Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. I Efiia til minningartónleika um Lennon Eistnavefjur og lœrakonfekt Þá er þorrinn genginn i garð með tilheyrandi áti á alls kyns þjóðlegum matföngum: sviðasultu, magálum, slátri, hákarli, súrsuðum bringum, súrum hval, harðfiski, hangikjöti, flatkökum og rúgbrauði með viðbiti og fleiru og fleiru gómsætu. Að ógleymdu tári af ísköldu brennivíni. Kaupmenn og veitingamenn hamast við að bjóða matmönnum sem girni- legasta fyllingu í þorratrogin. Ein- hvern tíma kom það fyrir að kaup- manni einum óaði að auglýsa hrútspunga til sölu með sínu rétta heiti og kallaði þessi gómsætu líffæri í staðinn millilærakonfekt. Annar kaupmaður auglýsti á dögunum ,,úr- vals súrmat í þorrablótið”. Þar á meðal eitthvað sem hann kallaði eistnavefjur, hvað sem það nú er. Ónefndur Hafnfirðingur með upp- hafsstafina SSv las auglýsinguna og spáði í hvað fyrir nokkuð þessar eistnavefjur væru. Komst hann helzt að því að það væru súrsuð hrútseistu sem beikonsneið væri vafið um og kokkteilpinna stungið i gegnum! Hvað um það: Gleðilegan þorra og góða matarlyst. Finnur i fjölhsefi tónUsta,™*"‘dTtti' °™yngur meö hljómsveitinniog ,ne hans, Helene harmön,kuleikari. AHreö hennar eru Jóhannes J jóhannsson sem leikur a nleikari og söngvar/Ofl hljómsveit nú um háHs ars hnur hefur ekki prlgramm aö undanförnu og ^ZTeZT^umhloröurlandánms.nn^ íslendingur. ASGEIR TÓMASSON Reagan og pólitíkin í Kananum Fjölmargir íbúar á SV-horninu fylgdust af áhuga með beinum út- sendingum Keflavikurútvarpsins af gíslamálinu og valdatöku Reagans vestur þar. Var í þeim fréttapistlum m.a. lýst nákvæmlega hátíðahöldun- um í Washington þegar kvikmynda- leikarinn fyrrverandi tók við embætti og var að heyra að allt væri þar með miklum glæsibrag. Snemma á þriðju- dagsmorguninn síðasta sagði enda einn þulurinn: ,,Ef sami glæsileikinn hefði verið yfir kvikmyndum Reagans i Hollywood í gamla daga og innsetningarathöfninni í dag hefði Ronald Reagan aldrei þurft að fara útípólitík!” — Ágóðinn rennur til Geðverndatfélags Islands Útsýnarkvöld á Sögu: Úrslitin snerust við Áramótafagnaður ferðaskrifstof- unnar Útsýnar var haldinn á Hótel Sögu á sunnudaginn fyrir rúmri viku, á sama tíma og Víkingar kepptu við sænska liðið Lugi í handbolta. Aðr vonum voru sumir Útsýnargestir með hálfan hugann inni í Laugardalshöll á meðan þeir fylgdust með skemmtiat- riðunum. Úrslit leiksins bárust fljótt á Sögu og kynnirinn, Þorgeir Ástvaldsson, tilkynnti að Víkingar hefðu unnið Lugi með eins marks mun. Mikil gleði greip um sig meðal gesta og mikið var skálað fyrir Víkingunum. Morguninn eftir komst Þorgeir að því sér til mikillar skelfingar að honum höfðu verið bornar rangar upplýsingar. Hann hefur nú lofað því að kanna tvisvar allar slikar tilkynn- ingar áður en hann les þær upp. — Til þess eru slysin að læra af þeim. munu Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson syngja. Sigurður Skúlason leikari byrjar hljómleikana með því að lesa Imagine í íslenzkri þýðingu. Einnig flytur hann frumort ljóð sem ort er í minningu Johns Lennon. Lágt miðaverð Óttar Feiix Hauksson sagði að verð aðgöngumiða yrði fimmtiu krónur. „Við viljum hafa verðið í lágmarki svo að unga fólkið hafi efni á að koma. Það hefur sýnt sig að undan- förnu að tónlist Lennons á miklu fylgi að fagna meðal þess. Ef uppselt verður á hljómleikana sýnist mér að ágóðinn, eftir að sá litli kostnaður, sem verður, hefur verið greiddur, verði um tuttugu til þrjátíu þúsund krónur,” sagði Óttar. - ÁT Þegar Jakob Magnússon tónlistar- maður var á ferð hér á landi á dögun- um var hann með í fórum sínum rúm- lega þriggja klukkustunda langa kvikmynd sem bandarískur her- maður tók hér á landi á stríðsárun- um. Myndin er í litum, óvenju góðum að sögn þeirrasem hafa séð hana. Baldur Hermannsson hjá frétta- og fræðsludeild sjónvarpsins skoðaði kvikmynd Bandaríkjamannsins. Hann kvað hana ómetanlega heimild. Baldur sagðist ekki vita til þess að Jakob hafi gert sjónvarpinu tilboð um filmuna, en kvaðst vona að hægt yrði að sýna hana í einhverri mynd áður en allt of langt um liði. „Þarna er um rúmlega þriggja klukkustunda efni að ræða,” sagði Baldur. „Það er hægt að vinna film- una á marga vegu, — hún er í raun og veru aðeins hráefni. Það kom mér mjög á óvart er ég sá filmuna að Bandaríkjamaður skyldi hafa tekið slík ógrynni af myndum á Íslandi, og ekki gott að segja hvað lá að baki því.” Þessi óvænta búbót í heimildar- kvikmyndir um ísland fyrr á árum var tekin á árunum 1943-44. Hún er að miklum hluta tekin i Reykjavík, en einnig eru nokkur atriði utan af landi. Meðal annars fílmaði Banda- ríkjamaðurinn íþróttahátíð á Mela- vellinum. Þar sést ýmsum þjóðkunn- Óttar Fefíx Hauksson ber hitann og þungann af undirbúningi minn- ingarhljómleikanna um John Lennon. DB-mynd. um íslendingum bregða fyrir, þeirra á meðal Sveini Björnssyni forseta og Pétri Péturssyni útvarpsþul. Enginn vafi er á því að filma þessi hefur mikið sögulegt gildi. Þá er eng- inn vafi á því að hún á eftir að rifja upp margar minningar þeirra sem voru upp á siti bezta hér á landi á fimmtá áratugnum. - ÁT Það var Jakob Magnússon sem fann rúmlega þriggja klukku- stunda langa litmynd sem banda- rískur hermaður fók hér á landi á stríösárunum. höfum ákveðið að láta ágóðann af hljómleikunum renna til Geðverndar- félags íslands. Með hliðsjón af því hvemig dauða Lennons bar að þótti okkur viðeigandi að sú stofnun nyti peninganna.” Stór hópur hljóðfæra- leikara og söngvara Óttar sagði að fyrirkomulag hljómleikanna yrði þannig að ein hljómsveit sæi um allan undirleik. Hana skipa Ásgeir Óskarsson, Hrólfur Gunnarsson og Engilbert Jensen, sem allir leika á ásláttar- hljóðfæri. Finnbogi Kjartansson leikur á bassa, Magnús Kjartansson á píanó og Gunnar Þórðarson, Rúnar Júliusson og Tryggvi Hilbner á gítara. — Gunnar og Rúnar hafa unnið að undirbúningi hljómleikanna meðÓttari. Þá kemur einnig mikið lið söngv- ara við sögu. Þeir eru Ari Jónsson, Jóhann G. Jóhannsson, Pálmi Gunn- arsson, Björgvin Halldórsson, Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason. Magnús og Jóhann sjá einnig um allar bakraddir. Einnig Merkileg litkvikmynd frá stríösárunum fannst í Bandaríkjunum Um það bil tuttugu manna hópur hefur tekið höndum saman um hljómleika til minningar um Bítilinn John Lennon. Þeir verða haldnir í Austurbæjarbíói þriðjudaginn 3. febrúar. Á dagskránni verða tuttugu og fjögur lög, öll eftir Lennon. Flestir þekktustu dægurtónlistar- menn landsins koma þarna fram. „Við erum þegar komnir vel á veg með undirbúning hljómleikanna,” sagði Óttar Felix Hauksson i samtali við blaðamann Dagblaðsins. Óttar hefur tekið að sér að sjá um skipu- lagningu þessa viðburðar. „Við FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.