Dagblaðið - 17.03.1981, Síða 13

Dagblaðið - 17.03.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. Kjallarinn María Þorsteinsdóttir borgaralegir fjölmiðlar áttu vart nógu sterk orð til að hrósa þessum krossfararriddara andkommúnism- ans. Ég fór ofan á landsbókasafn og skrifaði upp nokkrar glefsur af ummælum Morgunblaðsins frá þeim tíma. Eftir nokkra athugun tók ég ummæli blaðsins í mars og apríl 1938, þegar Hitler innlimaði Austur- ríki. Fimmtudaginn 3. mars 1938. Fréttaritari Morgunblaðsins í Kaup- mannahöfn: „Frá Þýskalandi eru einkennisbún- ingar Nasista fluttir í stórum stíl til Austurríkis, menn ganga um götur fylktu liði með hakakrossinn í bandi um handleggi, og nota Nasistakveðj- una og útbýta myndum af Hitler.” Laugardaginn 12. mars 1938, þegar Hitler kúgaði Schussnig til að leggja niður völd, skrifar Morgunblaðið: „Gervalt Austurríki virðist vera á valdi Nasista, án þess að hafi komið til kasta þýska hersins. Óhemju fögnuður ríkti í Vín langt fram á nótt,' og um miðnætti, eftir íslenskum tíma, flutti hinn nýi kanslari, Seyss- Inquart, ræðu, þar sem hann til- kynnti að fregnir væru að berast af hverri borginni af annarri um gjör- valt Austurríki um það, að haka- krossinn hefði verið dreginn að hún. Hvergi er getið um neinn mótþróa. Þeir sem hlustuðu á útvarp frá Austurríki hér í nótt, skýrðu frá því að þar hafi skiptst á „Heil Hitler” hrópin og þýsku þjóðsöngvamir, „Deutschland Deutschland” og Horst wessel söngurinn. í öllu Þýskalandi ríkir einnig mikill fögn- uður. Var útvarpi frá Austurríki endurvarpað um allar þýskar stöðvar.” Þriðjudaginn, 15. mars 1938. Fréttaritari Morgunblaðsins í Kaup- mannahöfn: „Hitler kom til Vínar laust eftir kl. 4. Ein samhangandi mannþröng var meðfram allri leiðinni sem hann fór um. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Löngu eftir að hann var kominn inn á hótelið, beið mann- fjöldinn og kallaði í sífellu, „Heil Hitler”. „Engin orð fá lýst fögnuði fólksins. Jafnvel á keisaratímunum lifðu Austurríkismenn ekki aðrar eins fagnaðarstundir”, segir fréttaritar- inn. Sunnudagur 10. apríl 1938. Fyrir- sögn Morgunblaðsins er, „Dagur Stór-Þýskalands” haldinn er Hitler hélt aðra innreið sina i Vin. „Móttökur voru jafnvel cnn glæsi- legri og viðhafnarmeiri en í fyrra skiptið. Hakakrossar voru dregnir á stöng um gervallt landið, og kirkju- klukkum hringt.” Þriðjudaginn, 12- apríl 1938. Fyrirsögn Morgunblaðsins er „Drottinn kallaði mig.” Fjálglegri ræðu sem Hitler hélt er gengið var endanlega frá innlimum Austurrikis i Stór-Þýskaland lauk með þessum orðum: „Þá var mér ljóst að stundin var komin, og að drottinn kallaði á mig til að fram- kvæma sameiningu þýsku þjóð- anna”. Fimmtudaginn 21. apríl 1938 segir fréttaritari Morgunblaðsins í Kaup- mannahöfn: „Hitler varð 49 ára gamall i dag. Þýsk blöð segja að þetta sé stoltasta afmæli Hitlers, hann sé hylltur sem faðir Stór-Þýskalands og hafi hann gert meira fyrir frtðinn en allir friðar- postular og friðarráðstefnur í heila öld”. Allt er þetta birt í aðdáunartón og hrifningin á Hitler leynir sér ekki. Þessi krossferð fór þó nokkuð á annan veg en upphafsmenn hennar höfðu búist við, Bretum og öðrum auðvaldsríkjum til mikillar armæðu ætlaði Hitler sér að innbyrða drjúgan hlut auðvaldsheimsins í leiðinni. Að loknu því ægilegasta blóðbaði sem gengið hafði yftr Evrópu lá álfan í rústum, og austurhluti hennar tók upp sósíalíska þjóðfélagshætti, að Grikk- landi undanskildu, en frelsishreyf- ingu þess kæfðu Bretar í blóði, sem kunnugt er, og drápu eða fangelsuðu leiðtoga kommúnista þar. í Vestur- Evrópu voru hafnar miklar umbætur í félagsmálum, þau lðnd ætluðu að sýna heiminum að þau yrðu engir eftirbátar hins sósíalíska heims í þeim málum, og var Bevan, hinn breski félagsmálajöfur, frumkvöðull að slíkum umbótum i heimalandi sínu, og önnur lönd komu í kjölfarið. Við hér á íslandi nutum meira að segja ókeypis læknisþjónustu í nokkur ár. Churchill var hins vegar lítt hrifinn og boðaði að hefja skyldi þriðju krossferðina á hendur út- breiðslu kommúnismans strax árið 1949 með því að varpa kjarnorku- sprengju á Sovétrikin. Þessi hug- mynd hans fékk þó ekki hljómgrunn. Þriðja krossferð Og nú er hafinn undirbúningur þriðju krossferðarinnar gegn komm- únismanum. Eða eigum við öllu held- ur að segja að hún hafi hafist þegar að lokinni seinni heimsstyrjöldinni? Ekki alltaf með vopnum, heldur með áróðri og hervæðingu, og svæðis- bundnum styrjöldum öðru hvoru? Nú eru það Bandarikin sem eru hinn sjálfskipaði krossfararriddari gegn útbreiðslu kommúnismans. Var það raunar mjög eðlileg þróun, þvi að þau sluppu vel út úr styrjöldinni, og hvergi í heiminum mun annað eins auðmagn vera saman safnað i einka- eign og þar. Ég ætla hér aðeins að minna á nokkur atriði, sem lesendum munu þó vera í fersku minni. Byltinguna á Kúbu átti að kyrkja með viðskiptabanni á landið, en ingar liggja ekki á lausu. Örðugt er fyrir óþjálfaðan að sjá við slíku — sérlega ef hugurinn er nú fastur við það að troða fremur skóinn niðraf kollega sínum, einsog við hefur brunnið í samtökum rithöfunda. Eins er því gjaman fleygt að skáldið sé nú andlega sinnuð mannvera og yfir það haftn að vera með hugann við peninga. Það er vissulega kenning sem mörgum verður hált á í veröld þarsem gallhörð efnahagslögmál eru hvarvetna að verki. Athugum þetta nánar Nú er svo komið að ríkissjóður er löngu orðinn það tröllaukið sníkju- dýr á afurð höfundarins, bókinni, að verk sem höfundur áður fékk 40 til 80 vikna laun fyrir gefur honum varla nema 5 til 10 vikna laun í dag. Þá er átt við miðlungsstóra bók. Hversu feiminn sem maður nú væri við umræður um peningamál þá leyfist, vænti ég, að ræða um andlegar afleiðingar skortsins. Peningamál er engin leið að einangra og þróun sem farin er af stað er engin leikur að stöðva. Hún heldur áfram. Mér leyfist því vonandi að drepa fingri á hrörnunareinkenni bókaútgáfunnar hér sem undanfarinn hálfan áratug eða svo hefur raunar blasað við hverju mannsbarni í þessu landi. Ég á við sjónvarpsauglýsingar bókaútgefenda. Svo enn sé vikið að peningum þarf ég nú að benda á það að mörg undan- farin ár hafa útgefendur hérlendis trúlega greitt einum helsta keppinaut sínum — sjónvarpi — hærri upphæð fyrir birtingu auglýsinga en þeir greiða öllum sínum höfundum og þýðendum samanlagt fyrir gerð þeirra bóka sem verið er að auglýsa. Heilvita menn sjá náttúrlega að þetta er byrjun á vísu sjálfsmorði bókaút- „Hver sem ekki vill hugsa um peninga einsog hann væri húsbóndi þeirra hann endar sem þræll og leiksoppur þessara sömu peninga,” segir greinarhöfundur um kjararýrn- un rithöfunda. — Myndin er úr bókaverzlun. tm JJÉÍRmÍ % js BrjHmm Js mT mm* ******* ig|t m m hílí SBPlP ylJB % ' lp |||pí SovétrikinbjörguðuKúbu meðþvíað kaupa framleiðslu landsins, þó þau þyrftu að sækja hana um langan veg. Þá var Vietnamstríðið háð til að hefta „útbreiðslu kommúnismans” í Asíu. Herforingjabyltingin í Grikk- landi var framkvæmd að tilhlutan Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir lýðræðisþróun þar í landi, sem e.t.v. gæti leitt af sér kommúnisma í fram- tíðinni. Þá eru alkunnar margs konar hernaðaraðgerðir í Rómönsku Ameríku til að koma í veg fyrir valdatöku alþýðunnar í þeim heims- hluta, er E1 Salvador síðasta dæmið um slíkt. Ekki skulum við heldur gleyma morðinu á Salvador Allende í Chile árið 1973, enda þótt hann hefði raunar engan kommúnisma á stefnu skrá sinni, heldur aðeins bætt lífskjör í landinu, án tiltölulega mikilla breyt- inga á skipan þjóðfélagsins. En nú er lokaþátturinn hafinn. Nú skal stemma stigu við útbreiðslu kommúnismans, eins og breski varnarmálaráðherrann sagði í mynd- inni Sprengjurnar falla. Og nú er tæknin komin á svo háþróað stig í útrýmingartækjum, að nú nægir ekki minna en að tortíma öllum heiminum til að stöðva „útþenslu kommúnism- ans”. Við spyrjum, hverskonar vit- firring er þetta, er auðvaldskerfið svo heillum horfið og algerlega magn- laust til að sigra hinn sósíalíska heim I friðsamlegri samkeppni, að það sjái sér ekki annað vænna en tortíma öllu mannkyni. Og hver á þá að lifa við „blessun” auðsældarinnar að lokn- um þessum hildarleik? Nei, látum þessa krossferð aldrei yfir okkur ganga. Tökum öll hönd- um saman um að krefjast fundar æðstu manna, krefjast þess að tafar- laust verði teknar upp viðræður um afvopnun, svo við getum verið óhult um að lifa næsta dag, og að hætt verði að sóa fjármunum heimsins í drápstæki meðan meiri hluti mann- kynsins hefur ekki til hnífs og skeiðar. María Þorsteinsdóttir. gáfunnar svo fremi sjónvarpinu verði ekki lokað endanlega innan fimm ára (vegna gjaldþrots ellegar tilkomu NORDSAT). En hvernig tengist þetta nú and- legum verðmætum? Ég leyfi mér að svara þeirri spurn- ingu með einfaldri staðhæfingu. Raunverulegar bókmenntir eru lengi í sköpun, ærinn tíma verða menn að taka sér til að skrifa raunverulegt bókmenntaverk. Sá timi kostar peninga og þá peninga verður höfundurinn að fá af ritstörfum, 80 vikna laun fyrir 80 vikna vinnu eða 5 vikna laun fyrir 5 vikna vinnu. Það sem Halldór eða Þórbergur gerðu á 80 vikum þarf enginn að ætla sér að gera í dag á 5 vikum. Eðli málsins samkvæmt er móttaka raunverulegra bókmennta líka nokkuð hæggeng, sein og bítandi engu síður en sköpunin — en farsæl til lengdar. Andstæða raunverulcgra bók- menntastarfa er fiaustrið og fljóta- skriftin — hversu bóklega sem pródúktið lítur út á ytra borði. Flausturskrifin þola ekki þá yfirlegu og ró með athugun sem bókmenntum eru beinlinis nauðsyn. Þeirra eini vegur er hvellsalan og stuttur en mikill hávaði einsog sjónvarpsauglýs- ingin býður. Mér er semsé ekki grunlaust um það að kjararýrnun höfundanna sé einmitt það sem á endanum hefur leitt til þess að meirihluti framleiðsl- unnar er orðið flaustur en ekki bók- menntir. Ekki fæ ég betur séð en sjónvarpsauglýsingafarganið sé tákn þess að sinnuleysi höfunda og ann- arra um kjör sjálfra bókmenntanna i landinu hafi nú endanlega leitt flaustrið, hugsunarleysið og fijóta- skriftina — allt þetta sem ekkert kemur bókmenntum né heldur and- bókmenntum við — til öndvegis á svokölluðum bókamarkaði. En vöndugheit og íhugun sé bráðum falið niðrí kjallara — um sinn að minnsta kosti. Þetta finnst mér heldur svona miður. Andlega séð lika. Hér eru líklega enn að sannast gömul vísindi: Hver sem ekki vill hugsa um peninga einsog hann væri húsbóndi þeirra hann endar sem þræll og leiksoppur þessara sömu peninga. Og þá fer lítið fyrir reisn andans. Varla annað eftir en gefa hann upp. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.