Dagblaðið - 17.03.1981, Síða 10

Dagblaðið - 17.03.1981, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ1981. MARIA GIACOBBE segir frá Sardiníu og sýnir litskugga- myndir þriðjudag 17. mars kl. 20.30. Verifl velkomin Norræna húsifl SJÚKRAHÚSIÐ á Egilsstöðum auglýsir eftir sjúkraliðum Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97- 1400. Ljósin í lagi - lundin góð Slík áhrif hafa rétt stillt Ijós í umferóinni. UUMFERÐAR RÁÐ ✓ SENDING AFÞESSUM V/NSÆLU SUMARSKÚM Pinto Teg. 4469/2 Hvítt stærðir: 36—41 Verðkr. 132.50 Pústsendum samdmgurs Teg.3417 Hvítt stærðir: 19—39 Verð frá 106.90 — 148.40 SKÓ VERZLUN DOMUSMEDICA SÍM118519 Seiðurinn magnaður i Krísuvlk. Seiðkarlinn Þorgrim nef (á palli f miðið) leikur Björn Einarsson. DB-myndir Helgi Már Halldórsson. MEÐ FORNESKJU- TAUTÁ VÖRUM Silja Aðalsteinsdóttir f hlutverki seiðkerlingar. Seiðkarlinn Þorgrímur nef tíndi grös og sveppi úr skjóðu sinni og lét falla í hverinnn. Skeggi, aðstoðar- seiðkarl, gekk kringum hann meö forneskjutaut á vörum og viðstödd voru líka karlar og konur sem fylgd- ust með seiðmögnuninni af innlifun. Þau höfðu lambhúshettur á hausnum svo rétt grillti í andlitsbjórinn. Við þetta undu menn sér í Krisuvík á sunnudaginn þegar fyrsta atriðið í ísfilm-kvikmyndinni Útlaginn var fest á fílmu. Ágúst Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar og einn eig- enda ísfilm, bjó til kvikmyndahand- rit eftir sögu kappans Gísla Súrssonar. Þó kvikmyndagerð á lslandi hafi þótt þrekvirki hingað til er þó óhætt að segja að hér sé ráðizt í stærra verk- efni en áður hefur þekkzt hér á landi, svo stórt að mörgum þykir nóg um og velta því fyrir sér hvort þetta sé ekki bara hreint óráðsflan. Hvort ekki sé nær að velja sér smærri og auðveld- ari (ódýrari!) verkefni. Ágúst Guð- mundsson svaraði þessum vangavelt- um þannig þegar DB átti tal við hann ígær: ,,Ég get i sjálfu sér verið sammála því að hér er ráðizt í anzi stórt verk- efni en það er nú einu sinni svo að í þessum „bransa” verður alltaf að taka á sig áhættu. Manni líður eins og fjárhættuspilara: þeim mun meiri áhætta sem við tökum þeim mun skemmtilegra að lifa! En án gamans. Við gerum okkur fulla grein fyrir áhættunni sem fylgir en höfum þann metnað að leggja út í ævintýrið. Jú, það má segja að við gerum ráð fyrir að þetta gangi með því að koma myndinni á markað erlendis líka. En þrátt fyrir það erum við fyrst og fremst að framleiða mynd fyrir íslendinga.” Þess er vænzt að víg Þorgríms nefs verði kvikmyndað í lok vikunnar. Það átti að gerast í gær en var frestað vegna veðurs. Búið var að kalla út allan mannskapinn klukkan 5 i fyrri- nótt, tína til dót og búa leikara undir töku. En þá mögnuðu veðurguðir seið á ísfilm og öllu var slegið á frest. í næstu viku er fyrirhugað að dvelja í Hítardal í Borgarfirði við kvikmyndun. Það verða strangir dagar, sagði Ágúst. En eftir það kemur hlé, eða þar til í maímánuði að stúdíóvinna hefst i Reykjavík. Fjöldi manns vinnur að gerð Útlag- ans. Ágúst leikstýrir eins og fyrr er getið. Honum til aðstoðar er Ingi- björg Briem. Sigurður Sverrir Páls- son kvikmyndar, Oddur Gústafsson sér um hljóðupptöku, Hannes Jóhannesson er aðstoðarhljóðmaður, Ragnheiður Harwey stjómar förðun, Jón Þórisson. stjórnar leikmynda- gerð, svo einhverjir séu nefndir. Jón Hermannsson er framkvæmdastjóri ísfilm. Jón, Ágúst Guðmundsson og Indriði G. Þorsteinsson eru eigendur ísfilm. Fjöldi atvinnu- og áhugaleikaara kemur fram í Útlaganum. Aðalhlut- verkið, Gísla Súrsson, leikur Arnar Jónsson. - ARH Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður og Ágúst Guðmundsson leik- stjóri. Sigurður Sverrir kvikmyndaði Land og syni á vegum ísfilm og hlaut fyrir það menningarverðlaun Dagblaðsins f ár. Hann kvikmyndaði líka Punktur, punktur, komma, strik sem frumsýnd var i Reykjavik um helgina.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.