Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. Fasteignaverzlunin út úr úHiakreppunni? „Útborgunin gæti lækkað úr 75 f30-40 prósent” — segir Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins sem kynnir nýjar leiðir ífasteignaviðskiptum „Við vonumst til að geta opnað fast- eignaverzlunina á sama hátt og okkur tóskt að opna verðbréfamarkaðinn,” sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður Fasteignamarkaðs Fjárfestingarfélags- ins hf., á fundi með blaðamönnum í gær þar sem kynntar voru nýjar leiðir á fasteignamarkaði. Það er nýtt dótturfélag Fjárfest- ingarfélagsins sem mun með rekstri fasteignasölu reyna að losa fasteigna- verzlunina í landinu úr þeirri úlfa- kreppu sem hún er sögð hafa verið í að undanförnu. Talað hefur verið um að ungt fólk sé að hverfa af fasteigna- markaðinum og á blaðamannafundin- um i gær voru orsakir þess meðal ann- ars raktar. Gunnar Helgi Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, benti á að verðbólgan í landinu væri ein af höfuðorsökum þess að á fasteigna- markaðinum hafa nú alllengi tiðkazt afar ósveigjanlegir greiðsluskilmálar þar sem útborgun hefur verið um og yfir 75% og eftirstöðvar til 4—5 ára á 18—20 prósent vöxtum meðan verð- bólgan er 50—60 prósent á ári. „Það hefur myndazt breitt bil á milli kaupanda og seljanda. Menn ráða ekki við hina miklu útborgun. Þetta er orðinn þröskuldur. Ljóst er að seljandi sem vill 75% útborgun og kaupandi sem getur aðeins greitt 30% geta ekki átt viðskipti,” sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson. Svarið sem Fasteignamarkaður Fjár- festingarfélagsins mun kynna á næst- unni felst í sveigjanlegri skilmálum sem geta byggzt á verðtryggðum eftir- stöðvum. Talsmenn fyrirtækisins bentu á að kostir hins nýja fyrirkomulags væru þeir helztir fyrir seljandann að skil- málar eru raunhæfir; eftirstöðvar rýrna ekki. Óþarfi yrði að kaupa nýja fast-> eign um leið og sú gamla er seld. Með sölu fasteignar gæti fullorðið fólk skapað sér lífeyri og verðtryggð skulda- bréf væri hægt að selja þyrfti eigandinn á fé að halda. Fyrir kaupandann væru helztu kost- irnir þeir, að útborgun lækkar, greiðslufrestur verður lengri á eftir- stöðvum, greiðslubyrðin verður jafnari og léttari fyrstu árin og greiðsluskil- málar sveigjanlegri og í samræmi við fjárráð og þarftr. Aðspurður sagðist Gunnar Helgi vonast til að ef þessi nýja leið yrði ofan á í fasteignaviðskiptum gæti útborgun fasteigna almennt lækkað úr 75% í 30—40% þegar tímar líða. Þingmenn mættu illa Allsögulegur fundur var í neðri deild Alþingis í gær. Hftir miklar bjöllu- hringingar setti Alexander Stefánsson fundinn i fjarveru Sverris Hermanns- sonar forseta. Tók Alexander 3. mál á dagskrá fyrir, þ.e. „Fiskveiðilandhelgi íslands, frumvarp, framhald 1. um- ræðu”. Enginn kvaddi sér hljóðs og var frumvarpið afgreitt til 2. umræðu og nefndar. Alexander forseti hringdi nú aftur ákaft bjöllunni en fáir bættust í salinn. Stóð þá Alexander upp, tók út af dag- skrá 1. og 2. mál, svo og 4. og sleit síðan fundi. Þingmenn urðu undrandi við. Alexander skýrði þetta með því að framsögumenn ofantaldra dagskrár- mála væru ekki mættir og gegndu ekki hringingu. Fundurinn stóð 10 mínútur og þar af fór helmingur tímans í að „hringja inn”. Framsögumenn um frumvörp til almannatrygginga, vernd bama og ungmenna og um fjáröflun til vega- gerðar mættu ekki. Heill dagur þings- ins fór til ónýtis. í efri deild var ástandið litlu betra en Helgi Seljan hélt þó sínu striki. Eitt mál, „Eiturefni og hættuleg efni”, var afgreitt án umræðu til neðri deildar. Sjávarútvegsráðherra fylgdi einu frum- varpi úr hlaði óundirbúinn með ðrfáum orðum. Síðan afgreiddi Helgi tvö önn- ur mál án umræðu, tók eitt mál af dag- skrá og sleit fundi. Hafði fundur þá staðið i 20 mínútur — hringingar taldar með. - A.St. Framkvæmdastjóri hinnar nýju fast- eignasölu, sem er til húsa að Skóla- vörðustíg 11, er Pétur Þór Sigurðsson lögfræðingur. -GAJ Nokkrir aðstandendur hinnar nýju fasteignasöiu. Frá vinstri Gunnar J. Friðriksson stjómarfor- maður, Eyjótfur K. Jónsson og Hjörtur Hjartarson úr stjórn Fjárfestingarfólagsins, Pátur Þór Sigurðsson framkvœmdastjóri, ingilaifur Einars- son sðlustjóri, Gunnar H. HáHdánarson fram- kvœmdastjóri Fjárfestingarfálagslns og Vaigeir HaHvarðsson. DB-mynd BjamleHur. NYJAR LEIÐIR Á FASTEIGNA- MARKADI Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur stofnað dótturfélag og hafið rekstur fasteignasölu sem nefnist Fasteignamarkaður Fjárfestingarfélagsins hf. Fasteignamarkaður Fjárfestingarfélagsins hf. mun annast kaup og sölu fasteigna og leggja sérstaka áherslu á að kynna nýjar leiðir og valkosti við fjármögnun í þeim viðskiptum. Takmarkið er að auðveida fólki viðskipti með því að gera greiðsluskilmála sveigjanlega. í því skyni verður lögð áhersla á að kynna verðtryggingu í fasteignaviðskiptum, hvernig hún eykur möguleika kaupenda og tryggir hag seljenda. Jafnframt verður kappkostað að veita ítarlegar upplýsingar og leiðbeina um allt það sem fylgir kaupum og sölu fasteigna og fjárráðstafanir tengdar þeim viðskiptum. Verður þar m. a. byggt á áralangri reynslu starfsmanna Fjárfestingarfélag íslands hf. í fjármálaráðgjöf. Er það von félagsins að með stofnun hins nýja fyrirtækis megi stuðla að heilbrigðara fjármálalífi á íslandi og auðvelda viðskipti með fasteignir. Opið verður mánud. — föstud. kl. 09 — 18 og fyrst um sinn laugard. og sunnud. kl.13-17. Hafið samband við skrifstofu okkar. Fáið sendan upplýsingabækling um nýjar leiðir á fasteignamarkaði. Starfsfólk okkar mun fúslega veita allar frekari upplýsingar. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 11 101 REYKJAVÍK SÍMI 28466 (HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVÍKUR) Fasteignamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hf Lögfræðingur: Pétur ÞórSigurðsson ;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.