Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent D Kennedy yngri sýndi k snarrœði Robert F. Kennedy yngri þótti sýna mikið snarræði er hann hljóp uppi vasaþjóf, sem reyndi að stela peningum af samferðamanni Kennedys á neðan- jarðarbrautarstöðinni á Manhattan í síðustu viku. Kennedy var á ferð með gömlum kunningja John F. Kennedys heitins fyrrum Bandaríkjaforseta, LeMoyne Billings að nafni. Billings, sem er 63 ára gamall, sagði svo frá atburðinum: „Maður nokkur rakst utan í mig og Bobby tók eftir því að hann stakk hendinni 1 vasa minn og tók þaðan seðlaveski mitt.” Kennedy, sem er nýorðinn 27 ára gamall, hrópaði á nærstaddan lestar- vörð og kallaði á hjálp. Síðan elti hann þjófinn upp í verzlun fyrir ofan járn- brautarstöðina og felldi hann þar í gólfið með aðstoð lestarvarðarins. Robert F. Kennedy yngri stundar lögfræðinám við Virgina Law School og er helzta von Kennedy-ættarinnar á sviði stjórnmála næstu kynslóðar. Bjór- stofan Ronald Reagan fbúar í smáþorpinu Ballyporeen á fr- landi hafa ekki ráðið við sig síðan Ron- ald Reagan tók við forsetaembætti í Bandaríkjunum. Þá dönsuðu þeir á götum úti í grenjandi rigningu og loks þegar þeir komu inn úr rigningunni sáu þeir, að við svo búið mátti ekki standa og skírðu bjórstofu þorpsins í höfuðið á hinum nýja forseta og létu hana heita Ronald Reagan. Ástæðan fyrir öllu þessu tilstandi er sú, að langafi forset- ans, Michael O’Reagan, bjó í Bally- poreen til 1849 en hann flúði til Banda- ríkjanna vegna hungursneyðar á ír- landi. Þremenn- ingaklíka í bylt- ingarhug Nú þegar fjórmenningaklíkan í Beijing hefur verið dæmd fyrir glæpi á tlmum menningarbyltingarinnar er ris- in upp svonefnd þremenningaklíka í Verkamannaflokknum brezka. Eftir að breytingar voru samþykktar á reglum um kjör flokksleiðtoga á aukaþingi flokksins um helgina þykir mjög liklegt að þremenningaklíkan gangi úr Verka- mannaflokknum og stofni kosninga- bandalag með Frjálslynda flokknum. Skoðanakannanir sýna, að það yrði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands. Eins og í Kina er það kvenmaður, sem fremst er í „klíkunni”. Konan sú heitir Shirley Williams og er fyrrum mennta- málaráðherra. Jackie vildi giftast Sinatra Nokkur bandarísk blöð hafa að und- anförnu haldið því fram að Jackie Onassis (Kennedy) hafi gengið með grasið í skónum á eftir Frank Sinatra söngvara og viljað giftast honum en hann hafi ekkert viljað með hana hafa. Sinatra hefur verið mjög í sviðsljósinu í fjölmiðlum í Bandaríkjunum vegna mikilla uppljóstrana sem átt hafa sér stað varðandi Mafíuna. Þar kemur í ljós að Sinatra hefur veríð góðkunningi margra af helztu mafíuforingjunum. Sviptingar f brezkum stjómmálum: Klofningur Verkamanna- fíokksins blasir nú við Fjórir fyrrum ráðherrar úr Verka- mannaflokknum brezka hafa myndað sósíal-demókratískan bar- áttuhóp, sem talinn er geta verið vísir að nýjum stjórnmálaflokki í Bret- landi. Ákvörðun ráðherranna fjögurra kemur í kjölfar ákvörðunar auka- þings Verkamannaflokksins að breyta reglum um formannskjör. Var sú ákvörðun talin mikill sigur fyrir harðlínumenn á vinstri væng flokks- ins. Þeirri ákvörðun vilja ráðherr- arnir fjórir ekki una. Þeir eru Ðavid Owen, Shirley Williams, William Rodgers og Roy Jenkins, fyrrum for- seti stjórnarráðs Efnahagsbandalags Evrópu. Michael Foot, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur hvatt upp- reisnarmennina til að yfirgefa fiokk- inn en ýmsir aðrir úr vinstri væng flokksins hafa látið þá skoðun 1 ljós, aö ekki sé nein eftirsjá í þeim. Að minnsta kosti sjö þingmenn Verka- .mannafiokksins lýstu þegar 1 stað stuðningi sinum við hinn nýja hóp. Talið er hugsanlegt að hópurinn nýi myndi stjórnmálaflokk á sósíal- demókratískum grunni og gangi siðan 1 kosningabandalag við Frjáls- lynda flokkinn. 1981 l.fl. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra, f. h. ríkissjóðs, hefur ákveðið að bjóða út til sölu innanlands vertryggð spariskírteini að fjárhæð allt að 20 millj. kr. Kjör skírteinanna eru í aðalatriðum þessi: Skírteinin eru lengst til 22 ára, bundin fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 25. þ. m., meðalvextir eru um 3,25% á ári. Verðtryggingin miðast við breytingar á lánskjaravísitölu, sem tekur gildi 1. febrúar 1981. Um skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga eins og þau eru á hverjum tíma, en nú eru gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t. verðbætur, að fullu frádráttarbærar frá tekjum manna, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980. Skírteinin eru framtalsskyld. Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum, 500, 1.000,5.000 og 10.000 krónum og skulu þau skráð á nafn. Sala hefst 26. þ. m. hjá Seðlabanka íslands, einnig hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Athygli er vakin á því, að lokagjalddagi spariskirteinail.fi. 1968erhin25.þ. m. og hefst innlausn skírteina í þeim flokki mánudaginn 26. þ. m. hjá Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Janúar1981 SEÐLABANKIISLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.