Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 28
Gífurlegt tjón á höfuðborgarsvæðinu:
Þakplötur eins og skæða-
drífa—bflamir í hrúgur
— líki þessu ekki við neitt nema Vestmannaeyjagosið, sagði lögreglumaður
íReykjavík
„Ég hef aldrei séð annað eins,”
sagði lögreglumaður í Árbæjarstöð
lögreglunnar i Reykjavik í morgun.
„Þakplötur fuku eins og skæðadrífa,
bílar fuku saman í hrúgur, engum var
stætt og fólk skreið á fjórum fótum.
Stanzlaus útköll voru hjá lögreglunni
og björgunarsveitum, sem voru i alla
nótt að bjarga fólki og eignum. Tjón-
ið er svo gífurlegt og viðtækt að ekki
hefur verið nokkur leið að sinna t.d.
bílatjóninu. Ég get ekki likt þessu við
neitt annað en gosið í Vestmannaeyj-
um.”
„Ég er í raun og veru hissa á því að
ekki skyldi verða manntjón í bænum,
þakplöturnar fuku um allt eins og
skæðadrífa,” sagði Arnþór Ingólfs-
son aðalvarðstjóri í Reykjavikurlög-
reglu.,.Kallaðar voru út hjálparsveit-
ir og viðbótarlögreglulið, ástandið
var skelfilegt.”
Ekki er hægt að gera sér grein fyrir
tjóninu, sem varð á höfuðborgar-
svæðinu í óveðrinu i gærkvöldi og
nótt, en ljóst er að það er gifurlegt.
Veðurhæðin var gifurleg og verst var
ástandið í Árbæjar, og Breiðholts-
hverfum þar sem þakplötur hreinlega
sópuðust af húsum. í miðborginni
má sem dæmi taka, að þakplötur
fuku af verzlunarhúsi Víðis i Austur-
stræti, Fjalakötturinn laskaðist, og
hluti af þaki fauk af Iðnaðarbankan-
um. Á Seltjarnarnesi fauk þak af
ibúðarhúsi á Skólabraut í
heilu lagi. Þá fauk uppslátturinn að
barnaheimilinu við Hnitbjörg og
þakið fauk að miklu leyti af fæðing-
ardeild Landspítalans. Þá fuku
plötur af Borgarspitalanum og
húsum á víð og dreif um borgina.
Þrjár vaktir voru kallaðar út til
starfa hjá slökkviliðinu og unnu 40
manns þar í alla nótt við hjálparstörf.
Margir lögreglumenn, sem eiga öfl-
uga jeppa lögðu þá fram til starfa.
Tjón varð í smábátahöfninni í Elliða-
vogi, hesthúsum i Viðidal. „En það
er guðs mildi hve fólk hefur sloppið
vel,” sagði einn lögreglumaðurinn i
Df>vVÍ9vít í mnronn. -.1H.
Geysilegt tjón varð á fleiri hundruð
bílum hér í Kópavogi, sagði varðstjóri
Kópavogslögreglunnar í morgun. Bil-
arr.ir eru allt frá því að vera Iítið
skemmdir og upp í ónýtir. Þá urðu
skemmdir á fleiri tugum húsa, þök
fuku, plötur voru eins og skæðadrífa,
raflínur slitnuðu og gler brotnaði í
gluggum. Slys urðu þó ekki alvarleg á
fólki, 3—4 fluttir i slysadeild skornir
eftir gler.
Trúlega hefur mesta tjónið orðið á
Víghólaskólanum, en þar fauk meiri
parturinn af þakinu og rúður brotn-.
uðu. Mjög slæmt ástand var við háu
blokkirnar við Engihjalla, bílar í bendu
og drasl fjúkandi á þá. -jh. ]
Mikill viðbúnaður almannavarna, lögreglu og björgunarsveita:
Þúsundir við björgunarstörf
Tilkynning frá Veðurstofu þess
efnis að í uppsiglingu væri fárviðri
um sunnanvert, suðvestanvert og
vestanvert landið barst Almanna-
vörnum rikisins laust fyrir kl. 19 í
gærkvöldi, að sögn Hafþórs Jóns-
sonar, fulltrúahjáAlmannavörnum.
Stjórnstöð Almannavarna var
þegar opnuð, viðvörun send tafar-
laust til útvarps og sjónvarps og at-
hygli almannavarnanefnda á hættu-
svæðinu vakin.
„Upp úr kl. 20 var veðrið orðið
þannig að sýnt þótti að kalla þyrfti út
meiri háttar hjálparsveitalið til að
sinna brýnustu hjálparverkefnum,”
sagði Hafþór. „Almannavarna-
nefndir byrjuðu aö kalla út hjálpar-
sveitir og um kl. 22 voru þær komnar
tilstarfa.”
Voru þúsundir manna við björg-
unarstörf víða um land í gærkvöld og
nótt..
„Erfitt var að ná þeim saman
vegna álags á síma. Gífurlegt álag var
á simakerftnu og var það meira og
minna vandamál á öllu svæðinu.
Útvarpið var því notað til að boða út
hjálparsveitir.
Þær sinntu aðallega brýnustu
skyndiverkefnum, að. byrgja fyrir
brotnar rúður og hefta fok lausra
muna,” sagði Hafþór.
Lögreglan i Reykjavík sinnti 260
útköllum frá kl. 20 í gærkvöldi til 3 í
nótt. Á sama tíma bárust um það bil
200 hjálparbeiðnir til Almannavarna.
Veðrið fór að ganga niður um 2-
leytið í nótt og um 4-Ieytið var ástand
orðið það skaplegt i Reykjavik að
ákveðið var að fresta aðgerðum þar
fram i birtingu. . KMU
Þetta var algeng sjón i nótt: bílar fuku eins og hráviði út af götum og víða mátti sjá marga saman. Hundruð bíla skemmdust i Kópavogi einum og annað eins í Reykjavik.
DB-mynd: S.
Kópavogur:
FLEIRIHUNDRUÐ BÍLAR
SKEMMDIR 0G TUGIR HÚSA
frfálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDÁGUR 17. FEB. 1981.
Grfurlegttjón
á Suðurlandi:
Gróðurhús
brotnuðu
og þökfuku
— en hvergi vitað um
slys eða
mannskaða
„Ég veit hvergi um mannskaða eða
slys á fólki en það er ljóst að mikið tjón
hefur hlotizt á mannvirkjum i þessum
veðurofsa,” sagði Jón Guðmundsson
yfirlögregluþjónn á Selfossi. „Á Sel-
fossi fuku fáein þök eða þakhlutar.
Víða fóru plötur af húsþökum, talsvert
er um gluggarúðubrot og ótalinn fjöldi
bíla fauk til með ýmsum afleiðingum,”
sagði Jón.
Þessa sömu sögu sagði Jón að mætti
segja frá öllu Suðurlandi. Hann vissi
um þak á Stokkseyri sem fokið hafði
og þar sem annars staðar, t.d. á Eyrar-
bakka og i Þorlákshöfn, hefði orðið
mikið tjón af lausafoki og af veðurofs-
anum.
í Hveragerði varð mikið tjón í
gróðurhúsum er gler brotnaði, en af-
leiðingarnar eru langt frá því fullkann-
aðar. Víða út um sveitir varð ýmiss
konar tjón, m.a. fuku þök í heilu lagi.
Víða voru sveitir björgunarmanna að
Istörfum í allt gærkvöld og lengi nætur,
t.d. í Þorlákshöfn, en á flestum stöðum
urðu menn að fara varlega vegna slysa-
hættu af fjúkandi hlutum húsa.
Jón taldi að í hryðjum hefði veður-
hæðin verið um 80 hnútar en 12 vind-
stig jafngilda 63 hnútum.
- A.St.
Miklarvindhviður
á Flateyri:
Fór sjö veltur
með bílnum
— en slapp
með skrámur
í gærkvöldi, um tíuleytið, var starfs-
maður á leið heim úr spennistöðinni á
Flateyri. Ofsarok var og var hann að
bíða af sér vindhviðu þegar hann vissi
ekki fyrr til en bifreið hans tókst á loft
og fór einar sjö veltur. Hann komst þó
af sjálfsdáðum út úr bílnum, lítils
háttar marinn en annars ómeiddur. Var
það snjónum að þakka, sem hér er mik-
ill.
Fjórtán tonna vörubíll var sendur til
að bjarga honum en minnstu munaði
að hann fyki líka niður fyrir veginn.
Bílstjórinn skellti sér þá upp fyrir veg-
innogalltgekkvei.
Hingað til Flateyrar hefur ekki
komið mjólk í viku og er orðið algjört
neyðarástand í- mjólkurmálunum. í
gær voru allar tiktúrur um mjólk á
fernum látnar lönd og leið og farið að
selja mjólk á brúsum upp á gamla mát-
ann. Á flugvellinum er mikill snjór og
ivika síðan hingað hefur verið flogið.
- IHH / ÞJT, Flateyri.
Reyðarfjörður:
Fjárhús fauk
Fjárhús fauk á bænum Kolmúla við
Reyðarfjörð i gærkvöldi. Tjón varð
ekki á skepnum að því bezt er vitað.
Brak úr húsinu dreifðist um nágrennið
og braut meðal annars fjölda af rúðum
í íbúðarhúsinu. Mjólkurbill sem
staddur var. við bæinn fauk á hliðina út
af veginum i einni hryðjunni. Bílstjór-
inn hafði brugðið sér heim að bænum,
en kom að fararskjótanum afvelta þeg-
ar hann ætlaði að halda áfram ferð-
inni.
Ægir, Fáskrúðsfirði / ARH