Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. Þegar bíll nágrannans er ekki nógu góóur — þáerhægtaðfásér „Custom Made” Ekki eru allir ánægöir með aö eiga bíla sem eru nákvæmlega eins og bill nágrannans. Á gullöld bílanna, sjötta áratugnum, tóku Bandarikjamenn upp á því að breyta verksmiðjuframleidd- um „standard” bílum með ýmsum hætti og m.a. varð til heföbundin breyting (afskræming eða lagfæring) sem kölluðer „Custom”. í aðalatriðum er breytingin fólgin í því að toppur bílsins er lækkaður, Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferö.. tfas®0" BÍLAR Kristinn Snæland HefHbekkir Vorum að fá hefilbekki, 212 cm, 170 cm og 130 cm langa Kreditkorthafar velkomnir Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 Samkeppni skólabarna í Reykjavfk um gerð aug- lýsingaspjalda í tilefni 50 ára afmœlis Strœtisvagna Reykjavfkur. Tilefni: Reykjavíkurvika 17.-23. ágúst 1981. Kynntar verða þrjár borgarstofnanir, SVR, BÚR og slökkvilið. Sér- staklega verður minnst 50 ára afmælis strætisvagnanna. Ennfremur verður athygli vakin á starfsemi æskulýðsráðs. Listviðburðir verða á Kjarvalsstöðum og sitthvað gert til skemmtunar. . Undirbúningur og framkvæmd: í samráði við myndmenntakennara í grunnskólum borgarinnar er á- kveðið að efna til samkeppni nemenda um gerð auglýsingaspjalds fyrir Reykjavíkurvikuna 1981 og skal efni þess tengt 50 ára afmæli Strætis- vagna Reykjavíkur. Stærð auglýsingaspjaldsins skal vera 85x60 cm. Texti á auglýsingaspjaldinu á að vera „Strætó í 50 ár — Reykjavikur- vika 1981.” Þátttakendum er heimilt að gera tillögu um einhvern stutt- an, hnyttinn viðbótartexta tengdan efninu. Þátttakendur hafa að öðru leyti frjálsar hendur um gerð myndanna, nema hvað skjaldarmerki borgarinnar skal vera á henni. Allir grunnskólanemendur í Reykjavík hafa rétt til þátttöku í samkeppninni. Myndverkum nemenda verður skipt í þrjá flokka (6—9 ára, 10—12 ára og 13—15 ára) þegar þær verða metnar. Skilafrestur: Myndum sé skilað í síðasta lagi 20. maí nk. Dómnefnd: í dómnefnd eigi sæti fulltrúar stjórnar Reykjavíkurviku, fulltrúi SVR, fulltrúi fræðsluskrifstofu ásamt fulltrúum kennara. Dómnefnd lýkur störfum 30. maí. Verðlaun: 1. verðlaun: Vandað reiðhjól: Aukaverðlaun, 1 .-5. sæti: Fríkort í strætisvagna í eitt ár. Kennarar grunnskólanna í Reykjavík eru vinsamlegast beðnir að hvetja nemendur til þátttöku í þessari teiknisamkeppni. Framkvæmdanefnd Reykjavikurviku. krómskraut er fjarlægt að mestu, sam- setningarraufar boddíhluta eru fylltar og slípaðar svo hvergi sjást samskeyti, Appelton ljóskastarar eru nauðsynlegir beggja megin við framrúðuna og eru látnir visa niður og aldrei notaðir, hjól- hlíf við afturhjól og breiðir hvitir hringir á hjólbörðum eru sjálfsagður búnaður. Loks er bíllinn lækkaður t.d. með því að glóhita fjaðrabúnað uns hann lætur undan þunga bílsins og hann sest á stuðpúðana. A.m.k. einn Custom bíll er til hér á landi, dökkrauður Chevrolet, að mig minnir ’53 eða ’54 model. Sá bill er mjög laglegur og'fengur að honum í bíla flota landsmanna. Ekki er mér kunnugt um fleiri slíka en vitanlega getur vel verið að einhverjir af bilskúrabúum séu með byggingu fleiri slíkra i gangi. Á þessari síðu sjáum við þrjá Custom bíla sem allir eru í eigu Jims Walker frá Dayton, Ohio. Jim, sem er sölumaður Oldsmobile, er forfallinn bíladellumaður og á auk Custom bil anna fjölda fornbíla. Til marks um delluna má geta þess að á barnum hjá Jim er framendi af Ford ’36 sem er þannig útbúinn að vinnukonur eru virkar, svo og ljósabúnaður en úr földum hátölurum má svo spila viðeig- andi drunur átta gata tryllitækis. Það væri ekki svo vitlaust að mæta á Hallærisplaninu á Fiat 500 með svo- leiðis upptöku og bjóða svo liðinu á spyrnubílunum i keppni. -KSN. Customarnir hans Jims, Buick ’50, Ford Convertible ’40 og Mercury ’50. Hér er Jim Walker á barnum en auk Fordsins eru öskubakkarnir umluktir dekkjum. Á flöskunum bakvið Jim ert> væntanlega olíur eða bensfn af ýmsum gerðum — þó hugsanlegt sé að vökvi sá sé fremur ætlaður fólki en bflum. FRÆNDIC0RDSINS Þessi mynd af Auburn Salon Speedster ’34 model V 12 fær fornbilaaðdáendur til að sleikja út um og kyngja munn- vatninu tvisvar eða þrisvar. Fram- kvæmdastjóri hjá Auburn var Errett Lobban Cord en eftir honum heitir Cordinn ’37, sem sennilega er dýr- mætasti fornbill íslendinga. Þessum Auburn var bjargað úr bila- kirkjugarði 1977 en upprunalega var hann svo sérbúinn að hann kostaði helmingi meira en venjulegur Auburn, eða heila 2000 dollara. Væntanlegur kaupandi nú þyrfti liklega að bæta mörgum núllum við þá upphæð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.