í Kaup- mannahöfn eftir að hafa grýtt flösku í andlit lögregluþjóns á laugardags- kvöld. Tildrögin voru þau að lögreglan var kvödd á veitingahús í borginni til að fjarlægja sjómanninn, sem hafði í frammi dólgslega hegðun. Er lög- reglan gerði sig líklega til að fjar- lægja hann grýtti hann flösku i andlit eins lögreglumannsins, sem hlaut ljótt sár af. Sjómaður þessi kom með hádegis- vélinni á laugardag til Kaupmanna- hafnar og hálfri klukkustund eftir að hann hafði skráð sig inn á hótel í miðborginni hafði hann verið rændur öllum fjármunum. -SSv/hsim. Kaupmannahöfn. MÁNUDAGUR 26. JAN. 1981. Skákþing Reykjavíkur: Jón L. er enn efstur í 6. umferð Skákþings Reykja- vikur, sem tefld var í gærkvöld, gerðu bræðumir Jón L. og Ásgeir Þ. Árnasynir jafntefli, Bragi Halldórs- son vann Karl Þorsteins, Björgvin Víglundsson vann Hilmar Karlsson og Sævar Bjarnason vann Dan Hansson. Jón L. er efstur með 4 vinninga og einni skák hans var frestað, Bragi Halldórsson er mcð 4 vinninga og Helgi Ólafsson með 3 vinninga. Hann hefur þó aðeins lokið þremur skákum og er staðan á mótinu mjög óljós vegna biðskák og frestaðra skák vegna veikinda keppenda. í B-flokki er Guðmundur Halldórsson efstur með S vinninga. Í C-flokki eru efstir Páll Þórhallsson og Sveinn I. Sveinsson með 5 vinn- inga. í D-flokki er Jón Steingrimsson efstur með 4,5 vinninga af 5 mögu- legum og Eggert Ólafsson er með fullt hús í E-flokki, 6 vinninga af 6 mögulegum og sömu sögu er að segja af Arnóri Björnssyni i ungiinga- flokki. -GAJ. Gunnar Thoroddsen forsætisriðherra. GunnarThoroddsen, forsætisráðherra: „Styrkir okkur ístarfi íríkis- stjórninni” „Þetta eru góð tíðindi. Ég fagna niðurstöðum skoðanakönnunar Dag- blaðsins, bæði hvað varðar stuðning við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og fylgi ríkisstjórnarinnar almennt,” sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra í morgun. „Ekki sízt finnst mér fagnaðarefni að sjá að viðhorf sjálfstæðismanna til ríkisstjórnarinnar eru á þessa leið. Samflokksmenn mínir í stjórnarand- stöðunni verða að endurskoða allt sitt ráð með þetta í huga. Svo mikill stuðn- ingur sjálfstæðisfólks styrkir okkur mjög í starfi sem að rikisstjóminni stöndum.” -ARH Matthías A. Mathlesen alþingismaður. Matthfas A. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Sjónar- spil stjórn- arinnar” „Þessar niðurstöður sýna mér að þjóðin var búin að bíða lengi eftir að ríkisstjórnin aðhefðist eitthvað og kæmi með tillögur sínar til úrbóta þeim hrikalegu vandamálum sem við blasa,” sagði Matthías Á. Mathiesen þing- maður úr stjórnarandstöðuarmi Sjálf- stæðisflokksins í morgun. „Bráðabirgðaráðstafanirnar sem kynntar voru á gamlárskvöld eftir nærri eins árs valdaferil ríkisstjórnar- innar hafa fengið jákvæðar viðtökur, jákvæðari en efni standa til. Ef ég þekki rétt til þessara mála, er það mat mitt að eftir eigi að koma í ljós hvert sjónarspil er hér á ferðinni. Enda ráð- herrar þegar farnir að draga í land varðandi áhrifamátt þessara ráðstaf- ana.” -ARH Horfði á bfl sinn fuðra upp Akureyringur einn mátti horfa upp á það i gær að Ford Fairmont bifreið hans árgerð .1978 gjöreyðilagðist í eldi. Korn eldurinn upp i mælaborði bifreiðarinnar er maðurinn var að gangsetja bifreiðina og mátti hann þakka fyrir að sleppa út úr bílnum óskaddaður. Bíllinn brann allur inn og ofantil og er gjörónýtur. Tókst að slökkva eldinn áður en hann náði bensíntank- inum.en þáhafðiillafarið. Bíleigandinn hafði komið á bil sínum að Búðagili en þar á hann hesta í húsi. Er hann var að hverfa á braut aftur varð óhappið, sem enn er með öllu óskýrt. Tjón mannsins er áætlað9—lOmilljónirgkr. -A.St. Tízkan næsta sumar... Sjaldan hefur nokkur tízkusýning vakið jafnmikla athygli og sýning danska sýningarflokksins á vor- og sumartízkunni frá 1N WEAR og Matinique í Hollywood um helgina. Var troðfullt hús á öllum sýningum og komust færri að en vildu. Sýningar- samtökin voru óvenjuleg að mörgu leyti og öðruvísi en við eigum að venj- ast. Hressileiki, lífleg framkoma og lát- bragðsleikur sýningarfólksins varð til þess að íslendingarnir fögnuðu þeim óspart. Ekki má gleyma tízkunni sjálfri sem einkenndist af léttum frjálslegum fatnaði svokölluðum „High tech safarí” stil, sem ryður sér mjög til rúms víðs vegar um heim. Eins og sjá má á myndinni virðast gestir í Hollywood skemmta sér ágætlega, sérstaklega eru stúlkurnar kímnar á svip enda kannski ekki upp á hvern dag sem karlmenn hérlendis sjást í fatnaði sem þessum. En hver veit, þegar fötin eru komin í tízku á annað borð veit maður aldrei við hverju mábúast. -ELA/DB-mýnd Ragnar Th. Bátakjarasamningar: Enginn f und- urboðaður Biðstaða er nú í samningamálum sjómanna, enginn fundur boðaður á næstunni. Boðað hefur verið verkfall hjá togarasjómönnum 9. febrúar og 16. febrúar hjá bátaflotanum. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkis- sáttasemjara i morgun hafa engar viðræður farið fram og er óvist hvenær næsti fundur verður boðaður. Fundur verður með sáttasemjara og vinnumálanefnd ríkisins og starfs- fólki ríkisverksmiðjanna kl. 16 i dag. Vcrkfalli hjá ríkisverksmiðjunum hefur þrívegis verið frestað undan- farnadaga. -ELA. Alþingiídag Alþingi kemur saman að nýju i dag eftir jólalcyfi þingmanna. Rifjuð upp liðin tíð — Dagsbrún 75 ára og VR 90 ára Verkamannafélagið Dagsbrún hélt upp á 75 ára afmæli sitt í Lindarbæ í gær. Þangað hafði verið boðið öllum Dagsbrúnarmönnum, mökum þeirra og velunnurum félagsins. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar í 20 ár eða frá 1961, sté í ræðustól og minntist upphaflegu markmiða félagsins. í tilefni afmælisins afhenti Eðvarð styrktar- félögum fatlaðra og aldraðra peningagjafír með ósk um að þær mættu hjálpa til við eflingu þessara félaga. Glatt var á hjalla á samkom- unni og greinilega var mikið um það að gamlir kunningjar hittust þar eftir langan tíma. Á sama tíma hélt Verzlunarmannafélag Reykjavíkur upp á 90 ára afmæli sitt á Hótel Sögu. -GSE. Þeir muna tlmana tvenna þessir kallar og höfðu um ýmislegt að spjalla þegar þeir hittust 1 Lindarbæ i gær á 75 ára afmæli Dagsbrúnar. DB-mynd Sigurður Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.