Dagblaðið - 18.02.1981, Side 12

Dagblaðið - 18.02.1981, Side 12
msBUWÐ Útgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kriatjánsson. Aðstoðorritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnan Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarriason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urðsson, Dóra Stefánscjóttir, Elin Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ing.t Huld Hákonardóttir, Kufltjón Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. L}ósmyndir: Bjaioleifui Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Mér E.M. Halldórs- son. DreHingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. ___ Hlaupið hratt—staðið ístað Menntaskólarnir og aðrir hliðstæðir skólar virðast veita nemendum sínum ótrúlega jafnt veganesti til háskólanáms eftir tölum að dæma, er Halldór Guð- jónsson, kennslustjóri Háskóla íslands, hefur tekið saman um árangur fyrsta árs nemenda. Stúdentar úr níu af fimmtán skólum hafa að meðal- tali 6,27 — 6,74 í svokallaða lagfærða meðaleinkunn úr fyrsta árs prófum háskólans. Munur þessara skóla er ekki marktækur, enda mundu þeir allir fá 6,5 eftir einkunnareglum háskólans. Stúdentar úr fjórum skólum til viðbótar ná að meðaltali 6 eða betur í lagfærða meðaleinkunn. Aðeins Fjölbrautaskóli Suðurnesja með 5,44 og Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti með 5,09 sitja eftir á botninum með heldur lakara veganesti. Tölurnar gætu bent til, að tveir grónir heimavistar- skólar, Samvinnuskólinn á Bifröst og Menntaskólinn á Akureyri, hefðu nauman vinning fram yfir hina menntaskólana, sem koma flestir rétt á eftir í þéttum hnapp. Á þessari túlkun er sá hængur, að því er varðar Sam- vinnuskólann, að hann hefur betri aðstöðu en flestir aðrir skólar til að velja sér nemendur, því að hann er ekki skuldbundinn neinu sérstöku landsvæði og býr við góða aðsókn. Athugun þessi er fleiri annmörkum háð. Hún mælir aðeins einn árgang stúdenta. í einum og sama skóla geta árgangar verið misjafnir, til dæmis eftir því, hverjir veljast sem forustusauðir, námsmenn eða kæruleysingjar. Ennfremur er ekki öruggt, að árangur í fyrsta árs prófum háskólans sé traustur mælikvarði á árangur sömu nemenda í lokaprófum. Veganestið úr stúdents- prófaskólunum getur verið misjafnlega hraðvirkt og misjafnlega haldgott. Eigi að síður er athugunin merkileg vísbending, sem fylgja þarf eftir. Safna þarf upplýsingum um nýja ár- ganga og bera þá ekki aðeins saman skóla, heldur einnig námsbrautir, því að þær geta verið ekki síður misgóðar en skólarnir. Þá væri og æskilegt að líta aftur í tímann og kanna árangur fyrri árganga til að þurfa ekki að bíða i nokkur ár eftir heillegri mynd. Loks kæmi vel til greina að bera skólauppruna manna saman við lokapróf þeirra frá há- skólanum. Að búa fólk undir háskólanám hlýtur að vera veru- legur þáttur í markmiðum menntaskóla og hliðstæðra skóla, sem veita stúdentspróf. Því er nauðsynlegt að móta mælikvarða á árangur þessa undirbúnings, svo sem nú hefur verið reynt. F^rstu tölur hljóta að valda vonbrigðum hinna breytingasinnuðu. íhaldssamir og nýstárlegir mennta- skólar standa hlið við hlið í einkunnagjöf Halldórs Guðjónssonar. Það er eins og menn hafi hlaupið hratt til að standa í stað. Að sumu leyti er jákvætt, að tölurnar skuli sýna jafnan árangur skóla með mismunandi aðferðir. Það bendir til, að æskilegt sé að halda fjölbreytni, hafa rót- tæka og hefðbundna skóla í ýmsum myndum og forð- ast hvers konar öngstræti. Ennfremur sýna tölurnar, að hinir nýju fjölbrauta- skólar þurfa að gæta sín. Þeir verða að auka kröfur til nemenda sinna, svo að ekki grunnmúrist stéttskipt kerfi fínna menntaskóla annars vegar og ófínna fjöl- brautaskóla hins vegar. Skólamenn hljóta að taka hinum nýju tölum af áhuga, ræða þær af kappi, reyna að túlka þær og þó fyrst og fremst hvetja til, að víðar og dýpra verði leitað fanga til að kanna, hvað þjóðin gerir í raun við árlegar 600 milljónir nýkróna skólakerfisins. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 Lánstíma vegna íbúðaröflunar verður að lengja Við þá lána- og vaxtastefnu, sem ríkisstjórnin framfylgir, er níðzt jöfnum höndum á sparifjáreigendum og ungu fólki, sem þarf að eignast þak yfir höfuðið. Sem dæmi um meðferðina á spari- fjáreigendum, sem öðru fremur er eldra fólk, má nefna, að þegar inn- lánsvextir eru 35%, en verðbólgan 50%, þá helmingast raunvirði inn- stæðunnar á 6 1/2 ári og eftir 10 ár er raunvirðið komið niður í rúman þriðjung af upphaflegu verðmæti. Ef verðbólgan er 60%, þá helmingast raunvirðið á 4 árum. Á hinn bóginn hafa lánskjör til öfl- unar ibúðarhúsnæðis verið að þrengjast. Sem dæmi má nefna íbúðarkaupanda, sem kaupir íbúð á 400 þús. kr. (40 millj. gkr.) með út- borgun upp á 320 þús. kr. (32 millj. gkr.). Jafnvel þótt hann eigi hand- bærar 6 millj. gkr. og fái bæði hús- næðislán upp á 6 millj. gkr. og líf- eyrissjóðslán upp á 8 millj. gkr., þá skortir hann engu að síður 12 millj. gkr. upp í útborgunina. Taka ný lán til afl standa undir afborgunum Við núverandi aðstæður er nánast eina úrræðið að skrapa saman vaxta- aukalán úr ýmsum áttum fyrir þess- um mismun. Það má sjálfsagt telja vel að verið, ef þess konar lán fást til 2 1/2 árs eins og stefnan hefur verið að undanförnu. Greiðslubyrðin af slíku láni (á verðlagi nú í febrúar) er hins vegar 50.000 kr. (5 millj. gkr.) á fyrsta árinu. Og heildargreiðslu- byrðin á því ári af teknum lánum hjá þessum íbúðarkaupanda er 58.850 kr. eða 5,9 millj. gkr. Undir slíku geta fæstir risið. Menn verða því að bjarga sér með því að taka ný lán til þess að standa undir gömlu lánunum. Og þetta gera menn. Það gengur svo Iangt að ýmsir verða að taka sér frí í vinnunni annan hvern mánuð til þess að ástunda slíkar reddingar, gang- andi bónbjargarveginn á milli banka- stjóranna. Allir sjá að þetta eru villi- mannlegar aðfarir gagnvart ungu fólki, sem þarf að eignast þak yfir höfuðið. Greiflslubyrfli 1,8 millj. gkr. efla 5,9 millj. gkr. Á hinn bóginn má líta á hvernig hag þessa íbúðarkaupanda væri kom- ið, ef húsnæðislánið væri 35% af verði staðalíbúðar í stað 25% eins og það hefur verið og íbúðarkaupandinn fengi auk þess verðtryggt lán úr bankakerfinu til 15 ára. Þá væri séð fyrir fjárþörf hans eins og áður, en greiðslubyrði hans af bankaláninu á fyrsta ári væri nú 502,5 þús. gkr. (á febr. verðl.) í stað 5 millj. gkr. áður. Og heildargreiðslubyrðin af öllum lánum yrði nú 18.625 kr. (1,8 millj. gkr.) í stað 58.850 kr. (5,9 millj. gkr.) áður. Greiflslubyrfli 17,4% af tekjum í stafl 55% Ef íbúðarkaupandinn ætti kost á verðtryggðu láni til 15 ára mundi greiðslubyrði hans af láninu verða 17,4% af atvinnutekjum verkamanns (á febrúarverðlagi 1981) í stað þess að gildandi kerfi vaxtaaukalána til skamms tima leggur á hann greiðslu- byrði sem nemur 55% af atvinnutekj- um verkamanns — eða með öðrum orðum byrði sem hann getur ekki risið undir. Lánstlmi hefur verið styttur I stafl þess afl það verflur að lengja hann Það kerfi íbúðalána, sem við búum við, er óþolandi með öllu. Þaðveldur ótöldum andvökum. Það splundrar fjölskyldum, eyðileggur heimilislíf og slítur ungu fólki út andlega og líkam- lega. Við teljum okkur búa í vel- ferðarþjóðfélagi, en þessar aðfarir eru ómanneskjulegar og villimann- legar. Kjallarinn KjartanJóhannsson Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir verðtryggingu og raunvöxtum. Það hefur verið skoðun Alþýðu- flokksins, að ekki ætti að stela af sparifjáreigendum, en Alþýðuflokk- urinn hefur jafnframt lagt áherzlu á að jafnframt því sem verðtryggingu yrði komið á yrði að lengja lánstíma og jafna greiðslubyrði, annars gengi stefnan ekki upp. Ríkisstjórnin hefur hins vegar fylgt hávaxtastefnu og í stað þess að lengja lánstíma, þá hefur hann verið styttur. Afleiðingin er sú að fólk er að kikna undan greiðslu- byrðinni og gefast upp. Hávaxta- og lánastyttingarstefna ríkisstjórnarinn- ar ásamt slappleika í verðbólgumál- um stefnir í hreint óefni. Hvort sem vextir hækka eða standa í stað eða lækka lítillega verður að lengja lánstima. Sérstaklega á þetta við að því er íbúðakaupendur og húsbyggj- endur varðar. Frumvarp Alþýfluflokksins um verðtryggingu sparifjár og lán til fbúflakaupa Til þess að mæta þeim vandamál- um, sem húsbyggjendur og íbúðar- kaupendur eiga við að stríða og tryggja þeirra hag svo og hag spari- fjáreigenda hefur Alþýðuflokkurinn lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um þessi efni. Meginatriði frumvarpsins eru þessi: 1) Komið verði upp nýjum spari- fjárreikningum, sem bera fulla verð- tryggingu af þvi fé sem liggur óbreytt hverja 3 mánuði. Peningar séu ekki bundnir með neinum hætti og geti menn því gengið að þeim hvenær sem er. Á hinn bóginn reiknist almennir sparisjóðsvextir á þann hluta inn- stæðunnar sem er breytilegur. 2) Vextir af innstæðum verði reiknaðir mánaðarlega, þannig að raunveruleg inneign sé ávallt tiltæk og til ráðstöfunar. 3) Lán Húsnæðisstjórnar fari aldrei niður fyrir 35% af byggingar- kostnaði staðalíbúða. 4) Veitt verði viðbótarlán til íbúðakaupa eða íbúðabygginga úr bankakerfinu til 15 ára með verð- tryggingu og lágum vöxtum. Þessi lán nemi hálfum húsnæðisstjórnarlán- um. Með þessu móti nema heildarlán Húsnæðisstjórnar og bankakerfís til langs tima a.m.k. 52% af kostnaðar- verði íbúðar. Að meðtöldum lífeyris- sjóðslánum geta heildarlán til langs tima þá orðið yfir 70% af íbúðar- verði. Ef þetta frumvarp yrði að lögum væri fólki gert kleift að verðtryggja sparifé sitt að fullu án þess að binda það, eins og tíðkazt hefur og rikis- stjórnin gerir enn tillögur um. Jafn- framt og ekki síður yrði ungu fólki gert kleift að eignast húsnæði með viðráðanlegum hætti og án þess að stofna lífshamingju sinni I hættu. Kjartan Jóhannsson alþingismaður Dæmi um kaup á íbúð fyrir 40 millj. gkr. og 32 millj. gkr. útb. Núverandi tilhögun eða valkostur Alþýðuflokksins TAFLAI Fjárútvegun í útborgun Núverandi tilhögun Tillaga Alþýðuflokksins Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán Bankalán Eigiðfé 6,0 millj. gkr. 8,0 millj. gkr. 12,0 millj. gkr. 6,0 millj. gkr. 12,0 millj. gkr. 8,0 millj. gkr. 6,0 millj. gkr. 6,0 millj. gkr. Alls útborgun 32,0 millj. gkr. 32,0 millj. gkr. TAFLA II Árlegar greiðslur Núverandi tilhögun Tillaga Alþýðuflokksins Húsnæðislán Lifeyrissjððslán Bankalán 475 þús. gkr. 410 þús. gkr. 5.000 þús. gkr. 950 þús. gkr. 410 þús. gkr. 503 þús. gkr. Alls 5.885 þús. gkr. 1.863 þús. gkr. TAFLAIII Árleg greiðslubyrði Núverandi tilhögun Tillaga Alþýðuflokksins Árleg greiðsla af lánum 5.885 þús. gkr. 1.863 þús. gkr. Greiðslubyrðin sem % af atvinnutekjum verka- manns (skv. opinb. skýrslum) 55% 17,4% .....

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.