Dagblaðið - 18.02.1981, Side 28

Dagblaðið - 18.02.1981, Side 28
Verða aurarnir saf ngripir í árslok? RIKIOG SVEITARFELOG HUNDSA NÝJU AURANA þætti ekki gott ef einkafyrirtæki gerðu þetta, segir aðstoðarbankastjóri Seðlabankans — hið opinbera sniðgengur aurana vegna lagaheimildar „Það er tvenns lags kerfi í gangi varðandi nýju myntina,” sagði starfsmaður tölvufyrirtækis eins í samtali við DB. „Almenningur notar krónur og aura jöfnum höndum, en riki og sveitarfélög hundsa aurana. Frá okkur fékk ríkið skilauppgjör, þar sem allt var reiknað út í krónum og aurum, en við fengum það aftur í hausinn og verðum að standa skil á heilum krónum i okkar uppgjöri. Lög heimila hinu opinbera þetta og virðist það benda til þess að aurar eigi að verða safngripir í árslok. Ymis fyrirtæki þurftu að leggja i umtals- verðan kostnað við breytingar á vél- um, þegar upp var tekin nýja myntin með krónum og aurum um áramót. Það er þvi hart að hið opinbera skuli ganga fyrir og neita að nota aurana. Spurningin er því sú, hver borgi þessa breytingu á tækjum og hvort gjald- miðilsskiptin hafi heppnazt eins full- komlega og af er látið vegna þessara neitana hins opinbera.” „Það fóru í gegn lög á Alþingi um miðjan desember, þannig að notkun aura nær ekki til reikninga sem hið opinbera kaupir,” sagði Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans í gaér. „Þetta er ekki gott og þætti ekki gott ef einkafyrir- tæki gerðu þetta. Bankar reikna hins vegar alveg niður í einn eyri. Það komu upp deilur vegna fyrirfram- greiðslna á sköttum. Það er laga- heimild fyrir því að fá upphæðir þar afrúnnaðar í heilar krónur. Það er hins vegar engin lagaheimild fyrir slíku í öðrum viðskiptum hins opin- bera. Almenningur tileinkaði sér gjald- miðilsbreytinguna mjög fljótt og vel. Það er til marks um það, að ekki hefur komið upp eitt einasta mál með misferli tékka vegna breytingarinnar. Það er því ekki gott að hið opinbera gangi fyrir og neiti að nota aurana, þótt ekki sé mikið við því að gera,” sagði Björn Tryggvason. -JH. Tjónifl af völdum fárviðrisins, sem gekk yfir I fyrrak völd OR fyrrinótt er ylfurleyt oy Ijóst að tjónið nemur milljörðum ykr. Unnið er að viðycrðum oy að hreinsa til oy á myndunum má sjá fjölda manna taka til hendinni í yróðrarstöðinni Siytúni i Reykja- vik. en húsiðfór illa i veðrinu og miklar skemmdir urðu á vörum. Gróðurhús fóru illa viða sunnanlands oy uppskera eyðilagðist. DB-myndir Einar Ólason. Tjónið af völdum fárviðrisins nemur milljörðum gkr.: UTVEGA VERÐ- UR BJARG- RÁÐASJÓÐIFÉ — eða breyta lögum um viðlagatryggingu Bjargráðasjóður óskar eftir þvf að félagsmáiaráðherra taki málið þegarfyrir Bjargráðasjóður er tómur eins og fram kom I DB I gær. Þessi sjóður kom tjónþolum óveðursins í september 1973 til hjálpar og þvi spyrja menn hvort svipaður háttur v'erði nú á, þar sem við- lagatrygging nær ekki til tjóns af völd- um óveðurs. Stjórn Bjargráðasjóðs kom saman til fundar i gær. Þar kom fram að tjón af völdum óveðursins í fyrrakvöld og fyrrinótt næmi milljörðum gamalla króna. Sýnt þætti að grípa yrði til sér- stakra ráðstafana til að mæta því tjóni sem nú hefur orðið. Því mælist stjórn Bjargráðasjóðs til að félagsmálaráð- herra taki þetta til sérstakrar meðferö- ar. Stjórnin bendir á í þessu sambandi hvort ekki sé eðlilegt að lögum um við- lagatryggingu verði breytt á þá lund að hún taki að sér bótagreiðslur vegna þessara tjóna. Þyki það ekki fært, er einsýnt að útvega verði Bjargráðasjóði sérstakt fjármagn til þessa verkefnis og hraða afgreiðslunni eins og unnt er þannig að svara megi tjónþolum hvers þeir megi vænta. -JH. Srfálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 18. FEB. 1981. Flugskýlin: Fundurf utanríkis- málanefnd —Framsókn styðurólaf Fundur var boðaður kl. 9 i morgun í utanríkismálanefnd og er talið að Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra mundi þar gefa skýrslu um flugskýla- málið. Bygging „sprengjuheldra” flugskýla fyrir Phantom-þotur verði innan þess ramma, sem framkvæmdir hersins á Keflavíkurflugvelli hafa verið i árum saman. Þetta var mál þingmanna Framsóknar á þingflokksfundi í fyrra- dag, þar sem flugskýlin bar á góma. Þingmenn sögðu eftir fundinn, að framkvæmdir hersins hefðu á hverju ári verið fyrir 15—20 milljónir dollara, eða innan við 130 milljónir nýkróna. Þótt umrædd flugskýli yrðu reist, yrðu framkvæmdir í heild fyrir svipaða fjárhæð. -HH. Ríkissáttasemjari: „Allt í áttina” — gangur f sjómanna- samningumog fundað með vélstjórum f dag „Þetta er farið að ganga,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari í morgun um gang viðræðna báta- og togarasjómanna og viðsemjenda þeirra. „Menn voru svo uppteknir af fiskverðinu að skriður komst ekki á viðræður fyrr en í gær. Þótt hægt hafi gengið er þetta allt í áttina núna.” Fundur með undirmönnum á far- skipum stóð í gær og hófst aftur í morgun kl. 10. Þá hafa flugvirkjar og flugvélstjórar einnig verið boðaðir til fundar. Vélstjórar í ríkisverksmiðjun- um koma saman tii fundar hjá sátta- semjara kl. 16 í dag eftir hlé sem hefur verið í þeim viðræðum. Sem kunnugt er hefur verkfall vélstjóranna stöðvað framleiðslu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og sementsverksmiðjunnar á Akranesi. -JH. Heimsmeistaraeinvfgið fskák: Keppendur íhuga tilboðin -hæstogjöfn boðls- lendinga og Spánverja ísland og Spánn höfðu hæstu til- boðin í heimsmeistaraeinvígið í skák, er tilboðin voru opnuð í aðalstöðvum FIDE í Amsterdam í fyrradag. Bæði löndin buðu 1 milljón svissneskra franka. Þriðja tilboðið kom frá Ítalíu að upphæð 800 þúsund svissneskra franka. Það kemur í hlut keppenda í einvíg- inu að taka ákvörðun um hvar keppt verður og hvenær. Hafa þeir tvær vikur til að taka ákvörðun. Verði þeir ekki sammála kemur málið til kasta FIDE. fsland setti sem skilyrði að keppt yrði i júlíbyrjun og yrði Þjóðleikhúsið notað sem keppnisstaður. Spánverjar buðu upp á Las Palmas á Kanaríeyjum. Stuðningur þriggja ráðherra, þeirra Ragnars Arnalds, Ingvars Gíslasonar og Steingrims Hermannssonar, liggur fyrir í þessu máli. - ELA Fóstrurnarneita Fóstrur I Kópavogi samþykktu ein- 'róma að ganga ekki að tilboði bæjar- ins. Tilboðið fól í sér sem svarar eins launaflokks hækkun í formi aukinna yftrvinnugreiðslna án aukinnar vinnu. Á fundi í félagi fóstra á mánudags- kvöldið var hins vegar samþykkt að þetta nægði ekki og ef bærinn býður ekki betur ganga fóstrurnar út á föstu- dag. -DS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.