Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. d Erlent Erlent Erlent Erlent I 33 stjómarþingmenn brugðust Thatcher er atkvæði voru greidd um fjárlagaf rumvarpið Meirihluti brezku rikisstjórnarinn- ar féll niður i fjórtán atkvæði i gær, sem án efa er mesta uppreisnar- tilhneiging innan íhaidsflokksins eftir að Margaret Thatcher varö for- sætisráðherra i mai 1979. Eftir mjög heitar umræður um frumvarpið í fjóra daga þar scm gagnrýni kom fram bæði frá stjórnarandstæðingum og stuðnings- mönnum stjórnarinnar ákváðu um 30 íhaldsþingmenn að mótmæla því atriði frumvarpsins sem mestum deil- um hafði valdið, þ.e. 15 prósent hækkun oliuverðs. Átta stjórnarþingmenn greiddu at- kvæði gegn hækkuninni sem þeir sögðu aö kæmi einkum mjög illa við iðnaðar- og sveitahéruð. Talið var að 20—25 þingmenn íhaldsflokksins hefðu setið hjá. Oiiuhækkunin var samþykkt með 295 atkvæðum gegn 281. Meðan á umræðunum um fjár- lagafrumvarpið stóð ákvað einn þingmaður íhaldsflokksins að segja sig úr flokknum og ganga i lið með hinum nýja jafnaðarmannahópi upp- reisnarmanna úr Verkamannaflokkn- um. íhaldsmaðurinn Christopher Brocklebank-Fowler varð þar með fyrstur íhaidsmanna til að ganga til liðs við jafnaðarmennina en búizt er við að þeir gangi formlega frá stofn- un nýs flokks síðar í þessum mánuði. íran: Khomeini kemur Bani-Sadr til hjálpar Abolhassan Bani-Sadr, forseti írans, virðist hafa unnið nokkurn sigur í baráttunni gegn ríkisstjórn landsins. Trúarleiðtoginn Ayatolah Khomeini hefur lýst því yfir að öllum beri að viðurkenna forsetann sem yfirmann hersveita Iandsins. N-íriand: BERNADETTA ÍPÓLITÍKINA Bernadetta Devlin hefur nýlega lýst þvi yfir að hún ætli að snúa sér að stjórnmálum á ný og mun ef til vill gefa kost á sér við næstu alþingiskosningar á írlandi. Fyrir tólf árum var hún kosin á þing, þá ekki nema 21 árs gömul. Síðan dró hún sig í hlé, en hyggst nú freista gæfunnar á ný. Fyrir skömmu urðu hún og eigin- maður hennar fyrir árás, þar sem skotið var að þeim á heimili þeirra og slösuðust þau töluvert alvarlega. llpg Mótmælaaflgerfllr hafa verifl mjög tíflar i Vestur-Þýzkalandi afl undanförnu og hefur þrásinnis komið til átaka á milli ungra mótmælenda og lögreglu. Mótmælin hafa einkum beinzt gegn stefnu rikisstjórnarinnar i húsnæflismálum og að fjölmargar fbúðir skuli standa auðar. Karl Gústaf, konungur. SVÍAKÓNGUR FÆR FULLT TRÚFRELSI Fullt trúarbragðafrelsi kann nú að verða innleitt í Svíþjóð. Kirkjuráðið, sem er æðsta stofnun sænsku þjóð- kirkjunnar, leggur nú til breytingu á sænsku stjórnarskránni þannig að konungur landsins geti játað þá trú sem honum kann að þóknast. Allt frá tíma Gústafs Adolfs hefur stjórnarskráin kveðið á um að konungur iandsins skuli fylgja „hinni hreinu evangelísku kenningu”. Síðar var því bætt í stjórnarskrá landsins að kirkjumálaráðherra landsins skuli fylgja „hinni hreinu evangelísku kenningu”. Siðar var því bætt í stjórnarskrá landsins að kirkjumála- ráðherra landsins skuli einnig tilheyra sænsku þjóðkirkjunni. Nú leggur kirkjuráðið það hins vegar til að hann megi tilheyra hvaða trúflokki sem er. Pólland: Verkföllum af lýstíRadom Félagar Einingar í pólsku iðnaðar- borginni Radom hafa afboðað verkföll og fallizt á að eiga viðræður við ríkis- stjórn landsins í Varsjá í dag. Áður hafði þeim tekizt að knýja fram af- sagnir tveggja af æðstu embættis- mönnum héraðsins. 8 REUTER i Vantar iðnadarhúsnœdi á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 50 til 150 ferm, til leigu eða kaups. Upplýsingar í síma 99-6053. Háffhúseign Til sölu er hálf húseign í Norðurbænum í Hafnarfirði, samtals að flat- armáli um 210 ferm. íbúðarhæð með 4 svefnherbergjum m.a. Eignin er öll hin vandaðasta að gerð. í kjallara er m.a. ákjósanleg aðstaða til dægrastyttingar eða setustofa er á auðveldan hátt er hægt að tengja aðalhæðinni. Eignin getur verið laus til afnota innan skamms tíma. Rúmgóður bllskúr fylgir. Bein sala. Upplýsingar í síma 22870. Lisbeth F. BrudaI sálfræðingur flytur fyrirlestur um norræna rannsókn um Fæðingarstofnanir á Norðurlöndum Starfsreglur er snerta feður og systkini. í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. mars kl. 20.30. Fólagsmáfaráðune ytíð. Hvaðan koma vopn skæruliða íEI Salvador? VOPN TIL SKÆRUUÐA FARA UM NICARAGUA —segir utanríkisráðherra landsins, Miguel Brockmann Utanríkisráðherra Nicaragua, Miguel D’Escoto Brockmann, sagði í París í gær að skæruliðum vinstri manna í E1 Salvador bærust vopn sem færu um Nicaragua. Hann kvaðst hins vegar ekki vita hvaðan þessi vopn kæmu en Nicaragua væri ekki á nokkurn hátt viðriðið málið. „Mér er ljóst að franska stjórnin hefur fallizt á sönnunargögn Banda- ríkjanna fyrir því að vopnin fari um Nicaragua,” sagði hann við fréttamenn á flugvellinum í París áður en hann hélt til Managua. „Vopnin fara um Nicaragua en enginn veit hvaðan þau koma og stjórn Nicaragua á þarna engan hlut að máli.” D’Escoto Brockmann sagði að hann hefði gert utanríkisráðherra Frakklands, Jean Francois-Poncet, þetta ljóst á klukkustundarlöngum fundi þeirra í gær. Hann bætti við: „Bandaríkjamenn vilja réttlæta eigin íhlutun (í E1 Salvador) með því aö halda því fram að aðrar þjóðir séu einnig að blanda sér í málin.” Stjórnarhermenn i El Salvador sýna fréttamönnum vopn er tekin voru at skærulið- um vinstri manna. Bandarikjamenn hafa haldið þvi fram afl Sovétmenn standi afl baki vopnasendingunum til skærulifla i E1 Salvador mefl aflstofl Kúbumanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.