Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. 3 Bréfntara finnst úrræðaleysi cinkenna æðstu stofnun tslenzka lýðveldisins. Gaman og alvara — margt er skrýtið í kýrhausnum Skóverzl- anir —auglýsi í blöðunum Höfuðborgarbúi skrifar: Ég vil skora á skóverzlanir í Reykjavík að auglýsa vöru sina í blöðunum. Það eru áreiðanlega fleiri en ég sem þurfa kannski að kaupa sér skó og þá er svo miklu þægilegra að sjá í blöðunum hvað skóbúðirnar hafa á boðstólum heldur en þurfa að vera að þvælast niður í bæ og ganga allan Laugaveginn á enda og jafnvel lengra til að sjá það. Skóverzlun Þórðar Péturssonar setur alltaf öðru hvoru heilsíðuauglýsingar í Dagblað- ið og er það til fyrirmyndar. Fleiri; skóverzlanir ættu að taka það upp. Spurning dagsins Fylgistu með sjón- varpsþœttinum Land- nemarnir? Hörður Vllhjálmsson, Ijósmyndari: Já, já, ég horfí á Landnemana. Þeir eru mjög góðir, bjarga oft helginni. Garðar Björgvinsson útgerðarmaður skrifar: Flogið hefur fyrir að síðdegisblöð- in, Dagblaðið og Vísir, hugleiði að ganga í eina sæng. Það væri viturleg ráðstöfun til sparnaðar. Starfsmenn ríkis og bæja eru víst mótfallnir þessu því ef ekki yrði nema eitt síðdegisblað neyddust þeir sennilega til að vinna eitthvað, í stað þess tíma sem þeir hafa hingað til notað til að lesa blöðin sem ríkið kaupir handa þeim til afþreyingar í vinnutímanum. Frétzt hefur að á Selfossi sitji einn stífbónaður og biði eftir að viss stóll á Alþingi losni, ekki minnkaði áhuginn við siðustu kauphækkun. Væri ekki hægt að koma greyinu inn strax? Munar nokkuð um einn úr- ræðaleysingjann í viðbót? Það á víst að fara að hengja upp samskotabauka vegna BHM. Þeir eiga ekki fyrir bensíni á bílana sína, meira að segja þeir sem eiga ’80 ár- gerðirnar eru svo blankir að þeir ganga með tærnar fram úr skónum. Þetta með baukana var góð frétt fyrir BHM en það berast líka slæmar frétt- ir. Nú á víst að fara að segja þing- mönnum upp störfum, öllum nema landskjömum, og þeir eiga víst ekki að fá önnur laun en þau sem flokks- menn þeirra geta sjálfir greitt þeim. Öllu gamni fylgir alvara og allt getur gerzt. Við búum í landi þar sem náttúruhamfarir geta gjörbreytt lífi okkar á einum sólarhring, stjórnvöld eru öll sammála um að gleyma þessu atriði. Það eru sifellt tekin fleiri okurlán þótt góðæri ríki. Peningarnir eru notaðir til daglegra þarfa. Hjólin eru látin snúast tvo hringi aftur á bak á móti einum áfram. Þessi heimska verður að taka enda. Nýja menn verður að fmna, sem færir eru um að breyta vörnísókn. Guflrún Gunnarsdóttir, fóstra: Nei ekki að staðaldri. Ég horfí á þá ef é| hef tima. Mér fannst þeir lofa góðu byrjun en svo duttu þeir alveg niður. STERKASTA RYKSUGA í HEIMI HOOVER S-3001 Hoover S-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þtn teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir þvt hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrceðis er rofinn t handfanginu, undirþumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir þvt. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þtn. Til þœginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartceki, svo núgeturþú loksins haft fullt gagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án tcemingar. Hringlaga lögunin gefur hinum risastóra 12 lítra rykpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. Kristfn Héðlnsdóttlr, hórskeri: Ég horfí svona á annan hvem þátt. Eða þegar ég hef ekkert annað að gera. Í : ■ FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA Gunnar Valþórsson: Já, alltaf. Mér fínnstmjöggamanaðþeim. >

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.