Dagblaðið - 25.02.1981, Page 13

Dagblaðið - 25.02.1981, Page 13
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. .................... Eru stúdentar „miðjumoðMf Kjartan? Fyrir fáeinum dögum skrifaði Kjartan Ottósson háskólanemi grein í Dagblaðið undir fyrirsögninni: Þriðja aflið í háskólanum. í þessari grein opinberar Kjartan m.a. að í bí- gerð sé nýtt framboð til stúdentaráðs Háskóla íslands. Nýtt í þeim skiln- ingi að það kemur til viðbótar hinum hefðbundnu framboðum Vöku og Félags vinstri manna. Þannig koma stúdentar til með að geta valið milli þriggja valkosta í komandi kosning- um. Sem lýðræðissinni fagna ég auð- vitað auknum valkostum, einkum ef slikir valkostir væru sprottnir úr van- rækslu stúdentaforystunnar við ein- hver hagsmunamál stúdenta. Sliku er þó ekki til að dreifa. Þessi staðreynd endurspeglast m.a. í því að sjálfur bendir Kjartan ekki á neina slíka van- rækslu ígreinsinni. Er Kjartan Ottósson „róttæklingur"? Grein Kjartans snýst einkum um skilgreiningar á eðli Vöku og Félags vinstri manna út frá hugtökunum „frjálshyggjumenn” og „róttækl- ingar”. Sem ég er meðlimur í Félagi vinstri manna vil ég gera nokkrar at- hugasemdir við skrif Kjartans. Til að byrja með vil ég benda Kjartani á að hugtakið „róttækl- ingur” er eitt af áróðurshugtökum Vökumanna gegn Félagi vinstri manna. Innan vébanda vinstri manna þrífast ákaflega margbreytileg sjón- armið. Sjónarmið sem eiga samnefn- ara i félagshyggju og virku lýðræði. í meðferð Vöku gildir hugtakið „rót- tæklingur” fyrir alla félagshyggju- menn. Nú dreg ég ekki í efa að Kjartan sé félagshyggjumaður, en mér er þá spurn, er hann „róttækl- ingur”? Með því að vísa til óskil- greindra áróðurshugtaka Vöku bregst Kjartan þannig markmiði sinu, að benda á hvar þriðja aflið ætli að gera umbætur varðandi hags- muni stúdetna. Það eina sem Kjartan segir í grein sinni er nokkuð sem allir stúdentar vita: Vaka og Félag vinstri manna þrasa í kosningum. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þessar hreyfingar eru ósammála um stefnu í málefnum stúdenta. Þegar Kjartan og félagar hans hófu að undirbúa framboð sitt blasti nátt- úrlega við eitt viðamikið vandamál. Það fólst í þvi hvernig' marka skyldi hreyfmgunni sérstöðu innan háskól- ans. Felst sérstaða í gagnrýni? Sú sérstaða sem Kjartan reynir að marka sér og félögum sínum er einkum þrenns konar. I fyrsta lagi að þeir séu þriðja aflið. Það er auðvitað rétt svo framarlega að þriðja aflið hljóti stuðning. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er hvað þriðja aflið ætli aðgera. í öðru lagi telur Kjartan að sér- staðan felist í því að innan raða þriðja aflsins séu lýðræðissinnaðir félagshyggjumenn, og það úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum, auk nokkurra óháðra. í þessu felst engin sérstaða því innan Félags vinstri manna eru lýðræðissinnaðir félagshyggjumenn sem tengjast lík- lega flestum flokkum, auk þess sem þar starfa fjölmargir óflokks- bundnir. Tilfellið er nefnilega það með Félag vinstri manna að fæstir vita hvaða flokki eða pólitík menn tengjast. í Félagi vinstri manna er gengið út frá því sem vísu að þeir sem koma til starfa séu lýðræðissinnaðir félagshyggjumenn. Frekara grúsk um pólitík er talið ónauðsynlegt. í þriðja lagi felst sérstaða þriðja aflsins í gagnrýni á hvoru tveggja Vöku og Félagi vinstri manna, út frá mjög óljósum hugtökum Kjartans, að minnsta kosti hvað varðar Félag vinstri manna. Hann segir t.d. „að þeir sem ekki vilja kyngja hrárri marxiskri skilgreiningu á þjóð- félaginu — þeir geti ekki að mati vinstri manna kaliað sig vinstri menn.” Þetta er þrugl. Skal ég benda Kjartani á að enginn samstarfsmanna minna í Félagi vinstri manna hefur reynt að „matreiða” marxískar kenningar ofan í mig. Enda veit ég ekki hvað „hrá marxísk skilgreining á þjóðfélaginu” er. Félag vinstri manna starfar ötullega að hagsmun- um stúdenta og það er mergurinn málsins og jafnframt það sem máli skiptir. Því ætti Kjartan að beina þrótti sinum að gagnrýni á málefni en ekki að óljósum hugtökum og skil- greiningum. Vil ég benda Kjartani á einfalda staðreynd. Menn gagnrýna ekki gagnrýninnar vegna. Gagnrýni er hvort tveggja í senn, leiðbeining og framsetning á fleiri valkostum. Framboðsmoðið Að mínu viti felst þannig engin sér- staða í framboði Kjartans og félaga. Þeir „hafa ýmislegt við stjórn vinstri meirihlutans að athuga”. En hvað? Auðvitað er það fagnaðarefni út frá lýðræðishugmyndum okkar vinstri manna, að stúdentar hafi sitthvað við starfsemi okkar að athuga. Þannig hafa fjölmargir stúdentar gagnrýnt stúdentaforystuna í vetur. Sú gagn- rýni hefur auðvitað haft sín áhrif á gjörðir hennar. Stjórn stúdentaráðs er i nánum tengslum við stúdenta, t.d. gegnum deildarfélögin. Á þeim vettvangi kemur sanngjörn og mál- efnaleg gagnrýni fram. Út frá slikum samskiptum draga vinstri menn ályktanir um vilja stúd- enta. Allir sem vilja tjá sig um mál- efni stúdenta gera það. Það er ósk vinstri manna að sem flestir geri slikt. Hin fjölmörgu bréf og fundir for- ystumanna stúdenta úr röðum vinstri manna sýna augljóslega fram á tengsl þeirra við deildarfélögin. ^ „Kjartan segir stúdenta mikla „miöju- moðsmenn”. Hayek telur miöjumoös- menn jarðveg fasisma, gerræðis og yfírleitt mestu meinsemd mannkynssögunnar. Er þetta rétt lýsing á stúdentum?” Fiskeldi h/f — al- menningshlutafélag? Það fór víst ekki fram hjá neinum í fyrravetur, að í undirbúningi var stórátak í fiskeldismálum. Lífleg um- ræða hafði orðið um fiskeldismál á íslandi, eftir að i ljós kom siðla árs 1979, að erlendir aðilar höfðumikinn áhuga á fiskeldi hér og samningar um samstarf við íslendinga voru komnir vel á veg. Um haustið 1979 var hafin umræða um alislenskt stórátak í fisk- eldismálum, og í framhaldi af því var haldinn fjölmennur fundur á Loft- leiðum í febrúar 1980. Á þeim fundi var kosin undirbúningsnefnd til að annast undirbúning stofnunar fisk- eldisfyrirtækis. Stefnt var að stofnun almenningshlutafélags fyrst og fremst. Málið var kynnt og auglýst mjög vel í fjölmiðlum og af umræðu og undirtektum var augljóst, að málið hafði góðan hljómgrunn og mikill áhugi var fyrir því. Leitað var eftir áskriftum fyrir hlutafé og á stuttum tíma fyrir stofnfund fyrir- tækisins söfnuðust hlutafjárloforð upp á 104,5 milljónir gamalla króna frá 625 aðilum. Enginn hluthafi átti meira en 5% i félaginu. Á stofnfundi var ljóst, að hér hafði verið stofnað almenningshlutafélag með þátttöku til þess að gera margra mjög smárra hluthafa. Vonast var til þess, að í skjóli nýrra laga uni hluta- félög, fengi þetta almenningshluta- félag betra brautargengi og ætti fyrir sér bjartari framtíð en almennings- hlutafélög, sem hingað til hafði verið reynt að stofna. Umræður urðu um það á stofnfundi, hvort gefa ætti út hlutabréf á nafn eða handhafa, og sýndist sitt hverjum, en þó var greini- legt, að yfirgnæfandi fylgi var fyrir því, að bréfin hljóðuðu upp á nafn. Var talið, að með því væri tryggara, að félagið héldi í framtíðinni öllum einkennum almenningshlutafélaga, þ.e. að það væri eign margra smárra hluthafa. Eðli félagsins breyttist Stjórn var kosin, og hún hóf störf síðast í apríl. Beðið var með inn- heimtu hlutafjár í nokkurn tíma eftir stofnun félagsins og síðan ákveðið á stjórnarfundi að innheimta helming hlutafjárloforðanna strax og hinn síðar. Veruleg tregða kom þegar í stað í ljós við innheimtu hlutafjárlof- orða. Ég ætla mér ekki að fara út í það að ræða, hverjar orsakir eru fyrir því, enda eru þær sennilega bæði margar og mjög skiptar skoðanir um, hverjar þær raunverulega eru. Einnig eru skiptar skoðanir um það, hvort rétt hafi verið staðið að innheimtu hlutafjárins, en allt það mál er verð- ugt athugunarefni út af fyrir sig. Vegna framkvæmda félagsins og lélegrar innheimtu á hlutafé lenti félagið í verulegum fjárhagserfiðleik- um síðari hluta ársins. Félagsstjórnin greip þá til þess örþrifaráðs að aug- lýsa eftir kaupendum að hlutafé og selja nokkrum aðilum um 40% upp- haflegra hlutafjárloforða. Stjórnin hafði heimild til stofnfundar til að tvöfalda hlutaféð og nýtti þá heimild strax eftir áramót og bauð þá út hlutafjáraukninguna. Eftir þessa miklu hlutafjársölu eru um 40% hlutafjár í eigu 5 aðila. Stærstu hlut- hafarnir eiga yfir 10% hlutafjár og um helmingur hlutafjár er raunveru- lega í höndum hóps, sem líta má á sem einn aðila. Uppi er ágreiningur um lögmæti allrar þessarar hlutafjár- sölu og er ég í hópi þeirra, er telja hana ólögmæta, en án þess að fara út í það deilumál, þá er augljóst, að við þessa sölu breyttist eðli félagsins. Félagið breyttist úr almenningshluta- félagi i félag í fárra eign. I Bandarikj- unum er álitið, að í stórum félögum sé hægt að ná yfirráðum með því að eiga 7,5% hlutafjár. Víst er, að þeir fáu stóru, sem keyptu hlutina í Fisk- eldi hf. eiga nú og ráða félaginu, en þeir mörgu áhugamenn, sem lögðu fram fé i upphafi, eru nú aðeins smá- peð í félaginu. Sá stóri munur er á framlögðu fé, að upphafleg framlög voru hreint áhættuframlag, en sama verður ekki sagt um fjármagn, sem lagt er fram, þegar góðar fram- kvæmdir eru komnar vel á veg. Það furðulegasta við þetta mál er Kjallarinn Eyjólfur Friðgeirsson e.t.v. það, að þessi hlutafjársala skuli fara fram án almenns samráðs við hluthafa, sem hefði verið hægt að hafa á hluthafafundi, þar sem hlut- hafar hefðu getað kynnt sér fjárþörf félagsins annars vegar og hins vegar tekið ákvörðun um lausn á því máli. Félagsstjórnin tekur sér mjög mikið vald án samráðs við hluthafa með þessari sölu, sem breytir eðli félagsins, en nauðsyn félagsins til þess að afla fjár er að mínum dómi ekki nægileg rök til að selja félagið og allra síst ef sú ákvörðun er tekin af félagsstjórneinni. Dómur yfir möguleikum almenningshlutafólaga Allt þetta mál er skólabókardæmi „Félagið breyttist úr almenningshluta- félagi í félag í fárra eign.” V Kjallarinn Emar Páll Svavarsson Kjartan Ottósson og þeir í þriðja aflinu virðast hafa allnákvæmar upp- lýsingar um líðan stúdenta. Þannig fullyrðir hann ýmislegt sem stúdentar vilji, stúdentar telji og stúdentar eigi. Þó keyrir um þverbak þegar Kjartan upplýsir að stúdentar séu miklir „miðjumoðsmenn” i sér. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir, þvi það er enginn annar en Hayek, sjálfur æðsti prestur frjálshyggjunnar, sem blés lífi i þetta hugtak. Hjá Hayek eru miðjumoðsmenn jarðvegur fasisma, nasisma, gerræðis og yfirleitt mesta meinsemd mannkynssögunnar. Er þetta rétt lýsing á stúdentum, Kjartan? Að mati vinstri manna eru stúdent- ar ekkert miðjumoð. Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að standa vörð um hagsmuni stúdenta — um lífskjör þeirra. Til þess að sinna þessu verkefni þurfum við ekki að fara í neina orðaleiki. Fyrir okkur eru stúd- entar námsmenn við Háskóla íslands sem búa við tiltekin kjör. Þessi hópur á rétt á því að gera kröfur á hendur Stúdentaráði, alla daga, allt árið. Stúdentar vita best sjálfir hvernig þeim líður. Þetta eru einfaldar stað- reyndir um félagsmál stúdenta. Einar Páll Svavarsson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN. um eðli fjármagnsins og raunveru- legur dauðadómur yfir hugmynd manna um almenningshlutafélög. Þetta mál sýnir augljóslega, hvernig nokkrir aðilar geta keypt stórt félag fyrir brot af verðmæti þess. Sá hópur, sem stóð að stofnun félagsins í upphafi, hefði að mínu mati séð hugsjón sinni miklu betur borgið með því að stofna samvinnufélag um áform sín. Eignaraðild og þátttaka hvers og eins hefði þá verið tryggð miklu betur en í almenningshluta- félagi. Tilkoma svo mikils fjármagns fárra aðila inn i fiskeldi er út af fyrir sig ánægjuleg, þar sem það er stað- festing á því, að málefnið er verulega gott. En tækifærin á sviði fiskeldis eru miklu fleiri en svo, að þessir fjár- magnseigendur og aðrir slikir þurfi að kaupa upp þegar starfandi félög eins og Fiskeidi. Hugmyndir um tækifæri eru þegar þó nokkrar og þegar eins og raunar kom fram á fundi Fiskeldis um daginn eru nokkrar stöðvar meira og minna undirbúnar. Það er mjög hart, að svo skuli nú vera komið fyrir þessu óskabarni áhugamanna um fiskeldi, að það sé komið á fárra hendur vegna andvara- leysis margra þeirra, sem stóðu að stofnun félagsins. Möguleikar og tækifæri á sviði fiskeldis hafa ekki breyst og áhugamenn um fiskeldi vita það. En eins og andstaða við erlenda eignaraðild að fiskeldi á íslandi var einn meginhvati félagsstofnunarinn- ar, er ástæða til að hvetja menn til að standa við upphaflega félagshug- mynd og láta ekki fáa fjármagnseig- endur kaupa svo gott málefni við nefið á sér. En niðurstaða þessa máls verður jafnframt dómur yfir mögu- leikum almenningshlutafélaga. Falli sá dómur þeim í óhag, hvet ég ménn eindregið til þess að stofna frekar samvinnufélög um hugsjónir sínar i framtíðinni, því að svona slysasaga sölu góðs málefnis fyrir lítið í hendur nokkurra manna getur annars endur- tekið sig hvenær sem er. Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur. «/

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.