Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 5

Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. Grótjötunsmálið flutt í Hæstarétti: Ákærðu krefjast algerrar sýknu rikissaksóknari þyngri viðuriaga —tilvarastað- festingarhins áfrýjaða dóms Málflutningur í Grjótjötunsmálinu fyrir Hæstarétti hófst í fyrradag. Lauk honum ekki þá og var haldið áfram i gær og lauk um kl. 15. Ríkissak- sóknari, Þórður Björnsson, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, en Jóhannes L.L. Helgason hrl., fyrir ákærða, Knút Bruun, og Jón Finnsson, hrl. fyrir ákærða, ÞorFinn Egilsson. Þeir Knútur og Þorfinnur áfrýjuðu dómi Sakadóms Reykjavikur, sem upp var kveðinn af Haraldi Henrýssyni, saksóknara, hinn 13. marz 1979. Ríkis- saksóknari áfrýjaði einnig til þyngingar hinna dæmdu viðurlaga og til vara til staðfestingar á dómi sakadóms. Falskt kaupverð uppgefið Sandskip hf. keypti sanddæluskipið m.s. Jörpeland, síðar m.s. Grjót- jötunn, af Lars Hovland & Co., í Noregi, samkvæmt kaupsamningi frá 24. júlí 1974. Uppgefið verð var kr. 2.800.000 norskar, en endanlegt sölu- verð reyndist kr. 2.4 milljónir norskar. Knútur Bruun hrl. var stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri Sand- skips hf. Gætti hann hagsmuna kaupenda í þessum viðskiptum, en Þor- finnur Egilsson, hdl. var fyrir seljanda. Var þeim i ákæru gefinn að sök fjár- dráttur og til vara umboðssvik með því að hafa í sambandi við kaupin á sand- dæluskipinu komizt yfir til eigin ráðstöfunar 400 þúsund norskar krónur — Þorfinnur kr. 300 þúsund, en Knútur kr. 100 þúsund norskar. Auk þess var ákært fyrir ranga skýrslugjöf með því að hafa í umsókn um heimild til erlendrar lántöku og um gjaldeyri staðhæft að kaupverðið hafi verið kr. 2.8 milljónir norskar. Það hafi hins vegar verið kr. 2.4 milljónir. 3 og 5 mánaða fangelsis- dómar Knútur gerði þá grein fyrir þeim 100 þús. kr. norskum, sem hann veitti viðtöku, að þær hafi verið nokkurs konar lokaafsláttur til kaupanda. Hafi hann verið notaður í þágu skipsins. Lagði hann fram reikninga fyrir rúmlega helmingi fjárhæðarinnar. Ekki var talið að hann gerði nægilega grein fyrir afganginum og meðferð hans á honum talinn fjárdráttur. Knútur var hins vegar sýknaður af ákæru um ranga skýrslugjöf. Umboðslaun Þorfinns kr. 300 þúsund norskar voru talin óeðlilega há miðað við kaupverð skipsins. Var talið, að upphæð umboðslauna hafi ráðið nokkru um það, hvaða kaupverð var sett í samninginn. Þorfinni mátti vera ljóst, að hin háu umboðslaun urðu að einhverju leyti á kostnað Sandskips hf. Þessu hafi hann leynt kaupanda í því skyni að hagnast sjálfur. Þrátt fyrir neitun Þorfinns var talið sannað, að hann hefði samið um greiðsluna til Knúts og litið á hana sömu augum og umboðslaun sjálfum sér til handa. Var þetta brot talið varða við 248. gr. alm. hegningarlaga. í Sakadómi Reykjavikur var Knútur Bruun dæmdur til að sæta fangelsi i 3 mánuði en Þorfinnur Egilsson í 5 mánuði. Þá voru þeir sviptir mál- flutningsréttindum í þrjú ár. Áfrýjendurnir Knútur Bruun og Þorfinnur Egilsson, kröfðust sýknu af öllum ákæruatriðum. Rannsókn hér heima og í Noregi Rannsókn þessa máls vakti mikla athygli á sínum tíma. Var hún gerð bæði hérlendis og í Noregi og tók um BRAGI SIGURÐSSON það bil tvö ár. Þrátt fyrir það kom fram í ræðum lögmanna þeirra Knúts og Þorfinns, að nánari rannsókn á viss- um atvikum málsins hefði getað orðið til þess að skýra málið skjólstæðingum - þeirra enn frekar í vil en kostur væri á eins og á var haldið. Grjótjötunsmálið biður nú dóms- uppkvaðningar Hæstaréttar. -BS. Otsölu- markaður uorraterylene-buxur •••• , jo.00 '&Z#**** \f kr. 125 00 Gallabuxur . .... kr. 125.00 3533*^ •; jSK S» Barnabuxur . muels-o,^nabútarog mörg önnur efin a goo BUXNA OG BÚTAMARKAÐURINN HVERF/SGÖ TU 82 - SÍM/11258 Gjaldeyrir kemur—gjaldeyrir f er: MIKIÐ UM SKIPAKOMUR TIL ESKIFJARÐAR FRÁ JÓLUM Hólmanesið kom inn í gærmorgun með 120 tonn af góðum þorski. Að sögn Hauks Björnssonar, verkstjóra hjá Hraðfrystihúsinu, vantar tilfinnanlega fólk við snyrtingu og pökkun. Inflúensan kann að hafa einhver áhrif þessa dagana. En þótt hún sé með í dæminu, vantar fólk, eins og verkstjórinn sagði. 4.050 kassar fóru frá Hraðfrystihúsinu fyrir helgi, allt á Ameríkumarkað, fullunninn frystur fiskur. Meira verður lestað á morgun á þennan markað. 1.360 tonn af loðnumjöli hafa farið héðan á Þýzkalandsmarkað að undan- förnu. Ms. Heykur er hér í dag að lesta 680 tonn í viðbót. Dísarfellið kom í gærmorgun með 100 tonn af hjallaefni, það er að segja trönuspírum, til Guðjóns Hjaltasonar, fiskverkanda, sem kaupir hér fisk af minni bátum. Hann verkar í skreið og salt. Sex loðnuskip komu inn í gær með 2500 tonit. Hefur þá loðnubræðslan á Eskifirði tekið á móti 30 þúsundum tonna af loðnu frá áramótum. Útborguð laun daglauna- og vikulaunafólks hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar síðustu 3 vikur eru um 370 þúsundir nýkróna að sögn Hallgríms Einarssonar, launareikningsstjóra. Til hans bera menn mikið traust, þótt hann sé ekki hámenntaður og er sagt að honum skeiki aldrei. -BS/Regína, Eskifirði. „Samstaða” um endur- bætur í Nauthólsvík —undirskriftasöf nun til stuönings við lagfæringar við „Læragjá” Hópur fólks í Reykjavík og ná- grenni hefur tekið höndum saman og gengst nú fyrir undirskriftasöfnun meðal áhugamanna um bætta aðstöðu á útivistarsvæðinu í Naut- hólsvík — eða við heita lækinn, eins og það er stundum nefnt. Aðstandendur undirskrifta- söfnunarinnar nefna sig „Samstöðu” og hafa um alllanga hríð verið dag- legir gestir í heita læknum í Nauthóls- vík. Einn þessara gesta er Kristján Pétursson, deildarstjóri í tollinum á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði í samtali við fréttamann blaðsins að meðal tillagna hópsins væru þær að tryggt yrði nægjanlegt heitt vatn í læknum allt árið um kring, en að honum yrði þó jafnan lokað frá miðnætti til kl. 06 að morgni. Hópurinn leggur til að leysingavatni verði veitt framhjá læknum: að svæðið umhverfis lækinn verði afgirt, þannig að vélknúin ökutæki komist ekki inn á það; svæðið verði tyrft, og göngustígur verði settur meðfram bökkum lækjarins, bíla- stæði verði jöfnuðog í þauborinmöl, komið verði upp salernisaðstöðu fyrir baðgesti og að lögreglan hafi reglubundið eftirlit með svæðinu. „Allar þessar tillögur okkar miða að því að stuðla að almennri heilsurækt og fegrun umhverfisins,” sagði Kristján Pétursson. „Og auðvitað gerum við ráð fyrir að frekari skipulagningu svæðisins til útivistar verði haldið áfram.” Aðrir úr hópi forsprakka Samstöðu eru örlygur Hálfdánarson, Sigurbjörn Á. Friðriksson, Þór Þ. Þorgrímsson, Arndís Guðnadóttir, Grímur E. Guttormsson, Sigriður Ólafsdóttir, Gerður Pálmadóttir og Rut Ragnarsdóttir. Undirskriftalistar liggja frammi i móttöku Loftleiðahótelsins og víðar. -ÓV. Kátir krakkar á góðum sumardegi I heita læknum 1 Nauthólsvlk. . > I -DB-mynd: Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.