Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981.
1
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
»
Keith Richard
með þekktri
fyrirsœtu
Keith Richard, gítarleikari Rolling
Stone, hefur upp á síðkastið sézt oft
með þekktri bandarískri fyrirsætu,
Patti Hansen. Vinir hans telja að hann
sé í þann veginn að stofna heimili með
henni.
Eitthvað virðist það nú samt ólíklegt
að Richard.sem þekktur er að öðru en
rólegu fjölskyldulífi, fari að standa í
einhverju heimilishaldi. Þó er aldrei að
vita nema Patti takist að ná góðum
tökum á honum, hún er sögð hafa
reynzt honum vel í baráttu hans við
eiturlyfin.
Fyrrum sambýliskona Richards,
sem nú er orðinn 36 ára gamall, Anita
Pallenberg, hélt eftir íbúðinni sem þau
bjuggu í. íbúðin er sögð þriggja
milljóna króna virði (300 millj.
gamalla) og þar býr Anita ásamt tveim
börnum, sem hún átti með Keith
Richard. Sambandi þeirra, sem alltaf
var stormasamt, lauk fljótlega eftir að
17 ára gamall piltur skaut sjálfan sig til
bana í svefnherbergi þeirra, eftir að
hafaátt ástríðufulla nótt meðAnitu.
Patti Hansen vefur Keith Richard
örmum sinum.
. Myndin var tekin á diskótcki
i New York.
Clint Eastwood leikur
írskan ættföður Reagans
Clint Eastwood, sem kunnastur er
fyrir leikni með byssur og að berja
vel frá sér í kvikmyndum, mun
væntanlega sjást á hvíta tjaldinu í
hlutverki sem mjög er frábrugðið
hinum fyrri. Nýjustu fréttir frá
Hollywood herma nefnilega að hann
hafi tekið að sér að leika írskan ætt-
fðður Ronalds Reagan í stórmynd,
sem byggð er á skáldsögu Morgans
Llywelyn.
Brezka leikkonan Vanessa
Redgrave fékk einnig boð um að
leika í myndinni sem hún og þáði.
Hins vegar hefur heyrzt að Reagan
sjálfur sé ekki of hrifinn af þessu
framtaki kvikmyndafyrirtækisins og
hafi lítið fallegt að segja um það.
Vanessa Redgrave er cinnig með.
Clint Eastwood fékk loks hlutverk
frábrugðið hinum fyrri.
Reagan sjálfur er ekki of hrifinn.
Var orðuð
við Bretaprins
Sarah Spencer var, eins og marga
rámar í, á tímabili orðuð við Karl
Bretaprins. En hún lenti í leiðindamáli
— var rekin úr skóla fyrir drykkjuskap.
Og í þokkabót náði hún sér í liðs-
foringja og því varð prinsinn að leita á
önnur mið. Hann leitaði hins vegar
ekki langt yfir skammt og sneri sér að
yngri systurinni, Diönu. Allir þekkja
framhald þeirrar sögu. . .
Sarah Spencer.
Stór strákur
— er 5 ára og orðinn
1,47 áhæð
Hinn fimm ára gamli Liu Debiao (til
vinstri) á myndinni þykir með stærri
börnum svo ekki sé meira sagt. Til
samanburðar má geta þess að
strákurinn við hliðina á honum er 14
ára gamall.
Liu Debiao er fæddur 14. apríl
1975. Hann er þegar orðinn 1,47 á hæð
og vegur 41,5 kiló. Hann getur borið 65
kg þungan mann á bakinu 100 metra
vegalengd og er því nautsterkur enda
borðar hann heil ósköp af mat.
Læknar sem eru að rannsaka hann
reyna að komast að því hvort einhver
önnur ástæða geti verið fyrir vexti hans
en hin mikla matarlyst.
Þessi stóri strákur býr á
samyrkjubúi í Jiangsu-héraði í Kína.
LmJ
GLIT
HÖFÐABAKKA 9. - SÍMI 85411
GREIÐSLU
KJÖR