Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 26.01.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1981. 15 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir KRvannÞór á Akureyri KR sigraði Þór 16-13 í 1. deild kvenna á Akureyri um helgina eftir að hafa leitt 8-7 i hálfleik. Þótt munurinn yrði ekki meiri hafði KR leikinn alltaf í hendi sér og Þórsstúlkurnar ógnuðu sigrinum aldrei. Munar miklu fyrir KR að Kristbjörg Magnúsdóttir, eiginkona Axels Axelssonar er farin að leika með liðinu aftur. Hún var markahæst með 6 mörk, en þær Jóhanna og Hansína skoruðu 3 hvor. Hjördís 2, Karólína og Brynja 1 hvor. Fyrir Þór skoruðu þær Valdís og Þórunn 4 hvor, Soffía Qg Dýrfinna 2 hvor og Anna Gréta 1. Staðan er nú slæm hjá Þór á botni 1. deildarinnar. Sjöbrend varð Evrópumeistari Amund Sjöbrend frá Noregi varð í gær Evrópumeistari i skautahlaupi í samanlögðu. Það var þó aðeins fall Evrópumeistarans Van Der Duim frá Hollandi i lokagreininni sem tryggði Norðmanninum sigur. Vegna þrengsla verðum við að birta frekari úrslil á morgun. Kveiktu í járn- brautarvögnui Æstir aðdáendur Herthu Berlín gengu berserksgang í Hanover eftir að lið þcirra hafði lapað 0-4 fyrir Aachen í þýzku 2. deildinni. Kveiktu þeir í járn- hrautarlest og eyðilögðu 3 farþega- vagna. Tjónið er talið nema 1,2 milljón um marka og í látunum slösuðusl 6 manns. Tveir aðdáenda liðsins voru handteknir á leikvellinum sjálfum með bensínsprengjur. Janus skoraði fyrir Fortuna Janus Guðlaugsson á nú hvern stór- leikinn á fætur öðrum í Þýzkalandi og hann skoraði eitt marka Fortuna Köln i 3-0 sigri gegn Rot Weiss Kssen um helgina. Janus hefur verið nokkuð í fréttum í „lokal" blöðum i Þýzkalandi að undanförnu og orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að hann muni innan skamms ganga til liðs við lið úr i Bundesligunni. Janus skoraði einnig mark í 2-2 jafntefli Fortuna gegn FC Köln í æfingaleik fyrir nokkru og átti þá góðan leik. Homburg sigraði lngol- stadt 3-1 í Suðurdeildinni i gær og er nú þari 12. sæti. 2. deildin íblaki Einn leikur fór fram um helgina í 2. i deild karla í blaki. Hvergerðingar j héldu til Eyja og léku þar við heima- menn. Eyjamenn reyndust sterkari,| unnu með þrem hrinum gegn einni. Leik Þróttar, Neskaupstað, og \ UMSE sem fara átti fram á Norðfirði í | gær, var frestað. Keppnin í 2. deild fer fram í tveim | riðlum, Suðvesturlands- og Norð- austurlandsriðli. Tvö efstu liðin i I hvorum riðli mætast síðan í úrslita-1 keppni. Fer hún fram í Reykjavík j dagana 27.-28. marz nk. Staðan í 2. deild er nú þessi: Suðvesturlandsriðill Þróttur b ÍBV HK Hveragerði Samhygð Norðausturlandsriðill UMSE ÍMA Bjarmi Þróttur Nes 5 5 0 15—4 10 J 5 4 1 12—4 8i 5 2 3 10—9 4' 5 1 4 4—14 2 4 0 4 2—12 0 i 2 2 0 6—2 4 ; 2 1 1 4—3 2 3 1 2 4—7 2 1 0 1 1—3 0 -KMU. H Leikaðferðir í íslenzka blakinu eru orðnar nokkuð þróaðar. sérstaklega hjá Þrótti. Á myndinni sézt gott dæmi. Valdemar Jónasson stekkur upp rétt við uppspilarann. reiðubúinn að taka „stuttan bolta”. í stað þess að gefa á Valdemar, scndir uppspilar- inn, Gunnar Árnason, langa scndingu yfir á Barða Valdimarsson sem er að leggja af stað í uppstökk. Framarinn, Baldur Tumi Baldursson fylgist með. DB-mynd: S. Stenmark varð í 3. sætinu Þrátt fyrir að hafa forystu eftir fyrri umferð svigsins í Wengen í Sviss í gær varð Ingemar Stenmark að gera sér þriðja sætið að góðu er upp var staðið. Bojan Krizaj frá Júgóslavíu keyrði siðari umferðina af geysilegum krafti og kom í mark á 1:34,27 sek. Marc Giardelli frá Luxemborg varð óvænt annar á 1:34,69 og Stenmark þriðji á 1:34,84 sek. Stenmark hefur nú forystu í stigakeppninni um heimsbikarinn og hefur 150 stig. Peter Muller hefur 140 stig, hann hlaut slæma bylfu í bruninu eins og sjá má í annarri frétt. Leverkusen fékk stórskell „Mér gekk sjálfum ágætlega í leikn- um gegn Gummersbach en við steinlág- um 17-28,” sagði Viggó Sigurðsson er við slógum á þráðinn til hans í gær- kvöid. „Ég skoraði 4 mörk en það dugði okkur skammt. Áttum aldrei möguleika.” Göppingen er nú efst í Bundesligunni á ný eftir sigur gegn Huttenberg en Dankersen tapaði um helgina fyrir Giinsburg og staða liðsins er nú slæm við botninn. Leverkusen er í 8. sæti deildarinnar eftir góðan sprett undanfarið. -SSv. Bett skoraði James Bett var á meðal markaskor- ara Rangers um helgina er liðið sigraði Airdrie 5-0 á útivelli i bikarnum. Þessi sigur var nokkuð stór og óvæntur því liðin höfðu þrivegis mætzt í vetur og alltaf skilið jöfn. Derek Johnstone skoraði tvö marka Rangers, Aberdeen vann nauman sigur á Raith 2-1 en Celtic sigraði örugglega í sínum leik og komst áfram. Hallur Sfmonarson skrifar frá Lundi: Ekki tókst Fram að stöðva sigurgönguna —vann þó hrinu af Þrótti í 1. deild blaksins Engin óvænt úrslit urðu í 1. deild karla í blaki um helgina. ÍS vann Vik- ing 3-0 og Þróttur vann Fram 3-1. Leik UMFL og Vikings sem fara átti fram á föstudag var frestað vegna skafrenn- ings sem var á veginum til Laugarvatns. Víkingur—ÍS Gamli jálkurinn Friðbert Trausta- son, átti stærstan hlut í sigri ÍS á Víking í Hagaskólanum í gær. Hann var drjúgur við smössin, auk þess sem hann barðist vel í vörninni. ÍS-liðið hafði öll tök á leiknum og Víkingur komst ekki upp með neitt. Það var helzt í 2. hrinu sem Stúdentum var ógnað, þeir unnu hana engu að síður, að vísu naumlega, 15-13. Fyrstu hrinu vann ÍS 15-8 og þá þriðju 15-5. Tæplega tveggja stunda blakleikur Víkingsstúlkurnar stefna nú hrað- byri að íslandsmeistaratitlinum í kvennablakinu. í gær lögðu þær hættulega andstæðinga að velli er þær sigruðu Þrótt i æsispennandi leik, 3-2. Er Víkingur eina liðið í kvennablakinu sem ertaplaust. Leikur Víkings og Þróttar er með þeim lengri sem sézt hafa. Samtals var leikið í 111 mínútur, þar af var ein hrina 25 mínútna löng. Víkingur hóf leikinn af krafti og vann fyrstu hrinu nokkuð örugglega 15-6. Þróttur svaraði fyrir sig í næstu, vann 15-13. Þá þriðju vann Vikingur 15-8 en Þróttarstúlkurnar voru langt frá þvi að gefast upp, þær börðust sem ljón i fjórðu hrinu og tókst að merja sigur, 15-13. Úrslitahrinuna unnu síðan Víkingsstúlkurnar 15-7 eftir að Þróttur hafði komizt i 7-3. I Víkingsliðinu bar einna mest á Ásdísi Jónsdóttur en Jóhanna Guðjónsdóttir var traust að venju. Hjá Þrótti kom Hulda Laxdal bezt út. Staðan í kvennablakinu er nú þessi: Víkingur ÍS Þróttur ÍMA Breiðablik 5 0 15—7 -KMU. Suðurnesjamenn sterkir á af mælismóti ISÍ í gær Fyrri hluti afmælismóts Júdósam- bandsins fór fram í gær í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Bjarnl Friðriksson, Ármanni, sigraði eins og vænta mátti í 95 kg flokki og í 86 kg flokki sigraði Sigurður Hauksson úr Keflavík. Annar Keflvíkingur, Ómar Sigurðsson, sigr- aði í 78 kg flokknum og enn einn af Suðurnesjum, Gunnar Jóhannesson úr Grindavik vann 60 kg flokkinn. í 71 kg flokknum sigraði Ármenningurinn Hilmar Jónsson hins vegar. -SSv. Eitt mark til viðbótar hefði f leytt Víking f undanúrslitin —en íslandsmeistaramir urðu að sætta sig við 17-17 jafntefli í æsispennandi leik gegn Lugi í Lundi í gærkvöldi þar sem Víkingur hafði yfirhöndina 14-12, er 15 mín. vom til leiksloka Frá Halli Símonarsyni, Lundi, í gær- kvöld: í einhverjum mest spennandi leik sem undirritaður hefur séð, jafntefli 17-17, bar Lugi sigurorð af Víkingi í 8- liða úrslitum Evrópukeppni meistara- liða hér í Lundi í gærkvöld. Samanlagt varð markatalan 34-33 úr báðum leikj- unum Lugi í vil. Það gat ekki munað minnu. Eitt mark til viðbótar hjá Vík- ingum í gær hefði tryggt þeim réttinn til þátttöku í undanúrslitum keppninn- ar. Vissulega voru möguleikar til þess og vissulega áttu Svíarnir líka mögu- leika á að auka muninn. Heimaleikurinn varð Víkingum að falli. Ef aðeins hefði verið komizt hjá markinu klaufalega á lokamínútunni í Laugardalshöll hefði Víkingssigur verið í höfn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það voru mörg ef-in í þessum tveimur leikjum íslandsmeistara Vík- ings og Svíþjóðarmeistara Lugi. Á fjórða hundrað íslendingar voru á meðal áhorfenda á leiknum og sögðu leikmenn Vikings eftir leikinn að í þeim hefði oftast heyrzt meira en hinum sænsku stuðningsmönnum Lugi, sem létu þó vel í sér heyra og studdu vel við bakið á sínum mönnum. Tvennt skipti sköpum í leiknum i gær; góð byrjun Lugi, sem komst í 4-1, og síðan þegar staðan var 14-12 fyrir Víking og Árna Indriðasyni var vikið af velli á 47. mínútu. Lokamínúturnar voru ofsaleg barátta beggja liða — allar jafnteflistölur frá 14-14 og upp í 17-17. Svíarnir skoruðu á undan, en Steinar Birgisson jafnaði metin þegar 40 sek. voru til leiksloka. Leikið var maður á mann og allt í einni hringiðu á gólfinu. En Svíum tókst að halda knettinum og sigurinn var þeirra. Vikjum nú nánar að gangi leiksins. Gangur leiksins Víkingarnir voru varla komnir í gang er Heinonen skoraði, 1-Oeftir aðeins 40 sek. Víkingar fengu í næstu sókn víta- kast en Mats Ohlson, markvörður Lugi, gerði sér lítið fyrir og varði frá Páli. Lugi náði knettinum eftir ranga sendingu Guðmundar Guðmundssonar og Heinonen skoraði aftur, 2-0 eftir aðeins 80 sek. Þorbergur minnkaði muninn i 2-1 en Claes Ribendahl svaraði um hæl, 3-1. Þetta var hans eina mark í leiknum. Thomas Sjögren bætti fjórða markinu við. Síðan varði Ohlson frá Þorbergi og Ribendahl var vikið af velli í 2 mín. fyrir að standa of nálægt í aukakasti. Páll Björgvinsson lagaði stöðuna í 4-2 á 6. mín. og síðan fengu Svíarnir á sig leiktöf. Steinar skoraði þriðja mark Vikings eftir að Þorbergur hafði átt þrumuskot í stöng- ina. Þegar hér var komið sögu tóku Vík- ingar Ribendahl úr umferð en Þorbergi „Eftir höfðinu dansa limimir” „Eftir höfðinu dansa limirnir,” sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ari er við spurðum hann álits á tapinu gegn Dönum á föstudagskvöld í Ribe. „Strákarnir voru orðnir uppgefnir eflir strembna leiki gegn V-Þjóðverjunum og það lagðist allt á eitt hjá okkur. Við létum verja frá okkur 11 sinnum í dauðafærum á meðan Danirnir sölluðu á okkur mörkum. Vörnin var slök og markvarzlan þá um leiö og segja má að við höfum aldrei komizt í gang.” Margir hafa undrazt hið stóra tap, 17-29, fyrir Dönunum á laugardag eftir hinn góða árangur gegn heimsmeistur- um V-Þjóðverja. Strangt ferðalag nótt- ina fyrir leikinn við Dani sat illa í leik- mönnum er til leiksins kom þannig að ekki varð við neitt ráðið. „Því er hins vegar ekki að neita að danska liðið kom okkur mjög á óvart með stórskemmti- legum leik. Liðið hefur tekið geysileg- um framförum frá því á NM í haust — á því leikur enginn vafi,” sagði Hilmar. í dag mun Hilmar útnefna landsliðs- hóp fyrir leikina þrjá gegn Frökkum í þessari viku, en sá fyrsti þeirra verður á miðvikudag. -SSv. var vísað af leikvelli í 2 mín. fyrir sams konar brot og Ribendahl áður. Þrátt fyrir að Víkingar væru aðeins 5 tókst þeim að ná forystunni með tveimur glæsilegum mörkum Steinars, sem brauzt í gegn af fítonskrafti en David- son jafnaði, 5-5, eftir 12 mínútur. Á eftir fylgdi kafli þar sem ekkert gekk upp hjá liðunum. Ohlson varði frá Þor- bergi, Páll komst einn upp en varið var frá honum og loks átti Guðmundur skot í stöng. Til að bæta svo gráu ofan á svart var Þorbergi vísað af leikvelli í annað sinn og ekki nema 14 mín. búnar af leiknum. Tóku Víkingar það ráð að láta Þorberg elta Ribendahl, en þeir Páll og Guðmundur höfðu haft það hlutverk fram að því. Lugi komst síðan í 6-5 með marki Heinonen og André bætti því sjöunda við, 7-5. Steinar minnkaði muninn í 6-7 en Jonson kom Lugi í 8-6 eftir 18 mín. Á eftir fylgdi langur kafli hjá liðunum þar sem barizt var grimmilega en ekkert skorað. M.a. varið frá Þorbergi og 6 tíma ferð varaði Í38 klukkustundir Frá Halli Símonarsyni í Lundi i gær: Hin stutta ferð íslandsmeistara Vík- ings til Lundar tók langan tima. Þegar komið var til Ábbottsinch-flugvallar í Glasgow á föstudagsmorgun var til- kynnt að einhver bið yrði á áframhald- andi flugi til Kaupmannahafnar. Síðan var tilkynnt að ekkert yrði fiogið til Hafnar. Flugleiðavélin hélt aftur heim án farþeganna, sem urðu eftir í Glasgow og gistu þar á góðu hóteli. Kl. 13 á laugardag var svo haldið með SAS flugvél til Kaup- mannahafnar en þó með viðkomu I Stavangri. Farið var með bát til Malmö og síðan með lest til Lundar. Komið þangað kl. 20 á laugardagskvöld eftir 38 klukkustundir frá því leikmenn lögðu af stað frá heimilum sínum i Reykjavík. Ferð sem talið var að tæki ekki nema 6 tíma. Þess má geta að nýj- ustu flugvélar gátu lent í Kaupmanna- höfn — þokan kom ekki í veg fyrir lendingu t.d. flugvéla Lufthansa þar. Stúdentar börðust vel i leiknum. Þeir sóttu stíft á Víkinga og ekkert var gefið eftir í vörninni. Fyrir utan Friðbert var ÍS-liðið nokkuð jafnt. Víkingarnir voru ákaflega mistækir. Þeir áttu það til að setja boltann fal- lega í gólfið en þess á milli sáust svoköll- uð Tumasmöss, þ.e.a.s. srnöss sem fóru langt út í vegg. Enginn bar af í Víkingsliðinu. Þróttur—Fram Ekki tókst Frömurum að stöðva sigurgöngu Þróttar. Þó höfðu þeir gott tækifæri til þess því Þróttarar voru ákaflega slakir. Með yfirvegaðri leik er aldrei að vita nema Framarar hefðu getað klipið stigin af Þrótti. Hvorki fleiri né færri en 5 uppgjafir fóru í súginn hjá Fram í fyrstu hrinu. Þróttur vann hana 15-6. Aðra hrinu vann Þróttur 15-9 en Fram tók þá þriðju 15-13. Framkvæmdi Sigurður Björnsson 6 síðustu uppgjafir Fram, frá 9 og upp í 15. Lokahrinuna hafði Þróttur, 15-8. Staða Þróttar í blakinu í dag er svip- uð stöðu Víkings í handboltanum. En leikur Þróttar í gær var ekki mjög sannfærandi, þó liðinu hafi tekizt að sigra Fram hefði það ekki haft Stúdent- ana meðsamaleik. Gunnar Árnason gerði Frömurum margan grikkinn með laumum sínum. Annars voru Þróttarar allir í meðal- mennskunni og mistök liðsins fjöl- mörg. Þó voru mistök Framar enn fleiri, sérstaklega var smössunum klúðrað illilega. Enginn bar af í því liði. Bezti maður leiksins var dómarinn, Björgólfur Jóhannsson. Aðstoðar- dómari hans var Haukur Valtýsson. Staðan í 1. deild karla er nú þessi: Þróttur 10 10 0 30—6 20 ÍS 9 7 2 23—11 14 Víkingur 9 3 6 16—21 6 Fram 10 3 7 14—25 6 UMFL 8 0 8 4—24 0 -KMU „Þetta var stórsigur fy rir íslenzkan handknattleik” — sagði Jóhann Ingi Gunnarsson eftir leikinn. Viðtöl að neðan við f jölmarga Frá Halli Símonarsyni i Lundi í gær: Eftir leikinn sveif Dagblaðið á leik- menn beggja liða svo og nokkra aðra og spurði þá álits á leiknum. Fyrstur varð á vegi minum Kristján Sigmunds- son, sem varði mark Víkinganna af stakri prýði allan leikinn. „Skot Svíanna voru erfiðari nú en heima. Greinilegt að þeir hafa mjög kynnt sér markvörzlu mína. Þeir skor- uðu nú litið úr langskotum — því meira með gegnumbrotum og úr horn- unum. Maður getur kannski ekki beint verið óánægður með frammistöðuna, jafntefli 17-17, en þegar ég hugsa til þess að hefði ég varið einu skoti meira værum við komnir í undanúrslitin verður ánægjan minni.” Vona að landsliðið verði byggt upp á Víkingum Næst hitti ég Jón Hjaltalín, en hann er nú staddur í Lundi. „Þessi viðureign Vikings og Lugi tapaðist í heimaleikn- um. Ég er þó ekki sáttur við þýzku dómarana þegar þeir slepptu vítakasti á Svíana eftir Ijótt brot á Árna. Þá voru 10 mín. eftir og ég hef ekki séð öllu augljósara vitabrot. Bæði lið voru mjög örugg í leik sínum, náðu góðum leikfléttum. Þó fengu Víkingar ekki að leika sinn eðlilega leik. Svíarnir alltaf seigir og bíða eftir marktækifærunum. Hinn ungi Heinonen kom mjög á óvart. Lék sinn langbezta leik með Lugi hingað til. Hefur litið skorað í Allsvenskan. Þá varði markmaður Sví- anna, Mats Ohlson, tvívegis á mikil- vægum augnablikum þegar staðan var 14-12 fyrir Víking. Ég vona að íslenzka landsliðið verði byggt upp á Vikingun- um. Þýðingarmikið að geta stillt upp svo samstilltu liði. Sjö Víkingar í byrj- unarliðinu gæti verið mikill styrkur.” „Ég er ósáttur við dómarana að fá ekki vítakast þegar greinilega var gripið í handlegginn á mér,” sagði Árni Ind- riðason, „en við brottreksturinn var kannski ekkert hægt að segja. Dómar- arnir dæmdu yfirleitt vel og voru sjálf- um sér samkvæmir,” bætti Árni við. Góð barátta „Það var geysilega góð barátta í öllu liðinu til siðustu mínútu,” sagði Páll Björgvinsson. „Ég get eingöngu kennt mér um að sigur vannst ekki. Mér mis- tókst að skora úr vítakasti og skoraði ekki tvívegis eftir að hafa komizt frir í gegn. Og þá er ekki talað um fyrri leik- inn þegar ég var útilokaður. Þessi leikur gat farið alla vega. Það eru vissu- lega mikil vonbrigði að komast ekki áfram. Við höfðum gert okkur miklar vonir — kannski ekki beint leikmenn liðsins heldur íslendingar í heild. Það setti talsverða pressu á liðið. Þá vil ég þakka áhorfendum fyrir þátt þeirra — hann var frábær. Að koma hingað til Lundar að styðja svo vel við bakið á okkur yljaði okkur um hjartarætur.” Jöfn lið „Þetta var góður leikur og liðin voru mjög áþekk að getu,” sögðu v-þýzku dómararnir Wilfried Petens og Edgar Reichen. „Sterkar liðsheildir hjá báðum liðum en enginn afburðaleik- maðúr.” „Ég taldi víst að möguleikarnir væru svona 50-50,” sagði Claes Ribendahl, ,,og reiknaði með jöfnum leik.” Vík- ingur er mjög sterkt lið — það vissi ég áður en að leikjunum við þá kom. Éger vissulega tnjög ánægður með úrslitin, en við eigum enga möguleika á að komast i úrslitin.” Vil fá Júgóslavana „Ég er himinlifandi meðminn þátt,” sagði Thomas Heinonen, stjarna Lugi. „íslenzka liðið er mjög gott með Aðal- steinsson sem bezta mann. Ég hélt fyrir leikinn að möguleikar okkar væru öllu meiri, eins og kom e.t.v. á daginn, og í undanúrslitunum vil ég helzt mæta Júgóslövunum.” „Þetta var frábær leikur,” sagði Kurt Wadmark, formaður Lugi. „ís- lenzka liðið var mun betra — lék mun fágaðri sóknarleik. Vikingsliðið er mun betra en ég hélt það væri. Dómararnir voru góðir. Ja, det var mycket braa,” sagði hann, en hann var þarna ásamt formanni sænska handknattleikssam- bandsins. Mjög góður leikur „Þetta var mjög góður leikur af hálfu Víkinganna, en ástæðan fyrir því að Víkingur komst ekki áfram var sú að Páll náði sér ekki á strik í sókn- inni,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari. „Það var heppni hvoru megin sigurinn lenti. Vík- ingur á fullt eins erindi í undanúrslitin og Lugi. Leikurinn var í heild sigur fyrir íslenzkan handknattleik. Það er gott aðnájafntefli við Lugi á útivelli.” Loks hitti ég fyrir Bertil Anderson, þjálfara Lugi. „Ég er afar ánægður með þessi úrslit. Liðin léku bæði taktískan handknattleik og þó ég hafi ekkert vitað um liðið fyrir leikina gegn Víking þekkti ég öll þessi pólsku kerfi og gat hagað undirbúningi liðsins sam- kvæmt því. Markvarzlan var góð hjá báðum liðum og það jafnaðist upp. Víkingur er lið, sem aldrei lætur deigan .síga og þess vegna gátum við aldrei slakað á. Ef ég þarf að segja það þá vil ég helzt fá Júgóslavana í undanúrslitun- um. Af íslenzku leikmönnunum kom Birgisson mér mest á óvart. Hann rétti okkur knöttinn 5 sinnum á silfurfati í fyrri leiknum en nú var hann geysilega sterkur, bæði í vörn og sókn.” Steinari. Loks fékk Lugi vítakast á 25. | mínútu en skot Ribendah! hafnaði marksúlunni. Á næstu mínútu skoraðil Árni gullfallegt mark af línunni er hannl vippaði yfir Ohlson. Davidson komf Lugi þá í 9-7 og svo fengu Vikingarj vítakast. Ohlson gerði sér hins vegarl lítið fyrir og varði frá Árna. Víkingarl fengu knöttinn aftur en Ohlson varðil skot Steinars. Rétt fyrir lok hálfleiksins| komst Andrén í dauðafæri á línunni enl Kristján varði skot hans með tilþrifum. | Sannir Víkingar Það var greinilegt að Bogdan Kowal-| czyk hafði talað yfir hausamótunum ál sinum mönnum í hálfleik þvi Víking-jt arnir komu tvíefidir til leiks eftir leik- hlé. Guðmundur minnkaði muninn í 8- 9 eftir 40 sek. og rétt á eftir var klaufa- lega dæmt mark af Þorbergi. Hann I iafnaði metin hins vegar á 6. mín. s.h., f 9- 9- Og síðan komst Víkingur yfir, 10- 9, Árni Indriðason úr hraðaupphlaupi! eftir sendingu Steinars. Heinonen vari svo enn á ferðinni fyrir Lugi og jafnaði! 10- 10, en tvö mörk Þorbergs á skömm- í um tíma komu Vikingum í 12-10. | Geysilegur hávaði var nú hjá íslenzku: áhorfendunum, sem iðulega yfir- gnæfðu Sviana með hrópum sínum. Heinonen var ekki hættur og skoraði | 11. markið en Þorbergur svaraði með marki úr vítakasti eftir að brotið hafði! verið á Steinari, 13-11. Sjögren (víti): lagaði stöðuna í 12-13 og siðan lét Páll verja frá sér er hann komst einn upp allan völl á 15. mín. Þorbergur kom þó ! Víking I 14-12 en þá var Árna vikið af| leikvelli og það hafði alvarlegar af-: leiðingar. Víkingar misstu taktinn og: Kosak skoraði 13-14 og Hanson; jafnaði, 14-14. Mikill darraðardans; stiginn og menn voru undrandi er; brotið var mjög gróflega á Árna, fljót- i lega eftir að hann kom aftur inn á, á\ línunni en ekkert dæmt. Siðan varði Ohlson frá Steinari og Páli og loks var dæmdur ruðningur á Guðmund og| Kosak kom Lugi í 15-14 á 25. mín. s.h. Þorbergur jafnaði, 15-15, er 4 mín.i voru eftir. Hanson skoraði 16-15 og 3: mín. eftir og síðan var Ribendahl vísaðj. af leikvelli.Þorbergur jafnaði enn, 16-P 16 og tvær og hálf mínúta eftir. John-[j son skoraði 17. mark Lugi er 70 sek.; voru eftir og lokakaflanum hefur áðurj verið lýst. Lugi hélt knettinum út leik-| tímann og tókst reyndar að skora mark| en flautað hafði verið til leikslokal einum 3 sek. áður. Varnarleikur beggja liða var mjögl góður yfirleitt — mikil barátta. Enj sóknarleikurinn hefur oft verið beittaril hjá Víkingi. Svíar virtust gjörþekkja| hvert einasta leikkerfi þeirra og klipptui hornamennina bókstaflega út úr leikn- um. Auk þess höfðu þeir mjög strangarj gætur á Þorbergi allan tímann — léku| mjög framarlega. Varnarleikurinn varf aðall Víkingsliðsins, en einstaklings- framtakið réð meira i sókninni. Mark-j varzlan góð. Steinar var frábær i fyrrij hálfleiknum, en þá tókst Svíum að verj-j ast skotum Þorbergs. Annað hvortj varði vörnin eða Ohlson í markinuj Þorbergur náði sér hins vegar mjög vels á strik í siðari hálfleiknum og skoraðig þá 7 mörk. Svíunum tókst ekki að stöðva hann þá þrátt fyrir gæzluna.l Það er athyglisvert í leiknum að Riben-j dahl, frægasti leikmaður SvíannaJ skorar aðeins eitt mark. Nýtt fyrir hann í leik. Hins vegar sló Thomas Heinonen í gegn — hefur aldrei leikið slíkan leik| áður. „Við áttum að sigra i þessum leik þvi Steinar skoraði 5 mörk — maður-| inn með hvað minnstu leikreynsluna,’ sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari Vík-j inganna í leikslok. Mörkin skiptust þannig: Víkingur^ Þorbergur Aðalsteinsson 8/1, Steina Birgisson 5, Árni Indriðason 2, Guð-I mundur Guðmundsson og Páll Björg-: vinsson 1 hvor. Lugi: Heinonen 6,; Davidson 2, Jonson 2, Sjögren 2) Kosak 2, Hanson, Andrén og Ribem dahl 1 hver. Iþróttir Stórleikur íkörfu íkvöld í kvöld fer fram stórleikur í körfunni þar sem Valur og KR mætast í Höllinni kl. 20. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvík á föstudagskvöld og eru vafalitið í vígahug. KR-ingar hafa eitthvað misst flugið að undanförnu en þeir eru eina liðið, auk Vals, sem borið hefur sigurorð af Njarðvík. Það ætti því að geta oröið fjör í kvöld þegar „Njarðvíkurbanarnir” mætast. Grosswallstadl er úr leik Calipisa og Nettelstedt gerðu jafn- J tefli, 20-20, í síðari leik iiðanna í Ali- j cante á Spáni í gær. Nettelstedt vann fyrri leikinn 25-14. Leikurinn var liður i Evrópukeppni bikarhafa og í umferð- | inni á undan sigraði Nettelstedt Hauka 21-18 og 17-12. Á sama tima sigraöi CZKA Moskvu Grosswallstadt 24-20 á heimávelli Þjóðverjanna, sem áltu aldrei möguleika. Munurinn var um tima 7 mörk en CZKA vann fyrri leik- inn með 6 marka mun. • Feyenoord slegið úr bikarnum „Það var ægilegt að horfa upp á þetta,” sagði Pétur Pétursson við DB í gær eftir að Feyenoord hafði verið slegið út úr bikarnum á eigin heimavelli af smáliðinu Haarlcm. „Heppnin var I svo sannarlega með Haarlem,” sagði Pélur. Feyenoord komst yfir, 1-0, en Haarlem jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks. Aftur komst Feyenoord yfir, 2-1, en Haarlem jafnaði á lokamínútu leiksins. Þá var framlengt og enn komst Feyenoord yfir, 3-2. Þegar dómarinn : bjóst til að blása í flautuna til merkis j um leikslok jafnaði Haarlem, 3-3. Þá fór fram vitaspyrnukeppni og þar sigraði Haarlem. Ajax malaði Twente 5-1 og AZ ’67 vann áhugamannalið 5- íj 2. • Siggi Gunn. til búinn í slaginn „Ég geri mér vonir um að Siggi ieikil næsla lcik með Leverkusen gegn> Dietzenbach um næstu helgi,” sagðij Viggó Sigurðsson í spjalli við DB í gær.jj „Hann hefur náð sér vel á strik að und- anförnu og er oröinn góður af meiðsl-| unum. Hann lék með varaliöinu 11111 hclgina og skoraði 5 mörk, þannig aðj; hann á að vera tilbúinn í slaginn aftur.” Sigurður meiddist sem kunnugtl er á æfingu í byrjun október og hefur verið frá keppni þar til fyrir skömmu. , • „Eg var bara aðprófa unglingana” „Ég var bara að prófa mig áfran með unglingalandsliðið,” sagði Vlado Stenzel eftir tapleikinn gegn íslandi i sli viku. Nær ekkert hefur verið sagt frá landsleikjunum í þýzkum blöðum. Stenzel lét þó hafa það eftir sér í einu stórblaðanna að það væri heimska hjá DHB (handknattleikssambandi V- Þýzkalands) að setja leiki eins og þessa gegn íslandi á með engum fyrirvara. Bundesligu-liðin neituöu að lána leik- menn sina i slika gervileiki. Þess má geta í leiðinni að V-Þjóðverjar unmj Dani fyrir skömmu og geröar voru breytingar á því liði fyrir leikina gegn íslandi. Aðalfundur Framhaldsaðalfundur handknattl leiksdeildar Vals fer fram kl. 20 í kvöld í félagsheimilinu að Hliöarenda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.