Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981.
l
GÍSLI SVAN
EINARSSON
Bónuskerfi
íbílatryggingum:
FREISHNGSEM
ERFITT ER AÐ STANDAST
Erum við að útrýma
fiskstofnum?
HVAÐA AHRIF HEFUR SVELTI
ÞORSKSINS Á HRYGNINGU HANS?
—er búið að ganga of nærri loðnustof ninum?
—við lif um á þorski en þorskurinn lifir á loðnu
Magnús Guflmundsson sjómaður
skrifar um borð f m/b Dofra BA 25,
staðarákvörðun á lóran 45 998.7.
í dag fór ég út á dekk og skar upp
nokkra þorska og athugaði innihald
maga þeirra. Sumir voru algjörlega
tómir fyrir utan beituna, sem við
höfðum beitt, aðrir höfðu komizt yfir
eina eða tvær rækjur.
Við erum á lfnuveiðum. Það eru
áratugir síðan jafnmikið hefur
fiskazt á línu hér og á þessari vetrar-
vertíð, en sáralítil veiði er í net, svo
lítil að bátar hafa hætt við að fara á
netaveiðar vegna góðs línuafla.
Hvað veldur þessu?
Er þorskurinn í svelti? Enginn
loðnuganga? Er búið að útrýma
loðnunni? Hvað sem veldur virðist
þorskurinn gleypa allt sem beitt er.
HvaS segja okkar „fiskifræðingar”
um þetta ástand? Hve mikill hluti
sveltandi þorskstofns lifir svona á-
stand af? Hvaða áhrif hefur svelti
þorsksins á hrygningu hans? Er
líklegt að fiskur sæki aftur á þær
slóðir þar sem áta er ekki til í þeim
mæli sem áður var?
Höfum við gengið svo á
loðnustofninn að alvarleg hætta er
þarna á ferðinni og líkur á þvi að
stofninn nái sér ekki um ókominn
tíma?
Ég sem sjómaður hef mikinn
áhuga á að fá einhver svör við
þessum spurningum, en hvaðan? Ég
hef orðið lítið álit á okkar
„fiskifræðingum”. Ég veit að Árni
heitinn Friðriksson, frændi minn,
hefði haft áhyggjur af þessu ástandi.
Ég verð að segja það eins og það
er, að þegar „fiskifræðingur” leggur
Ef bónusinn yrði afnuminn yrði
einni freistingunni færra, og þvi held
ég að allir mundu fagna, bæði þeir
sem fallið hafa fyrir þessari freistingu
og þeir sem verða fórnarlömb hennar
á hverjum degi.
Aronska íalmannavörnum:
Aronska í íslenzkum stjórnmálum
—aksturslag landsmanna versnaði ekki þótt þetta bónuskerfi yrði af numið
Bill Þorsteins eftir ákeyrsluna.
Tryggvi Bjarnarson (8938-9372)
skrifar:
Þessi skrif min eru tilkomin vegna
leiðara Dagblaðsins mánudaginn 9.
marz sl„ undir yfirskriftinni
„Aronska í almannavörnum”.
Þvi ekki aronsku í íslenzkum
Flugskýli á
Keflavíkurflugvelli.
stjórnmálum, við hvað eru stjórn-
málamenn hræddir? Ég fæ ekki betur
séð en aronska sé rekin i ýmsum
málum, s.s. flugvallarbyggingu á
Keflavíkurflugvelli og framkvæmd-
um í Helguvík.
Ef herinn er hér á landi sem vernd-
ari eiga þessi mál fullan rétt á sér og
meira en það. Vil ég nefna nokkur
mikilvæg atriði í vörnum landsins,
s.s. vegakerfið, flugvelli, neðan-
jarðarbyrgi, skipaflota, flugflota.
Hvers vegna er slíkt ekki til um-
ræðu þegar verið er að hanna og
byggja ýmis stórhvsi víðs vegar um
landið?
Einn stjórnmálaflokkur hafði slíkt
á stefnuskrá sinni 1978 og hefur það
enn. Þessum flokki varð ekkert
ágengt í kosrtingunum 1978, kom þar
ýmislegt til, ég vil nefna þrjú atriði.
Fyrsta: fólk skildi ekki hvað um var
að vera. Annað: það voru ekki fram-
bærilegir menn í efstu sætum listans.
Þriðja: á þessum tíma var vinstri
sveifla í stjórnmálum á íslandi.
metið af kunnáttumönnum á ca 2000
kr. og það eru peningar sem öryrki
eins og ég hefur ekki handbæra,
þannig að það eru litlar horfur á því
að ég geti látið gera við bílinn í náinni
framtíð.
En hvað gerir það að verkum að
bílstjórar aka i burtu eftir að hafa
skemmt annað ökutæki? Það skyldi
þó ekki vera hinn svokallaði bónus
sem þeir eru að hugsa um? Þetta er
upphæð sem skiptir sáralitlu máli, en
tryggingafélögin eru búin að koma
þessum bílatryggingamálum þannig
fyrir að það er orðið æ algengara að
stungið sé af eftir ákeyrslu.
Eru tryggingafélögin þá potturinn
og pannan í þessu öllu saman? Ég er
hræddur um það, þessi bílatrygginga-
mál öll eru orðin einn skrípaleikur.
Ég er þess fullviss að aksturslag
landsmanna mundi ekki versna þó
þetta bónuskerfi yrði afnuntið. Þeir
sem keyra vel byrja ekki að aka
ógætilega þó einhver hlægilegur
bónus sé ekki lengur i veði.
Þorsteinn Valgeirsson, Keflavik,
skrifar:
Ég varð fyrir því óhappi að ekið
var á bíl minn þar sem hann stóð við
Móabarð í Hafnarfirði um kl. 17
þann 4. marz sl.
Bíllinn er talsvert skemmdur eins
og sést á myndinni. Sá sem ók á bil
minn fór af slysstað og hefur ekki
gefið sig fram, og enginn gefið sig
fram sem hugsanlega hefur orðið
vitni að atburðinum.
Tjón það er varð á bíl mínum ei
Raddir
lesenda
SEKTA Æni BÆNDUR EF
SKEPNUR ÞEIRRA ERU
EKKIINNAN GIRDINGAR!
—eigandi bflsins situr uppi með ónýtan bfl en eigandi hestsins fær bætur
Akureyringur hringdi:
Ég á stundum leið eftir þjóðvegin-
um um Kræklingahlíð hér fyrir utan
Akureyri. Ég verð oft var við hesta
þarna við veginn og hef nokkrum
sinnum rétt sloppið við árekstur við
þá.
Nú hefur það komið fyrir hvað
eftir annað að ekið hefur verið á
hesta í Kræklingahlíð, siðast laugar-
dagskvöldið 28. febrúar. Fjórir slös-
uðust í árekstrinum og bifreiðin er
talin ónýt. Hesturinn var drepinn.
Bifreiðin var ekki í kaskó, þannig
að eigandinn situr uppi með tjónið,
en eigandi hestsins fær hann hins
vegar bættan.
Ég tel að breyta verði þessum
tryggingarlögum i þá átt að skepnur
sem verða fyrir bifreiðum í byggð séu
á ábyrgð eigenda. Víða erlendis er
það þannig að bændur eru sektaðir ef
skepnur þeirra sjást utan girðinga.
Þessu ætti að koma á hér á landi, þvi
ekki batnar ástandið i vor, en um og
eftir sauðburðinn líður vart sá dagur
að ekki sé ekið á fleiri eða færri
lömb.