Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 1
f f f f f f f f f f ( f f 7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 26. JANÍIAR 1981 — 21.TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. MAÐUR FÓRST í ELDS- VOÐA í KÖTLUFELLI11 — eldurhafði lengi kraumað ííbúð í fjölbýlishúsi ánþess að nokkuryrði reyks var 37 ára gamall maður, Sigfús Steingrímsson, fannst látinn i íbúð í Kötlufelli 11 í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Var þá komið að íbúðinni, sem er á 2. hæð hússins, og reyndist hún full af reyk. Sá sem að kom hljóp upp á næstu hæð þar sem umsjónarmaður hússins býr og bað um hjálp. Barst slökkviliði tilkynning um eld- inn kl. 18.18 en jafnframt reyndi vanur slökkviliðsmaður, sem var gestkomandi hjá umsjónarmanni hússins, að komast inn í hina brenn- andi íbúð. Reyndist hún svo full af reyk, að slökkviliðsmaðurinn komst ekki nema rétt inn fyrir útidyr íbúðarinnar. Slökkviliðsmenn af Ártúnshöfða komu fyrstir á vettvang, að sögn Gunnars Sigurðssonar varaslökkvi- liðsstjóra. Elti mikill fjöldi bifreiða og fólks slökkviliðs- og sjúkrabíla að húsinu og það svo að gatan tepptist og komst kranabíll aðalstöðvar ekki að húsinu vegna þessarar forvitni fólks. Verður seint ofbrýnt fyrir fólki að trufla ekki slökkvistarf með þessum hætti. Ártúnshöfðamenn fóru þegar inn í íbúðina með reykgrímu. Fundu þeir Sigfús heitinn á eldhúsgólfinu. Reyndist hann látinn er komið var með hann í sjúkrahús. Að sögn Gunnars varaslökkviliðs- stjóra voru eldsupptök í rúmfötum og rúmi í svefnherbergi sem er við hlið eldhússins. Voru rúmföt og rúm mikið brunnin og hafði eldur, er þar hafði kraumað lengi, klárað allt súr- efni í íbúðinni, en gluggar voru að sögn lokaðir. Gaus eldur upp aftur er opnað var, en hann tókst fljótt að slökkva. Miklar brunaskemmdir eru í svefnherberginu en sótskemmdir V—— gífurlegar um alla íbúðina. Gunnar Sigurðsson sagði að þarna hefði komið í ljós að ibúum annarra íbúða í svona fjölbýlishúsum er ekki hætta búin í svona eldstilvikum ef þeir láta ekki hræðslu ná tökum á sér. í húsinu munu líklega vera 12 íbúðir. -A.St.P Eldsupptök voru 1 rúmfötum og voru þau og rúm mikið brunnin og skemmdir miklar I svefnherbergi. Innfellda myndm sýmr slökkviliðið I ibúðinni. DB-myndirS. Þannig skiptast sjálf stæðismenn í afstöðu til ríkisstjómarinnar: Stjómarsinnar Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar breyting síðan i september. eru nú orðnir fleiri en andstæðingar Skoðanakannanirnar ieiða í ljós að hennar í röðum þeirra landsmanna nú skiptast þeir sem segjast standa sem fylgja Sjálfstæöisflokknum að næst Sjálfstæðisflokknum þannig í málum, samkvæmt skoðanakönnun- afstöðu til ríkisstjórnarinnar: Af um Dagblaðsins. Þarna hefur orðið þeim fylgja 49,0 prósent rikisstjórn- nú komnir fram úr inni, 36,2 prósent eru andvigir ríkis- Þegar DB gerði sams konar kann- cn þeir voru sem fylgdu henni að mál- stjórninni og 14,8 prósent eru anir í september síðastliðnum reynd- um í röðum stuðningsmanna Sjálf- óákveðnir. ust fleiri vera andvígir rikisstjórninni stæðisflokksins. -HH Sjá nánar um niðurstöðurnar á b/s. 4 og viðtö/ á baksíðu. FalsaðurSO kr. seðill fannstí Breiðholtinu -sjábls.4 Liverpool ogMan. Utd. sleginút — sjá íþr. bls. 16 Flugvöllurínn á Rifilítt starfhæfur: Lífsnauðsyn- legöryggis- tækiveltast umkerfíð ímánuði — sjábls. 5 Þriggja klukkustunda litkvikmynd, tekinhérá stríðsárunum, nýfundin - sjá FÓLK á bls. 20 JiangQing kallaði ókvæðisorð aðdómur- unumerhún vardæmd Guðblessi Ameríku! — sjá erl. f réttir bls.6-7 Æsispennandi í viðureign Lugi ogVíkings: „Eittmark í viðbót hefðidugað Víking” — skrifar Hallur Símonarson frá Lundi — sjá íþrottir bls. 14-17 BBHH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.