Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 6
6 STILL Esslingen lyftarar uppgerðir frá verksm. Til afgreiðslu nú þegar. Rafmagns: 1,5 t, 2 t, 2,51 og 3, tonna. Disil: 3,51,41 og 6 tonna. Greiðslukjör. STILL einksumboð á íslan Ji K JÓNSSON & CO. HF. §, Hverfigötu 72, simi 12452 og 26455. Verkstjóri — Frystihús Óskum eftir að ráða verkstjóra í frystihús á Suðurnesjum fyrireinn af viðskiptavinum okkar. Upplýsingar veitirGísIi Erlendsson. lf ) rekstrartækni sf. ' U Siðumúla 37 - Sími 85311 Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvala erlendis á árinu 1982 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum svið- um félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags- málaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars n^' Féiagsmáiaráðuneytið, 22.janúar 1981. Sedrus húsgögn Iðnvogum Súðarvogi 32, sími84047 Nú er tækifæri að gera góð kaup. Lítið notuð húsgögn á tækifærisverði. Sófasett frá 1100,00 kr. 2ja manna sófi og tveir stólar á 3850,00, sófaborð á 700,00, sófasett með póleruðum örmum á 2500,00. Hillur, svefnbekkir, stakir sófar, innskotsborð og margt fleira. Einnig ný sett frá kr. 5355,00 og tveggja manna á 3195,00, eins manns frá 1560. Hvíldarstólar á 2295,00 krónur. Lítið inn hjá okkur eða hringið. Það borgar sig. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í fram- leiðslu og afhendingu á einangruðum stálpípum og greinistykkjum. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu Hitaveitu Suðurnesja Brekkustíg 36 Ytri- Njarðvík og Verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Álftamýri 9 Reykjavík gegn 200 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja þriðju- daginn 17. febrúar 1981 kl. 14.00. KS FURUNÁLAFREYÐIBAÐ jafn ómissandi fæst um Heildsölubirgðir: KRISTJANSS0N HF.f Símar 12800 og 14878. Ekkja Maós Zedong, fyrrura leið- toga kínversku þjóðarinnar, var í gær dæmd til dauða fyrir „gagnbyltingar- glæpi”. Er dómurinn hafði verið kveðinn upp varð að draga ekkjuna út úr réttarsalnum þar sem hún kast- aði sér í gólfið og hrópaði ókvæðis- orð að dómurunum. Zhang Chunqiao, fyrrum borgar- stjóri í Shanghai, var einnig dæmdur til dauða. Báðir dómarnir voru þó með þeim fyrirvara að þeir skyldu ekki koma til framkvæmda fyrr en eftir tvö ár og þá mætti breyta þeim í ævilangt fangelsi ef ástæða þætti til. Jiang Qing, hin 67 ára gamla ekkja Maós formanns, var handjárnuð er dómurinn var kveðinn upp. Athygli vakti að Hang Hongwen, sem er langyngstur fjórmenninganna, var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hong- wen, sem er 48 ára gamall, var vara- formaður kínverska kommúnista- flokksins á tímum menningarbylting- arinnar. Hann játaði á sig flesta þá glæpi sem klíkunni voru gefnir að sök og þótti í alla staði mjög sam- starfsfús við þá er stýrðu réttarhöld- unum. Það hafði því verið búizt við að hann fengi mildari dóm. Fyrrum áróðursstjóri kínverska kommúnista- flokksins, Yaou Wenyuan, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Chen Boda, hinn 76 ára gamli fyrrum einkaritari Maós formanns, var dæmdur í átján ára fangelsi. Jiang Hua, forseti dðmstólsins sem kvað upp dómana yfir fjórmenningaklik- unni. Hinir sakborningarnir fimm, Lin Biao-klíkan svonefnda, voru dæmdir í sextán til átján ára fangelsi fyrir byltingartilraun. Jiang Qing lenti margsinnis í orða- sennu við saksóknarann meðan á réttarhöldunum stóð en Zhang Chungqiao sat undir sex vikna löng- um y firheyrslum án þess að mæla orð af vörum. Hann svaraði ekki þeim spurningum sem til hans var beint. Hann var einnig þögull er dauðadóm- urinn var kveðinn upp yfir honum. Samkvæmt kínverskum lögum má fresta fullnustu dauðadóma í tvö ár og breyta þeim þá i lífstíðarfangelsi ef hinn dæmdi þykir hafa iðrazt gerða sinna. Jiang Qing: dauðadómur. Zhang Chunqiao: dauðadómur. Wang Hongwen: ævilangt fanglesi. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. JANÚAR 1981. Réttarhöldin yf ir f jórmenningaklíkunni: Ekkjan hlaut dauðarefsingu — Jiang Qing kastaði sér í gólf ið og var borin út í járnum Pólskir verka- menn aövaraðir Aðstoðarutanríkisráðherra Pól- lands, Marian Dobrosielski, varaði í gær pólska verkamenn við því, að stöðugur órói á vinnumarkaði í landinu ,væri tekinn að grafa undan áliti lands- ins út á við. Milljónir Pólverja mættu ekki til vinnu síðastliðinn laugardag til að leggja áherzlu á kröfur Einingar um fjörutíu stunda vinnuviku. Er talið að þjóðhagslegt tap af völdum verkfallsins hafi numið tæpum 400 milljónum is- lenzkra nýkróna. Rikisstjórn landsins hefur boðið verkamönnum fri annan hvern laugar- dag en segir að efnahagur landsins þoli engan veginn fjörutíu stunda vinnu- viku. Verkamenn segja hins vegar, að stjórnvöld séu með þessari afstöðu að ganga á bak gefinna loforða. Verka- menn hafa sem málamiðlun boðizt til að vinna einn laugardag í mánuði. Guð blessi Ameríku! — hrópuðu gíslarnir við heimkomuna Bandarísku gislarnir 52 eru nú loks- ins komnir til fjölskyldna sinna, 449 dögum eftir að herskáir franir réðust á bandariska sendiráðið í tran og hnepptu starfsmenn þess í gislingu. Þeir fá að vera í tvo daga með fjöl- skyldum sínum en siðan eiga þeir að taka þátt í opinberri móttökuathöfn í Washington. Gíslunum var fagnað gífurlega við komuna til Bandaríkjanna. Fólk veifaði bandarískum fánum og gulum borðum til að fagna heimkomu þeirra. Er gislarnir stigu út úr flugvélinni við komuna til Bandarikjanna hrópuðu þeir: „Guð blessi Ameríku!” og „Þökkum Guði fyrir að við erum komnir heim!” Það voru fjölskyldur þeirra, sem tóku á móti þeim á flugvellinum. Hin opinbera móttaka mun fara fram í Washington eins og áður sagði. Fréttamönnum var haldið í nokkurri fjarlægð frá gíslunum er þeir hittu fjöl- skyldur sínar. Höfðu gislarnir óskað þess enda gáfu þeir tilfinningum sínum algjörlega lausan tauminn að sögn þeirra er viðstaddir voru endurfundina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.