Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I r v* CAsto h m Lennon-hjónin töldu sig hafa þekkzt á fyrra tilverustígi FX-310 Kunnugir telja að trú Yoko á lif eftir dauðann hafi reynzt henni mikill styrkur er John féll fyrir morðingja hendi. BÝÐURUPPA: • Algebra og 50 visindalegir möguleikar. • Siekkur á sjálfri sér og minnið þurrkast ekki út • Tvœr rafhlöður sem endast i 1000 tima notkun. • Almenn brot og brotabrot • Aðeins 7mm þykkt i veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. CASIO Bankastræti 8, simi 27510. John og Yoko voru miklir áhangendur Edgar Cayce: —og trúðu staðfastlega a lif eftir dauðann John Lennon og Yoko Ono áttu sameiginlega sterka trú á endur- holdgun og voru þess fullviss að þau myndu sameinast á ný sem elskendur í næsta lífi, að því er nánir vinir þeirra segja. Sameiginleg trú þeirra á líf eftir dauðann gerði það að verkum að Lennon var alveg óhræddur við líkamlegar, jarðneskar hættur og þessi trú hefur einnig verið Yoko mikill styrkur eftir að Lennon var myrtur og raunar er það trúnni að þakka að hún hefur ekki alveg fallið saman. John og Yoko hafa á undan- förnum árum verið miklir áhang- endur bandaríska miðilsins, Edgar Cayce, sem er af mörgum talinn fremsti miðill 20. aldarinnar. Náinn vinur hjónanna, sem oft heimsótti þau í íbúð þeirra í Dakota byggingunni í New York, hafði þetta um málið að segja: „Samband John og Yoko var mjög andlegt og þau trúðu bæði staðfastlega á líf eftir dauðann. Þau trúðu raunar á margt, eins og til dæmis á stjörnuspeki og talna- speki en fyrst og fremst fylgdu þau Cayce. Þau voru einlægir fylgjendur hans. Auðvitað var dauði Johns mikið áfall fyrir Yoko en ég er viss um að sú trú hennar að hann sé ánægður á öðruni stað veitir henni mikinn styrk. Ég held að hún trúi því, að þau muni sameinast á ný. Það er nokkuo sem margir trúa á er þeir missa ná- kominn ástvin. Og ef ást þeirra kemur þessu máli eitthvað við þá gæti þettajafnvel gerzt.” Cayce, sem dó árið 1944, hafði skrifað fjölmargar bækur og John og Yoko lásu þær allar. Endurholdgun lesið allar bækur hans. og sú kenning að hægt sé að hafa samband við framliðna á miðils- fundum eru grundvallarþættir í beimspeki hans. „Yoko hlýtur að trúa því að þegar hún deyr muni hún sameinast John í nýju lífi ef hún fylgir kenningum Edgar Cayce,” segir miðillinn Kebrina Kinkade sem er sér- fræðingur i kenningum Cayce. ,,Þau gætu verið saman um alla eilífð. Cayce kallaði fólk eins og John og Yoko sálufélaga. Þau eru á sama andlega sviðinu.” Sem nemendur Cayce trúðu Lennon-hjónin því að þau hefðu þekjpt á fyrra tilverustigi. „Fólk velur ástvini sína vegha einhvers sem gerzt hefur í fortíðinni. Það er kenning Cayce,” segir Kinkade. „Þetta er einnig kenning Maharishi Mahesh Jóga og allrar ind- verskrar heimspeki sem Yoko og John lögðu stund á. öll trú þeirra snerist um líf eftir dauðann.” Cayce, sem er þekktur sem „faðir” nútíma sálkönnunar, tók þátt í andatrúarfundum til þess að ná sambandi við anda framliðinna. „Hann kom sjálfum sér í draumá- stand með tækni sem líkist sjálfdá- leiðslu og ritari skráði niður það sem hann sagði,” segir Kinkade. John og Yoko. tóku þátt í anda- trúarfundum oftar en einu sinni. Þau tóku meira að segja þátt í einum með fyrrverandi eiganda Dakota- íbúðarinnar áður en þau ákváðu að kaupa. Yoko var sjálf náinn vinur brezkrar konur að nafni Deziah Holt. Breti þessi bjó í New York og var skyggn. Hún heimsótti hana reglulega og aðeins fjórum mánuðum fyrir dauða hans varaði Deziah hana við að John ætti „mikla erfiðleika” framundan og hann þyrfti að vara sig á ókunnum mönnum sem hétu „Bell, Richardeða Mark”. John var hins vegar illa við líf- verði og aðrar hömlur á frelsi sínu og lét ekki verða neina breytingu á því. Það kostaði hann lífið. Á viðskiptaferð til Evrópu fá- einum vikum fyrir dauða Lennons, sagði Deziah vinum sínum frá því að hún hefði miklar áhyggjur af John Lennon og hefði varað Yoko Ono við. „Það eru miklir erfiðleikar framundan hjá honum og ég veit ekki hvort John tekur nokkurt mark á því þegar Yoko segir honum það,” sagði hún. Deziah Holt var svo náinn vinur Lennon-hjónanna, að hún dvaldi stundum vikum saman hjá þeim og fimm ára syni þeirra, Sean, í lúxus- ibúð þeirra í Dakota. Deziah vildi hvorki staðfesta né neita því að hún hefði varað Yoko Ono við er bandaríska blaðið Star spurði hana að því: „Ég^ nota skyggnigáfu mína ekki mér til tekna og ég tala ekki um einkalíf vina minna.” John hafði verið varaður við ókunnum mönnum sem hétu „Bell, Richard eða Mark”. Myndin er tekin er John áritaði plötu fyrir Mark Chapman, sem nokkrum klukkustundum siðar myrti hann. oftar en einu sinni. En hún viðurkenndi að hún væri náinn vinur Lennonfjölskyldunnar og sagði: „Ég dái þau bæði og elska þau innilega og ég mundi aldrei gera neitt sem gæti skaðað þau. ” Vegna áhuga Lennons á hinu yfir- náttúrlega og lífi eftir dauðann velta margir nánir vina hans þvf nú fyrir sér hvort Yoko muni reyna að ná sambandi við hann fyrir milligöngu miðils. Deziah Holt segist ekki hafa neina hugmynd um það. „Þau munu alltaf vera saman á sinn hátt,” sagði hún. „Samband þeirra var svo náið og ég tel að það muni alltaf verða þannig. En ég veit t>Vlfi hvorí YoWo mnn revníi aA ná

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.