Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. 5 Tekur ríkið féð úr hægri vasa og stingur í þann vinstri? Lífsnauðsynleg öryggistæki veltast um kerfið f mánuði —á meðan tollf lokkar eru ákveðnir—f lugvöllurinn á Rif i ekki starfhæf ur nema að litlu leyti vegna „kerfisins” „Það hefur verið beðið eftir af- greiðslu á þessum tækjum í langan tíma. Það er furðulegt þegar um svo nauðsynleg öryggistæki er að ræða að þau séu látin bíða allan þennan tírria á meðan einhverjir duttlungafullir á- kveða hversu mikla tolla beri að setja á þau. Þá er einnig mjög furðulegt, að setja 100 prósent tolla á öryggistæki sem í rauninni ættu að vera undanþegin slíku,” sagði Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri í samtali við DB. Flugvöllurinn á Rifi á Snæfellsnesi, sem orðinn er einn fullkomnasti flug- völlur landsins fyrir sjúkra- og neyðar- flug, hefur ekki getað starfað nema að litlu leyti í vetur, þar sem plötur, sem settar eru undir lendingarljós vallarins, hafa legið í tollkerfínu i þrjá mánuði á meðan tollflokkur hefur verið á- kveðinn. Á flugvellinum á Rifi hefur nú verið komið upp mjög góðu upphituðu flug- skýli, flugvallarstæðið hefur verið mal- bikað og ný flugbraut gerð. Þá hefur ljósum verið komið upp en þau hafa ekki verið starfhæf vegna þess að plötur sem koma á fyrir undir þeim gleymdust erlendis er pöntunin kom til l-'luuvöllurinn á Rifi; Agnar Kofoed-Hansen: „Virðast hala rétl til að setja geysilega tolla á lifsnauðsvnleu ta-ki." Askríft? I L EHt símtal -eöa mióann* í póst Þannig verður þú áskrifandi að Eiðfaxa: Hringir í síma (91)85111 eða (91)25860. Þú getur líka fylit út hjálagðan miða og sent okkur. Síðan sjáum við um að þú fáir blaðið sent um hæl. Flóknara er það ekki. Eiðfaxi er mánaðarrit um hesta og hestamennsku. Vandað biað að frágangi, prýtt fjölda mynda. 1 Pósthólf 887 121 Reykjavik IbÍUI IV\I Sími 8 5111/25860 Ég undirritaður/undirrituö óska að gerast askrifandi að Eiðfaxa: |—i Það sem til er i—i .—. frá og með I—I af blöðum frá upphafi. I I frá áramótum 80/81. I | næsta tölublaði. NAFN NAFNNUMER HEIMILI Eiðfaxi hóf göngu sína 1977 og hefur komið út mánaðarlega siðan. Hvert eintak af eldri blöðum kostar nú 15 Nýkr. Fyrri hluti 1981, janúar—júní kostar 90 Nýkr. landsins. Er þessar plötur komu loksins til landsins hefur „kerfið” geymt þær á meðan ákveðið er hvaða tollflokkur henti þeim bezt. Hafa þær nú velkst um „kerfið” í þrjá mánuði eins og áður er sagt. Á meðan þessar öryggisplötur hafa velkzt um „kerfið” hefur neyðarflug verið farið a.m.k. einu sinni í viku frá Rifi. Til að neyðarflug væri mögulegt hafa starfsmenn flugvallarins á Rifi þurft að kasta út á völlinn litlum neyðarljósatýrum. Núna, þremur mánuðum eftir að þessar plötur komu til landsins, voru þær „loksins” settar í 80 prósent toll og því tilbúnar til afgreiðslu. Núna er hins vegar ekki sama veðurfar og var í haust, flugvallarljósin eru hulin klaka og ís þannig að enn verður að bíða með að setja þessar lífsnauðsynlegu plötur undir ljósin. Snæfellingar verða því enn um sinn að kasta Ijóstýrum á flug- völlinn þurfi að flytja sjúkan mann til Reykjavikur. „Þetta er ekkert einsdæmi. Það sama kom fyrir á Akureyri, er við þurftum að bíða eftir leiðbeiningar- ljósum í heilt ár á meðan tollflokkur var ákveðinn. Tollurinn vildi setja rúmlega 100% toll á ljósin, sem við vildum ekki samþykkja, og þá varð að endurskoða málið. Það er undarlegt að fjárveitingar til flugvalla skuli rýrðar á þennan hátt, en þeir virðast hafa rétt til þess að setja geysilega tolla á lífs- nauðsynleg tæki,” sagði Agnar Kofoed-Hansen ennfremur. -ELA. '1'uUif U\e uKyJdU ^íhsaJ .... a/s/ic AS-470 200-Watt 4-Way 5-Speaker System ■ TECHNICAL SPECIFICATIONS Enclosure: Bass Reflex Type Speaker complement: Woofer 38cm (15”) cone type Midrange 13.5cm (5 1/4") cone type Tvweeter 7.5cm (3") cone type with diffuser x 2 Super Tweeter Horn type Nominal impedance: 8 ohms Power handling 200 Watts (Maximum) capacity: 100 Watts (Nominal) Frequency range: Crossover frequencies: Sensitivity: Dimension: Weight: Accessory: 25 to 23,000 Hz 700 Hz, 4,000 Hz, 8,000 Hz 97 dB (at 1m distance) 416mm (W) 16-3/8" X 672mm (H) 26-1/2" X 280mm (D) 11-1/16" 20.0 kg (44.0 1bs) Net. L.E.D. Power Level Display 4 Green, 1 Yellowand 1 Red LED.s ■ FREQUENCY RESPONSE Eru líka til 70 wf 100 w og 150 w.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.