Dagblaðið - 25.02.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981.
d
I)
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Honda bílasmiður er með réttu
Henry Ford Japans
Járnsmiðurinn faðir Soichiros litla
kann að hafa óttazt að hestalausu
vagnarnir ættu eftir að svipta hann
atvinnunni en sonur hans varð alveg
dolfallinn er hann sá T-módelið af
Ford hökta í fyrsta skiptið inn í
þorpið hans, Hamamatsu í Mið-
Japan. „Ég kastaði öllu frá mér í
hvert skipti sem ég sá bíl nálgast,”
segir strákurinn fyrrverandi, sem nú
er orðinn 74ra ára gamall, „og svo
elti ég hann bendandi og veifandi.”
Strákurinn þessi er enginn annar
en Henry Ford Japans, Soichiro
Honda. Iðnveldi hans, sem upphaf-
lega varð til úr brotajárnshaug að
siðari heimsstyrjöldinni lokinni,
framleiðir nú fleiri mótorhjól en
nokkurt annað fyrirtæki í heiminum.
Honda er þriðji stærsti bíla-
framleiðandi Japans, á eftir Toyota
og Nissan-Datsun og verður fyrstur
japanskra bílaframleiðenda til að
reisa samsetningarverksmiðjúr i
Bandaríkjunum. Þær verða í
Marysville í Ohio og taka til starfa á
næsta ári.
Um fjörutíu prósent af bíla-
framleiðslu Honda fara nú til Banda-
ríkjanna. Margt hefur verið rætt og
ritað um hnignun bandarísks bíla-
iðnaðar á kostnað japanskra
keppinauta. Til að svara þessari sam-
Soichiro Honda lét af störfum sem
aðalforstjóri fyrirtækis sins árið
1973. Hann er nú aðalráðgjafi og
leyfir sér stöku sinnum að finna að
rekstrinum.
keppni er fátt annað til ráða en að
hamla á móti innflutningnum.
Soichiro Honda vonar að
samsetningarverksmiðja hans komi í
veg fyrir söluminnkun á þessum gilda
markaði.
„Skýringin á hnignun bandarísks
bílaiðnaðar er bæði sagnfræðileg og
landfræðileg,” segir Honda. Hann er
þess fullviss, að keppinautarnir í
Detroit eigi eftir að snúa vörn í sókn
áður en langt um líður. „Þeir hafa
beztu verkfræðingana, beztu stjórn-
endurna og beztu sölumennina.
Hvers þarfnast þeir fleira?”
Stofnaði f yrirtæki
með 20 mönnum
Soichiro Honda hætti í skóla
fimmtán ára gamall og fékk sér vinnu
á verkstæði. Sex árum síðar var hann
kominn með eigið verkstæði. í siðari
heimsstyrjöldinni var fyrirtáeki hans
eyðilagt i árásum bandarískra
sprengjuflugvéla.
Árið 1948 hófst Honda handa á
nýjan leik. Hann réð til sín tuttugu
menn og byrjaði að smíða mótorhjól.
Efnið var að talsverðu leyti sótt í
brotajárnshauga bandaríska hersins.
Strax frá upphafi lagði Honda á það
áherzlu að verkamennirnir ættu að
vera jafningjar hinna sem hærra
voru settir. Slíkt kæmi fyrirtækinu í
öllum tilvikum til góða. Því klæddist
hann hvítum jakka eins og þeir,
borðaði með þeim í matsal
fyrirtækisins og tók til hendinni ef
þess þurfti. Undirmenn hans kölluðu
hann Oyaji (pabbi).
„Við hugsuðum saman, þjáðumst
saman og skemmtum okkur saman,”
segir hann um upphafsár fyrirtækis
síns. Nú vinna hjá Honda 33.400
manns.
Árið 1973 lét Soichiro Honda af
störfum sem aðalforstjóri fyrir-
tækis síns. Við það tækifæri sagði
hann að einum- gæti menn aldrei
sigrazt á — aldrinum. Hann starfar
þó ennþá hjá sjálfum sér sem aðal-
ráðgjafi, „því að ég elska
fyrirtækið,” segir hann. „Einstaka
sinnum leyfi ég mér að segja hitt og
þetta um starfsemina.”
Á áttræðisaldri býr þessi Ford
Japans með konu sinni i rólegu
hverfi í Tokyo. Hann málar, leikur
golf og flýgur í sinni eigin flugvél.
Aðaláhugamál hans er þó
Hondasjóðurinn sem stofnaður var
árið 1976. Úr honum eru veittir
styrkir til alþjóðlegra ráðstefna á
ýmsum sviðum, svo sem heimspeki,
læknisfræði og þjóðfélagsfræði.
Það kann að vekja nokkra furðu
að iðnjöfurinn Honda hefur látið
hafa eftir sér að „tæknin hefur enga
lausn á mörgum af erfiðleikum
okkar. En ég er fæddur bjartsýnis-
maður,” bætir hann við, „og ég
treysti á hæfileika mannanna.”
Þeirfá rnest
fyrir leik í
sjónvarpi
Sálfrœðileg ráð í bar-
áttunni við aukakílóin
Sálfræðilegar brellur geta hjálpað
til við að bægja aukakílóunum frá að
sögn bandarískra vísindamanna. Hér
koma nokkur:
★ Burstið tennurnar strax að
lokinni máltið. Það dregur úr
lönguninni til að vilja meira.
* Gerið það að reglu að borða á
aðeins einum stað í íbúðinni. Það
minnkar ásókn í aukabitana.
* Ef þið eigið fast sæti við matar-
borðið, skuluð þið fá ykkur nýtt til
að minna á að þið séuð búin að
breyta matarvenjum ykkar.
★ Gerið ekkert annað en að borða
meðan á máltíð stendur til að forðast
ómeðvitað japl.
★ Gerið megrunaráætlun og haldið
dagbók um hana.
★ Verðlaunið sjálf ykkar þegar þið
léttist um vissa þyngd (þó ekki mat).
Gary GUtter — vonandi með kaffi i
bollanum á þessari mynd.
Ofurhuginn Jimmy Linn Davis hefur þann
starfa að leika í hættulegum atriðum í kvik-
myndum. Eitt þeirra sjáum við hér á
myndunum. Það var gert fyrir myndaflokk sem
ABC-sjónvarpsstöðin bandaríska framleiðir og
heitir That’s Incredible.
Atriðið er fólgið í þvi að ofurhuginn stekkur
úr flugvél í 2000 feta hæð, svífur í fallhlíf niður
og reynir að lenda í sæti á jeppa á ferð. Sætið
sem hann á að lenda I er í fimm metra hæð, á
stöng, sem stendurupp úr jeppanum.
Eins og sést á myndunum mistókst atriðið í
þetta skipti. Ofurhuginn lenti á vélarhlífinni. En
í næsta skipti heppnaðist það og hann lenti ná-
kvæmlega í sætinu.
Ef myndirnar prentast vel má greina kvik-
myndatökuvél á höfði ofurhugans.
Michael Landon — 22,5 milljónir nýkróna fyrir Húsið á sléttunni.
Gary Glitter missti
ökuskírteiniö
— í þriðja skiptið á þremur
árum, vegna ölvunaraksturs
Lukkan virðist hafa snúið bakinu
við Gary gamla Glitter fyrir fullt og
allt.
Honum mistókst að slá í gegn að
nýju á dögunum, hann er farinn að
grípa til flöskunnar á nýjan leik og
um daginn var hann sviptur ökuskír-
teininu vegna ölvunaraksturs. . . í
þriðja skiptið á þremur árum.
Glitter skýrði frá því í réttarsal að
hann hafi verið í viðtali við útvarps-
stöð eina er honum var boðið í glas.
Síðan hefðu lögreglumenn stöðvað
sig á heimleiðinni og allt komizt upp.
Fyrir að leika herlækninn fjöruga,
Hawkeye Pierce (Haukfránn í
þýðingu sjónvarpsins) fær Alan Alda
laun sem svara 30 milljónum
íslenzkra nýkróna (3 milljarðar
gamalla) á ári. Eru það hæstu laun
sem greidd eru fyrir leik í sjónvarpi.
Michael Landon er númer tvö.
Þegar hann hætti leik sínum í
Bonanza fór hann að leika í Húsinu á
sléttunni og fyrir það fær hann
hvorki meira né minna en 22,5
milljónir nýkrónaáári.
Vinsælasti sjónvarpsþátturinn frá
upphafi er talinn vera Dallas. Fyrir
að leika hinn hataða J.R. fær Larry
Hagman 60 þúsund nýkrónur fyrir
hvernþátt eðaum 15 milljónir áári.
Íslenzkir sjónvarpsáhorfendur
muna án efa eftir Larry Hagman úr
gamanmyndaflokknum um Dísu.
M
Alan Alda — 30 milljónir nýkróna
fyrir Spitalalif.
Má bjóða
yður
að setjast?
FÓLK
\