Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 27
27 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. JANÚAR 1981. VIDEO * * nen Kv VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- orðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease, God father, Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skiptá. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 |Klapparstig«megin) KVIKMYNDIR -k * * SJONVARPSBUÐIN 20" 8.700 8.265 22" 9.450 8.978 |fj 26" 11.225 10.660 IÞRÓTTIR—sjónvarp kl. 20,45: Ólíklegt að myndir frá handboltalands- leikjum verði komnar til landsins Leikarinn Kenneth Moore segir sögu þyrlunnar. ÞETTA FLÝGUR ALDREI - sjónvarp M. 22,05: Heimildarmynd um sögu þyrlunnar — hugmyndir um lóðf lugstæki eldri en menn grunar Ólíklegt er að mynd frá sigurleik íslands gegn Vestur-Þýzkalandi verði komin tU landsins fyrir íþróttaþáttinn í kvöld. Það er rangt sem kom fram í einu dagblaðanna fyrir helgi að þýzka sjónvarpið hefði tekið upp all- an leikinn. Að sögn Bjarna Felix- sonar voru ekki teknar upp nema 5— 6 mínútur af leiknum og verður sá kafli sýndur við fyrsta tækifaeri. Sjónvarpið á von á mynd af lands- leik Dana og Islendinga sem fram fór sl. föstudagskvöld frá danska sjón- Varpinu. íslenzka sjónvarpið hefur einnig gert ráðstafanir til að fá mynd af leik Lugi og Víkings. Fari svo að myndir af þessum leikj- um verði komnar til landsins fyrir íþróttaþáttinn verða þær að sjálf- sögðu sýndar. Annars er í ráði að sýna eitthvað frá blakleikjum helgar- innar og einnig borðtennis. -KMU Síðast á dagskrá sjónvarps í kvöld er brezk heimildamynd um þyrluna. Nefnist hún Þetta flýgur aldrei. Leonardo da Vinci var árið 1493 þegar farinn að gera sér hugmyndir um lóðflugstæki. Hann taldi þá að hægt væri að smíða tæki sem gæti hafið sig á loft lóðrétt ef vel væri til þess vandað. ,,Ef skrúfu er snúið svo hratt að af því komi pilsaþytur mun tækið hefja sig upp,” skrifaði Leonardo. í kringum aldamótin síðustu voru margir að gera tilraunir með lóðflugs- tæki. Árið 1907 tókst Frakka nokkr- um, Louis Breguet, að smiða tæki sem hann kallaði Gyroplane. Það lyftist rúmlega metra frá jörðu. Rússinn Igor Sikorsky smíðaði árið 1909 í Moskvu þyrlu knúða bensin- hreyfli. Ekki flaug hún. En seinna fluttist hann til Bandaríkjanna og gerðist þar mikilvirkur flugvélasmiður. Hann hannaði m.a. fyrstu fjórhreyfla flugvélina. í seinni heimsstyrjöldinni fékk Sikorsky aftur áhuga á þyrlusmíð) og í dag er nafn hans tengt órjúfanleg- um böndum við þyrluna. Stærsti kostur þyrlunnar er sá, að hún getur hafið sig lóðrétt til flugs. Hún þarf þvi ekki flugbraut heldur getur hún lent svo að segja hvar sem er, jafnvel á sjó. Þyrlan er því mjög hent- ugt björgunartæki enda hefur starfs- svið hennar fyrst og fremst verið á þvi sviði. Þyrlan hefur einnig verið notuð við erfið flutninga- og byggingastörf og að sjálfsögðu í hernaði. Hún er hins vegar dýr í rekstri og því aldrei verið notuð að ráði i farþegaflugi. Þýðandi og þulur myndarinnar er Þórður Örn Sigurðsson. -KMU ráði er að sýna úr I. deild karla I blaki i iþróttaþxttinum. DB-mynd S. Útvarp Mánudagur 26. janúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa — Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 SiðdegUtónlelkar. Kjell Bækkelund leikur Pianólög eftir Christan Sinding /David Bartov og Inger Wikström leika Dansa fyrir fiðlu og pianó eftir Erland von Koch / Maria Littauer. Gyðrgy Terebesi og Hannelore Micheí leika Trió op. 32 fyrir pianó, flðlu og selló eftir Anton Arensky. 17.20 Vlð öU. Barnatími Kristinar Unnsteinsdóttur og Ragnhildar Helgadóttur um börn með sér- þarfir. Þátturinn var unninn i samvinnu við þrjá sérkennara, Margréti Sigurðardóttur, Berg- þóru Gísladóttur og Silvíu Guð- mundsdóttur. (Áður útv. i febrúar 1976). 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kolbeins- son flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli i Austur-Landeyjum talar. 20.00 Endurtekið efni. Björn Th. Björnsson ræðir við Aðalbjörgu Sigurðardóttur um Einar Bene- diktsson skáld. Samtalið var hljóðritað á aldarafmæii Einars 1964 og var i fyrsta sinn útv. 26. desember sl. 20.20 Lög unga fólksins. Hildur Eiriksdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Mín llljan frifl" eftir Ragnhelöl Jönsdóttur. Sigrún Guðjónsdóttir les (7). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Hreppamil, — þ&ltur um m&lefni sveltarfélaga. Rætt við Þorstein Vilhjálmsson formann staðarvalsnefndar og sagðar fréttir frá sveitarstjórnum. Stjórn- endur. Kristján Hjaltason og Ámi Sigfússon. 23.00 Fr& tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 22. þ.m. Síðari hluti. Stjórnandi: Paul Zukofsky. Sinfónla nr. 11 D- dúr op. 38 eftir Robert Schumann. — Kynnir: Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriöjudagur 27. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Bæn. 7.15 Letkfimi. 7.25 Morgunpósturinn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Morgun- orð: Margrét Jónsdóttir talar. Tónleikar. 8.55 Daglegt m&l. Endurt. þáttur Guðna Kolbeinssonar frá kvöld- inu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Pétur Bjarnason les þýðingu sina á „Pésa rófulausa” eftir Gösta Knutsson (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Sj&varútvegur og sigllngar. Umsjón: Ingólfur Arnarson. Rætt verður um sölu- og markaðsmál. 10.40 Einsöngur: Sigriður Ella Magnúsdóttir syngur lög eftir Ing- ólf Sveinsson, Maríu Brynjólfs- dóttur, Einar Markan og Sigfús Halldórsson; Óiafur Vignir Al- bertsson leikur á píanó. 11.00 „Áður fyrr & árunum”. Ágústa Björnsdóttir sér um þátt- inn. Um Básendaflóðið í janúar 1799. Lesari með umsjónarmanni er Guöni Kolbeinsson. 11.30 Búdapest-kvartettinn lelkur Strengjakvartett nr. 16 í F-dúr op. 135 eftir Ludwig van Beethoven. Mánudagur 26. janúar 19.45 Frétta&grip i t&knm&ll. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskri. 20.35 Fr& dögum goðanna. Þriðji þáttur. Dedaios. Þýðandi Kristin Mamyla. Sögumaður Ingi Karl Jóhannesson. 20.45 IþrótUr. Umsjónarmaður Jón B. Stcfánsson. 21.15 Vinlr i við&ttu. Breskt gaman- leikrit. Leikstjóri Robert Chet- wyn. Aðalhlutverk Robert Stephens, Eleanor Bron, Neville Smith, Patricia Heywood, Terence Rigby og John Cassidy. Formaður félagsins „Vinir í við- áttu” býður nokkrum félags- mönnum heim til sín, því að hann ætlar að færa sönnur á, að llf sé á öðrum hnöttum. Þýðandi Ragna Ragnars. 22.05 hetta flýgur aldrei. Klnversk börn léku aðíitlum þyriivængjum fyrir mörg þúsund árum, en þessi heimitdamynd sýnir.að ekki gekk það átakaiaust fyrir sig að koma vélknúnum þyrlum á loft i fyrsta sinn. Nú á tímum koma þær að miklum notum í hernaði, viö ýmiss konar björgunarstörf og flutninga við erfið skilyröi. Þýð- andi og þulur Þórður örn Sigurös- son. 22.50 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.