Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 1
p 7. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 - 64. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. -----— . > Enn hitnan'kolunum vegna Helluprents: MEIRIHLUTIÍBUA í AND■ STÖBUVDHREPPSNEFND —borgarafundur á Hellu um þá fyrirætlun meirihluta hreppsnefndar að gera Helluprentshúsið að félagsheimili 33 stjómarþmgmenn brugðust Thatcher — sjá erlendar fréttir bls. 6-7 Heimildarmannamálið tekur nýja stefnu: Hallvarður færist undan frekari aðild Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri rtkisins hefur skorazt undan frekari stjórnstörfuru i heimildarmannamáli Dagblaðsins. Hefur hann sent ríkissaksóknara Þórði Björnssyni öll gögn málsins til athugunar og ákvörðunar um fram- hald þess. Ástæðan ei ú að Hallvarður er afar óánævður með ummæli og at- hugasemdir sem fram komu I greinar- gerð embættis rikissaksóknara til Hæstaréttar, þegar þar var fjallað um kæru Dagblaðsmannanna tveggja fyrir helgina. Eins og fram hefur komið í DB hefur rannsóknarlögreglustjóri lýst sig ósammála þeim viðhorfum er fram koma í greinargerð embættis ríkissaksóknara til Hæstaréttar í mál- inu. Þar sagði m.a., að ríkissaksókn- ara hafi verið ókunnugt um rannsókn „heimildarmannamálsins” og engin afskipti haft af henni; að rannsókn- in hafi byggzt á hæpnum for- sendum og að frétt DB um játn- inguna í Kötlufellsmálinu hafi ekki 'valdið spjöllum á meðferð rann- sóknar þess máls. Hallvarður telur rannsóknina hafa beinzt að kjarna málsins, sem sé þeim hvernig uppvisl hafi orðið um trúnaðarsanttal kon- unnar sakfelldu og sálusorgara hennar. — DB tókst ekki i morgun að ná tali af ríkissaksóknara vegna þessa.________________-JIL Ósvikinnorð- lenzk stórhríð Ósvikin norðlenzk stórhríð var á Vestur- og Norðurlandi i nótt. Á fsa- firði byrjaði ballið á 2. tímanum en veðrið færðist - síðan austur um landið. í morgun var vart talið fært um götur ísafjarðar nema á fjórhjóla- drifnum bílum. Stormur, ofanhrið en þó aðallega skafrenningur gerði allt ófært. Slæmt var veðrið á Akureyri en mikium mun verra út með Eyjafirði. Á Húsavik var engum bíi fært um götur og lögreglumenn áttu i erfiðleikum að komast á sína vákt á stöðina. -A.St. Fyrirtækið Helluprent kemur enn við sögu í umræðum íbúa í Rangár- vallahreppi. Dagblaðið hefur áður skýrt frá gjaldþroti Helluprents, og það þó að hreppsnefndin samþykkti að veita fyrirtækinu 75 millj. gkr. hreppsábyrgð fyrir lánum. Fram kom líka að hreppsábyrgðin hafði verið veitt án vitundar sýslunefndar Rang- vellinga. Búið var að biðja um uppboðssölu á eignum Helluprents og samkvæmt upplýsingum, sem blaðið aflaði sér á sýsluskrifstofunni í morgun var salan fyrirhuguð 4. marz. Henni var síðan slegið á frest og er fyrirhuguð 6. maí næstkomandi. Á hreppsnefndarfundi í liðinni viku gerðist það að meirihluti hrepps- nefndar vildi ákveða kaup hreppsins á húsnæði Helluprents í því skyni að breyta því í félagsheimili og mötuneyti fyrir skólann. 2 af 5 hreppsnefndarmönnum fóru fram á að afgreiðslu málsins yrði frestað, sem varð úr. í kjölfar þessa fór svo af stað söfnun undirskrifta á mót- mælaskjal gegn kaupunum. „Þar sem umrætt mál hefur ekki hið Boðað er til borgarafundarins í kvöld og ráð fyrir gert að þar hitni talsvert í kolum. Andstaða íbúanna beinist ekki aðallega að kaupunum sem slíkum heldur frekar því að Helluprenthúsið sé illnothæft sem félagsheimili — nema því aðeins að fram fari á því mjög dýrar og miklar breytingar og endurbætur. -ARH. minnsta verið kynnt fyrir hreppsbú- um, en við teljum slíka kynningu al- gjöra forsendu fyrir afgreiðslu málsins, krefjumst við þess að boðað verði til almenns hreppsfundar þar sem málið verður rætt og útskýrt áður en það er afgreitt í hrepps- nefnd,” segir í texta skjalsins. Undir það ritaði yfir helmingur fólks •á kosningaaldri í hreppnum. Sigurbára á strandstafl á Skógasandi. Straumurinn og aldan var farin að hjálpa björgunarmönnum afl halla skipinu yfir á stjórnborðssiðuna, en á fjörunni í gærkvöldi átti að byrja afl gera vifl skemmdirnar á bakborðssiðunni, en þær sjást vel á bak við mennina á litlu myndinni. DB-myndir. Einar Ólason. „Þetta hefur gengið vel fram að þessu,” sagði Kristinn Guðbrands- son í Björgun, þegar við hittum hann og menn hans á Skógasandi í gær. Á sunnudag var lokið við að þétta stjórnborðshlið Sigurbáru VE og á fjörunni í gærkvöldi átti að halla skipinu og taka til við viðgerðir á bakborðssíðunni sem er mikið skemmd eftir óblíðar móttökur kletta í fjörunni. Búið var að koma annarri ljósavélinni í gang og næst lá fyrir að koma einnig hinni ljósavélinni og aðalvélinni í gang. Kristinn var þarna með fimm menn sína með sér, auk þess sem þrír ■heimamenn voru þarna við störf. Stór jarðýta hélt við svera víra, er lágu út í skipið til að halda því réttu á flóðinu, en aldan skvetti sér öðru hvoru hressilega upp með skipinu. Við segjum nánar frá heimsókninni á Skógasand í blaðinu ámorgun. -JR. A strandstað Sigurbáru á Skógasandi: GENGUR VEL AÐ GERA SKIPIÐ SJÓKLÁRTÁ NÝ A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.